Morgunblaðið - 16.06.1966, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.06.1966, Blaðsíða 24
24 MORGU N BLAÐIÐ Fimmtudagur 16. júni 1966 Þjoðhatíðin í Reykjavík 17. júní 1966 DAGSKRÁIN HEFST: KL. 10.00 Samhljómur kirkjuklukkna í Reykjavík. KL. 10.15 Frú Auður Auðuns, forseti borgarstjórn- ar, leggur blómsveig frá Reykvíkingum, á leiði Jóns Sigurðssonar. Karlakórinn Fóstbræður syngur: „Sjá roðann á hnjúk- unum háu“. Stjórnandi: Jón Þórarinsson. KL. 10.30 Lúðrasveit barna og unglinga leika við Elliheimilið Grund og Dvalarheimili aldraðra sjómanna. Stjórnendur: Karl O. Runólfsson og Páll Pampichler Pálsson. SKRÚÐGÖN GUR: KL. 13.15 Safnast saman við Melaskóla, Skóla- vörðutorg og Hlemm. Frá Melaskólanum verður gengið um Furumel, Hringbraut, .Skothúsveg, Tjarnargötu og Kirkju- stræti. Lúðrasveit Reykjavíkur og lúðra- sveit barna- og unglingaskóla Reykja- víkur leika. Stjórnandi: Páll Pampichler Pálsson. — Frá Skólavörðutorgi verður gengið um Njarðargötu, Laufásveg, Skot- húsveg, Fríkirkjuveg, Lækjargötu og Skólabrú. Lúðrasveitin Svanur og lúðra- sveit barna- og unglingaskóla Reykja- víkur leika. Stjórnendur: KarL O. Run- óifsson og Jón Sigurðsson, trompetleik- ari. — Frá Hlemm verður gengið um Laugaveg, Bankastræti, Austurstræti og X Pósthússtræti. Lúðrasveit verkalýðsins leikur. Stjórnandi: Ólafur L. Kristjáns- . son. — Fánaborgir skáta ganga fyrir skrúðgöng- unum. HÁTÍÐAHÖLDIN VIÐ AUSTURVÖLL: KU 13.40 Hátíðin sett af formanni Þjóðhátíðar- nefndar, Valgarð Briem. Gengið í kirkju. KT. 13.45 Guðsþjónusta í Dómkirkjunni. Prédik- un: Síra Þorsteinn L. Jónsson. Einsöng- ur: Magnús Jónsson, óperusöngvari. — Organleikari: Máni Sigurjónsson. Dóm- kórinn syngur. Þessir sálmar verða sungnir: Nr. 672 Göngum vér fram, 1.—4. vers. — Nr. 52 Ó hvað þú Guð ert góður. — Nr. 678 Himneski faðir hvar sem hfað er. KL. 14.15 Forseti íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson, leggur blómsveig frá íslenzku þjóðinni að minnisvarða Jóns Sigurðssonar. Lúðra- sveitirnar leika þjóðsönginn. Stjórnandi: Jón Sigurðsson, trompetleikarL KL. 14.25 Forsætisráðherra, dr. Bjarni Benedikts- son, flytur ræðu af svölum Alþingis- hússins. Lúðrasveitirnar leika „ísland ögrum skorið.“ Stjórnandi: Páll Pam- pichler Pálsson. KL. 14.40 Ávarp fjallkonunnar af svölum Alþing- ishússins. Lúðrasveitirnar leika „Yfir voru ættarlandi“. Stjórnandi: Ólafur L. Kristjánsson. BARNASKEMMTUN Á ARNARHÓLI: KL. 15.00 Kynnir og stjórnandi: Gísli Alfreðsson. Lúðrasveit drengja leikur. Stjórnandi: Karl O. R«nólfsson. Leikhúskvartettinn syngur lög úr Járn- hausnum eftir Jónas og Jón Múla Árna- syni. Söngvarar: Hjálmtýr Hjálmtýsson, Einar Þorsteinsson, ívar Helgason og Jón Kjartansson. — Undirleik annast Magnús Pétursson. Leikþáttur: Einkunnarbókin. Leikendur: Borgar Garðarsson og Róbert Arn- finnsson. Barnakór: Börn úr Melaskólanum syngja undir stjórn Magnúsar Péturssonar. Gög og Gokke skemmtiþáttur. Flytjend- ur: Alli Rúts og Karl Einarsson. Skátar syngja og leika. Gamanvísur Alli Rúts. Gamanþáttur: Rúrik Haraldsson. Heimir og Jónas leika og syngja (Heimir Sindrason og Jónas Tómasson). Gísli Alfreðsson og Klemenz Jónsson völdu efnið og önnuðust undirbúning dagskrárinnar. DANS BARNA OG UNGLINGA í LÆKJARGÖTU: KL. 16.00 Stjórnandi: Herm. Ragnar Stefánsson. Hljómsveit: Toxic. HLJÓMLEIKAR í HALLARGARÐINUM: KL. 17.00 Lúðrasveit Reykjavíkur leikur. Stjórn- andi: Páll Pampichler Pálsson. Á LAUGARDALSVELLINUM: KL. 16.30 Lúðrasveitin Svanur leikur: Stjórnandi: Jón Sigurðsson, trompetleikari. KL. 17.00 Ávarp: Baldur Möller, form. íþrótta- bandalags Reykjavíkur. Glímusýning undir stjórn Rögnvaldar Gunnlaugssonar. Glímumenn úr KR og Ungmennafél. Víkverja sýna. Piltar úr KR og Ármanni sýna áhalda- leikfimi undir stjórn Jónasar Jónssonar. Drengjaflokkur Ármanns sýnir glímu undir stjórn Harðar Gunnarssonar. Vítaspyrnukeppni milli Reykjavíkur- meistaranna Þróttar og Knattspyrnufél. Vals. — Boðhlaup drengja og stúlkna frá íþrótta- námskeiðum Reykjavíkurborgar. Keppni í frjálsum íþróttum: 100 m., 400 m. og 1500 m. hlaupi, kúluvarpi, há- stökki, langstökki og stangarstökki. 100 m. grindahlaupi, 4x100 m boðhlaupi, 100 m. hlaupi kvenna og 100 m hlaupi sveina. Keppt er um bikar, sem forseti íslands gaf 17. júní 1954. Leikstjóri: Sveinn Björnsson. Aðstoðarleikstjóri: Reynir Sigurðsson. KVÖLDVAKA Á ARNARHÓLI: KL. 20.30 Lúðrasveitin Svanur leikur. Stjórnandi: Jón Sigurðsson, trompetleikari. Geir Hallgrímsson, borgarstjóri, flytur ræðu. Lúðrasveitin Svanur leikur Reykjavík- urmars eftir Karl O. Runólfsson. Höf- undur stjórnar. Karlakórinn Fóstbræður syngur. Stjórn- andi Jón Þórarinsson. Þorsteinn Ö. Stephensen, leikari, flytur Gunnarshólma eftir Jónas Hallgrímsson. Stuttur gamanþáttur eftir Bjarna Guð- mundsson og Guðmund Sigurðsson. Karl Guðmundsson, leikari, flytur. Óperusöngvararnir Svala Nielsen og Guðmundur Jónsson syngja. Undirleik annast Ólafur Vignir Albertsson. DANS TIL KL. 1 EFTIR MIÐNÆTTI: Að kvöldvökunni lokinni verður dansað á eftirtöldum stöðum: Á Lækjartorgi: Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar. Söngv- ari: Ragnar Bjarnason. — í Aðalstræti: Dátar. — Á Lækjargötu: Hljómsveit Ás- geirs Sverrissonar. Söngvari: Sigríður Magnúsdóttir. Kynnir á Lækjartorgi: Svavar Gests. KL.01.00 Dagskrárlok. Hátíðahöldunum slitið frá Lækjartorgi. — Minning Framhald af bls. 23 sinn máli sínu til stuðnings: „Þegar við getum ekki öðlazt það bezta, hljótum við að taka það næst bezta.“ Það hygg ég að þessi fáu orð hafi ráðið miklu um hve þetta mál fékk góð enda- lok. Þetta stóra framtak félaganna varð til mikils menningarauka fyrir Ólafsfjörð: Nú var hægt að fara að vinna að ýmsum þeim málum, sem ekki var tiltækilegt á meðan ekkert samkomuhús var til. Það voru höfð vefnaðar-, sauma og matarnámskeið fyrir konur og leikstarfsemi fékk þá byr undir báða vængi, en að henni störfuðu félögin í samein- ingu, og ætíð var samstarf þeirra með ágætum og átti Sigríður sinn góða þátt í því. En því miður urðu þau ár of fá, sem hún gat veitt kvenfélag- inu forstöðu, því tiltölulega ung að árum missti hún heilsuna og varð að draga sig að miklu leyti í hlé frá störfum félagsins. Þótt hún ætíð reyndi eftir beztu getu að styrkja það með gjöfum og góðum ráðum fram til hinztu stundar. Líf Sigríðar var ekki ætíð dans á rósum, því margir erfiðleikar sóttu hana heim, en þá sýndi hún bezt sinn mikla sáiarstyrk. Það var fjarri henar skapi að kvarta um kjör sín við nokk- urn mann. Hún var ætíð glöð og kát heim að sækja hvernig, sem högum hennar var háttað. Hún bar í hjarta sinu sömu hugsun eins og sá, sem orti þessa vísu sjálfum sér til hugarhægðar: Enginn maður á mér sér, ýms þó blæði sárin. Hef ég lært að harka af mér og hlæja í gegnum tárin. En þrátt fyrir veikindí, sem og aðra lífsreynslu, var Sigríður þó að mörgu leyti gæfumann- eskja. Guð hafði gefið henni sterka sál, til að standa af sér storma lífsins. Hún átti góðan eiginmann, sem ætíð stóð traust- ur og rólegur við hlið hennar og reyndi af fremsta megni að létta henni lífsbaráttuna á með- an hans naut við. Hún fékk að lifa mitt á meðal ástvina sinna og þurfti aldrei að hrekjast burt af heimili sínu þrátt fyrir sín miklu veikindi. Dæturnar voru henni ávallt góðar og tengdason- urinn reyndist henni sem bezti sonur, enda unni hún honum eigi minna en dætrum sínum. Dætra- böm hennar elskuðu og virtu ömmu sína. Þrjú þeirra ólust upp á heimili þeirra hjóna og reyndust þau þeim ætíð sem beztu foreldrar. Litlu langömmu- börnin voru henni hjartakær. Ölium þessum ástvinahópi var hún þakklát, og reyndi fram á hinztu stund að miðla þeim af gjafmildi sinni og kærleika. Nú er þessi góða kærleiksríka kona horfin ástvinum sinum og öðrum samferðamönnum — til meiri starfa Guðs um geim. Sigríður mín! Hafi eitthvað atvik i lífi okkar orðið þess vald- andi að lei'ðir skildu að mestu á seinni árum, þá mun hvorug hafa um það rætt, en báðar tekið þann kostinn, sem vænztur var • að láta Drottinn dæma. En ætíð mun ég minnast þín er ég heyri góðrar konu getið. Það er von mín og trú, að þegar ég flyt yfir móðuna miklu þá standir þú á ströndinni hinu megin og réttir mér hönd þína, hlýja og mjúka, eins og við okk- ar fyrstu kynni. Blessuð sé þín minning. Dana Jóhannesdóttir. 1 Guðjón Styrkársson hæstaréttarlögmaður Hafnarstræti 22. — Simi 18354, ION EYSTLINSSON lögfræðingur Laugavegi 11. — Simi 21516. GDSTAF A. SVEINSSON hæstaréttarlögmaður Laufásvegi 8. Simi 11171.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.