Morgunblaðið - 16.06.1966, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.06.1966, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ Fimmludagur 16. Júnl 1966 — Verwoerds Framh. af bls. 16 og slá og hvítir íbúar lands- ins hafa fengið tækifæri til að eflast í afstöðu sinni og réttlæta hana fyrir sér, með þvi að horfa á það, sem geng ið hefur á í hinum sjálfstæðu Afríkuríkjum síðustu árin. Sannleikurinn er sá að skilningur hvítra Suður- Afríkubúa og trú á því, að fólk af mismunandi þjóðernum og hörundslit geti Innilegar þakkir flytjum við öllum þeim sem aðstoð veittu við að endurreisa heimilið á Hauksstöðiun í Jökuldal með fjárframlögum og annarri aðstoð. Heimilisfólkið á Hauksstöðum, Séra Bragi Benediktsson. Mínar beztu þakkir til allra, er sýndu mér vinarhug, með skeytum og gjöfum á sextugsafmæli mínu þann 2. júní s 1- Gísli Þórðarson Mýrdal. Þakka hjartanlega öllum þeim, sem glöddu mig á 90 ára afmæli mínu 11/6 s.l., með heimsóknum, gjöfum, blómum og skeytum og gerðu mér daginn ógleyman- legan. — Guð blessi ykkur öll. Hólmfríður Teitsdóttir, Seljalandi, Dalasýslu. Móðir okkar, tengdamóðir og amma, MARGRÉT KRISTÍN HANNESDÓTTIR andaðist að heimili sínu Hringbraut 82 mánudaginn 13. þ. m. Fyrir hönd ættingja og annarra vandamanna . Gíslína Gísladóttir, Guðbjörg Jónsdóttir. Faðir okkar JÓN L. ÞORSTEINSSON bóndi á Hamri í Þverárhlíð, andaðist á heimili sínu 14. þessa mánaðar. Þorsteinn Jónsson, Þórarinn Jónsson. Jarðarför móður, tengdamóður, ömmu og langömmu KARÓLÍNU rósinkrönzu karvelsdóttur sem lézt í sjúkraskýlinu í Bolungavik sunnudaginn 12. júni, fer fram frá Hólskirkju í Bolungavík, laugardaginn 18. júnr. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Útför mannsins míns, föður okkar og tengdaföður HELGA PÉTURSSONAR fyrrverandi framkvæmdastjóra, fer fram frá Dómkirkjunni laugardaginn 18. júní kl. 10,30 f.h. Soffía Björnsdóttir, Björn Helgason, Soffía Einarsdóttir, Gunnlaugur P. Helgason, Erla Kristjánsdóttir, Helga S. Helgadóttir. Alúðarfyllstu þakkir færast hér með öllum, er auð- sýndu samúð, vináttu og hjálpsemi vegna fráfalls, ÓLAFS KJARTANSSONAR Haukatungu, er dó af slysförum 5. þ.m., og heiðruðu útför hans með nærveru sinni og á annan hátt. Einnig innilegar þakkir til Slysavarnarfélags íslands í Reykjavík, fyrir fús- lega veitta og drengilega hjálp af sama tilefni. Sjálfs mín vegna og annarra vandamanna hins látna. Kjartan Ólafsson, Haukatungu. Innilegar þakkir til allra er auðsýndu samúð og vinar- hug við andlát og jarðarför föðurbróður míns ÁRNA MAGNÚSAR SIGURÐSSONAR Sérstakar þakkir færi ég heimilisfólkinu að Hátúni við Rauðavatn fyrir umhyggju við hinn látna. Guðbjörg Jóhannsdóttir. Þökkum innilega auðsýnda samúð við fráfall og jarð- arför mannsins míns og föður okkar AXELS BENEDIKTSSONAR fyrrum skólastjóra. Þóra Guðmundsdóttir, Guðmundur Axelsson, Benedikt Axelsson, Lára Axelsdóttir. búið 1 sama þjóðfélagi fer stöðugt minnkandi. Margir S- Afríkumenn, jafnvel einnig andstæðingar Apartheid-stefn unnar, létu ræður Kennedy sem vind um eyru þjóta — litu á þær sem hverja aðra þýðingarlausa árás á Apar- theid. Ef til vill er skýringin á þessu sú, að stjórnmálamenn- irnir hafi kreist svo gersam- lega merg og blóð úr nei- kvæðum orðum tungunnar, að menn ekki skilji þau leng- ur. Og þegar einhver útlend- ingur kemur og talar um, að Apartheid-stefnan sé í sjálfu sér .,ill“ og eigi að uppræt- ast með öllu, er svo litið á sem hann sé ósköp óákveðinn og nánast vinglgjarn í af- stöðu sinni. Annað kemur og til greina — að þau hugtök, sem Kennedy ræddi, eru langt fyrir ofan hugsun og skilning meirihluta Suður- Afríkumanna. Með einangrun inni hefur svo gersamlega tek izt að slæva huga þjóðarinn- ar. Tökum dæmi. Kennedy sagði við stúdenta í Stellu- bosch, að hin alþjóðléga hug- sjónalega barátta, sem nú væri háð um allan heim og hinar ótrúlegu framfarir í vopnabúnaði hefðu gert ein- angrunarstefnur úreltar. Jafn vel mörkin milli utanríkis- og innanríkismála, stríðs og frið ar; þeirra, sem tækju ákveðna afstöðu og hinna, sem reyndu að vera hlutlausir: — þessi mörk, sem áður fyrr hefðu verið svo ljós og afmörkuð, væru það ekki lengur — þessi orð hefðu því að vissu leyti glatað fyrri merkingu. í eyrum flestra S-Afríku- búa er slíkt tal tóm þvæla. Þeim hefur verið kennt hið gagnstæða, — að mörkin skuli verða fleiri, skýrari og afmarkaðri, andstæðurnar sterkari, málamiðlanir færri, að heimurinn skiptist í svart og hvítt, ekkert grátt — skarp ar línur eigi að ríkja og þeir eigi að gera glöggan greinar- mun á því hverjir séu vinir og hverjir óvinir. Boðskapur Kennedys til Suður-Afríkumanna er því í rauninni sá, að hugsun og stefna stjórnarinnar þar sé úr elt, að þeir séu aldir upp við úreltan hugsunarhátt. Hann talaði um hinn „jarðbundna mann, sem heldur i þá myrku og eitruðu hjátrú að heimur hans takmarkist af næsta fjalli, þjóðfélag hans sé af- markað af þröngum hring þeirra, sem eru honum sam- mála, eru eins á litinn og búa í næsta nábýli. Ef til vill skildu þetta einhverjir þeirra æskumanna, sem Kennedy beindi orðum sínum til — þeir, sem hann sagði að ættu að verða boðberar hins sanna mannfélags, sem ættu að stuðla að og efla eininga mannkynsins — „ég veit, að ykkur hlýtur oft að finnast þið einir og yfirgefnir er þið standið andspænis erfiðleik- um og vandamálum", sagði Kennedy, — „en ávalt, þegar einhver berst fyrir hugsjón eða fyrir því að bæta kjör annarra — berst gegn órétt- læti, — sendir hann írá sér litlar vonaröldur, sem á leið sinni sameinast ótal öðrum öldum. Að lokum verða bær að sterkum straumi, er getur brotið niður rammgerasta stíflugarð. Hætt er við, að þassi um- mæli hafi, öðrum fremur hit að Verwoerd í hamsi. Hann mun því eflaust ekki hika við að beíta sterkum mótleik. (OBSERVER — öll réttindi áskilin). Rauða myllan Smurt brauð, heilar og nátfai sneiðar. Upið frá kl. 8—23,30. Sími 13628 Auglýsing um úðun garða Ef veður leyfir verður í dag úðað í Norður- mýri, Hlíðum, Holtum, Túnum og áfram austur eftir því sem tími vinnst til. Næsta úðunardag verður úðað það sem kynni að vera eftir innan borgartak- markanna og í áframhaldi af því verður úðað á Seltjarnarnesi, í Kópavogi, Garða- hreppi og Hafnarfirði. ÚÐUNARSTJÓRN. Ovenjulegt tækifæri — há laun í boði Traust og athafnasamt fyrirtæki, sem m .a. selur hin heimsfrægu GOODYEAR þakþéttiefni, sem bor- in eru á köld og spara mikla vinnu og auk þess ýmsar viðhaldsvörur aðrar, framleiddar í Banda- ríkjunum, margar með einkaleyfi, óskar eftir um- boðsmanni á íslandi. Fullrar vinnu er ekki krafizt til að byrja með og engra fjárframlaga úr vasa umboðsmanns, en bíl þarf hann að hafa til umráða. Há umboðslaun eru í boði og auk þess ýmis fríðindi önnur, s. s. ókeypis líftrygging. Skrifið — á ensku — til: Consolidated Paint & Varnish, East Ohio Building, Cleveland, Ohio 44114, U.S.A. og látið fylgja meðmæli ef fyrir eru. í ferðalagið PLASTBALLAR, verð kr. 15.— DISKAR kr. 10.— NESTISKASSAR, margar stærðir. ÓDÝRIR POTTAR — PÖNNUR kr. 25.— KAFFIKÖNNUR — ÓDÝR HNÍFAPÖR. ýeaZimaenf 3EYKJAVÍK Hafnarstræti 21 — Sími 13336 Suðurlandsbraut 32 — Sími 38775. Hollenzk hústjöld é Stærð: 4,20 m x 2,60 m. Verð: kr. 5.990,00. — Póstsendum Bergshus Skólavörðustíg 10 — Sími 14806.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.