Morgunblaðið - 16.06.1966, Side 31

Morgunblaðið - 16.06.1966, Side 31
! Fimmtudagur 16. jtinf 1966 MORC U N B LAÐÍD 31 Valtýr Pétursson sýnir 50 myndir í Unuhúsi KLUKKAN 4 í dag verður opnuð málverkasýning í Helgafelli, Unuhúsi við Veghúsastíg. Það er hinn kunni listamaður Valtýr Pétursson sem þaina sýnir 50 myndir. Er um að raeða olíumál- verk, mósaikmyndir, kvarsmynd- ir, klippmyndir og vatnslitamynd ir. Er þetta þriðja sýningin í Hejgafelli, en fyrir skömmu sýndu þar saman listmálararnir Kristján Davíðsson og Steinþór Sigurðsson. Fréttamaður Morgunblaðsins ■hitti Valtý að máli í gær og sagði hann að elzta mynd sýningarinn- ar væri frá 1949, en sú yngsta væri frá' því í ár. Allmargar myndir sem nú væru sýndar, hefðu verið á sýningum áður, þar af nokkrar fyrir 14—15 árum. Valtýr sagðist hafa haldið sína fyrstu einkasýningu 1949 í París, en þá hefði hann verið þar við nám. Þetta væri 9. einkasýning sín, og væri hún nokkuð annars eðlis en fyrri sýningar, þar sem á þessari væri leitazt við að fram kæmi nokkurt sýnishornaf vinnu brögðum hans. Auk einkasýninganna hefur — Tveir bátar Framhald af bls. 32. kost. Hélt báturinn þó floti og dólaði í áttina til Jóns Stefáns- sonar sem þeir sáu að kom á vettvang. í þann mund, er Jón Stefánsson kom að bátnum, hvolfdi honum og allir mennirn- ir lentu i sjónum. Einn þeirra var ósyndur. öllum tókst að bjarga og bátnum líka, þar sem hann maraði í kafi. Hinn bátur- inn var þá enn á floti, en sökk í þann mund er reynt var að bjarga honum. Óskar skipstjóri sagði að hér hefði verið um hrausta menn að ræða og enginn þeirra beðið um að koma fyrstur um borð. Tæp- lega hefðu þeir þó getað synt til lands, þótt um vart meira en mílu hefði verið að ræða. Vaitýr tekið þátt i mörgum sam sýningum listamánna og nú síð- ast í fyrra héldu hann og Jó- hannes Jóhannesson listmálari, samsýningu í Listamannaskálan um. Þá hafa myndir hans verið sýndar víða erlendis t.d. í flest- um Evrópulöndunum. Aðspurður um hvaða tjáningar form hann héldi mest upp á, sagði Valtýr að segja mætti að hann héldi mikið upp á gerð mósaikmynda. Hann ætti hins- vegar aðeins fáar eftir núna og væri óvíst um hvað hann mundi fást við þær í náinni framtíð. Valtýr hefur nú nýlega lokið við tvær mjög stórar mósaik- myndir í Kennaraskólanum, sú stærri þeirra er 19 ferm. Allar myndir sem á sýning- unni eru eru til sölu og er verði þeirra mjög stillt í hóf. Kosta þær yfirleitt frá 4000—10.000 kr. Er tekin upp sú nýbreytni að selja myndirnar með afborgun- um, þannig að kaupendum gefst kostur á að kaupa myndimar með því að greiða fjórðu.ng verðs ins út. en síðan eftirstöðvarnar á 12 mánuðum. Sagði Ragnar Jóns son að sami háttur hefði verið hafður á þegar þeir Steinþór og Kristján hefðu sýnt og hefði fólk verið mjög ánægt með það og mikið hefði selzt af myndum. Eins og áður segir verður sýn- ingin opnuð kl. 4 í dag og verð- ur þá öllum heimilaður aðgang- ur. Sýningin verður annars opin næsta hálfa mánuð frá kl. 1—6 og verður þá aðgangur ókeypis. Verður sýningin einnig opin á kvöidin um helgar og tvö næstu kvöld. Verður þá aðgangur seld ur. Þá verður gefin út mjög fal- leg sýningarskrá, þar sem Gunn- laugur Scheving ritar um lista- manninn og í er eftirprentuð mynd af einu málverki sýningar innar. Hreinsun í Æsku- lýisfylkingunni Peking, 15. júní — AP-NTB • Hreinsanirnar í Kína hafa nú tekið til Æskulýðssamtaka kommúnistaflokksins. Kvöld- blað eitt í Peking segir í dag. að skipt hafi verið um menn í fram kvæmdanefnd Peking-deildarinn ar. Fylgir fregninni, að þúsund- ir ungmenna hafi tekið þessum tiðindum með miklum fögnuði. Æskulýðssamtök kommúnista- flokksins eru, að sagt er, sýnu fjölmennari en flokkurinn sjálf- ur, sem telur 22 milljónir íéiaga. Eru félagar þar yfirleitt á aldrin um 15—30 ára en einstöku isið- togar eldri. I GÆR var hæg A-átt og sólarlaust um allt land. Bezta veðrið var á austanverðu N- landi yfir 15 st. hiti. Þoku- loft var á SA-landi, Aust- fjörðum og á annesjum norð- an lands, en yfirelitt þurrt og gott skyggni á V-landi. Sunnan lands var úrkoma á stöku stað. Mjög hlýtt og gott veður var í nálægari Evrópulönd- um, nema á Bretlandseyjum, þar var sólarlítið og skúra- veður og víðast 15-20 st. hiti. Þá heyrast þær fréttir frá Peking, að Mao Tse tung hafi nokkrum sinum komið fram op- inberlega að undanförnu. Frétta stofan „Nýja Kína“ segir í dag, að hann sé við beztu heiisu og hafi nýlega setið opinberan íund í Peking. — Tvær AB bækur Framhald af bls. 2 Mannslíkaminn, Könnun geims- ins og Mannshugurinn. Bókin Vísindamaðurinn fjallar um heim vísindanna. Greinir bókin ýtarlega frá því hvernig vísindamenn starfa, skiptingu vísindagreinanna frá höfuðstofn- um í einstakar sérgreinar. Sagt er frá ýmsum kunnum vísinda- stofnunum, og hve miklu fé er aflað til þeirra og á hvern hátt. Bókin gefur einnig yfirlit yfir hina undraverðu og hrö'ðu þró- un vísindanna, og skýrir á hvern hátt þau koma öllum almenningi að gagni og geta valdið hagsæld og framförum sé rétt með farið. í bókarlok er yfirlit yfir alla þá, sem hafa hlotið Nóbesverð- laun í raunvísindum og hver af- rek þeir hafa unnið. Bókina islenzkaði Hjörtur Hall dórsson, menntaskólakennari, en formála hennar hefur Guðmund- ur Arnlaugsson, rektor, ritað. Er bókin, eins og hinar fyrri, 200 bls. að stærð. Atriðisorðaskrá fylgir. Bókin var sett í Prentsmiðj- unni Odda hf., filmur af texta gerðár í Litbrá hf., en bókin prentuð og bundin í HollandL Fyrirlestur um Asswan stífluna HARALDUR Ómar yilhelmsson, kennari, sem verið hefur á fyrir lestrarferð um Egyptaland og sýnt þar kvikmyndir frá íslandi, m.a. við háskólinn í Kairó og í arabíska sjónvarpinu, sýndi blaðamönnum fagra litkvik- mynd með enskum skýringum um smíði - Assúan-stíflunar miklu.. Haraldur sýnir þessa mynd og heldur fyrirlestur nk. laugardag, 18. júní, kl. 3 síðdeg- is, í Háskólabíói, og rennur ágóð inn til „Herferðar gegn hungri". — Vietnam Framh. af bls. 1 ir kylfuhöggúm annars lögreglu manns. Varð að flytja frétta- manninn í læknishendur, alvar- lega meiddann á höfði. Frá borginni Hue í Norður- Saigon berast þær fregnir að hundruð Búddatrúarmanna hafi safnazt umhverfis ölturu, sem þeir hafa komið upp á götum borgarinnar. Héldu þeir þar minningarathafnir um Búdda- trúarmenn, er féllu í átökunúm við stjórnarhermenn í síðasta mánuði. Búddatrúarmenn hyggja á sólarhrings föstu til áréttingar kröfum' sínum um brottvikningu Kys hershöfðingja. Leiðtogi þeirra, Thich Tri Quang fastar enn og er mjög af honum dregið. Á hann, að sögn vina hans orð ið erfitt með að sitja uppréitur og er tregt um mál. Stjórn Kys s-kýrði í dag nán- ar frá skipan og starfsviði hins nýja ráðs, sem stofnað hefur ver ið og á að vera einskonar ráð- gjafarsamkunda fyrir stjórmna. Verður það skipað fulltrúum hersins og borgaralegra sam- taka. Að sögn NTB má ráða af tilkynningum stjórnarinnar, að ráði þessu sé ætlað minna vald en gert hafði verið ráð fyrir — það verði aðeins ráðgefandi 5 stjórnmála-, efnahags- og þjóð- félagsmálum hafi ekkert vald yf- ir athöfnum stjórnarinnar og hún geti leyst það upp, þegar henni hentar. Þá sé ráðinu að- eins ætlað að koma saman einu sinni í mánuði og skuli það ekki sitja á fundum lengur en sex daga í senn. Þá segir AP fréttastofan, að stjórnin hafi tilkynnt að hún muni takmarka vald stjórnar- skrárinnar, — og þannig verði komið í veg fyrir, að þing það, sem kjósa eigi 11. september n.k. verði fullkomið löggjafar- þing og geti skipað borgaralega stjórn. i — Bændur Framhald af bls. 32. bónda í Auðbrekku, út af fyrir- huguðum landsfundi um þessi mál. Hefðu Eyfirðingar, fyrir hönd Norðlendinga og Austfirð- inga, óskað eftií landsfundi um málið, en Sunnlendingar hafnað honum. Hinsvegar sagði Lárus að Stefán hefði sagt sér í samtalinu að kosnar hefðu verið nefndir i sýslum norðanlands og austan. Væru fulltrúar nefndanna þessir: Tobías Tobíasson, Geldingaholti i SkagafirðL Pétur Hafsteinsson, Gunnsteinsstöðum, A-Húnavatns sýslu, Sigurður Líndal, Lækja- móti, V-Húnavatnssýslu, Hermóð ur Guðmundsson, Árnesi, S-Þing eyjarsýslu og annaðhvort Sveinn Jónsson, Egilsstöðum, eða Þor- steinn Sigfússon, Sandbrekku fyr ir Austfirðinga. Lárus sagði, að eftir að hann hefði skýrt frá því að Sunnlend- ingar vildu ekki landsfund um málið, hefði Stefán Valgeirsson óskáð eftir því að fulltrúar norðan- og austanmanna fengju að mæta til samræðna við sunn- anmenn í Reykjavík næstkom- andi sunnudag og hefði það verið samþykkt. Er gert ráð fyrir að svo verði. Síðan mun ákveðið að Framleiðsluráð haldi fund kl. 10 á mánudagsmorgun, en síðan mundi fulltrúar Norðlendinga og austanmanna mæta með Sunn- lendingum á fundi Framlei'ðslu- ráðs kl. 14.00. Lárus kvað það ósk bænda, sem mjólkurframleiðslu stunda, að fá dregið úr þeim ómildu á- hrifum sem aðgerðir Framleiðslu ráðs hafa á búrekstur þeirra og að það væri gert með friðsömum hættj og án allra pólitískra deilna. Blaðið hafði eftir fulltrúa sín- um á Norðurlandi, sem samband hafði haft við Stefán Valgeirsson, að ætlun þeirra norðanmanna væri engan veginn sú, að stofqat neitt samband gegn Stéttarsam- bandinu eða Framleiðsluráði, heldur einmitt að styrkja þau samtök og hafa við þau fullt sam band og samráð um þær aðgerð- ir sem bændur hefðu um óskir, að framkvæmdar yrðu. — Samþykkt Framhald af bls. 32 hafa forystu um aðgerðir af hálfu verkalýðsfélaganna, er nauðsynlegar kunna að reynast til þess að samningar takist. Skor ar fundurinn á verkalýðsfélögin að vera viðbúin þeim átökurn, sem framundan kunna að vera“. Framkvæmdastjórn Verka- mannasambandsins mun nú óska eftir viðræðum við atvinnurek- endur um samningana án tafar. (Frá Verkamannasam- bandi íslands). hvert sem þér farið # ferðatrygging ALMENNAR TRYGGINGAR U 1 1 PÓSTHÚSSTRÆTI 9 ***** Augtýs — athi Þeir, sem hafa hug á i blaðinu sunnudaginn um að koma handritu stofu blaðsins fyrir k fftfrpMií endur jgið ið auglýsa í Morgun- 19. júní eru beðnir m á auglýsingaskrif- I. 17 í kvöld.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.