Morgunblaðið - 16.06.1966, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.06.1966, Blaðsíða 23
’ Fimmtudagur 16. JtírM 1966 — MJnníng Framhald af bls. 19 var búin a'ð sjá þessa torfæru og hugsa um hvernig bezt væri að yfirstíga hana. „Við verðum að ráða bót á þeim vanda með því að koma saman hjá þeim kon- um, sem rýmst rúsplássið hafa, þangað til að aðrar leiðir opn- ast fyrir okkur,“ sagði Sigríður. Þessi hugmynd fannst konum, sem þarna voru ‘góð úrlausn á sínu fyrsta vandamáli. Þær voru ekki að setja það fyrir sig þó nokkuð langt yr'ði á milli fundar- staða, þar sem einn fundarstað- urinn skyldi vera á Vatnsenda, annar á Þóroddsstöðum, þriðji á Brimnesi og fjórði í húsi frú Maríu Torfadóttur, sem nú er Strandgata 7 hér í bæ, en milli þessara staða er margra km. vegalengd. Það ræður að líkum hvort þessi ungi og fámenni félags- skapur hafði ekki oft átt við ýmsa örðugleika að stríða á sínum fyrstu starfsárum, eins og hög- um var þá háttað hér. En það sannaðist þá, sem oftar að sigur- sæll er góður vilji. Konur hér fundu fljótt að þarna var gott mál á ferðinni, sem vert var að veita lið sitt, enda fjölgaði konum í félaginu úr 16 í 30 á fyrsta starfsári þess. Ég, sem þessar línur skrifa, minn ist þess með gleði hve ánægju- legt var að starfa í þessum fé- lagsskap á meðan Sigríðar naut við og hversu konur voru fúsar til starfa. Ég minnist þess ekki að ég heyrði konur nokkurn tíma bera við tíma- eða getuleysi, er þær voru kvaddar til starfa, enda þótt við marga erfiðleika væri að etja. En forystan var líka traust og til fyrirmyndar þar, sem Sig- ríður Vilhjálmsdóttir var. Hún var foringinn, sem gott var áð fylgja. henni kom aldrei til hug- «r að draga sig í hlé, heldur studdi með ráðum og dáð öll þau mál, sem fram komu og máttu verða félaginu til framgangs og heilla. Við getum hugsað okkur, hvort aldrei' hafi verið erfiðleikum bundið fyrir Sigríði að sinna störfum fyrir félagið hér niðri I Ólafsfjarðarhorni, sem þá var nefnt svo, framan úr Vatnsenda, sem er yfir 5 km. leið og veg- leysa á þeim tima. En Sigríður lét ekki vegalengdina hefta störf sín, enda var hún svo lánsöm að eiga þann lífsförunaut, sem aldrei latti hana til starfa, en ætíð stóð við hlið hennar í hvers konar erfiðleikum, sem að hönd- um bar. Oft mátti sjá þau hjón- in Sigurð Jónsson og Sigríði Vil- hjálms, koma leiðandi hönd í hönd á skíðum framan Ólafs- fjarðarvatn, í misjöfnu veðri og færi og það hygg ég að aldrei hafi Sigurði komið til hugar að skilja konu sína eina eftir ef veður var ekki tryggt, heldur bíða hennar á meðan hún lauk þeim störfum, sem kölluðu að í það og það sinn. Margur mað- urinn, sem ekki þekkti heimili þeirra hjóna, gæti hugsað sem svo að ekki hefði verið mörgum störfum að sina á heimili þeirra, þar sem húsmóðurin gat alltaf gefið sér nægan tíma til starfa utan síns heimilis. En allir, sem bezt þekktu til vissu að það var öðru nær. Ég hygg að hvergi hér í sveit hafi verið meiri gesta- gangur en á Vatnsenda þau ár, sem Sigurður og Sigríður réðu þar húsum, jafnvel þó heimili þeirra væri fjarri þjóðbraut. En það hefur ætíð verið svo að öll- um mun finnast gott að koma þar ,sem gestrisni og gleðin skipa öndvegi. Einnig var það svo með Sigríði að hún neitaði aldrei bón náungans, sæi hún sér fært að uppfylla hana, þar af leiðandi hlóðust verkefni á heimili henn- ar, sem hún svo oft varð að vinna við um nætur þegar dag- ur ekki éntist til. Ekki iagðj hún þessa auka- vinu á sig til að auðga sjálfa sig efnalega, heldur miklu frem- ur til áð þjóna einum sterkasta þættinum í sinni eigin skap- gerð, sem var að rétta þeim þurf- andi hjálparhönd. Ég hef heyrt spaka menn mæla svo, að tíminn væri tæki manns- MORGUNBLAÐIÐ sálarinnar til að gleyma ýmsu, sem hrjáir okkar mannanna börn hér megin grafar. Það er vissu- lega satt. Tíminn er mildur græð ir sáranna og annarra mannlegrá meina. En við megum aldrei láta tímann breiða blæju gleymskunn ar yfir minningar þeirra manna, sem meðal okkar hafa lifað og starfað og sýnt hafa það í verki, að þeir lifðu ekki einungis fyr- ir sig, heldur miklu fremur til að fórna sér fyrir þá, sem ver eru á veginum staddir og örðugra eiga í lífsbaráttunni. En því mið- ur vilja góðverkin oft gleymast. Mér er óhætt að fullykða það, að þær konur, sem störfuðu í kvenfélaginu á þeim árum er Sigríður Vilhjálmsdóttir veitti því forstöðu — en þeim fækkar nú óðum — eiga margar hugljúf- ar endurminningar um hana og hennar störf. Það var ánægjulegt og þrosk- andi að sitja á fundum með henni. Hún stjórnaði þeim ætíð með festu og myndugleik, en aldrei með einræði. Hún var jafnan þakklát hverri þeirri konu, sem bar fram eitthvert það málefni, sem horfði til heilla og framgangs fyrir félagið og studdi það þá jafnan með ráðum og dáð ef þurfa þótti. Sjálf var hún hugkvæm í að finna ýmsar leiðir til fjáröflunar fyrir félags- starfsemina og dró sig þá aldrei í hlé, hún var ætíð i fararbroddi. Já, þær voru margar leiðirnar, sem farnar voru, en ekki allar greiðfærar, og vel má það vera að flestum fyndist þær ófærar nú. En Sigríður átti fullkomið traust og virðingu samverka- kvenna sina, og nr.^rgra annara góðra manna, sem studdu félag- ið á ýmsan hátt, svo ekki leið á löngu þar til hægt var að sinna því máli, sem félagið hafði á stefnuskrá sinni, sem var að líkna sjúkum og fátækum. Það vekur hjá mér undrun, er ég hugsa um þáð nú, hve félagskon- ur voru fúsar þá til að fara inn á þau heimili, sem þörfnuðust hjálpar og vinna þar ýms verk, sem húsmóðurin gat ekki unnið sjálf, vegna veikinda eða ann- arra erfiðra ástæðna. Einnig minnist ég þess að konur gáfu þá til félagsstarfseminnar oft af litlum efnum, því þá var meiri fátækt hér en nú er. Það reyndist oft vandasamt verk að úthluta þeim litlu efn- um, sem' félagið hafði yfir að ráða til glaðningar þeim fátæku, en það var altlaf gert fyrir jól- in. Það er ekki ætíð auðvelt fyr- ir þá, sem ekki þekkja ástæður fólks til hlítar að finna þann fátækasta. Ég starfaði venjulega með Sigríði ásamt fleiri konum í þessari svokallaðri úthlutunar- nefnd og var oft öðrum fremur kunnugt um hvernig hún brást við vandanum, þegar efni félags- ins ekki nægðu til. Hún gaf þá ætíð frá sjálfri sér þeim, sem henni fannst verða útundan og lét þá venjulega þessi orð fylgja gjöfinni: „Ég ætlast ekki til að þú segir frá þessu.“ Hún gaf ekki til að sýnast fyrir heiminum. — Hún gaf af kærleika. Aldrei voru þau hjónin rík á veraldarvísu en þó virtist sem þau hefðu ætíð næg efni til að gefa, og gleðja þá, sem hjálpar þörfnuðust. Það var sameiginleg trú þeirra að efnin blessuðust þeim betur ef þau réttu líknar- hönd þeim sem verr voru á veg- inum staddir. Þessi heiðurshjón settu sitt svipmót á þetta byggð- arlag meðan þau lifðu og störf- uðu hér. En nú eru þau horfin sjónum okkar, en eftir lifir minn- ingin um góða samferðamenn. Með Sigríði Vilhjálmsdóttur er horfin' ein mikilhæfasta kona sinnar samtíðar. Hún mun hafa af flestum verið talin skapheit kona, en hafi svo verið, tel ég það einn af hennar mörgu kost- um hversu hún stillti ætíð skapi sínu í hóf þegar mest reyndi á og gaeti ég sagt mörg dæmi um það frá okkar kynnum og sam- starfi, en læt hér nægja að nefna aðeins tvö. Þegar það mál var borið fram á kvenfélagsfundi, að breyta um nafn á félaginu, kom fljótlega í ljós að þetta ætlaði að verða meira hitamál en búast mátti við. Sigríður dró sig þá í hlé frá umræðum og lét konur ræða málið um stund, þar næst greiða atkvæði. Kom þá í ljós að fleiri voru með nafnbreytingunni. — Mörg nöfn höfðu verið nefnd, en nú brá svo við eftir atkvæða- greiðslu að dauðaþögn varð á fundarstað. Sigríður reis þá úr sæti sínu virðuleg að vanda og sagði: „Það er mín tillaga að elzta konan, sem situr hér á þessum fundi, gefi félaginu nafn,“ en sú kona hafði setið hljóð og aðeins hlustað, en það var Sigríður Júlíusdóttir, Kálfs- árkoti. „Nú ber mér vanda að höndum, sem ég vil þó reyna að leysa,“ mælti hún „og gef ég fé- laginu nafnið „Æskan‘.‘“ Þetta nafn hafði ekki verið áður nefnt, en var þó samþykkt með meiri hluta. Þar með lauk þessari um- deildu skírnarathöfn. Ekki þurftu þeir, sem til þekktu að fara í neinar grafgötur til að vita að Sigríði Vilhjálmsd. var þessi nafnbreyting á félaginu við- kvæmt mál. Hún hafði sjálf gefið því sitt fyrra nafn og með því nafni og undir henar stjórn hafði þetta óskabarn hennar dafnað og þroskazt um mörg ár. En hún vissi vel að eitthvað var á sveimi, sem ekki væri félags- starfseminni æskilegt. En svo fór Sigri’ður vel með skap sitt í þetta sinn sem oftar, að engin sá hvort henni þótt betur eða ver. Það hafði lengi staðið kvenfé- laginu fyrir þrifum að ekkert samkomuhús var hér á staðnum, en svo var einnig með ung- mennafélagið, sem þá var starf- andi hér. Oft höfðu stjórnir þess- ara félaga komið saman og rætt þetta vandamál sitt, þótt ekkert hefði orðið úr framkvæmdum, enda við marga erfi'ðleika að etja. Peningastofnanir stóðu þá ekki opnar fyrir hverjum, sem þurfa þótti, og engir voru hjálparsjóð- ir. Virtist því aðeins vera eitt ráð til að ráða bót á þessu stóra vandamáli félaganna, og það var að taka saman höndum og ráð- ast í samkomuhússbyggingu. — Engum duldist að þarna þurfti bæði stórhug og sterkan vilja til framkvæmdanna. En sínum augum lítur hver á silfrið. Þegar þetta mál kom inn á kvenfélagsfund voru konur ekki á eitt sáttar um þetta mál, vildu margar heldur bíða þar til félagið hefði bolmagn til að vera eitt um þetta verk. Sigríður var eindreginn stuðningsma'ður þessa máls og fylgdi því eftir með viti og vilja, en oft þurfti hún að stilla skapi sínu í hóf til pess að vinna bug á þessari mótstöðu. En Sigríður hafði sérstakt lag á að slá á þá strengi, sem lægðu öldurnar er oft risu kringum hana. Og vel eru mér í minni þau orð er hún lét falla í þetta Framhald á bls. 24 tweed jakki TWEED, OFIÐ ÚR ÍSLENZKRI ULL, ER ENDINGARBETRA EN NOKKUÐ ANNAÐ ULLAREFNI, ÁRATUGA REYNSLA OKKAR SANNAR ÞAD. GEFJUNARJAKKAR ÚR ÍSLENZKU TWEED, FÁST f FALLEGUM LITASAMSETNlNGUM, í ÖLLUM STÆRÐUM OG FARA ÞYÍ ÖLLUM YEL. TWEEDJAKKI OG BUXUR ÚR TERYLENE FRÁ GEFJUN ER SÍGILDUR KLÆONAÐUR. GEFJUN GEFJUN KIRKJUSTRÆTI, REYKJAVÍK, SÍMI 12838. Glæsileg sending aí sumarkápum tekin upp í dag BERNHARD LAXDAL Kjörgarði. Qlimmn VOR OG SUMAR TÍZKAN ER KOMIN Qlimmn iilllllllm BEINT FRÁ illllllllm UIIIIIIIIU LONDON UIIIIIIIIU 1 Fyrir ótrúlega lágt verð getið þér eignast full- kominn klæðnað fyrir sumarið. SLIMMA — Buxur SLIMMA — Pils SLIMMA — Jakkavesti SLIMMA — Blússur l'' í helgarferðirnar í sumarbústaðinn í sumarfríið. SLIMMA fatnaður er fyrir allar. SLIMMA slær í gegn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.