Morgunblaðið - 26.07.1966, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.07.1966, Blaðsíða 1
28 síður RÉTTARHÖLDUNUM FRESTAÐ UM SINN Leiðtogar Bandaríkjanna glœpamenn, en ekki flugmennirnir, segir Ho Chi Minh Washington, 25. júlí (AP-NTB). 0 Blaðafulltrúi Johnsons forseta, Bill D. Moyers, skýrði fréttamönnum frá því í Hvíta húsinu í Washington í dag að forsetanum hafi borizt boð um það á laugardag að stjórn- in í Norður Vietnam hafi ekki í hyggju að draga bandaríska flugmenn fyrir rétt á næst- unni. Er hér um að ræða banda- ríska flugmenn, sem skotnir hafa verið niður yfir Norður Vietnam að undanförnu. 33 manns fórust með lang- ferðabílnum, sem sézt hér eft- ir að honum var ekið út af brú skammt fyrir norðvestan Frankfurt. Meðal hinna látnu voru 28 unglingar á aldrinum 10—17 ára. Hafði stjórnin í Hanoi hótað að draga þá fyrir rétt sem stríðsglæpamenn. í gær, sunnudag, skýrði Col- umbia útvarpsfélagið bandaríska (CBS) frá því að það hefði á fimmtudag símað Ho Chi Minh, og spurt hann hvort hann hefði ákveðið að boða til réttarhalda yfir bandarísku flugmönnunum. Svar forseta Norður-Víetnam barst útvanpsfélaginu á sunnu- dag, en þar sagði Ho Chi Minh aðeins: „Engin réttarhöld fram- undan eins og er“. Upplýsingar þær, sem John- son forseta bárust á laugardag, gefa hið sama til kynna, að sögn Moyers blaðafulltrúa. Fékk Johnson upplýsingarnar meðan hann var á ferð um mið-vestur ríki Bandarí'kjanna, og eru þær nú í athugun. „Við erum ekki alveg vissir um hvaða þýðingu þetta hefur“, sagði Bill Moyers, „en við erum áð kanna upplýs- ingarnar, og meira get ég ekki sagt að sinni“. Ekki er þess getið hvaðan Johnson bárust þessi boð Hðrmulegt umferðarslys í Þýzkalandi 33, aðallega börn og unglingar í skólaferð, farast þegar langferðabifreið steypist fram af brú Limburg, V.-Þýzkaland, 25. júlí (AP-NTB) BELGÍSK langferðabifreið sem flutti um 40 skólabörn og unglinga á ferð um Vestur- Þýzkaland, valt út af brú á ríkisbrautinni (Autobahn) 45 km. fyrir norð-vestan Frank- furt, og steyptist niður á þjóðveg, sem lá undir brúna. Fórust 28 börn og fimm full- orðnir er bifreiðin lenti á hvolfi á veginum eftir átján metra fall. Fariþegarnir í langferðabifreið- inni voru flestir á aldrinum 10- 17 ára, og voru á heimleið úr skólaferð um Austurríki og Vest ur-Þýzkaland. Var ferðin farin á vegum belgískra barna- og unglingasamtaka, en fararstjórar voru frá hinu opinbera, belgísku lögreglunni og Sabena-flugféiag- inu. Formaður ungmennasamtak- anna var með í ferðinni, og var meðal þeirra, sem fórust. Tólf unglingar komust lífs af úr slysinu, en margir þeirra eru illa meiddir svo óvíst er hvort allir halda lífi. Langferðabifreiðin ók út af ríkisbrautinni við brúna og lenti á brúarhandriðinu, sem brotnaði í spón. Steyptist bifreiðin svo fram af brúnni, valt í fluginu og lenti á þakinu á Þjóðveginum fyrir neðan. Þar lá svo bifreiðin með farm sinn af látnum, hel- særðum og meiddum farþegum í nálega hálfa klukkustund, áður en að var komið. En í bifreiðinni var ömurlegt um að lítast, öll yfirbyggingin sundurkramin og þakin smurnings- og dísilolíu. Mikil umferð var um ríkisbraut- ina fyrir ofan slysstaðinn, en ökumenn veittu ekki athygli þvi, sem fyrir hafði komið. Vitneskja um slysið barst lög- reglunni frá svissneskum vöru- bílstjóra. Hringdi hann til lög- reglunnar og kvaðst hafa ekið rétt á eftir langferðaibifreiðinni yfir brúna þegar slysið varð. Ekki mun vörubílsstjórinn hafa numið staðar, heldur haldið strax áfram. En lögreglan reynir nú að ná sambandi við hann til að fá nánari upplýsingar um slysið. Þegar lögreglan kom á slys- staðinn, heyrðust stunur og grát ur inni í langferðabifreiðinni. En björgunarmenn þorðu ekki að beita rafsuðutækjum til að komast að farþegunum af ótta við að kvikna kynni í olíunni. Varð því að bíða þar til krana- bifreið kom á vettvang svo unnt yrði að lyfta langferðabifreið- inni, en þá komust björgunar- mennirnir inn í hana. Lögreglan telur að flestir ung- linganna hafi verið sofandi er slysið varð. Og bifreiðastjórinn sat látinn undir stýri. — Þegar við komum að lang- ferðabifreiðinni, segir einn lög- reglumannanna, heyrðum við að eins stunur og grát. Líkin láu dreifð um alla bifreiðina .Sum voru afar illa farin. Á öðrum sást varla skráma. Foreldrar margra unglinganna Framhald á bls. 4 um frestun réttarhaldanna um 6- ákveðinn tíma. í AP-frétt frá Prag í dag segir að Ho Chi Minh hafi átt fund með fréttamönnum í Hanoi, og rætt þar meðal annars fram- tíð bandarísku flugmannanna. Sagði Ho að landar hans hafi sýnt, og muni halda áfram að sýna mannúð gagnvart banda- rísku flugmönnunum. „Glæpa- mennirnir eru ekki flugmennirn- ir, sem skotnir eru niður yfir Norður Vietnam, heldur menn- irnir, sem sendu þá þangað — Johnson, Rusk, McNamara — þetta eru mennirnir, sem draga ætti fyrir rétt“, sagði Ho Chi Minh. Forsetinn bað fréttamenn- ina að flytja ýmsum kommúnista ríkjum þakkir fyrir tilboð þeirra um að senda sjálfboðaliða til Vietnam, en kvað þá aðstoð ekki nauðsynlega enn sem komið er. „En eftir er að sjá hvort við þurfum á henni að halda í fram- tíðinni". U Thant í Moskvu Moskvu, 25. júlí (AP-NTB) U THANT, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, kom í dag til Moskvu, þar sem hann mun ræða við sovézka leiðtoga um Vietnam og önnur alþjóðavanda- mál. Einnig mun U Thant ræða við leiðtogana um embætti sitt hjá SÞ, en kjörtímabil hans rennur út i haust. Vasili V. Kuznetsov, fyrsti að- stoðar utanríkisráðherra Sovét- ríkjanna, tók á móti U Thant á flugvellinum. Þar ræddi fram- kvæmdastjórinn við fréttamenn, og sagði meðal annars að ástand ið í heiminum hefði farið versn- andi frá því hann síðast kom til Moskvu fyrir réttu ári. „í dag steðja margar hættur að“, sagði U Thant, „og tilgangur minn er að ræða við sovézka leiðtoga möguleika á að bæta ástandið.“ , Framhald á bls. 4 Bezt er a& synda á bakinu og horfa á himinblámann Sögulegf sund Mao Tse Tungs í ánni Yangtse 16. júli s.l. ' f- -] Peking. 25. júli, NTB. Pekinp-iítvarnið skvrði stórnm mvndtim af Man f * ^ ^ Peking, 25. júlí, NTB. EF dæma má eftir síðustu fregnum af hinum aldna leiðtoga Kínaveldis, Mao Tse Tung, sem nú er á 73. aldursári, eru allar sögu- sagnir um að hann sé far- inn að heilsu hreinustu bábiljur og að engu haf- andi. Peking-útvarpið skýrði frá því í morgun og síðar fékkst það staðfest í fregn- um blaða, að Mao hefði þreytt sund eitt mikið 16. júlí s.l. í ánni Yangste og synt 15 km. á klukkustund og fimm mínútum hetur. Blöð öll í Peking birtu fregnina á forsíðu með stórum myndum af Mao úti í ánni og var hann hinn kempulegasti og kátur vel. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Mao leggst til sunds í Yangtse og reyndar var tilefnið það, áð í iðnaðarborg- inni Wuhan í Mið-Kína var haldin sundkeppni þennan dag til að minnast þess að þá voru liðin 11 ár síðan Mao synti fyrst yfir ána svo vott- Mao Tse-tung. fest yrði. Um 5000 manns þreyttu sundið yfir ána sem er 1500 metra breið og straum þung nokkuð en Mao fylgdist Framhald á bls. 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.