Morgunblaðið - 29.06.1966, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.06.1966, Blaðsíða 16
 w MORCUNBLABÍÐ M3»vlírudag«r 29. júní 1966 N auðungaruppboð Eftir kröfu borgarskrifstofanna í Reykjavík, fer fram nauðungaruppboð að Mávahlíð 40, hér í borg, föstudaginn 8. júlí 1966, kl. 2% síðdegis og verða þar seldir: træsendebænk og halv automatisk rennbænk, talin eign Knúts Vilhjálmssonar. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Borgarfógetaembættið í Rcykjavík. Nauðungaruppboð Eftir kröfu Sigurðar Sigurðssonar hdl. fer fram nauðungaruppboð að Grensásvegi 50, hér í borg, föstudaginn 8. júlí 1966, kl, 11% árdegis og verður þar seld gufupressa (Whitker) talin eign Georgs Hólm. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð Eftir kröfu Axels Einarssonar hrl., fer fram nauð- ungaruppboð að Bergstaðastræti 15, hér í borg, föstudaginn 8. júlí 1966, kl. 1% síðdegis og verður þar seidur rammaskurðarhnífur, talin eign Guð- mundar Amasonar. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Borgarfógetaemhættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð Eftir kröfu Sigurðar Sigurðssonar hdl. fer fram nauðungaruppboð að Múla við Suðurlandsbraut, hér í borg, föstudaginn 8. júlí 1966, kl. 11 árdegis og verður þar seld lásavél (Lockformer), talin eign Borgarblikksmiðjunnar h.f. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð Eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík fer fram nauðungaruppboð að Síðumúla 9, hér í borg, föstu- daginn 8. júlí 1966, kl. 10% árdegis og verða þar seldir 2 rennibekkir (Martin & Soulhbend), talin eign Björns og Halldórs h.f. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð Eftir kröfu Sigurðar Sigurðssonar hdl. fer fram nauðungaruppboð að Súðarvogi 42, hér í borg, föstudaginn 8. júlí 1966, kl. 10 árdegis, og verður þar seld klippivél, Albert Stahl, Com.nr. 708, árg. 1965, Type SK. S.S. 2520 mm., talin eign Aiuminium og blikksmiðjunnar h.f. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð Eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík fer fram nauðungaruppboð að Útskálum við Suðurlands- braut, hér í borg, föstudaginn 8. júlí 1966, kl. 4 siðdegis og verður þar selt: hellusteypuvél af Henkegerð, (vestur-þýzk), rörasteypuvél (Appollo), víbrabor, og 3 steypuhrærivélar, talin eign Pípu- verksmiðjunnar h.f. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. — Stuðlar Framhald af bls. 15. — Róbert stóri er 54 ára gamall og hef stund- að skúlptúr í þrjátiu ár. Menn verða að vera orðnir nokkuð gamlir áður en þeir þora að vera ungir. Fyrst fer óratími í að fullnuma sig — en svo er um að gera að gleyma, gleyma öllu sem maður hefur lært og standa berskjaldaður frammi fyrir verkefnunum. Ef menn ekki gleyma verður þetta að iistiðnaði, vanabundnum þanka gangi. — Frægur, nei ég er ekki frægur, ekki í Frakklandi að minnsta kosti. Ég er heldur enginn Chaplin eða Picasso, þeirra list nær til alira, hún er úniversöl. Ég er eins konar flug fiskur, ekki lengur danskur, en þó ekki franskur, en samt hef- Frá Bama- og miðskótanum á Skagaströnd Skagaströnd: — BARNA- og miðskólanum 1 Höfðakaupstað var slitið 3 maí sl., en vorskólinn og landsprófs- nemendur voru við nám út maí mánuð. í skólanum stunduðu nám 80 börn i 6 bekkjardeild- um og 54 unglingar í þrem deildum. Sex kennarar starfa við skólana og tveir stundakennar- ar. Barnaprófi iuku 17 nemend- ur, og 18 nemendur luku ungl- ingaprófi. Þriðja bekkjarprófi gagnfræðastigsins luku 11 nem endur og 5 nemendur luku lands prófi. Við skólaslit óvarpaði skóla- stjórinn, Páll Jónsson sérstak- lega nemendur unglingaskólans og miðskólans, sem eru nú að ljúka prófum og minnti á nauð- syn þess, að aldrei hefur verið meiri þörf að stunda nám af alúð en nú. Aldrei hafa verið gerðar meiri kröfur ti': einstaklingsins tii menntunar í hvaða stöðu, sem hann stenriur og samvinna og samstarf er það þýðingar- mesta þrátt fyrir ýmsa erfiðleika og fórnir, sem einhyggjumenn- irnir verða að færa. Hæstu einkunnir við barna- próf hlutu Ingfbergur og Karl Guðmundssynir, tvíburar, með 0,42, jafnir. Hæstu einkunnir á unglinga- prófi hlaut Beigur J Þórðarson 9,42. Þetta var hæsfa einkunn yfir skólana í vor. Næst hæstu einkunn við unglingaprófið hlaut Sigrún Kr. Lárusdóttir 9,37 eftir eins vetrar nám í skólanum. Hæstu einkunn í L bekk ungl- ingaskólans tók Kári Sigurb. Lárusson 9,41 og hæstu einkunn í 3. bekk miðskólans tók Óskar J. Jóhannesson, 7,55. Verðiaun veittu eins og áður Lionsklúbbur Höfðakaupstaðar fyrir beztan námsárangur við ungiingapróf. Minningasjóður Steinunnar Berndsen fyrir góð- an árangur í handavinnu og prúðmannlega framkomu í skól anum. Þau verðlaun hlaut Alda Ragn heiður Sigurjónsdóttir. Þá veitti skólinn verðlaun til þeirra, sem beztan námsárangur náðu við barnapróf, og enn fleiri verð- laun voru veitt MORCUNBLADIO ur fólk lært að þekkja mig, greina mig frá hinum, muna listamanninn Robert Jacobsen. Ætli ég geti ekki kailast Skand- inavi. Mikið væri það annars nytsamlegt og ágætt í aila staði ef við gætum sætt okkur við það að vera Skandinavar svona útífrá, þannig er litið á okkur í öðrum löndum og sem slíkir njótum við virðingar, þótt fóik botni hinsvegar hreint ekkert í okkur. — Listin er óðum að losa sig við allt þetta jarðbundna, þyngdina, magnið. Menn eru að öðiast tilfinningu fyrir rúminu, geimnum. Það er ekki svo lítil- vægt atriði eins og nú er háttað um offjölgun mannanna hér á jörtSu. Kannski erum við hinir síðustu sem skynjum þetta einmitt þannig. — Listin er samt alltaf söm við sig og viðfangsefni lista- manna nútímans ekki svo ýkja mikið frábrugðin þeim er voru efst í huga hellabúanna sem fyrstir báru meitil að kletta- veggjum hibýla sinna. Það sem máli skiptir er að láta áhrifin sökkva inn í sál sér og þegar allt það sem augnablikinu er bundið hverfur stendur eftir skýr mynd og ljós. Þess vegna er ekkert mark takandi á „avant-garde“-list. Það er allt of mikið af vericum á sýning- um nú sem alls ekki eiga þar heima heldur á vinnustofum listamannanna, þetta eru ekki fullunnin verk, heldur tilraun- ir og mér finnst þau vera óþarf- ar ögranir. — Cézanne málaði það sem hann sá, Picasso það sem hann vissi. Kannski það hafi verið forvitnin sem einkenndi okkar kynslóð öðru fremur, dálítið frumstæð og barnsleg forvitni . . . Við áttum oft erfiða daga i Suresnes hérna áður fyrr en stundum sakna ég þeirra. Þá var jafnt á komið með okkur og við deildum sorgum og gleði. En nú er ekkert til skiptanna lengur. Vináttutilfinningin er á bak og burt. Það er ekki hægt að deila velgengni sinni með öðrum. Velgengnin er einmana. — Það er álitamál, hvað kall- að verði gott listaverk. Lista- verkasalinn kallar það gó'ð verk sem seljast vel, kaupandinn gott verk sem fer vel í stofunni hans, en listamaðurinn er vis með að kasta frá sér nýunnu verki og finna því allt til for- áttu — en tekur það svo kannski í sátt aftur öllum til mikillar furðu eftir nokkur ár og sér þá ekki sólina lyrir þvL — Esbjerg-myndin, jú, það var Damgaard sem stóð fyrir því tiltæki. Ég held mér hafi aldrei liðið eins vel og þegar ég var þarna í Esbjerg að gera myndina og flæktist niðri við höfnina, í frystihúsunum og út um allt þar sem fólk var að vinna. Þeir skildu ekki mynd- ina verkamennirnir við höfnina en þeir virtu vinnuna sem í henni lá. Og þegar aflakóngur- inn Kalli Sörensen vék sér að mér og sagði: „Ertu að vestan?“ vissi ég að ég hafði ekki fallið á prófinu. En fína fólkið uppi i bænum segir að það sé grútar- lykt af hennL Einu sinni sagði gagnrýnandi um Robert Jacobsen að hann væri Thorvaldsen vorra tíma. Þegar Róbert stóra voru hermd ummælin hló hann við og sagði: „Nei, ég er enginn Thorvald- sen, ég er bara strákur úr Ný- höfn sem hefur fengið að gægj- ast inn fyrir í Paradís, fengið að eyða ævinni við það sem hann helzt vildi“. Julio Le Parc og ein „til rauna“ hans. — í Feneyjum varpað hljóð-skúlptúr Wesley Duke Lees, sem ber heitið „The Concentration of all Noise“. Þá sýnir þarna af hálfu ítaia m.a. Mario Ceroli verk eitt er hann nefnir „Sistine Crate", stóran flutninga- kassa manngengan, með vegg- myndum af frægu fólki innan- dyra. Japaninn Ay-O sýnir þarna verk sitt „Tactile Cham- er“ en það er strigi settur göt- um, sem skoðendur geta potað í og fá þá ýmist vægt raf- lost ellegar bláan lit á fing- urna og jafnvel stundum aðra liti og enn skrautlegri. Japan- ir eiga þarna líka smávaxna listakonu, Yaoi Kusama, sein selur á tvo daíi (bandaríska) silfurkúlurnar úr „garðinum* sínum og segir glöð í bragði* „Það þykir nefnilega öllum gaman að silfurkúlum“. Svíar eiga þama Öyvind Fahlström og segja hann mesta lista- manninn á sýningunni — en dómnefndin var ekki sammála. Rússar sýna þarna líka og eru auðþekktir að vanda því þar er sósíal-realisminn í há- sæti og Lenin trónar ýfir hetjulegum verkamönnum og vel smurðum dráttarvélum og þar fer ekkert milli mála. En er aldinn meistari súr- realista Matta, gekk um ó sýn- ingunni og sá hvar skoðendur potuðu í götóttan strigann Ay-Os gat nann ekki orða bundizt og sagði: „Nú er listin að renna inn í blindgötu".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.