Morgunblaðið - 29.06.1966, Page 2

Morgunblaðið - 29.06.1966, Page 2
* M0RGUN8LAÐID Miðvikudagur 29. júní 1966 Síðastliðinn laugardag 25. þ.m. kom rússneska tankskipið SAMARKAND til Seyðisfjarðar með 11000 tonn af gasolíu til Oliuve rrlunar íslands h.f. í hinn nýja 15004 rúmmetra olíugeymi, sem Olíuverzlunin I.efir haft i byggingu þar. — í forgrunni er sildarsöltunarstöð Valtýs Þorsteinss. Skattskráin iögð fram hér á morgun Aðalskattskrá Reykjavíkur árið 1966 liggur frammi í Iðnað- armannahúsinu við Vonarstræti og í Skattstofu Reykjavikur frá 30. þjn., til 13. júli n.k., að báðum dögum meðtöldum, alla virka daga, nema laugardaga, frá kl. 9:00—16:00. í skránni eru eftirtalin gjöld: 1. Tekjuskattur 2. Eignarskattur 3. Námsbókagjald 4. Kirkjugjald 5. Kirkjugarðsgjald 6. Almannatryggingargjald 7. Slysatryggingargjald at- vinnurekenda — 8. Lífeyristryggingargjald atvinnurekenda 9. Gjald til atvinnuleysistrygg ingarsjóðs 10. Tekjuútsvar 11. Eignarútsvar 12. Aðstöðugjald 13. Iðnlánasjóðsgjald 14. Launaskattur 15. Sjúkrasamlagsgjald. Jafnhliða aðalskattskrá liggja frammi á Skattstofunni yfir sama tíma þessar skrár: Skrá um skatta útlendinga, sem heimilisfastir eru í Reykja- vík. Aðalskrá um söluskatt í Reykjavík, fyrir árið 1965. Skrá um landsútsvör fyrir ár- ið 1966. Innifaliö í tekjuskatti og eign- ^ arskatti er 1% álag til Bygging- atsjóðs ríkisins. Eignarskattur er miðaður við gildandi fast- eignamat sexfaldað, og eignar- útsvar miðað við matið þrefald- að. Þeir, sem vilja kæra yfir gjöld um samkvæmt ofangreindri aðal- skattskrá útlendinga, verða að hafa komið skriflegum kærum í vörzlu skattstofunnar eða í bréfa kassa hennar í síðasta lagi kl. 24:00 hinn 13. júlí 1966. (Frá skattstjórninni í Rvík). i TJ THANT TIL MOSKVU New York, 28. júní (NTB) Skýrt var frá því i dag í aðalstöðvum Sþ og i Moskvu að U Thant framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóð- anna, kæmi i opinbera heimsókn til Moskvu dagana 25.—28. júlí n.k. Verður þetta fyrsti fundur U Thants með sovézkum leiðtogum frá því er Krúsjeff var leystur frá embætti. Framkvæmdanefnd byggingaráætlunar — býður út fyrstu verkin i sumar FRAMKVÆMDANEFND bygg- ingaráætlunar vinnur af því að teikna og skipuleggja íbúðir fyrir meðlimi verkalýðsfélag- anna. Vinna við það 6 verkfræð- ingar og arkitektar á teiknistofu nefndarinnar í íþróttahúsinu i Laugadal. Er sem kunnugt er viðfangsefnið að byrja á að byggja tæpar 300 íbúðir í 6 blokkhúsum 1 Breiðholtinu, og síðar nokkur einbýlishús og koma við sem mestri hagræð- ingu. Mbl. leitaði frétta af þessu verki hjá framkvæmdastjóran- um, Gunnari Torfasyni, verk- fræðingi. Hann sagði að ætlunin væri að reyna að bjóða út fyrstu frainkvæmdir í sumar, en það er jarðvinna og undirstöðurnar undir blokkirnar sex í Breið- holti. Var í vor haft forval á útboðum, þ.e. auglýst eftir fyrir- ’ júmí/%: ki « I '*/ vwTf: loop ^. . <T/ 1, & / t}fu§ý’€> 1 ; ■ í GÆR var norðanattin hæga veður var komið víðast á N- frá í fyrradag horfin óg farið og Austurlandi, en sólarlaust að anda af suðaustri á suð- frá Suðvesturlandi til Vest- vestanverðu landinu. Bjart fjarða. — Þó þurrt. tækjum, sem mundu vilja bjóða í verkið. Kom talsvert af svör- um, sem valið var úr og verður verkið boðið út meðal þeirra að- ila einna. Þetta eru allt inn- lendir verktakar. Má búast við að það verk verði unnið í haust. Framkvæmdanefndin átti að reyna að kortra við sem mestri hagræðingu í byggingu og sagði Gunnar að unnið væri að því, eftir því sem hægt væri. Eru íbúöirnar í blokkunum sex 2ja, 3ja og 4ra herbergja íbúðir en flestar þó 3ja herbergja. Framkvæmdanefndin fékk út- hlutað nokkrum lóðum undir einbýlishús. Kemur ekki að byggingum þeim fyrr en vorið 1967 og er ætlunin að flytja megnið af þeim inn tilbúin. Færeysk skip landa síld á Hjalteyri TVÖ færeysk cíldveiðiskip hafa landað á Hjalteyri, Grímur Kamban landaði 20. júní 213 tonnum og Boðanes 26. júní 285 tonnum. Rýmkað var í vetur með lagabreytingu um leyfi er- lendra síldveiðiskipa til lönd- unar hér. Getur ráðuneytið nú veitt leyfi til löndunar. Hafa Eyjafjarðarhafnirnar og Ólafs- fjörður fengið leyfi til að taka við síld í bræðslu og söltun af 10 erlendum skipum og voru þetta þau fyrstu, sem lönduðu þar. Mbl. átti tal við Véstein Guð- mundsson, verksmiðjustjóra á Hjalteyri. Sagði hann að fær- eysku skipin virtust hafa áhuga á að nota þetta leyfi a.m.k. að einhverju leyti. Þau binda sig þó ekki til að leggja allan afla sinn á land hér, sigla stundum heim með hann. Það fer eftir því hvar veiðin er og hve löng sigl- ingin er til hafnar. Hjalteyrarverksmiðjan hefur tekið á móti 900 tonnum af síld og búin að bræða þau. Síldar- flutningaskipið Askita, er þó ekki komið. Verður tekið á móti því í Noregi í dag, en síðan kem ur bað í flutningana. Ársþing skurd- lækna í Reykjavík ALÞJÓÐLEG samtök nokkurra þekktra skurðlækna Internatio- nal Surgical Group halda um þessar mundir ársþing sitt í Reykjavík. Forseti samtakanna er nú próf. Snorri Hallgrímsson, en hann er eini íslendingurinn í samtökunum. Meðlimir eru allt kunnir skurðlæknar víðs vegar um heim. 19 erlendir læknar sækja árs- þingið að þessu sinni. Á þinginu verða flutt 20 erindi um skurð- lækningar. Meðal fyrirlesara eru 9 íslenzkir læknar. Þinginu lýk- ur á fimmtudag. Urslit kosninga í 4 hreppum í Skagafirði Bæ, 28. júní. — ÚRSLIT í sveitarstjórnarkosn- ingunum urðu sem hér segir í 4 hreppum: I Holtshreppi voru 78 á kjör- skrá Kusu 31 Kosning var óhlut bundin Þessir hlutu koningu: Sveinn Þorsteinsson, Berglandi, Ríkiharður Jónsson, Brúnastöð- um, Benedikt Stefánsson, Stein- grímur Þorsteinsson Stórholti og Pétur Guðmundsson Hraun- um. . Sýslunefndarmaður er Sveinn Þorsteinsson. 1 Haganeshreppi var óhlut- bundin kosning. Kusu 55%. Kosnir voru: Svavar Jónsson, Sólgörðum, Haraldur Hermanns son Yzta Mói, Þórarinn Guð- varðarson, Sigmundur Jónsson og Eiríkur Ásmundsson, Stóru- Reykjum. Sýslunefndarmaður er Hermann Jónsson. í Fellahreppi var einnig óhlut bundin kosning. Kusu 60,5%. Kjörnir voru: Pétur Jóhannes- son, Glæsibæ, Tryggvi Guðlaugs son, Kjartan Magnússon, Tjörn- um, Konráð Þorsteinsson, Skál- á og Stefán Gestsson, Arnastöð um Sýslunefndarmaður er Pét- ur Jóhannsson. Hlutbundin kosning var' I Hofshreppi, kosið um Framsóka armenn og Sjálfstæðismenn. A kjörskrá voru 135 og kusu 112 eða rúm 83% Komust að 3 Fram sóknarmenn, í stað fjögurra áður, og 2 Sjálfstæðismenn, Kosnir voru Kristján Jónsson, Óslandi, Sigfús ólafsson, Gröf, Páll Pálmason, Kambi, Halldór Jónsson, Mannskaðahóli og Hall dór Jónsson, Þykkvabæ. Sýslu- nefndarmaður er Kristján Jóns- son. — Björn. -<$> Sl. laugardag átti blaða- | maður Mbl. leið um Fjarðar- heiði, á leið til Seyðisfjarðar. | Vegurinn er nú að verða all- sæmilega fær hvaða bifreið- 1 um sem er, en enn eru þó | töluverðar eftirstöð var af I snjó, eins og sjá má af mynd inni hér fyrir ofan. — Snjó- skaflinn mun vera eitthvað á sjötta metra, þar sem hann I er hæstur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.