Morgunblaðið - 16.06.1966, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.06.1966, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 16. júnt 1966 MORCU NBLAÐID 17 i Stuölar - strik - strengir í* r Það er vor frá rithöfundum í Leningrad. Einnig er þess að minnast, að fiöldi fólks, og Aksenov þar á meðal, var gripið fyrir mót- mælaaðgerðir gegn endurreisn Josefs Stalins í marz s.l. Margir hafa nú af því áhyggjur að eitthvað slíkt sé í aðsigi og benda m.a. á að mikið sé nú skrifað í málgögn flokksins til fordæmingar orðtækisins „per- sónudýrkun“ sem Krúsjeff beitti óspart fyrir sig til niðr- unar á öllu sem sett varð í sam band við Stalin. Er nú svo komið að ímynd Stalins og örlög rithöfundanna Sinyavskys og Daniels eru tvinn uð saman í huga fjölda manna. Þrátt fyrir öll mótmælin og for dæmingarnar gera menn sér ljóst. að ef Stalin hefði verið við völd nú, hefðu rithöfund- arnir tæpast verið ofan moldar og því er það að menntamenn í Sovétríkjunum gerast ugg- andi um sinn hag hvenær sem þess sjást einhver merki að vera megi að Stalin hljóti upp- reisn æru. Sinyavsky og Daniel skrifa ■ fangelsinu SOVÉZKU rithöfundarnir tveir Andrei Sinyavsky og Yuli Dani- el, sem nú eru í haldi í fanga- Ibúðum, ekki þó saman, í Riiss- landi miðju, þar sem heitir al- þýðulýðveldið Mondóvía, segja ævi sína allgóða, í bréfum til ættingja og vina og halda upp- teknum hætti um lestur og rit- störf. „Það er vor hérna", skrifar Yuli Daniel í einu bréfanna heim, „og ég nýt þess að anda að mér fersku lofti eftir inni- lokunina í Moskvu“. Ekki segja rithöfundarnir sér íþyngt með vinnu og virðast þeir hafa gott tóm til skrifa sinna, þótt ekki fái þeir að senda neitt slíkt frá sér. Yuli Daniel hefur haldið sig við yrkingar og er sagður eiga í fórum sínum álitlegan Ijóða- ibálk um hnefaleikakeppni og sitthvað smærra. Sinyavsky hef ur aftur á móti tekið sér fyrir hendur að kynna sér verk tveggja rithöfunda löngu lið- inna sem eru honum skyldir um margt og skrifa um iþá. Annar er írinn Jonathan Swift, sem reit ,,Ferðir Gullivers“ forð um daga, napra þjóðfélags- ádeilu f ævintýrabúningi við barna hæfi og hinn er franski rithöfundurinn Franeois Ra- foelais, sem leyndi í nær óstöðv andi orðaflaumi, og honum ekki alltaf hofmannlegum, hvössum ádeilum á þjóðfélagið og heim- spekilegum vangaveltum um líf ið og tilveruna eins og hún kom þessum 16. aldar manni fyrir sjónir. Báðir hafa þeir Sinyavsky og Daniel beðið um að fá senda síðustu útgáfu af Ijóðum Paster naks, sem Sinyavsky gaf út og skrifaði formála fyrir og Yuli Daniel einnig beðið um eintak af verkum skáldsins Sergei Yesenins, sem framdi sjálfs- morð 1925. En þótt kyrrt sé í fangaklef- um Sinyavskys og Daniels er ókyrrð enn með menntamönn- um bæði utan Sovétríkjanna og Yuli Daniel innan, vegna dómanna yfir þeim. Lev Smirnov, yfirdómari Hæstaréttar Sovétríkjanna, sem var dómsforseti við réttarhöld- in, mætti nokkru síðar á fundi í Rithöfundasamtökum Sovét- ríkjanna, að skýra málið, eins Meistarinn Jean . ÓÐUM eru hinir göimlu meistarar myndlistarinnar að hverfa af sjónarsviðinu-. Hoff- mann er nýlátinn og nú fyrir skömmu barst frétt um að franski málarinn Jean Arp hefði kvatt þennan heim. Arp hefur lengi verið kunn- ur og viðurkenndur sem eitt mesta skáld myndlistarinnar á þessari öld. Starf hans var margþætt. Skrif hans um myndlist hafa ávallt þótt íhug- unarverð, þó einkum hafi hann verið þekktur fyrir marm ara höggmyndir sínar. Einnig er rétt að geta þess að Arp var einn af upphafsmönnum hinnar umdeildu listastefnu, sem bar nafnið Dada-ismi. (Til koma nafngiftarinnar á þess- ari listastefnu varð með þeim hætti, að upphafsmennirnir flettu upp í orðabók og völdu fyrsta orðið sem þeir ráku aug un í.) Jean Arp var fæddur í Strass- borg árið 1887. Á æskuárunum bjó hann á víxl í Sviss og í fæðingarborg sinni. Á árunum 1926-30 tilheyrði hann félagi súrrealistanna. Árið 1942 flýði hann frá Frakklandi til Sviss og 7. júní s.l. lézt hann í sjúkrahsi í Basel. 1 hinni frönsk-þýzku fæð- ingarborg sinni ■ varð Arp eðli- lega fyrir tvíþættum áhrifum. Hann hafði mikil samskipti við þýzka málarann Kandinsky og sömuleiðis frönsku málarana Modigliani og Picasso. Það var árið 1916 í Zúrich að verulega fór að bera á Arp, og þá eink- um í sambandi við fæðingu Dada-ismans sem átti sér stað það á*r. Dada-istarnir í Zúrioh voru heldur illa séðir af stjórn arvöldunum og þóttu þeir geð- bilaðir menn. Svissneska stjórn- in lagði til hliðar umsókn Arps um svissnesk borgararéttindi á þeirri forsendu, að hann væri óæskilegur maður, sem líkur væru á að hafnaði í geðveikra- hæli. Hinar hvítu marmaramynd- ir Arps með mjúkum útlínum, hafa- haft mikil áhrif á list- sköpun aldarinnar. Hin ávala formbygging skáldsins hefur einnig sett mark sitt á ýmsa þætti -byggingarlistarinnar og í því sambandi er rétt að nefna hinar nýrnalöguðu sundlaug- ar, sem svo mjög hafa rutt sér til rúms á síðari árum. Þess má geta hér til gamans, að meistarinn Arp hefur þrengt sér inn í hug þeirra eða þess, sem teiknaði hina nýju sund- laug í Laugardal. Áhrifa frá Arp hefur um langt skeið einnig gætt í verk- um myndskreytingamanna um víða veröld. Arp var þeirrar skoðunar, að listsköpun væri ekkert annað en eðlileg afleiðing hugrenn- inga og tilfinninga og að list ætti um fram allt að vera eðli- leg. í því sambandi sagði hann eitt sinn: „Listaverk á að vera eins og steinn, sem við rek- umst á af tilviljun á förnum vegi“. og sagt var frá í fréttum á sín- um tíma. Fundur sá var all- sögulegur og var Smirnov spurður spjörunum úr, ekki sízt 600 rithöfundar á þingi PEN-klúbbsins Andrei Sinyavsky 34. ALÞJÓÐLEGT þing PEN, samtaka skálda, rithöfunda, leikritahöfunda, ritgerðasmiða, ritstjóra og annarra bókmennta manna — var sett í New York á mánudag, fyrsta þing sam- takanna, sem haldið er í Banda ríkjunum í 42 ár. Þingið sækja um 600 rithöfundar frá meira en 50 þjóðlöndum, en flestir þó frá Bandaríkjunum sjálfum eins og að líkum lætur, eða nær 200 talsins. orðið „fyrst til að mótmæla" réttarhöldunum yfir Sinyavsky og Daniel og fordæma þau, og sagði að samtökin hefðu gert allt sem þau hefðu megnað til þess að milda dómana yfir rit- höfundunum og hjálpa þeim á allan hátt. Rithöfundurinn Saul Bellow, höfundur skáldsögunnar „Her- zog“ flutti aðalræðuna setning ardaginn og fjallaði um efnið „The writer as an independent um viðbrögð menntamanna ut- an Sovétríkjanna, bæði flokks- bundinna kommúnista og ann- arra. Franski rithöfundurinn Louis Aragón hafði fordæmt xéttarhöldin og formaður brezka kommúnistaflokktins, John Gollan sömuleiðis, og ítalir lögðu líka orð í belg og enn aðrir af ýmsum þjóðum. Þá hefur verið sagt, að sovézkir menntamenn hafi sent fjölda bréfa til yfirvaldanna að mótmæla dómunum og þar til nefndir rithöfundar og skáld á borð við Konstantin Paustov- sky, Yevgeny Yevtushenko, Bella Akhmadulina, Andrei Voznesensky, Vasily Aksenov Og ýmsir aðrir. Auk þess er talið — þótt ekki hafi fengizt á því nein staðfesting — að tvö umburðarbréf hafi verið send yfirvöldunum, annað frá rithöfundum í Moskvu og hitt Enginn sovézkur fulltrúi sit- ur þingið og hefur mikið verið um það rætt hverju það sætti, því áður var áformað að sendi- nefnd kæmi vestur úr Sovét- ríkjunum og var Rithöfunda- samband Sovétríkjanna búið að velja sex menn til fararinnar. Arthur Miller, bandaríska leik- ritaskáldið, sem er formaður samtakanna, gat þessa í setn- ingarræðu sinni og sagði m.a.: „Þar sem engin opinber skýr- ing hefur verið gefin út (um fjarveru fulltrúanna), hljóta menn að álykta að orsökin hafi verið ótti við að sendinefndin fengi vart um frjálst höfuð strokið vegna gagnrýni á dóm- ana yfir rithöfundunum Sin- yavsky og Daniel og má vel satt vera. Allit um það“, hélt Miller áfram, ,,held ég að sú gagnrýni hefði verið annað og meira en einber pólitísk fordæming Sovétríkjanna“. Þá minnti Mill- er á að PEN-samtökin hefðu Hans Arp látinn I Arthur Miller. spirit“ eða rétt rithöfunda til að hugsa sjálfstætt, mynda sér sjálfstæðar skoðanir og koma Iþeim á framfæri. Bellow átaldi harðlega þá stefnu í skáldsagna gerð, sem nú er mjög uppi og hann sagði miða að því að gera listina ,ómennska“. Þá lét hann einnig að því liggja, að útgáfa ársfjórðungsrita háskólanna og fjölda annarra rita áþekkra, lítið útbreiddra rita um menn- Jean Arp með eina af hinum egglaga höggmyndum sínum. ingarmál, drægi úr gæðum þess sem borið væri á borð fyrir al- menning og taldi það mjög mið- ur farið. Það sem eftir er vikunnar, verða umræðufundir á þinginu um ýmis efni. s.s. „Rithöfundur inn á öld raftækninnar“ „Rit- höfundurinn sem samstarfsmað Ur annarra í viðleitni þeirra að ná settu marki“, „Bókmennta- leg og þjóðfélagsleg skrif um eðli nútímamannsins“ og „Rit- höfundurinn sem merkisper- sóna í þjóðlífinu“ o.fl. Margt manna sækir þing þetta eins og áður sagði og má til nefna ítálann Ignazio Silone, Pablo Neruda frá Ghile, og Muriel Sparks og Rosamond Lehmann frá Englandi. Ekki koma fulltrúar þó til þings sem útsendarar þjóðar sinnar eða boðberar þjóðskipulags . þess sem þar ríkir, heldur, eins og Arthur Miller orðaði það í setn ingarræðu sinni: „að finna seig- lífan, dulinn skyldleika manns- andans í öllum hans margbreyti legu myndum. Lokatakmark okkar er að menningin eigi sér engin takmörk“ sagði Miller, -¥ r r \

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.