Morgunblaðið - 29.06.1966, Page 8

Morgunblaðið - 29.06.1966, Page 8
8 MORGUNB LAÐID Miðvikudagur 29. júní 1966 íslenzka álfélagiö stofnaö í gær Undirritaðir samningar við Landsvirkfun og Hafnarfjörð verðhækk- unum EFTIRFARANDI ályktun var samþykkt einróma á fundi þeim í Verkamannafélaginu Dagsbrún 27. þ. m., er samþykkti liina ný- gerðu kjarasamninga: í GÆR var íslenzka álfélagið hf. stofnað í Reykjavík og kosin stjórn þess. Að loknum stofnfundi var undirritaður rafmagnssamningur milli Ál- félagsins og Landsvirkjunar, svo og hafnar- og lóðasamn- ingur milli Álfélagsins og Hafnarfjarðarkaupstaðar. — Mbl. fékk í gær eftirfarandi fréttatilkynningu um þetta frá iðnaðarmálaráðuneytinu: í gær komu hingað til Reykja- víkur fulltrúar Swiss Aluminium Limited (Alusuisse), stjórnar- me'ðlimir og framkvæmdastjórar, ásamt konum þeirra. Þeir dvelja hér í þrjá daga í böði iðnaðar- ■málaráðherra, en með þessu heim boði er ríkisstjórnin að endur- gjalda heimboð Alusuisse til þingmannanefndar í fyrrasumar til Sviss. Gert er ráð fyrir, að gestirnir fljúgi til Akureyrar, aki þaðan til Mývatnssveitar og síðasta daginn verði farið í Þjórs árdal og skoðaðar byrjunarfram- kvæmdir við Búrfellsvirkjun, en ekið heim með viðkomu í Skál- holti og á Þingvöllum. Þann 1. júlí munu gestirnir halda heimleiðis. Kosin stjórn Isál í morgun kl. 9 hófst stofnfund- ur íslenzka álfélagsins hf. í skrif stofu Einars Baldvins Guðmunds sonar, hæstaréttarlögmanns, sem er lögfræðilegur ráðunautur Al- usuisse hérlendis. Var gengið frá stofnskrá og samþykktum félags- ins og kosin stjórn þess. Þessir voru kosnir í stjórn: Halldór Jónsson, arkitekt, for- maður, Gunnar J. Friðriksson, forstjóri, Sigurður Halldórsson, verkfræðingur, E. Meyer, aðalfor stjóri Alusuisse, og dr. P. Miill- er, framkvæmdastjóri Alusuisse. Ríkisstjórnin hefur skipað í stjórnina þá Hjört Torfason, hér- aðsdómslögmann og Magnús Ást- marsson, prentsmiðjustjóra. Að loknum stofnfundi var undirritaður samningur milli Ál- félagsins og Landsvirkjunar: Raf magnssamningur, og milli Álfé- lagsins og Hafnarfjarðarkaup- staðar: Hafnar- og lóðarsamning- ur. Gert er ráð fyrir, að bráðlega verði gengið frá lánssamningi milli Landsvirkjunar og Alþjóða- bankans til byggingar Búrfells- virkjunar, og verða þá uppfyllt öll skilyrði þess, að Aðalsamning- urinn milli ríkisstjórnarinnar og Swiss Aluminium Limited, sem undirritaður var 28. mars þ.á., samþykktur af Alþingi 30. apríl og staðfestiÉ: sem lög af forseta íslands 13. maí þ.á., öðlist gildi. (Iðnaðarmálaráðuneytið, 28. júní 1966). Tæpl. 13 þús. tonn af Suðurlandssíld í júní Samkvæmt skýrslu Fiskifélags íslands höfðu frá 1. júni til mið- nættist laugardagsins 25. júní borist á land 12.657 lestir suður- iandssíldar. Hefur sildin veiðst á svæðinu frá Jökli til Hrollaugs eyja. Tekið skal fram, að suður- landssild sem landað er austan Vestmannaeyja, er taUn með i skýrslu um síldveiðarnar norðan lands og austan. lestir: Vestmannaeyjar ........ 6.893 Þorlákshöfn ............2.649 Grindavík ............. 1.762 Sandgerði ............... 316 Keflavík ................ 328 Reykjavík ............... 357 Akranes ................. 243 Bolungavík .............. 109 Kunnugt er um 56 skip sem hafa fengið afle. Þar af hafa 46 fengið 50 lestir eða rneir og birt- ist hér skrá yfir þau skip. Lestir: Arnkell, Hellissandi 266 Ársæll Sigurðsson, Hafnarf. 445 Bergur Vestmannaeyjum 420 Bergvík, Keflavik 148 Dan, ísafirði 119 Einar Hálfdár*, Bolungav. 383 Engey, Reykjavík 539 Eyfellingur, Vestm.eyjum 155 Friðrik Sigurðsson, Þorláksh. 464 Geirfugl, Grindavík 221 Gjafar, Vestmannaeyjum 398 Guðjón Sigurðsson, Vestm. 114 Gullborg, Vestm. 597 Gulltoppur Keflavík 69 Hafþór, Reykjavík 262 Hamravik, Keflavík 268 Haraldur, Akranesi 83 Hávarður, Súgandafirði 88 Helga, Reykjavík 243 Hilmir II., Flteyri 152 Hrafn Sveinbj. II. Gr.vík 279 Huginn, Vestm. 119 Huginn II., Vestm. 503 Húni II., kagaströnd 99 ísleifur IV., Vestm. 778 Jón Eiríksson Hornafirði 379 Kap II., Vestmannaeyjum 345 Kópur, Vestm. 210 Kristbjörg, Vestm. 199 Manni, Keflavík 74 Meta, Vestm. 184 Ófeigur II., Vestm. 326 Reykjanes, Hafnarfirði 134 Reynir, Vestmanneyjum 200 Sigfús Bergmann, Gr.vík 486 Sigurður, Vestmannaeyjum 230 Sigurður Bjarni,, Grindavík 459 Sigurfari, Akranesi 60 Skagaröst, Keflavík 174 Skírnir, Akranesi 58 Sæunn, Sandgerði 230 Valafell, Ólafsvík 298 Víðir II., Garði 395 Þorbjörn II., Grindavík 220 Þorkatla, Grindavík 386 ■bnr-lá'lriir Þnrlákshöfn 146 Rafmagnssamningur undirritaður milli Aifélagsins og Landsvirkj unar. Hann undirrita Jóhannes Nordal, bankastjóri Emanuel Mayer og dr. Paul Múller. Dagsbrún mótmælir Hafnar- og lóðasan. ningur undirritaður milli Álfélagsins og Hafnarf jarðarkaupstaðar. Frá vinstri: Hafsteinn Baidvinsson, bæjarstjóri, E. Meyer, dr. P. Múller og Jóhann Hafstein, iðnaðarmálarJi. „Fundur í Verkamannafélag- inu Dagsbrún, haldinn 27. júní 1966, ítrekar fyrri mótmæli fé- lagsins gegn þeim stöðugu verð- hækkunum á nauðsynjavörum al mennings, sem átt hafa sér stað á liðnu samningstímabili, þrátt íyrir fyrirheit um hið gagnstæða. Fundurinn varar eindregið við því, að kjarabætur verkafólks, hversu smávægilegar sem þær eru, séu sífellt notaðar sem átylla íyrir nýjum hazkkunum, en slík þróun hlýtur að grafa undan öll um gerðum kjarasamningum. Þá vill fundurinn, að gefnu til efni ,mótmæla því, að útflutn- ingsvandamál landbúnaðarins verði leyst að einhverju leyti með því að hækka verð á búvör um til neytenda innanlands“. (Fréttatilkynning frá Dagsbrún). Gódur kaupandi óskar eftir: 2ja, 3ja herb. góð íbúð, helzt í Vesturborginni. 4ra til 5 herb. íbúð eða hæð foelzft í Laugarneshverfi. 2ja herb. góð kjallaraíbúð við Langholtsveg. Sérhitaveita, 2ja herb. ódýr risíbúð með sérinngangi við Skipasund. 2ja herb. lítil íbúð í steinhúsi í gamla Austurbænum. 3ja herb. neðri hæð við Tungu veg. Mjög góð kjör. 3ja herb. ódýr kjallaraíbúð við Skipasund. 3ja herb. íbúð í steinhúsi í gamla austurbænum. 3ja herb. hæð í litlu steinhúsi við Framnesveg. 4ra herb. efri hæð 120 ferm. í Hlíðunum. 4ra herb. nýleg efri hæð 1 Kópavogi. Útb. kr. 550 þús. 6 herb. glæsileg íbúð við Sólheima. Teppalögð með vönduðum innréttingum. Nýlegt einbýlishús 115 ferm. í Kópavogi, ásamt 40 ferm. bílskúr. Einbýlishús í Skerjafirði, 65 ferm. 1. hæð, ásamt risi ca. 700 ferm. Eignarlóð. ALMENNA FASTEIGNASAIftN UNDARGATA9 SÍMI 21150 Sími 14160 — 14150. Kvöldsími 40960. Sja herb. íbúð, 94 ferm. íbúð in er vönduð endaíbúð á einum bezta stað í Vestur- borginni. 3ja herb. mjög góð kjallara- íbúð við Drápuhlíð. 4ra herb. íbúð á 1. hæð í smíð um, við Hraunbæ. Góðir greiðsluskilmálar. 5 herb. góð íbúð í Hlíðunum. Sérhiti og sérinnagngur. 6 herb. vönduð íbúð við Hvassaleiti. íbúðin er á 1. foæð, 140 ferm. Hagkvæmt verð. 7 herb. einbýlishús við Smára flöt. Ódýrar risíbúðir við Grettis- götu og Hverfisgötu. Stór hæð í steinhúsi við Grettisgötu. 4ra herb. íbúð við Kaplaskjóls veg. GÍSLI G ÍSLEIFSSON hæstaréttarlögmaður. JÓN L. BJARNASON fasteignaviðskiptL Hverfisgötu 18.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.