Morgunblaðið - 16.06.1966, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.06.1966, Blaðsíða 12
12 MORCU MBLAÐIÐ Fimmtudagur 16. júní 196t Úr blaðamarmaför til Sovétrikjanna: TASS og NOVOSTY • HÖFUÐVÍGI sovézkrar „pressu“, er fréttastofan TASS, sem sér um útbreiðslu frétta erlendis frá til allra blaða innan Sovétríkjanna og sovézkra frétta til annarra landa. Er starfsemi TASS í stórum dráttum svipuð í snið um og sarfsemi annarra stórra fréttastofa, svo sem AP, Reut er og UPI. Hinsvegar er verulegur eðlismunur á vali frétta og meðferð. Einn liður í dvöl okkar i Moskvu var að heimsækja TASS. Er fréttastofan til húsa í gömlu húsi við Tver- skoi Boulevard, sem er eins- konar „Fleet Street“ Moskvu. Eru þar í grennd skrifstofur NOVOSTY frétta stofunnar, dagblaðsins „IZ- vestija“, og ýmissa annarra blaða og tímarita. Að sögn forráðamanna TASS er fréttastofan löngu vaxin upp úr húsnæði sínu og er nú fyrirhugað að reisa yfir hana stórhýsi við þessa sömu götu. Við höfðum ekki langa við dvöl í skrifstofum TASS, skoðuðum fyrst og fremst tæknideildina, þar sem hundr uð fjarritara höfðu uppi ær- andi hávaða. Fréttir að koma og fara á mörgum tungumál- um til landa víðsvegar um heim, þar sem við þeim taka blaðamenn er lesa þær ásamt öðrum fréttum og skrifa á eigin tungu: „TASS frétta- stofan Skýrði svo frá 1 dag......“ o.s.frv. Til þess að spara okkar dýr mæta tíma afhentu forráða- menn TASS okkur upplýsinga bækling, sem þeir sögðu að við gætum lesið, er heim kæmi — þar væri að finna allar upplýsingar, er við þyrft um á að halda. 1 þessum bæklingi er tekið skýrt fram, að TASS líti á það sem eitt helzta markmið sitt á heimavett- vangi að stuðla að uppbygg- ingu kommúnismans í Sovét- ríkjunum, auka kommúniska uppfræðslu þjóðarinnar og efla þar með kommúnískt uppeldi komandi kynslóða. Það er s'koðun TASS, að fólk ið þarfnist margvíslegra frétta — „hinsvegar er það sannfæring okkar, að fólkið þarfnist ekki aðeins frétta — heldur frétta, sem eru þjóð félagslega mikilvægar, hafa ákveðinn tilgang — frétta, sem komið er til skila fljótt og vel og á þann . hátt, að fól'kið geti skilið þær“ eins og þar stendur. Á alþjóða vettvangi telur TASS það tilgang sinn að efla frið og vináttu þjóða, tryggja almennt öryggi, stuðla að friðsamlegri sam- búð ríkja, sem búa við mis- munandi þjóðskipulag, veita þjóðum stuðning í stjórn- mála- og sjálfstæðisbaráttu, efla skilning þjóða í ihilli og stuðla að auknum samskipt- um, m.a. á sviði efnahags- mála, vísinda tækni og menntamála — og greiða fyrir því, að Sovétríkin o£ önnur kommúnísk ríki geti mið’að hvert öðru af reynslu sinni af uppbyggingu kommúnism- ans. TASS leggur á það áherzlú, að fréttastofan eigi enn margt ógert á sviði tækninnar tii þess að verða samkeppnisfær við stærstu vestrænu frétta- stofurnar. Á hinn bóginn hafi TASS það umfram þessar fréttastofur, að „við segjurn frá staðreyndum — ekki slúð ursögum". Ekki gerir TASS nánari grein fyrir því hvað átt er við með „slúðursögum“ — en þeir, sem kynnzt hafa fréttameðferð TASS og ann- arra fréttastofa, hljóta að telja þetta harla umdeilanleg ar staðhæfingar, sem hefði verið fróðlegt að ræða nán- ar við blaðamennina sovézku, — en því miður varð ekki af því. TASS fréttastofan var formlega stofnuð 10. júlí ár- ið 1925. Þá höfðu fréttastofur verið starfandi <í Rússlandi fréttastofu, sem samtök verka manna, bænda og hermanna ráku og varð úr fréttastofan ROSTA — síðar TASS. eina fréttastofan í öllum Sovét- ríkjunum, sem miðlar dag- lega fréttum frá öðrum löftd- um. ★ ★ ★ , Skammt frá TASS — við Puskhin torgið — hefur önn- ur svipuð stofnun aðsetur. Er það NOVOSTY PRESS AG-ENCY — APN —, sem á íslenzku er oftast nefnd NOVOSTY fréttastofan, enda þótt hún miðli alls ekki dag- legum fréttum heldur ein- Húa NOVOSTY við Puskhin-torg. rá því 1894, er RTA — Russi- an Telegraph Agency — var stofnuð í Petersburg. Önnur fréttastofa .TTA — TRADE Telegraph Agency — var sett á laggirnar 1902 og fjall- aði f-yrst og fremst um efna- hagsmál. Árið 1904 var Frétta stofa Pétursborgar — PTA — stofnuð á grundvelli RTA og í desember 1917 fyrirskipaði Lenin, að PTA skyldi verða helzta upplýsingamið.stöð flokksstjórnarinnar. Arið 1918 var PTA sameinuð Nikolai Danilov — yfirmaður Evrópudeildar NOVOSTY. göngu greinum og myndum. Leiðsögumaður ok-kar, Lev Gobulev, sem starfar við NOVOSTY fór með okkur til fundar við yfirmann Evrópu- deildar NOVOSTY Nikolai Danilov, snerpulegan mið- aldra mann, sem virtist stjórna sínu fólki með fjör- legri festu. Danilov er maður víðreist- ur — hefur heimsótt 30 lönd. Áður en hann tók við starf- inu hjá NOVOSTY var hann aðstoðar menntamálaráð- herra. Hann sagði, að sér hefði leiðst skrifstofustarfið og langað aftur í blaða- mennskuna, sem verið hafði hans starf áður í áratugi. Hann var á árunum 1930-40 ritstjóri dagblaðs fyrir böra og unglinga sem gefið er út í 8 milljónum eintaka; í byrj un heimstyrjaldarinnar síðari tók hann við ritstjórn „Komso molka Pravda“ blaðs æsku- lýðsfylkingarinnar, sem gefið er út í 3.5 milljónum eintaka. Þá tók hann við ritstjórn menningarrits, sem mennta- málaráðuneytið gefur út. Nú er Danilov formaður ríkis- nefndar þeirrar sem hefur yfirumsjón með allri bókaút- gáfu í Sovétríkjunum. NOVOSTY — APN — er aðeins fimm ára. Hún dreifir sem fyrr sagði eingöngu grein um um alls konar efni og hef ur víðtæka ljósmyndaþjón- ustu. Þá er sá munur á NOVOSTY og TASS, að sú síðarnefnda er undir stjórn og eftirliti ríkisstjórnarinnar, en að NOVOSTY standa — og stjórna-samtök rithöfunda, samtök blaðamanna, samtök vísindafélaga (sem sjá um fyr irlestrahald vísindamanna innan sem utan Sovétríkj- anna) — og samtök félaga þeirra er fjalla um menn- ingarsamskipti við erlend ríki. Þessi samtök lögðu I upp- hafi fram fé til stofnunar NOVOSTY en eftir því, sem fjárhagur fréttastofunnar kemst á legg, er henni ætl- að að endurgreiða stofnféð. Hjá NOVOSTY starfa um 600 manns fyrir utan fjöl- mennt lið þýðenda. Enn fleiri sjá þó fréttastofunni fyrir greinum — hafa samtals um 6000 manns lagt til efni frá því starfsemin hófst. NOVOSTY hefur 60 skrifstofur erlendis og fjarritunar-samband við hundrað lönd. Þá hefur NO- VOSTY sérstaka______samninga við helztu fréttastofur á Vest urlöndum, svo sem Reuter og AP — um gagnkvæma að- stoð við upplýsingaöflun. Einnig við mörg helztu tíma- rit Vesturlanda svo sem LIFE, LOOK, TIME og NEWS WEEK í Bandaríkjunum, STERN, BUNTE ILLUSTRI- ERTE og REVIEW í V-Þýzka landi EPOKA á ítaliu og PARIS MATOH í Frakklandi og er um þessar mundir að senda ljósmyndara til náms- dvalar hjá PARIS MATCH. Veitir NOVOSTY þessum að- ilum, svo og erlendum blaða- mönnum, rithöfundum og fleirum aðstoð við að útbúa efni um Sovétrí’kin, bæði með því að útvega samtöl við ýmsa aðila, veita upplýsingar og taka ljósmyndir. Forráða- menn NOVOSTY fara þó eft- ir þeirri reglu að veita ekki aðstoð nema þeir megi vænta tiltölulega hlutlausra skrifa um Sovétrí'kin „við viljum hjálpa heiðarlegum blaða- mönnum, sem eru að reyna að afla sér skilnings á lifi Sovétmanna", sagði Danilov og bætti við: „Við væntum þess ekki, að þeir séu komm- únistar eða hefji hér allt upp til skýjanna, síður en svo, en við ætlumst til hlutlægni“. Greiðsla fyrir þessa þjónustu NOVOSTY er, eins og hia öðrum fréttastofum, afar mis munandi eftir því hver á í hlut. Stórblöðin eru krafin um hærri greiðslur en smá- blöð og í vissum tilfellum geta einstaklingar fehgið þessa aðstoð endurgjalds- laust. Jafnframt greina- og mynda þjónustu, gefur NOVOSTY út 36 blöð og tímarit, öll er- lendis. Innan lands er ekkert gefið út en sovézkum blöðum og tímaritum séð fyrir margs konar efni. Danilov sagði, að NOV- OSTY hefði oft verið gagn- rýnd — enda rétt búin að slíta barnaskónum — en for- ráðamennirnir reyndu að bregðast við gagnrýninni með því að bæta þjónustuna á all- an hátt „við hlökkum til þess dags, þegar efni okkar, bæði greinar og ljósmyndi-, ná þeim gæðum sem bezt þekkj ast á Vesturlöndum — og til þess að ná þessu marki sem skjótast viljum við hafa sem mesta og bezta samvinnu við öll beztu tímarit heims.“ Mbj. í einum fjarritarasal TASS.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.