Morgunblaðið - 16.06.1966, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.06.1966, Blaðsíða 16
10 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 18. júni 1966 Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Ritstj órnarf ulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Áskriftargjald kr. 105.00 1 lausasö'lu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Simi 22430. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. KJARABÆTUR EÐA VERÐBÓLGA Hver verður mótleikur Verwoerds forsætisráðh.? 17'ommúnistar þykjast miklir andstæðingar verðbólg- unar, en sannleikurinn er sá, að þeir æskja einskis fremur en áframhaldandi verðbólgu- þróunar. Þeir vita sem er, að verðbólgan skapar marghátt- uð vandamál og torveldar uppbyggingu og framfarir. Slíkir erfiðleikar eru þeim kærkomnir og notaðir til árása á stjórnarvöld. Þess vegna leggja þeir sig alla fram um að auka á erfiðleika þá, sem samfara eru verð- bólgunni. Auðvitað er þeim þó sem öðrum ljóst, að taumlaus verðbólga kemur illa niður á launþegum, ekki sízt verka- mönnum. En þeir hafa þó löngum látið hagsmuni laun- þega víkja fyrir pólitískum hagsmunum sínum, og margt bendir nú til þess, að enn eigi að reyna að höggva 1 sama knérunninn. Þannig hef ur verið sett fram krafa um það, að allt grunnkaup yrði hækkað um 5% nú, en þó ekki gerðir samningar nema til hausts og þá væntanlega settar fram enn hærri kaup- kröfur. Hvert mannsbarn skilur, að slík vinnubrögð eru til þess eins fallin að auka á verðbólguna, og koma í veg fyrir að öryggi geti skapazt á vinnumarkaði. Hugsanlegt væri að ræða um 5% kauphækkun, ef vísi- töluákvæðin hefðu ekki ver- ið tekin upp að nýju og ver- ið væri að gera samning til langs tíma. En slík bráða- birgðahækkun mundi óhjá- kvæmilega hleypa af stað nýjum og miklum víxlhækk- unum kaupgjalds og verð- lags, og vísitöluskrúfan kom- ast í fullan gang. Að því er raunar stefnt af forystu- mönnum kommúnista. Ef vinnuveitendur hefðu látið undan kröfum þeirra um 5% grunnkaupshækkun til nokkurra mánaða og nýj- ar deilur með haustinu, hefði verðbólguvandamálið orðið óviðráðanlegt og öllum atvinnurekstri verið stefnt í beinan voða, enda ber nú öll- um saman um það að teflt sé á tæpasta vaðið í kaup- v gjaldsmálum og bera t.d. yf- irlýsingar aðalfundar Sam- bands ísl. samvinnufélaga þess augljóst vitni, en þar er sagt berum orðum, að engar hækkanir megi verða, ef margháttaður rekstur eigi ekki að stöðvast. Verkamanasambandið kom saman til fundar í gær. Þar var samþykkt að taka upp samningaviðræður að nýju, og vissulega hljóta allir vel- viljaðir menn að vona að þær beri árangur, þótt framferði kommúnistaforingjanna síð- ustu daga spái ekki góðu og enn sé allt í óvissu um það, hvort meir verða metnir hagsmunir launþega eða sá pólitíski hagnaður, sem kommúnistar hyggjast hafa af því að stofna til upp- lausnar. — En hins vegar liggur nú orðið ljóst fyrir, hverjir það eru, sem berjast fyrir áframhaldandi verð- bólgu og hröðum vexti henn- ar, þrátt fyrir öll stóru orðin um, að ríkisstjórnin beri á- byrgð á verðbólgunni. Kommúnistaforing j arnir vissu það auðvitað fullvel, áður en þeir settu fram kröf- urnar um 5% grunnkaups- hækkun til haustsins og fulla vísitöluuppbót, ásamt nýjum hækkunum síðar á árinu, að slíkar kröfur yrðu aldrei sam þykktar. Þeir hafa þess vegna ekki hugsað sér að ná samn- ingum, heldur hið gagn- stæða.. Gömlu öflin eru enn að verki, og nú telja þeir sig hafa undirtökin, sem harðast hafa gagnrýnt þá af forystu- mönnum verkalýðsins, sem síðustu tvö ár hafa gengið til samninga. Þetta spáir vissulega ekki góðu, en í lengstu lög verður þó að vona, að skynsemi og þjóðhollusta nái að ríkja í for ustu Verkamannasambands- ins, því að ella væri stefnt út í beinan voða. TÍMINN SKAMM- AR SÍNA MENN Cíðan Framleiðsluráð land- búnaðarins tók'þá ákvörð- un að lækka smjör í verði og taka sérstakt gjald af innveg- inni mjólk til verðjöfnunar, hefur Tíminn verið í mestu vandræðum. — Framsóknar- menn eru í meirihluta í Fram leiðsluráði og bera þess vegna ábyrgð á þessari ákvörðun, sem allt ráðið var sammála um, en mælzt hefur misjafn- lega fyrir í sveitunum. Mál- gagn Framsóknarflokksins hefur þess vegna ekki vitað í hvora löppina það ætti að stíga, þar til í gær að birt er ritstjórnargrein, þar sem snú- izt er gegn stefnu þeirri, sem Framleiðsluráð hefur mark- að, og í rauninni ráðist að þeim forustumönnum, sem Framsóknarflokkurinn hefur kosið í Framleiðsluráð land- búnaðarins. GREIN sú, er hér birtist eft- ir fréttamann OBSERVERs í Höfðaborg Stanley Uys, var skrifuð sl. laugardag, 11. júní, nokkrum dögum eftir brott- för bandariska öldungaeilda- þingmannsins, Roberts Kenne dys, frá S-Afríu. Á sunnudag, réðust s-afrísk dagblöð mjög á Kennedy og í einu þeirra, „Die Beeld“ var staðhæft, að hann muni aldrei fá að koma aftur til S-Afríku, stjórnar- völdin þar muni sjá til þess eftir framkomu hans í þessari ferð, að hann eigi þangað ekki afturkvæmt. Greinin fer hér á eftir i lauslegri þýðingu ofurlítið stytt. ★ ★ ★ Frá því bandaríski öldunga deildarþingmaðurinn Robert Kennedy, fór frá Suður- Afríku hefur af hálfu stjórn- arvaldanna þar, ríkt geigvæn leg þögn. En menn hafa það á tilfinningunni, að sú þögn muni ekki lengi vara og bíða mótleiks Verwoerds með eftir væntingu. Frá því Harold Macmillan, fyrrum forsætisráðherra Bret lands, hélt sína frægu ræðu um „Veðrabrigðin" í Höfða- borg fyrir sex árum, hefur enginn stjórnmálamaður vak ið eins reiði Verwoerds og flokksmanna hans og Kenne- dy með heimsókn sinni nú. Þeir máttu horfa á það fjúk andi reiðir, að Kennedy þyti úr einni borginni í aðra, tæki þátt í ýtarlegum og vinsam- legum rökræðum við andstæð inga Apartheid-stefnunnar tæki í þúsundir svartra handa, heimsækti hinn útskúf aða forseta Sambands suður- afrískra stúdenta, Ian Robert son gerði sér sérstaka ferð með þyrlu til þess að heim- sækja Albert Luthuli hinn fangna forseta African Natio- nal Congress og friðarverð- launahafa Nobels — og bætti svo gráu ofan á svart með því að lýsa honum sem einhverj- um athyglisverðasta og mest hrífandi manni, «r hann hefði nokkru sinni kynnzt. Og síð- ast en ekki sízt gramdist. þeim ræður Kennedys, þar sem hann m.a. sagði þúsund- um Afríkumanna í Jóhann- esarborg, að það yrði að binda enda á kynþáttamis- Að vísu er reynt að dulbúa árásina og ráðizt að Ingólfi Jónssyni, landbúnaðarráð- herra, fyrr þær aðgerðir, sem fulltrúar í Framleiðsluráði hafa ákveðið. En það breytir ekki þeirri staðreynd, að Framsóknarmenn eru komnir í hár saman út af landbúnað- armálum. Morgunblaðið efast ekki um það, að fulltrúar í Framleiðsluráði hafa talið ráð stafanir þær, sem gerðar hafa verið, nauðsynlegar, og verið sannfærðir um, að þær væru bændum hagstæðastar. Blað- ið telur sig líka vita að for- ustumenn bændastéttarinnar séu yfirleitt þeirrar skoðun- ar, að ekki sé frambærilegt réttið í Suður-Afríku. Suður-Afríkubúar hafa ekki heýrt neitt þessu svipað frá því átökin urðu í Sharp- ville í marz 1960. Þjóðin hef- ur nú sem vaknað af dvala við að heyra mann, sem kann að verða forseti Bandaríkj- anna áður en langt um !íð- ur hvetja hana til að taka á ný upp baráttu gegn kynþátta stefnu yfirvaldanna. Að sjálfsögðu var gersam- lega óþolandi fyrir Verwoera að sitja undir sliku. Og nú mun hann eflaust telja sér nauðsynlegt að grípa til skjótra ráða til þess að vega upp á móti orðum Kennedys. Sennilega verður fyrsta skot- mark hans Samband suður- afrískra stúdenta, þar sem Kennedy beindi orðum sínum sérstaklega til æskunnar og stúdenta. En í Suður-Afríku eru einnig aðrir aðilar — Robert Kennedy. önnur samtök og stofnanir, sumar virkar aðrar, sem þagg að hefur verið algerlega nið- ur í, sem gætu vel hugsað sér að hlýða kalli Kennedys. Kennedy lagði í ræðum sínum jafnan á það áherziu, að baráttan gegn kynþátta- misréttinu yrði að fara fram með friðsamlegum hætti — en jafnvel friðsamleg bar- átta er miklum erfiðleikum bundin, því að öll barátta gegn Aparteid stefnunni er bönnuð, hvers eðlis, sem hún að krefjast meiri útflutnings- uppbóta en nú eru, og margir þeirra vilja raunar keppa að því að lækka uppbæturnar smám saman, en einkum þó að auka kjötframleiðsluna en takmarka mjólkurframleiðslu. Vel má vera að einhver úr- ræði hefðu verið heppilegri en þau, sem Framleiðsluráð ákvað, og væntanlega skýrist það frekar nú á næstu dög- um, þegar fulltrúar bænda ræða mál þessi nánar. En að því er ásakanir Tím- ans á ríkisstjórnina varðar, þá mætti e.t.v. spyrja, hvort það bæri að ásaka hana fyrir landbúnaðarlöggjöf, sem all- ir lýstu samþykki sínu við nú er og hverjir, sem fyrir henni ! standa. Það sem mestu máli skipt- 1 ir, varðandi þessa fjögurra daga dvöl Kennedys í Suð- ur-Afríku er, að hún olli upp- námi, ekki aðeins meðal and j stæðinga kynþáttastefnunnar, i heldur einnig innan stjórnar- j innar. Flokksmen Varwoerds | eru síður en svo á einu máli , um að komið hafi verið skyn samlega fram við Kennedy. Sumir segja, að framkoma stjórnarinar hafi verið alröng og staðhæfa að úr því að hon um hafi verið veitt vegabréfs áritun til landsins á annað borð, hefði einnig átt að gefa honum tækifæri til að ræða við opinbera aðila og ráð- I herra. Hefði þannig orðið I minna úr ágreiningi Verwo- I erds og Kennedys og ferð I hans ekki haft jafn mikil ' áhrif á Afríkumenn. Hægri i armur flokksmanna Verwo- erds er hinsvegar þeira skoð- j unar að aldrei hefði átt að I leyfa Kennedy að koma til , landsins. — Grurtur leikur á, að ferð i Kennedys og þau áhrif sem , hún hefur haft, hafi orðið til þess að styrkja stöðu hægri manna í flokknum og stjórn- in muni nú verða enn ósveigj anlegri en fyrr í afstöðu sinni. J Raunar má segja, að Verwo erd eigi ekki um annað að velja. Apartheid- stefn- an er þess eðlis, að hún getur ekki farið nema í eina átt, — til hægri og öll atvik, sem ! telja má ógnun við hana, eru i til þess eins að sveigja hana lengra í þá stefnu. Hið eina, sem Verwoerd getur huggað sig við er, að orð Kennedys náðu sennilega ekki til eyrna nema fárra hvítra manna, þvi það er langt síðan hvítu íbú- arnir í S-Afríku hættu að vita hvað gerðist bak við svarta tjaldið. Einmitt í þessu atriði ligg- ur verulegur munur á ræðu Kennedys nú _og ræðu Mac millans 1960. Árið 1960 voru miklar óróaöldur í Afríku og hiti í þjóðernisibaráttu Afríku ríkjanna sem mörg fengu ein mitt sjálfstæði það ár. Kenne dy kemur sex árum seinna — . þegar Suður-Afríka hefur lok að sín vandamál bak við lás Framhald á bls. 22 í vor, eða hvort hana ætti að ásaka fyrir það að verða við óskum aukafundar bænda um að skerða ekki útflutnings uppbæturnar. Helzt mætti segja að stjórn arvöld og ráðamenn í land- búnaðarmálum væru ámælis- verð fyrir það að hafa ekki beint framleiðslunni inn á aðr ar brautir, því að útfiutnings- uppbæturnar mundu gera meira en nægja, ef um sauð- fjárafurðir væri að ræða, en ekki mjólkurafurðir. En auð- vitað læra menn af reynsl- unni, og ekki er nema gott eitt um það að segja, að land- búnaðarmálin eru nú mikið rædd. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.