Morgunblaðið - 08.07.1966, Side 17
Föstudagur 8. júlí 1968
MORGUNBLAÐIÐ
17
Erlend tiði ndi 0 Erlend tíði ndi
" gosKl Somethings stCll íntactl\
iet me ^et my Karuds oniU/
Erfiðleikar Wilson
) MEÐAN meirihluti brezka
I Verkamannaflokksins í Neðri
málstofunni var aðeins örfá at-
kvæði, var oft haft við orð, að
svo erfitt sem það væri stjórn-
inni að hafa ekki öflugra fylgi
- að baki sér, hefði það þó þann
kost, að henni gengi betur en
ella að halda róttækari armi
flokksins í skefjum. Þetta hefur
sannazt áþreifanlega að undan-
förnu. — Með 97 þingsæta
meirihluta frá 1. apríd sl. hefur
vinstri armurinn gerzt Harold
Wiison, forsætisráðherra, æ
óþægari.
Óánægja er með framkomu
hans í Rhodesíumálinu, þar
seni 'hann hefur undanfarið
staðið í samningaumleitunum
við stjórn Ians Smiths — en
árangur hefur ekki orðið meiri
en svo, að nú er í ráði að fresta
frekari viðræðum og efna tii
ráðstefnu Samveldisríkjanna.
Þá hefur stefna Wilsons í land-
varnamálum, einkum austan
Cousins
Súez-skurðar verið mjög um-
deild og einnig afstaða hans til
Vietnam-málsins. Ráðast þar að
honum annarsvegar þingmenn
vinstri arms Verkamannaflokks
ins og verulegur hluti Frjáis-
lyndra fyrir undirlægjuhátt og
eftirlátssemi við Bandaríkja-
stjórn — og hinsvegar fhalds-
menn, sem saka hann um að
bregðast skyldum sínum og
svíkja Bandaríkjaforseta, þegar
hann þurfti mest á stuðningi
bandamanna sinna að halda.
Var svo komið um miðja vik-
una, að um hundrað þingmenn
höfðu skrifað undir kröfu um
að stefna stjórnarinnar í Viet-
íiam-málinu yrði tekin til um-
ræðu nú þegar og hófust þær
umræður í gær. Ljóst er þó,
að Wilson hefur í fullu é
við vinstri arminn, að því er
varðar Vietnam-málið. Kom
það gleggst fram sl. miðviku-
dag í atkvæðagreiðslu innan
þingflokks Verkamannaf ijkks-
ins, þar sem felld var með 214
atkvæðum gegn 46 tillaga
vinstri manna um að snúast
gegn stefnu Bandaríkjamanna
í Vietnam*
Þá hefur vinstri armur Verka
mannaflokksins verið afar óá-
nægður með afstöðu stjónarinn
ar í Farmannavrkfallinu á dög
unum og keyrði þó fyrst um
þverbak, þegar Wilson lét að
því liggja á þingi, að kommún-
xstum í forystu Farmannasam-
takanna væri um að kenna hve
verkfallið dróst á langinn.
Þá er enn ótalið þyngsta
áfallið, sem stjórnin hefur orð-
ið fyrir til þessa, — afsögn
Frank Cousins, tæknimálaráð-
herra, og fyrrum framkvæmda
stjóra hins öfluga Félags
flutningaverkamanna.
Frank Cousins sagði af sér í
mótmælaskyni við frumvarp
um launa- og verðlagsmál, sern
stjórnin hefur lagt fyrir þing-
ið. Frumvarp þetta, sem er tal-
ið hornsteinn efnahagsstefnu
stjórnar Wilsons, kveður svo á,
m.a., að launahækkunum skuli
haldið innan þess ramma, sem
framleiðsluaukning iðnaðarins
leyfir, sem áætlað er um 3.5%
á ári. Er verkalýðsfélögunum
skylf að skýra ríkisstjórninni
frá því fyrirfram, hverjar kaup
kröfur þau hafi í hyggju að
gera, að viðlögðum sektum,
allt að 500 £ sé út af brugðið.
Þannig vonast stjórnin til að
geta gripið inn í vinnudeilur
og sætt málsaðila, áður en til
verkfalla komi, eins og í Far-
mannadeilunni, sem olli 45
daga verkfalli. Sem kunnugt er
kröfðust farmenn allt að 17%
launahækkunar en sömdu að
lokum um hæk'kun er nemur
4.7% á ári. Sú ér skoðun Wil-
sons, að með þessu móti einu
verði tryggð samkeppnisaðstaða
brezka iðnaðarins á alþjóðleg-
um markaði og jafnframt gengi
sterlingspundsins, sem staðið
hefur afar höllum hæti að und-
anförnu.
f uppsagnarbréfi sínu, 1200
orða bréfi, sem stílað er „Kæri
Harold“, sagði Frank Cousins,
að frumvarpið^ sem um ræðir
væri í grundvallaratriðum
rangt og hefði enga þýðingu.
Kvaðst hann frá upphafi hafa
reynt að telja forsætisráðherra
á að breyta stefnunni í efna-
hagsmálum, en árangurslaust.
Þær tillögur sem fram komi í
frumvarpinu séu á engan hátt
til þess fallnar að bæta efna-
hagsástandið — takmörkun
launa geti ekki talizt bót á
ástandi sem orsakist af vangetu
til að auka framleiðsluna í
þeim greinum iðnaðarins, sem
gætu jafnað greiðsluhallann
við útlönd. Leggur Cousins
áherzlu á óskoraðan rétt verka-
lýðsfélaga í lýðræðisþjóðfélagi
til þess að gera þær ráðstafan-
ir, er þau telji nauðsynlegar, tij
að bæta hag sinn.
Cousins gefur í skyn í bréfi
sínu, að afstaða stjórnarinnar í
þessu máli byggist á skuldbind-
ingum við erlenda fjármála-
aðila, þ.e.a.s. að þeir aðilar,
sem gert hafa ráðstafanir til
bjargar sterlingspundinu hafi
krafizt þess, að Wilson haldi
fast við stefnu launatakmark-
anna. Er búizt við, að róttækir
flokksmenn leggi mikla áherzlu
á þetta atriði og geri eins mik-
ið úr því og kostur er, að
Cousins sé fórnarlamb „fyrir-
skipana frá Zúrich“. Er og á
það bent, að í þingræðu, sem
Callaghan, fjármálaráðherra,
hélt fyrir u.þ.b. tveimur vikum
til varnar efnahagsstefnu
stjórnarinnar, hafði hann lagt
á það áherzlu, að Bretar yrðu
að sannfæra aðrar þjóðir um,
að þeim væri alvara með að
vilja styrkja sterlingspundið.
Langt er síðan stefna stjórn-
ar Wilsons í þessum málum
varð ljós. Frank Cousins hefur
verið andvígur henni frá upp-
hafi og víkur að því í upp-
sagnarbréfi sínu, að Wilson
hafi talið hann á að vera áfram
í stjórninni með vilyrðum um
einhverjar breytingar á frum-
varpinu í samræmi við kröfur
hans. En Wilson hafi ekki stað-
ið við það, segir hann, og því sé
sér nauðugur einn kostur
að láta af embætti.
í svarbréfi Wilsons kvaðst
hann skilja afstöðu Cousins
mjög vel enda þótt hann væri
ekki sammála henni. Kvaðst
forsætisráðherrann ekki sjá
ástæðu til að ræða einstök
atriði bréfs Cousins, því það
hefðu þeir þegar gert, en sagðl
að takmarkanirnar í launa. og
verðlagsmálum væru aðeins
liður í víðtækri efnahagsstefnu.
Kvaðst Wilson alla tíð hafa
lagt á það áherzlu, að þessi lið-
ur stefnunnar væri að sínu
áliti neikvæður — en því mið-
ur nauðsynlegur og að hin já-
kvæða hlið stefnunnar væri
aukning framleiðslunnar og
hækkun launa í samræmi við
þá aukningu. Takist hinsvegar
ekki að takmarka launaíhækk-
anir við framleiðslugetu iðn-
aðarins verði vandamál efna-
hagslífsins aldrei leyst án þess
til atvinnuleysis komi .
Frank Cousins,' sem er 61
árs, tekur nú aftur við sínu
gamla starfi hjá Sambandi
flutningaverkamanna, — sem
hefur verið haldið opnu fyrir
hann meðan hann gegndi em-
bætti ráðherra. Við ráðherra-
embættinu tekur Antíhony
Wedgwood Benn, póstmálaráð-
herra, hans sæti tekur aftur á
móti Edward Short, sem verið
hefur einn að leiðtogum þing-
flokks Verkamannaflokksins.
1 stað Shorts kemur ungur
maður, 43 ára, Jöhn Ernest
Silkin að nafni.
Cousins hefur frá upphafi
verið einn umdeildasti ráð-
herrann í stjórn Wilsons. Tald-
ist það vel af sér vikið hjá
Wilson að fá hann til samvinnu
í ríkisstjórninni, því að Cousins
er algerlega fylgjandi róttæk-
ari armi flokksins, og hefur
komið til orða sem forystu-
maður hans — en flestir ráð-
herranna eru úr hægri armin-
um eða nær miðju. „Daily Tele
graph“ bendir á, að afsögn
Cousins veki mikla atlhygli og
geti orðið afdrifarík. — Því
enda þótt hann hafi í flestum
deilumálum við stjórnina fylgt
augljóslega rangri stefnu,
hafi ekki verið atkvæða-
mikill ráðherra og hvað svo
sem líði afstöðu hans til Banaa
ríkjastjórnar, Vietnam-málsins
og kjarnorkuvopna — hann
hefur barizt fyrir því að flokk-
urinn hafni öllum kjarnorku-
vopnum — sé hann öllum hnút
um kunnugur í þessu máli.
Hann hafi starfað í verkalýðs-
hreyfingunni mestan hluta æf-
innar og geri sér eflaust betur
en flestir. aðrir grein fyrir frum
varpi stjórnarinnar. Með langa
reynslu að baki segi hann nú
„nei“ og það muni án efa hafa
sin áhrif.
Leiðtogafundur
Varsjárbanda-
lagsins
Svo sem títt er um viðræður
kommúniskra leiðtoga, hefur
hvílt mikil leynd yfir leiðtoga-
fundi Varsjárbandalagsins, sem
haldinn var í Búkarest í vik-
unni. Aðild að bandalag-
inu, sem stofnað var 14. mai
Ceausescu
1955, eiga, sem kunnugt er,
Sovétríkin, Pólland. Tékkósló-
vakía, Ungverjaland, Rúmenía,
Búlgaría og Albanía, en Al'b-
anir hafa ekki tekið þátt í
fundahöldum bandalagsins frát
því upp úr slitnaði milli Rússa
og Kínverja'á fundi í Kreml
árið 1961 og Albanir tóku af-
stöðu með Kínverjum. Þeim
var að sjálfsögðu boðið til fund
arins nú eins og áður, en þeir
sinntu því engu.
Þessa fundar hafði verið
beðið með nokkurri eftirvænt-
ingu, því að staða Rúmeníu
meðal kommúnistaríkjanna
hefur orðið æ forvitnilegri að
undanförnu. Nokkuð má marka
mikilvægi fundarins á því
að frá Sovétríkjunum koma
þrír valdamestu ráðamennirn-
ir, þeir Leonid Brezhnev, aðal-
ritari sovézka kommúnista-
flokksins, Alexei Kosygin, for-
sætisráðherra og Malinovsky
markskálkur, landvarnaráð-
herra. Þeir hlutu hjartanlegar
móttökur á flugvellinum i
Búkarest, faðmlög og kossa á
kommúníska vísu — en haft er
fyrir satt, að gestgjafarnir
hafi verið hinir ákveðnustu
þegar sezt var að samræðu-
borði.
Fundirnir í Búkarest hafa
verið algerlega lokaðir, en
haft er eftir góðum heimildum,
að þar hafi komið fram alger-
lega andstæðar skoðanir sov-
ézkra og rúmenskra leiðtoga á
því, hvernig haga skuli skipan
Varsjárbandalagsins. Ekki er
vitað hver afstaða þeirra er í
smáatriðum, en i stórúm drátt-
um mun málum þannig háttað,
að Sovétstjórnin hefur frá því
sl. haust barizt fyrir því, að
bandalagið verði öflugra og
víðtækara, — verði ekki aðeins
hernaðarbandalag í framtíð-
inni heldur einskonar stjórn-
málabandalag, yfirstjórn þess
verði jafnframt pólitísk yfir-
stjórn kommúnistarikjanna og
málsvari þeirra sameiginlega í
ýmsum málum, svo sem þeim
er varða Þýzkaland og öryggi
Evrópu, Vietnamdeiluna og þá
yfirleitt afstöðuna til Banda-
ríkjanna. Þessu munu Rúmen-
ar algerlega andvígir. Þeir eru
sagðir telja þessar tillögur
Rússa dulbúnar tilraunir til a£
herða betur greiparnar um
AusturEvrópu. Leggja Rúm-
enar alla áherzlu á, að aðiid-
arríki Varsjárbandalagsins fái
meira sjálfstæði innan þess og
aukna hlutdeild í yfirstjórn-
inni — og hvetja jafnframt
til þess, að Varsjárbanda-
lagið og Atlantshafsbanda-
lagið verði bæði lögð níð-
ur smám saman og viðskipti
og stjórnmálasamskipti aðild-
arrikja þessara tveggja hern-
aðarbandalaga aukin.
Margir hafav líkt afstöðu
Rúmena við afstöðu Frakka
innan Atlantshafsbandalagsins
og hafa báðir látið sér það vel
líka. Nýlega heimsótti franski
utanríkisráðherrann, Couve de
Murville, Búkarest. Hann út-
skýrði þá m.a. ákvörðun de
Gaulle, forseta, að draga
franska herliðið undan yfir-
stjórn NATO og dró upp í
helztu atriðum þær hugmynd-
ir, sem dé Gaulle hefur um vax
andi samskipti rikja Vestur- og
Austur-Evrópu. Segir í fregn-
um frá Búkarest, að ráðherrar
Fakklands og Rúmeníu hafi
verið á einu máli um, að þeir
gerðu rétt í að fylgja sínum
sérstefnum og sýna mesta
mögulega sjálfstæði.
Nicole Ceausescu, hinn ungi
leiðtogi rúmenskra kommún-
ista hefur frá því hann komst
til valda fylgt greinilegri og
sívaxandi þjóðernisstefnu.
Rúmenar sáu sér leik á borði,
þegar deilurnar milli sovézkra
og kínverskra kommúnista
urðu háværar, að halda þar al-
geru hlutleysi, gera sig líklega
til að reyna að miðla málum
milli þessara aðila, en nota
jafnframt tækifærið til að sýna
aukið sjálfstæði. Var þá fyrsta
skrefið aukið frjálsræði í efna-
hagsmálum.
Framhald á bls. 20