Morgunblaðið - 26.07.1966, Blaðsíða 28
Helmingi útbreiddara
en nokkurt annað
íslenzkt blað
167. tbl. — Þriðjudagur 26. júlí 1966
nangstærsta og
fjölbreyttasta
blað landsins
Mann tekur út af
síldarflutningaskipi
Skipið fékk á sig slagsíðu og
þurfti fylgd til hafnar
ÍSLENZKAN skipverja á norska
síldarflutningaskipinu Askita tók
út af skipinu, er það var statt um
65 mílur norður af Meirakka-
sléttu sl. sunnudagsnótt. Fannst
maðurinn ekki aftur þrátt fyrir
ítrekaða leit.
Skipið var á leið af Jan Mayen
miðum til Hjalteyrar, er slysið
varð. Voru skipverjar að vinna
við það að lagfæra síldarroæl-
ingatækið á þilfarinu, en ofsa-
veður var þá á þessum slóðum.
Skyndilega fékk skipið á sig
mikinn sjó, og tók manninn út-
byrðis, en svipti ennfremur lúg-
unum af. Skipinu var þegar snú-
ið við til þess að leita að mann-
inum, en við það kastaðist síldin
í lestinni út í aðra hliðina, þann-
ig að skipið fékk á sig 16—26
gráðu slagsíðu, og fór sjór niður
í lestarnar.
Skipið kallaði þegar á aðstoð,
Varnorliðsmað-
urinn ófundinn
SAMKVÆ.MT upplýsingum lög
reglunnar á Keflavíkurflugvelli
hefur enn ekkert spurzt til varn
arliðsmannsins Micheal Burt, er
strauk burtu frá lögreglunni, er
hann var að koma frá Vestmanna
eyjum. Sagði lögreglan ennfrem-
ur, að engin skipulögð leit hefði
verið gerð að manninum, heldur
aðeins verið haidið uppi spurn-
um um hann.
og kom Hávarður og Ólafur
Friðbertsson á vettvang. Lágu
bátarnir hjá skipinu í heilan sól-
arhring, en fylgdu því síðan til
Raufarhafnar. Kom það til Rauf-
arhafnar í gærmorgun, og var
það altalað þar í bænum, að
skipið muni losa framinn þar.
Stórfelldar óeirðir brezkra
togaramanna á Akureyri
4 Bretar á sjúkrahús og 2 Islendíngar — Bretar
pynduðu annan hroðalega — stálu bíl — einn
togarinn settur í farbíann
Akureyri, 25. júli
MIKLAR óeirðir urðu hér í
nótt, aðallega um borð í brezk-
um togurum sem hér liggja,
vegna skemmda, sem þeir urðu
fyrir í norðanveðrinu á laugar-
daginn .Togararnir eru Northern
Iagle frá Grimsby, Newby Wyke
og St. Andronicus frá Hull. Mik-
ii og almenn ölvun var meðal
áhafna togaranna, en langmest
kvað að ólátunum um borð í
St. Andronicus. Alls hefur verið
farið með fjóra slasaða menn
þaðan í sjúkrahús, þrjá Breta
og einn íslending. Einn Bret-
anna var fluttur með flugvél til
Reykjavíkur í dag og lagður
inn á Landakotsspítala.
Kvartanir um framferði Bret-
anna tóku að berast til lögregl-
unnar um kl. 11.30, og var það
frá Sjálfstæðishúsinu. Þar hafði
drukkinn togaiamaður ráðizt á
annan dyravörðinn, barið hann
og rifið föt hans. Var óeirðar-
seggurinn strax fjarlægður, og
settur í fangaklefa.
Eftir að dansleikjum lauk eftir
kl. 1 eftir miðnætti tók að bera
allmikið á brezku sjómönnun-
um í bænum. Fóru þeir þrír til
fimm saman í flokkum með ólát
um og háreisti, og varð brátt
mikil þröng í lögregluvarðstof -
unni.
Einn flokkurinn stal bíl, sem
stóð í miðbænum, en tókst ekki
að ræsa hreyfilinn, heldur ýttu
Bretarnir bíLnum um göturnar
meðan einn stýrði. Lögreglu-
Framhald á bls. 8
Aukið framboð á f rystum fiski veld-
ur verðlækkun á mörkuðum okkar
IVfikil veiði stórra frystitogara
við V-Grænland
Ekki Ijóst hvort um varanlega
Á næstu mánuðum mun það
skýrast, hvort hér er um varan-
lega verðlækkun að ræða eða
aðeins tímabundna. Á síðustu
tveimur árum hefur verðlag á
frysíum sjávarafurðum farið
hækkandi og er greinilegt, að á
síðasta ári hefur það náð há-
marki. íslendingar hafa selt
frystar sjávarafurðir sínar á
hæsta verði, sem fáanlegt hefur
verið en aukið framboð á þeim
vörutegundum mun hafa áhrif
til verðlækkunar.
Hallaðist
38 gráður
Fáskrúðsfirði, 25. júlL
M.s. Arnarfell kom hingað sl.
fóstudag með tómar tunmur
frá Haugasundi í Noregi.
Tveimur sólarhringum áður
en skipið kom hingað hreppti
það á siglingunni mikið óveð-
ur, og við það skekktist þil-
farsfarmurinn mjög, þannig
að skipið hallaðist einnig
mjög mikið. Var mestur halli
á skipinu um 38 gráður.
Bæjarbúum varð því að
vonum mjög starsýnt á er
skipið kom hér með svo mikl-
um halla, en hafði það þó
rétt sig þá talsvert við. Það
losaði hér 5500 tunnur. Mynd-
in er tekin skömmu eftir að
skipið lagðist að bryggju.
— Ól. B.
Maður drukhnar
í Rvíkarhöfn
UNGUR maður féll í höfnina í
Reykjavík aðfaranótt laugardags
ins sl., og var hann látinn er
hann náðist upp.
Nánari atvik voru þau að þenn
an morgun var Andrés Jóhann-
esson, Straumlandi, um tvítugt
að aldri, staddur á Ingólfsgarði
ásamt tveijnur félögum sínum, og
féll þá með einhverjum hætti
fram af bryggjunni. Mikill sjó-
gangur var þarna í höfninni, og
tók Andrés því brátt að þreyt-
ast á sundinu.
Starfsmaður Landhelgisgæzl-
Framhald á bls. 21
verðlækkun er að ræða
Skv. upplýsingum, sem Mbl.
hefur aflað sér, hefur aukið
framboð á frystum fiskblokk-
um á mörkuðum okkar í
Evrópu og Bandaríkjunum
Dýrbítur í
Mosfellssveit
SÁ fátíði atburður gerðist í gær
að dýrbitið lamb fannst í Mos-
fellssveit.
Það var bóndinn í Miðdal, sem
tilkynnti þetta til lögreglunnar í
Hafnarfirði og þegar við áttum
við hana samtal í gærkvöldi,
sagði hún að svo virtist, sem tóf-
an væri ekki langt undan eða
rétt við bæjardyr borgarbúa.
leitt til nokkurrar verðlækk-
unar á þessari vörutegund. Á
þessu stigi er erfitt að segja
til um, hvort þessi verðlækk-
un er varanleg eða hve mikil
hún er, en þó má búast við,
að hún nemi rúmlega 10%.
Á tímabilinu janúar-apríl í ár
nam innflutningur á frystum
fiskblokkum til Bandaríkjanna
97 milljónum punda en á sama
tíma í fyrra nam hann um 80
milljónum punda. Þessi mikla
aukning á innflutningi er m. a.
vegna aukins útflutnings frá
Grænlandi, Kanada, Danmörku
og fleiri löndum. í vor og sumar
munu stórir frystitogarar, sem
vinna aflann um borð, hafa veitt
mjög mikið við Vestur-Grænland
og af þeim sökum hefur framboð
á bolfiski sérstaklega frystum
fiski aukizt mikið í Vestur-
Evrópu og haft neikvæð áhrif á
mörkuðum okkar þar.
Jónas Bjarni
UM næstu helgi verða haldin
þrjú héraðsmót Sjálfstæðisflokks
ins, sem hér segir:
Akureyri, föstudaginn 29. júlí
Gunnar Halldór
kl. 21. Ræðumenn verða Bjarni
Benediktsson, forsætisráðherra,
Jónas G. Rafnar, bankastjóri og
Lárus Jónsson, bæjargjaldkeri.
Bjartmar Lárus
Skúlagarði, N-Þing., laugar-
daginn 31. júlí kl. 21. Ræðumejin
verða Bjarni Benediktsson, tor-
sætisráðherra, Bjartmar Guð-
mundsson, bóndi og Halldór
Blöndal, erindreki.
Skjólbrekku, S-Þing., sunnu-
daginn 31. júli kl. 21. Ræðumenn
Framhald á bls. 8
Héraðsmót Sjálfsfœðis-
flokksins um nœstu helgi
verða á Akureyri, Skúlaskeiði
og Skjólbrekku