Morgunblaðið - 16.06.1966, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 16.06.1966, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 16. júní 1966 MORCUNBLAÐIÐ 19 Sigríður Vilhjálmsdóttir Höfn, Ólafsfirði - Minning >1 „Fölnuð er liljan fríða fallin er eikin sterk.“ ÞESSI orð komu skyndilega í hug minn, er ég frétti lát frú Sigríðar Vilhjálmsdóttur. Engum þurfti þó að koma á óvart þau tíðindi, því lengi hafði maður- inn með Ijáinn staðið álengdar og þokast nær og nær, til að vinna sitt óumflýjanlega verk. En dauðinn kemur okkur ætfð á óvart, þrátt fyrir að við vitum að öll stefnum við að því marki fyrr eða síðar. Jónína Sigríður, en svo hét hún fullu nafni, var fædd að Jarðbrú í Svarfaðardal, 19. nóv. 1891, dáin 11. nóv. 1965. For- eldrar hennar voru Vilhjálmur Einarsson, sem lengst af bjó á Bakka í Svarfaðardal og var einn fremsti brautryðjandi um búskap og félagsmál sinnar samtíðar. Kona hans hét Kristín Jónsdóttir, sem þótti mikil húsmóðir og hannyrðakona svo af bar. Sigríður var glzta barn þeirra hjóna, en átti hálfsystur, sem var eldri og sjö alsystkini. Hún Hun giftist 19. nóv. 1915, Sig- urði Jónssyni, hinum ágætasta manni, sem látinn er fyrir rúm- um tveim árum. Þau fluttust frá Bakka í Svarfaðardal til Ólafs- fjarðar árið 1916, og bjuggu þar æ síðan utan eins árs. Tvær dætur eijgnuðust þau hjón, Helgu, gifta Ásgrími Hartmannssyni bæjarstjóra og Kristínu síma- mær. Þegar ég lít til baka og horfi yfir hálfgrónar slóðir, þyrpast fram í hug minn myndir og minningar frá kynnum okkar Sigríðar. Allár þessar minning- ar eru mér bæði kærar og hug- Ijúfar. Það virðist oft, sem for- lögin, atvikin — eða hvað, sem menn vilja kalla það, ráði miklu um fyrstu kynni okkar af sam- ferðamönnum í lífinu, og hvort þau verða okkur til góðs eða Ihins lakara, um ókomin ár. Aldrei hef ég efazt um að góðu forlögin hafa verið að verki, er ég fékk fyrst að kynn- ast þessari mikilhæfu, fórnfúsu konu, Sigríði Vilhjálmsdóttur. Hún var fyrir stuttu flutt með manni sínum að Vatnsenda hér í sveit. Eg var þá aðeins unglingur að árum. Móðir mín hafði lengi legið veik um veturinn. Heimili okkar var lengi búið að vera mjólkurlaust, því ekki var nema ein kýr í fjósi og aðrar heimilis- ástæður ekki sem beztar. Ekki veit ég hvernig Sigríður hefur frétt um þessar slæmu ástæður á heimili mínu, því ekki vissi ég til þess að þau hjónin þekktu foreldra mína neitt. En það mun hafa verið þá, sem svo ótal sinn- um oftar fyrr og siðar í lífi Sig- ríðar, að henni lágu allar leiðir opnar til að finna þá fátæku og sjúku og rétta þeim hjálpar- hönd. Svo var það einn dag að for- eldrar mínir fá boð frá Vatns- enda, hvort þau vilji ekki þiggja að sækja þangað mjólk þar til þeirra kýr bæri. Ég sé það enn í anda þótt mörg ár séu liðin, hvað foreldr- ar minir urðu bæði hrærð og ihissa yfir þessu góða og kær- komna boði. Það kom í minn hlut að fara þessa fyrstu mjólk- urferð, en ekki gæti ég sagt það með góðri samvizku að ég hafi verið mjög upplitsdjörf, er ég lagði af stað með þriggja pela flösku í sokk við hlið mér, því innst í huga mér leyndist sú hugs un, að þetta væri nokkurs kon- ar ölmusuganga, sem ég væri nú að fara í. — Fátækt fólk getur verið stolt í hjarta, og er líka oft þess eina vopn gegn aðkasti náungans. — Ég hef víst ekki skilið það þá, að Ijúft er að Þiggja hjálp þeirra, sem veita hana af kærleika. Þegar ég kom í hlaðið á Vatns- enda, fundust mér fætur mínir máttlausir og mig langáði sárt til að snúa til baka. Ekki fékk ég langan tima til umhugsunar, því dyrnar að húsinu opnuðust og út kom sjálf húsfreyjan, rétti mér brosandi höndina og sagði: „Komdu blessuð og sæl.“ Hönd- in var mjúk, handtakið hlýtt og innilegt. „Gerðu svo vel að koma inn í hlýjuna,“ sagði hún. Ég reyndi að láta sem minnst bera á flöskunni í sokknum, lagði hana svo lítið bar á við hlið mér, en ekki hafði ég lengi setið, er Sigriður spyr hvort ég hafi ekki komið með ílát, jú, ég benti á flöskuna. Hún leit á íláti'ð og mér sýndist með vandlætingarsvip. Mér brá — sú hugsun þaut, sem leiftur gegnum heila minn, — ætli henni finnst flaskan stór? Ekki þurfti ég lengi að bíða eft- ir svari við hugsun minni. — „Ekki endist nú dropinn úr þess- ari flösku lengi handa sjúkling og fleiri munnum," sagði Sigríð- ur og brosti til min um leið. Ég reyni ekki að lýsa tilfinn- ingum minum á þessari stundu, en ég fékk að vita það síðar, að Sigríður sá og skildi hugar- ástand mitt. Á meðan hún fram- reiddi góðgerðir handa mér, spjallaði hún við mig á sinn létta og glaðværa hátt, sem ég vfð síðari kynni fann að henni var svo eðlilegur. Eftirtekt mín beindist að þess- ari konu, á meðan hún vann verk sitt, með föstum skrefum og fum- lausum handtökum. Og í einni svipan sá ég að þessi kona hlyti að hafa fastmótaða skapgerð, enda reyndist mér svo við langa viðkynningu okkar síðar. Ég fór nú að sýna á mér fararsnið og kom þá Sigríður með 4 lítra brúsa fullann af mjólk og stærð- ar pakka með, og segir: „Þú átt að segja henni mömmu þinni að láta sækja í þennan brúsa til mín þangað til kýrin yKkar ber. Ég stundi upp einhverjum þakk- lætisorðum, sem ekki munu hafa verið sögð af mikilli djörfung, enda barðist ég við að láta ekki tár mín sjást, og það er mér full- Ijóst að hafi einhverntíma á lífs- leiðinni komið í hug minn að rétta bágstöddum hjálparhönd, þá hefur það verið minningin frá þessari stundu, sem vísaði mér rétta leið. Já, svona atvik- uðust nú fyrstu kynni okkar Sig- ríðar, en það urðu ekki þau sí'ð- ustu. Hin kærleikssíka glaða hönd hennar átti oft eftir að bægja frá mér beizkju og sárs- auka, þegar veikindi og aðrir örðugleikar þar að lútandi sóttu mig heim. Hún var ævinlega sú fyrsta og oftast sú eina af vanda lausum, sem réttu mér hjálpar- hönd. Það var svo sterkur þáttur í skapgerð Sigríðar, að líkna og hjálpa þeim, sem bágt áttu á einhvern hátt — að ég hygg hún hafi ekki vitað það sjálf. Hún sýndi það svo oft í lífi sínu og starfi, að vinstri höndin vissi aldrei hvað sú hægri gerði. Ef einhver spySði mig um hvort Sigriður Vilhjálmsdóttir hefði verið trúuð kona; myndi ég hik- laust segja já, jafnvel þó ég heyrði hana aldrei tala um trú- mál, enda ekki hennar skapi líkt að tala í tíma og ótíma um jafn viðkvæmt mál, sem trúin er. En hún sýndi trú sína í verki. Já, það er sannarleg guðsgjöf að fá að kynnast góðum og skiln- ingsríkum sálum þegar lif manns sjálfs er að mótast úr æsku í fullþroska manneskju. Ég hef svo oft fundið það, hve mikill ávinningur það var fyrir mig að fá ung að kynnast þessari gjöf- ulu, fórnfúsu konu og sfðar að fá tækifæri til að starfa með henni og undir hennar stjórn, að þeim áhugamálum, sem henni voru hjartfólgnust. Veturinn 1917 komu nokkrar konur saman á Vatnsenda i boði Sigríðar Vilhjálmsdóttur, og var hugmynd hennar með því að leita fyrir sér hjá þeim hvort ekki mundi vera tiltækilegt fyrir kon- ur að stofna með sér félag, sem ynni að fátækra- og sjúkramálum. Þessi hugmynd hennar mun hafa fengið góðan hljómgrunn, þvi á þessum degi var stofnað kven- félag, með aðeins 16 konum og þetta félag er starfandi hér enn. Þessu fámenna félagi var gefið nafnið Framsókn, sem síðar var þó breytt. Frú Sigrí’ður Vil- hjálmsdóttir var að sjálfsögðu kosin forstöðukona þessa félags. Það lætur að líkum hvort ekki hefur þurft bæði stórhug og bjart sýni til að stofna kvenfélag hér við þær aðstæður, sem þá voru í Ólafsfirði, á þeim árum þegar ekkert samkomuhús var til, ekki einu sinni til fundarhalda. Virt- ist nú mörgum, sem þarna væri torfæra á leiðinni, sem ekki væri svo auðvelt að stíga yfir. En Sig- ríði vantaði aldrei góð ráð. Hún Framhald á bls. 23 4 ástæður til að kaupa heldur GENERAL hjólbarða. þér hún þau hann Fimmta ástæðan. . . . Þér horgið þegar þér ieyrið. GENERAL TIRE INTERNATIONAL Slitin dekk eru stórhættuleg. Látið mæla loftið í hjól- börðunum með vissu milli- bili og séu þau orðin lé- leg setjið nýjan gang af CENERAL undir. Langlífi CENERAL dekkjanna er við- urkennt. Látið ekki léleg dekk eyðileggja ánægjuna af að aka. Lítið inn . .. látið okkur leiðbeina yður í vali á General hjólbörðum. h^élbarðinn hf. UUCAVEC 178 »1 ma Laugavegi 178 — Sími 35 2 60. ELDHUS SÝNING í MÁLARAGLUGGANUM FRAMLENGD TIL 20. JÚNÍ. Einkaumhoð á íslandi: SKORRI HF. Sölustjóri: Ólafur Gunnarsson. Hraunbraut 10 — Kópavogi — Sími 4-18-58 FYRIR ÞJODHATÍÐINA ROS BAKNASKÓR MEÐ INNLEGGI HVÍTIR — BRÚNIR BARNASANDALAR MARGIR LITIR MARGAR GERÐIR MJÖG ÓDÝRIR. DREN G JASKÓR BRÚNIR — SVARTIR MARGAR GERÐIR. m SKÓHÚSIÐ HVERFISGÖTU 82. — SÍMI 11-7-88. BANKASTRÆTI — SÍMI 2-21-35 GRENSÁSVEGI 50. TELPNA- OG UNGLINGASKÓR MARGAR NÝJAR GERÐIR.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.