Morgunblaðið - 16.06.1966, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.06.1966, Blaðsíða 28
28 MORGU NBLAÐIÐ Fimmtudagur 16. júni 1966 Mary Raymond: STÚLKA MEÐ CRÍMU Sá eldri gekk fram. Hann hélt á hattinum í hendinni og leit á mig með órólegum meðaumkun- arsvip. — Frú Gerard? spurði hann. Ég kinkaði kolli þegjandi og hann hélt áfram. — Ég er Cha- bot, lögreglufulltrúi. — Mér þyk ir leitt, að ég hef slæmar fréttir að færa yður. Ég studdi hendi á eldhúsborð ið. — Er það um manninn minn? spurði ég ósjálfrátt. — Mér þykir leitt að tilkynna yður, frú, að hann hefur fund- izt dauður. — f Tangier? — Nei, frú. >að var eins og hann yrði ofurlítið hissa. — Lík ið rak upp nokkrar mílur héðan í morgun. Af því, sem fannst í vösum þess ráðum við, að þetta sé hr. Thomas Gerard. 8. kafli. — Hvenær sáuð þér manninn yðar síðast frú? spurði Chabot fulltrúi mig. — Ég leit á hann, alveg ráða- laus. — Ég hef verið veik, sagði ég hikandi, á minni bágbornu frönsku. — Ég man það ekki. Yves var fljótur að grípa fram í: — Frú Gerard lenti í bílslysi í Englandi, fyrir skömmu og hefur misst minnið. Kannski ég geti hjálpað yður. Ég er ráðs- maður hr. Gerards og jafnframt skipstjóri á skemmtibátnum hans. Við bjuggum öll saman. Lögreglan vildi fá mig eða einhvern, sem hafði þekkt Tom, til að koma og þekkja líkið. >ar eð ég mundi hafa af því óþæg- indi, lét hún sér nægja, að Yves færi og gerði það. Ég leit á Yves. Hann var föl- ur undir sólbrunanum. Áfallið af dauða Toms var sýnilega meira fyrir han en nokkurn tíma mig. Fuiltrúinn sneri sér nú að hon um: — Vilduð þér gera svo vel að segja mér, hvenær þér sáuð hr. Gerard síðast? —i Fyrir um það bil sex eða sjö vikum, sagði Yves. — >á var hann að fara til Tangier. Við rek um þar fyrirtæki, skiljið þér. Ég fór þá út í sveit til móður minn ar. >egar ég kom aftur, var hr. Gerard farinn til Tangier og frú in til Englands. Hún fór óvænt og án þess að láta nokkurn vita, og ég varð órólegur og tilkynnti lögreglunni, að hennar væri sakn að, og þeir létu finna hana í Eng landi. En í millitíðinni hafði ég frétt, að hún væri í Englandi og ég þyrfti engar áhyggjur af henni að hafa. n-------------------------□ 32 □---------------------—□ — En þér höfðuð engar áhyggj ur þegar þér heyrðuð ekkert frá hr. Gerard í Tangier? Yves yppti öxlum. — Ég bjóst ekki við að heyra neitt frá hon um. Ég fékk nokkur skeyti frá viðskiptasamböndum okkar þar, og gekk út frá, að hr. Gerard hefði látið senda þau. — En þú sagðir mér, að þú hefðir heyrt frá Tom! greip ég fram í. Ég var ekki viss um að ég hefði skilið málið rétt, þar eð Yves var svo óðamála, en ég varð hissa að heyra, að Tom hefði ekki verið í Frakklandi þegar ég fór þaðan. — >ú sagð- ist hafa heyrt frá honum endur- tók ég. — >ú bjóst þó við að heyra frá Tom, þegar þú símaðir til hans, að ég hefði lent í alvar- legu slysi? Yves yppti aftur öxlum og fórn- aði höndum með uppgjafasvip. — Ég vildi ekki gera þér erfið- ara fyrir, Júlía sagði hann. Hann þagnaði svo, rétt eins og hann væri að velja orðin vand- lega. — >ið Tom höfðuð orðið eitthvað ósájtt — en ég er hrædd ur um, að þú munir það ekki. Hann á sér vinstúlku niðri við ströndina — og ég er hræddur um, að ég hafi ekkert frá honum heyrt, þegar ég símaði til hans um slysið þitt. Hann sneri sér að lögreglumönnunum. — >etta kemur fyrir á beztu bæjum, og maður reynir að varðveita vin- áttuna við báða aðila. En það er stundum dálítið erfitt. — >ér segið, að Gerardhjónin hafi orðið ósátt áður en hann fór? Yves kinkaði kolli. — Og svo fór frúin til Eng- lands? Getið þér sagt mér, hvaða daga herrann og frúin fóru að heiman, hvort um sig? — Ég get sagt yður alla dag- ana, þegar ég hef litið í minnis- bókina mína á skrifstofunni, um borð í Afrodite, flýtti Yves sér að segja. — Sagði hr. Gerard nokkrum öðrum, að hann væri í þann veg inn að fara til Tangier? — Já, já. Ýmsir hérna vissu vel af því. Að minnsta kosti fór hann þangað reglulega. >að var eins og hver annar sjálfsagður hlutur hjá honum. Lögreglumennirnir tveir stóðu lengi við hjá okkur, að leggja fyrir okkur spurningar og taka skýrslur af okkur — enda þótt ég gæti nú heldur lítið sagt þeim. Yves útskýrði veikindi mín í löngu máli, og hversu lengi ég hefði verið í burtu. Hann var opinskár og blátt áfram, en sagan, sem hann nú sagði, var býsna ólík þeirri, sem hann hafði sagt mér. Hahn og Tom voru bæði sam- eigendur fyrirtækis og vinir. Við bjuggum öll um borð í Afrodite, nema þegar hún var í útilegu. En þegar hún var það, var Yves stundum með henni sem skip- stjóri, stundum ekki, eftir því sem leigjendurnir óskuðu. >egar við vorum ekki um borð, bjuggum við í villu í Cann es, en nú síðast í þessu húsi. Tom og Yves áttu báðir í ein- hverju næturklúbbs-fyrirtæki í Tangier. Tom fór þangað oft til að líta eftir rekstrinum. Nýlega hafði hann komizt í tygi við stúlku, og Yves datt í hug, að ef VISIIMDAMAÐURIIMIM T þýðingu Hjartar Halldórssonar menntaskólakennara er FIMMTA bókin í Aifrœðasafni AB. Formóla ritar Guðmundur Amlaugsson, rektor. Bókin VisindamaSurinn gefur ySur innsýn I heim vísindanna. Þór fylgist með baróttu vísindamanna og sigrum þeirra á heillandi viðfangsefnum. VÍSINDAMAÐURINN lýsir á einfaldon hótt helztu greinum vísindanna, vísindasfofnunum, öflun fjár til vísindastarfsemi - og þeirri undraverðu þróun, sem átt hefur sér stað á vísinda- sviðinu. í bókarlok er yfirlit yfir alla, sém hlotið hafa Nobels* verðlaun I raunvísindum - og afrek þeirra. VfSINDAMADURINN varpar hulunni af heimi vísindamanns- ins og þér kynnist sfarfi þeirra manna, sem helga líf sitf því göfuga hlutverki að skapa mannkyninu betri lífsskilyrði - sfarfi þeirra manna, sem standa að baki hinum stórkost- legu framförum tœknialdarinnar. ALFRÆÐASAFN AB — Hefur þú séð þessa hræðilegu drós, sem er flutt á hæðina fyrir neðan? til vill hefði hann tekið hana með sér til Tangier, þessa ferð. >að var þessvegna, sem hann hafði ekkert orðið órólegur, þó að hann heyrði ekkert frá Tom. — Ef þú átt við Avril, greip ég nú fram í, — stúlkuna í Bar Racasse, þá átti Tom stefnumót við hana fyrir sex vikum en mætti ekki. hrafn HEITT EÐ A ÍSKALT COW&GATE Tono LYSTUGT EYKUR KRAFTA GEFUR ORKU EYKUR YELLÍÐAN KAKÓ-MALT Það er engin blekking _ TONO gerír yður veru- lega gott! Eftir erfiðan vinnudag ... Fyrir vaxandi börn Fyrir vœntanfegar mœður... Fyrir alla, sem þurfa lítils- háttar upplyftingu, er TONO hið rétta. TONO kakó —malt er framleitt úr fyrsta flokks nýmjólk, völdu súkkulaði, malt —korni og sykurefnum að viðbœttu D— fjörefni. DRAGID EKKI AÐ DREKKA TONO . . . í REGNI í SÓL Verðið brdn á fyrsta sólardeginum — iilotií OIIICK TAMIIG frá Coppertone Quick Tanning frá COPPERTONE hefur ca. 90—95% af allri sölunni í U.S.A. á quick tanning efnum og 21,% af allri sólarolíusölunni í U.S.A. Quick Tanning frá COPPERTONE hefur allstaðar orðið metsöluhafi, þar sem það hefur fengist. Quick Tanning frá COPPERTONE gerir yður brún á 3—5 tímum. — INNI eða ÚTI í sól. Sé það notað úti í sól, gerir það yður tvöfalt brún. QuickTanning verndar gegn sólbruna og gerir yður eðli- lega brúna alveg eins og venjuleg COPPERTONE sólarolía eða sólkrem. Quick Tanning frá COPPERTONE gerir yður ekk i röndótt sé það rétt borið á. Quick Tanning frá COPPERTONE fæst í öllum þeim útsölustöðum, sem selja hina venjulegu sólar- olíu og sólkrem frá COPPERTONE ag talin eru uupp í COPPERTONE auglýsingunni í þessu blaði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.