Morgunblaðið - 02.07.1966, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 02.07.1966, Blaðsíða 19
Laugarðagur 2.v JðTí 1966 MORGUNBLAÐIÐ 19 Umferð og slysohætta Varúð á vegum! NÚ líður senn að þeim tinia, að umferð um þjóðvegi landsins nær hámarki. Vegirnir eru flestir, ef ekki allir komnir í gott horf aftur eftir vorleysingjarnar, og ferðaþráin grípur mann- fólkið, og um helgar liggur straumur þeirra, sem einhver ráð hafa á bifreið, út úr borg og bæ til að skoða fallega staði á landi okkar. Þess vegna er ALDREI MEIRI ÞÖRF á því en einmitt núna að aka með gætni og varúð á vegum landsins. ALDREI MEIRI ÞÖRF á því, að fólk sýni hvert öðru tillitssemi í um- ferðinni, því að sjálfsagt er það kæruleysi manna, sem flestum siysunum veldur. Umferðarslys eru einhver ljótustu slys, sem hugsast getur, og allt ber að gera til að forðast þau. Ökumenn og aðrir vegfarendur! Tökum höndum saman og fækkum slysatölu í algert lág- mark. Engin veit, hver í þessu lendir. Það getur verið ég og þú, það getur verið barnið okkar. Reynum að fremsta megni að sýna þá varúð, sem nægir til að forða slysum í umferð. Mælirinn er sannarlega fullur í þessum efnum. Um þessa helgi flykkist fólk sjálfsagt út á vegina, og VARÚÐ, VARÚÐ, VARÚÐ — ætti að innprentast öllum öku- mönnum. — Fr. S. Aður en iagt er af Miklar hemlanir, krappar geygjur á mikilii ferð og hrað ur akstur, eykur verulega slit á hjólbörðum. stað Virðið bið- ENGINN bifreiðastjóri ætti að leggja upp í ferðalag, án þess að yfirfara öll öryggis- tæki bifreiðarinnar vandlega. Eitt af því sem athuga þarf, áður en lagt er upp í langferð eru hjólbarðarnir. Sá ökumaff- ur sem leggur upp í langferð á slitnum hjólbörðum, getur átt von á því aff þaff „springi oft“, en því getur fylgt margs- konar ónæði. Og ef það „springur" á mikilli ferð, get- ur ökumaðurinn misst stjórn á bifreiðinni og ökuferðin endaff fyrir utan veg. skylduna! f reglugerff um gerff og bún- að ökutækja segir svo: „Slitflötur gúmbarða skal vera mynztraður og skulu raufar í mynztrinu vera a.m.k. 1 mm á dýpt“. En það er fleira en mynztrið sem ökumaðurinn þarf að at- huga, eins og t.d. loftþrýsting- inn í hjólbörðunum. Hafið þaff fyrir fasta venju einu sinni í viku aff mæla loftþrýstinginn í hjólbörðunum. Auktu loft- þrýstinginn ef þú ætlar að aka langt meff miklum þunga í bílnum, og eins ef þú ert aff leggja upp í langferð, þá er rétt aff aupka loftþrýstinginn lítiff eitt. Gleymdu heldur ekki aff athuga vel millibil hjóla, því að skakkt millibil hefur þau áhrif að hjólbarff- arnir spænast upp á skömm- um tíma. A4 Biðskylda Biðskyldumerkiff er jafnhliða þríhyrningur með rauðum jaðri og gulum miðfleti. Eitt af hornum þríhyrningsins skal snúa upp. Merki þetta skal sett við veg, ef umferff frá honum ber að víkja. EIN algengasta orsökin fyrir umferðarslysum og árekstr- um, er sú, aff ökumenn virða ekki biðskyldumerkið. Á síð- astliðnu ári urðu alls 667 um- ferðarslys og árekstrar af þessum orsökum, og nær þessi tala aðeins yfir þau tilfelli er Reykvíkingar áttu hlut að. Fá umferðarmerki eru jafn miki'ð notuð í umferðinni og biðskyldumerkið og ætti hver og einn vegfarandi, jafnt gang andi sem akandi, að þekkja merkið sjálft og þær reglur sem um það gilda. Hafið eftir- farandi atriði í huga: 1. 48. gr. umferðarlaga seg ir svo meðal annars: Þar sem sett hefur verið bið skyldumerki, skal sá, sem kemur af hliðarvegi, skilyrðis- laust víkja fyrir umferð þess vegar, sem hann ekur inná eða yfir, hvort sem um aðalbraut er að ræða eða ekki. Hann skal í tæka tíð draga úr hraða og nema staðar, ef oauðsyn krefur. Skylt er að nema staff- ar, ÞEGAR EKKI ER FULL- KOMIN ÚTSÝN ¥FIR VEG- INN (leturbr. blaðsins). 2. Þegar ekið er að bið- skyldumerki, ber ökumanni að draga úr hraða bifreiðar sinn- ar í tæka tíð og setja hana í lægra ganghraðastig. 3. Áður en ökumaður ekur inná veg er nýtur biðskyldu ber honum að líta vel til beggja hliða og fullvissa sig um að með akstrinum hindri hann ekki umferð um veg þann er aka skal inná. 4. Þar sem útsýni er mjög byrgt, eða alveg blint og öku- maður af þeim sökum, hefur ekki nægilégt útsýni yfir veg þann er nýtur biðskyldunnar, þá ber ökumanni að nema alveg staðar og setja bifreið í fyrsta ganghraðastig og aka varlega af stáð inná veginn. 5. Þar sem vegur, sem nýtur biðskyldu, er skiptur með umferðareyju í tvær ak- brautir, þá munið, að bið- skyldan er fyrir báðar ak- brautirnar. 6. Ef þér eruð í hópi þeirra ökumanna, er hafa þann leiða vana að aka með fullum hraða að biðskyldumerki, og síðan að snarhemla og draga hjól bifreiðarinnar við biðskyldu- merki'ð, þá leggið hann niður, því með slíkum akstri hafið þér mjög truflandi áhrif fyrir umferð þá, er nýtur biðskyld- unnar. Biðskyldumerkið er sett upp til þess að skapa greiðari og hættuminni umferð. Merk- ið sker úr um það, er leiðir tveggja ökumanna skerast, hvorum ber að víkja og ef það er fótum troðið og ekki virt, setur sá er það gerir sjálfan sig og aðra vegfarendur í stór- hættu. Þegar ökumaður ver'ður fyr- ir því óhappi að aka á eða með öðrum hætti skemma bið- skyldumerkið, þá á að reyna að laga það á staðnum og til- kynna óhappið til lögreglunn- ar eða vegamálastjóra, ef merkið sem skemmist er stað- sett úti á þjóðvegum. Ökumenn, virðið biðskyld- una, láti'ð ekki ökuferðina enda í sjúkrahúsi, munið: Bezt er heilum vagni heim að a’ Á þessari mynd sést hvernig fariff getur fyrir ökumanni og farþega hans, ef biffskyldan er ekki virt: stýriff mikiff bogið og framrúðan hægra megin sprungin eftir höfuðhögg farþega. Hér hafa tveir stangazt. — Svona slys eiga ekki að geta komið fyrir. Stöðvum slysin! Hér hafa margir bílar lent í slysi. Eignatjónið nemur tug- um, hundruðum þúsunda. Mannslífin eru þó dýrust, því að þau verða varla bætt með peningum. Sýnum gætni í umferð- inni! Forðumst slysin! Þannig getur fariff, ef biðskyldan er ekki virt. Myndin var tekin á mótum Barónstigs og Eiríks- götu, en á þeim gatnamótum hafa orðiff margir árekstrar og slys, vegna þess að ökumenn virtu ekki biðskylduna. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.