Morgunblaðið - 02.07.1966, Side 28
Helmingi útbreiddara
en nokkurt annað
íslenzkt blað
Langstærsta og
fjölbreyttasta
blað landsins
Þessi mynd var tekin af hinum eldri yfirmönnum Landhelgisgæzl unnar um borð í Oðni í gær. —
Frá vinstri: Guðjón Guðbjartsson, fyrrv. vélstjóri, Jón Kristófersson, Gunnar Gíslason, fyrrv. skip
herra, Ottó J. Ólafsson, fyrrv. lof tskeytamaður, Þórarinn Björnsson, skipherra, Hannes Friðsteins-
son, fyrrv. skipherra, Kristján Sigurjónsson, fyrrv. yfirvélstjóri, og Eiríkur Kristófersson, fyrrver-
ar**\ c-i-:«i,prrí,
Bruni að Lauga-
landi í Þelamörk
Akureyri, 1. júlí.
ELDS varð vart á efri hæð íbúð
arhússins á Laugalandi á Þela-
mörk um miðnætti í fyrrakvöld.
Ungur piltur svaf þar í litlu her
bergi og vaknaði við reykjar-
stybbu. Var þá eldur í timbur-
þili og var í þann veginn að læs
ast í einangrun í útvegg.
Heimamenn báru vatn á eld-
inn og höfðu slökkt að mestu,
þegar slökkvilið kom frá Akur-
eyri og kæfði eldinn að fullu.
Tók það skamma stund og
skemmdir urðu litlar af eldi, ea
nokkrar af reyk og vatni.
— Sv. P.
Fjalivegir enn
varhugaverðir
Þyrlur á varðskipum
eru framtíðin
Vitni óskast
í GÆR boðaði Landhelgis-
gæzlan til blaðamannafundar
um borð í varðskipinu Óðni
í tilefni 40 ára afmælis gæzl
unnar á vegum íslenzka ríkis
ins með eigin skipum. For-
saga og útdráttur úr sögu
landhelgisgæzlu við ísland er
í greinum inni í blaðinu, svo
og viðtöl við elstu starfs-
menn gæzlunnar.
Forstjórinn, Pétur Sigurðsson,
sagði frá því á blaðamannafund
inum, að um framtíðina væri það
helzt að segja, að nærtækasta
og stærsta verkefnið væri bygg-
ing á nýju, stóru varðskipi, til
endurnýjunar á skipastólnum.
Jafnframt sagði hann að öll-
um undirbúningi væri nú svo
langt komið, að í næstu viku
væru væntanlegir sérfræðingar
hingað frá erlendum skipasmíða-
stöðvum, til að gera tilboð í
byggingu skipsins. Gert er ráð
fyrir að það verði tilbúið til
notkunar um áramótin l%'7-’68.
Forstjórinn upplýsti að skip
þetta myndi verða um 5 metrum
lengra en Óðinn og væri það
gert svo að það næði meiri gang-
hraða, en það verður ca. 1200
tonn að stærð. Gert er ráð fyrir
því, að með þessu skipi verði
þyrlunotkun stórum aukin, enda
eru vonir bundnar við að stærri
þyrlur verði fengnar fyrir Land
helgisgæzluna á næstu árum,
þótt ekki sé enn nein áætlun,
eða fjárhagsskinan fengin um
þaö má1
Hið nýja skip verður gert með
innangengu mastri, svo hægt
verði að vinna við viðgerð á
ratsjám, loftnetum og öðru, er
þurfa þykir við slæmar veður-
aðstæður, án þess að út sé farið.
Skipinu er ætlað að geta gengið
allt að 20 mílum og er lengingin
einmitt gerð í því skyni. Fleiri
nýjungar eru í skipinu.
Forstjóri Landhelgisgæzlunnar
lagði á það mikla áherzlu, hve
mikils virði væri starfsemi þyrl
anna erlendis og hlyti hún að
verða svo einnig hér á landi.
Aðspurður sagði hann að hið
nýja skip myndi kosta sem svar
aði verði eins togara á borð við
í’ró.mhald á bls. 27
Fjölmenn útför
Odds Sveins-
sonar
I GÆR fór fram frá Akranes-
kirkju útför Odds Sveinssonar
kaupmanns. Kirkjan var þétt-
skipuð. Minningarræðuna flutti
sr. Jón M. Guðjónsson, er undir
lok ræðu sinnar komst m. a.
þannig að orði að Akranes hefði
nú séð á bak einum sinna beztu
sona. Kirkjukórinn annaðist
sálmasöng og einnig sungu í
kirkjunni félagar úr Karlakórn-
um Svanir. Áður en presturinn
kastaði rekunum í kirkjunni,
sungu Svana-félagar „Akranes“
lög við Ijóð eftir Odd, óð hans til
fæðingarbæjar síns.
Rannsóknarlögreglan ítrekar
við þá, er urðu vitni að bana-
slysinu á Skúlagötu, að þeir
komi til viðtals við hana hið
allra fyrsta. Einkum biður hún
þá, er voru farþegar í strætis-
vagninum, svo og aðra vegfarend
ur að koma til viðtals að Borg-
artúni 7 eða hringja í síma
21100.
Mbl. fregnaði í gær, að Halldór
Eyjólfsson frá Rauðalæk væri
nýkominn úr mælingaferð á veg
um Raforkumálaskrifstofunnar
austan frá Sóleyjarhöfða á
Sprengisandsleið. Blaðið hafði
samband við Halldór og spurði
hann um færð á hálendinu.
Halldór sagði, að vegurinn að
haldi væri orðinn þurr og nokk-
uð góður fyrir tveggjadrifa bif-
reiðar. Hins vegar kvað hann
þörf á að vegurinn væri hefl-
aður þangað. Hann kvað kláfinn
á Tungná vera í því lagi, sem
hann gæti verið og á Búðahálsi
kvað hann dálitlar bleytur, sem
menn yrðu að krækja fyrir, en
þær þornuðu nú dag frá degi.
Eftir að kæmi inn að Kjalvötn
um og að Svartá kvað Haildór
sandana orðna þurra og veginn
sæmilega góðan allt inn að Sól-
Framhald á bls. 27
Hestur særðist
af sprengingu
!í GÆR varð hestur fyrir, I
grjótkasti frá sprengingu í ,
Fossvogi, er verið var að
sprengja þar í'yrir ræsum við J
Fossvogsveg. Hesturinn slas- !
aðist það mikið að aflífa varð |
hann. |
Það var fyrirtækið Ok, sem
um framkvæmdir sá við *
I sprengingarnar.
Félög greiða 26,8% gjald-
anna, en greiddu 24% 1950
MORGUNBLAÐID hefur afl-
að sér upplýsinga um það,
hvernig álögð gjöld til borg-
arsjóðs Reykjavíkur skiptist
milli félaga og einstaklinga.
Og kemur þá í ljós, að félög
greiða nú 26,8% gjaldanna, en
einstaklingar 73,2%. Gjöld
félaganna eru í þrennu lagi,
tekjuútsvar, eignaútsvar og
aðstöðugjald. Einstaklingar,
sem ekki hafa atvinnurekstur
með höndum, greiða hinsveg-
ar aðeins tekjuútsvar og eigna
útsvar, en þess er að gæta að
margir einstaklingar stunda
atvinnurekstur og greiða gjöld
af honum, þannig að gjöld
þau, sem atvinnureksturinn
greiðir, eru auðvitað mun
hærri en gjöld félaganna gefa
til kynna.
Árið 1960 voru gjöld fé-
laga lægri hundraðshluti en
nú er, eða 24%, en einstakling
ar greiddu þá 76%. Þá voru
lögð á félögin tekjuútsvör,
eignaútsvör og veltuútsvör en
aðstöðugjaldið er nú komið í
stað veltuútsvaranna.
Heildargjöld félaganna til
borgarsjóðs voru núna 202,4
milljónir, en sl. ár T?3,4 millj.
og hafa því hækkað um 17%.
Er þar um að ræða nokkuð
minni hækkun en “heildar-
gjöldum einstaklinga. Eins og
kunnugt er, er nú fylgt föst-
um reglum við álagningu út-
svara, og útreiikningurinn
byggður á skattvísitölu til
leiðréttingar á skattstigum og
persónufrádrætti, vegna verð-
hækkana. Er sú vísitala nú
112,5 stig. Meiri hækkun út-
svara einstaklinga en félaga
sýnir því, að tekjur ein-
staklinga hafa hækkað meir
en fekjur félaga. En í þessu
sambandi er þess einnig. að
gæta, að útsvar Loftleiða hf
er nú mun lægra en sl ár, en
þá var það mjög hátt, eins og
menn muna.
Um skattamálin er rætt í
ritstjórnargreinum blaðsins í
dag.