Morgunblaðið - 26.07.1966, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 26.07.1966, Blaðsíða 3
T>riðjudagur 26. júlí 1968 MORCUNBLAOIO o f VEÐUROFSANUM, sem gekk yfir landið um helgina urðu víða miklir heyskaðar, svo og skemmdir á mann- virkjum sums staðar. Má segja að ofsaveður hafi geis- að um nær allt land, nema um Vesturland og á Vest- fjörðum. Á Norð-Austurlandi rigndi mikið og mun það hafa bjargað miklu, þar eð hey fauk síður fyrir bragðið, en á Austurlandi, Suð-austiyr- landi og Suðurlandi munu töluverðir heyskaðar hafa orð ið. Mbl. hafði í gær samband við fréttaritara sína umhverf is land og spurðist fyrir um tjón. Guðjón Sigurðsson á Sauð- árkróki sagði að um miðja viku hefði verið SV-átt og mjög hvasst. Heíðu bændur verið búnir að sæta mikið af heyi, sem síðan hefði feykzt í beðjur Síðasta dag vikunar hefði svo gert harða N-átt með geisilegu úrfelli, þannig að aJlt hey, sem komið var í sæti hefði flatzt út. Hefði þá hey sem þurrt hafi verið orð ið rennvott og má gera ráð fyr ir að tjón sé tilfinnanlegt. Margir bændur eru ekki enn farnir að láta neitt í hlöður. Siglufjarðarskarð tepptist vegna snjóa aðfaranótt laug- ardags að því er Stefán Frið- bjarnarson tjáir blaðinu og þó mun jeppabifreiðum og háum bifreiðum hafa tekizt að fara heiðina á laugardag, en þá var ofsarok og snjó- koma. í fyrradag snjóaði aft- ur og urðu fjöll hvit niður í miðjar hlíðar og var fjall- vegurinn ófær öllum venju- legum bifreiðum í gær. Hins vegar var gert ráð fyrir að heiðin verði orðin fær í dag ef tíð spilltist ekki frekar. í gær var komið sæmilegt veð- ur á Siglufirði, en þó var þar rigning og var ekki talið að • mzmSm Þessi mynd er tekin á Fjarðarheiði nú um heigina. Sést greinilega á henni, hve mikið hefur snjóað. (Ljósm. Haraldur Teitsson). Heyskaðar fyrir austan í ofviörinu er gekk yfir landið um helgina Reykvíkingur gekk 20 km. yfir Hólsfjöll til að sækja hjálp, er bifreið hans festist í snjó snjóaði í fjöll. Engir skaðar urðu af veðri á Siglufirði. Ásgrímur Hartmannsson, bæjarstjóri á Ölafsfirði sagði blaðinu að hálft þak hafi fok- ið af húsi, þar í kaupstaðnum vXvfy f.-;. .y’ys.K- x'x'XvX’W SJQUATRYGGT ERVELTRYGGT SIM111700 SJOVATRYGGINGARFELAGISLANDS HE og þak af raðhúsi einnig. Hafi þetta verið versta veður sem komið hafi í manna minn um þar um sloðir á þessum tíma árs. í>á hafi skemmzt mótauppsláttur á nýbygg- ingu. Kartöflugras hafi og skemmst. í gær var veðrið gengið niður á Ólafsfirði. Sverrir Pálsson á Akureyri segir: Afspyrnu norðan veður skall á hér um hádegi á laug- ardag og stóð fram á sunnu- dagsnótt. Vindur var heldur hægari í gær, en þó var mjög kalt í veðri, úrkoma nokkur og norðangjóstur. Sjaldgæft er að svo hvöss norðanveður komi hér um mitt sumar Vindhraðinn var um 60 hnútar á Akureyrar- flugvelli kl. 7-10 á laugardags kvöld og samsvarar það 9-11 vindstigum Mikið úrfelli fyígdi veðurofsanum. Sælöður dreif um allan fjörð og Pollinn hvítskóf. Nokkrir bátar frá þorpunum utar með firðinum leituðu hafnar hér þar sem heima- hafnirnar þóttu ekki sem tryggastar eins og á stóð. Fjöll urðu hvít niður fyrir miðjar hlíðar og keðjufæri var á Vaðalheiði. Á annað hundrað tjöld voru á tjaldstæðinu sunnan sund* laugarinnar, þegar veðrið skall á. Mörg þeirra fuku. en önnur rifnuðu og farang- ur, og viöleguútbúnaður ferðafólksins rennblotnaði. Þarna voru nokkrar fjölskyld ur, jafnvel litil börn og ríkti hreint neyðarástand hjá sumu þessu fólki, þegar á leið kvöldið Hótelin yfirfylltust og fólk leitaði uppi vini og kunningja til að fá húsaskjól. Um 60-70 manns fengu inni í gagnfræðaskólanum og íþróttahúsinu. Garðagróður varð afar illa leikinn, trjágreinar og runn- ar brotnuðu, skrautjurtir fuku flatar og laufdingjur og greinadræsur lágu eins og hráviði um allar götur. Geysi mörg, tré stór og smá eru mjög illa farin og hálf ber upp eftir veður þetta. Ekki er kunnugt um meiri- háttar tjón á mannvirkjum, en á nokkrum húsum losn- uðu þakplötur, þó að þær fykju hvergi af.“ Fréttaritari Mbl. á Húsavík segir: „Óveðrið sem hér geysar um Norðausturland olli miklum erfiðleikum og nokkrum skemmdum hér og í nágrenni inu. Brim var mjög mikið, og eins og um hávetur. Nokk ur skip voru hér í höfninni, en ekkert kom fyrir þau, Ein litil trilla, Dvergur sökk í höfninni, og hefur hún ekki náðst ennþá, enda vart hægt að eiga við það í þessu veðri Unnið hefur verið í sumar að lendingarbótum í Hall- bjarnarstaðarkrók á Tjörnesi, og var búið að slá upp fyrir 30 metra bryggju, sem átti að steypa sama daginn og veðrið skall á. Brimið bar allan uppsláttinn upp i fjöru, og tókst að bjarga timbrinu, en verkið sem unnið hafði verið, er allt ónýtt.“ Benedikt Sigurðsson, Gríms stöðum á Fiöllum, segir enga heyskaða hafa orðið þar um slóðir, enda heyskapur rétt að byria þar eystra. Hins veg ar hafi gert nú um helgina mikið ólátaveður og hefði genðið é. með krapaéljum og stæði veðrið enn í gær. Á Möðrudalsfjallgarði og á Hóls sandi festust bifreiðar vegna snjóa, en farið var fólkinu til hjálpar frá bæjunum á Fjöll unum. Á Möðrudal var í gær staðsettur hefill til þess að unnt væri að vera við öllu bú inn. Benedikt kvað þetta með verstu veðrum, sem komið hefðu £ júlímánuði og hefði ekki stytt upp síðan á laugar dag. Kvað hanri grátt allt heim að bænum. Þá kvað Benedikt Reykvík ing hafa fest bifreið sína við afleggjarann að Dettifossi og hafi hann oiðið að ganga um 20 km vegalr-ngd til þess að ná í h;álp, en kona mannsins beið í bifreiðinni. Hafi maður inn verið þrekaður orðinn, þegar hann loks nóði að Hóls seli, þaðan sem konan var sótt og bifreiðin síðan daginn eft ir. Ragnar Guðjónsson á Vopna firði, segir : Framhald á bls. 8 STAKSTTIMAR Hlutverk blaðanna Dagblöð og tímarit hafa mikil vaegu hlutverki að gegna í nú- tímaþjóðfélagi. Þeirra er að upp- fræða fólkið, leggja staðreynd- - * irnar fyrir, rök með og móti. Ef dagblöðin bregðast þessu þýðing- armikla hlutverki, er ákaflega hætt við, að brestir komi í lýð- ræðislega uppbyggt þjóðfélag, þar sem það byggir svo mjög á þroska og getu þegna sinna til þess að leggja hlutlægt og rök- stutt mat á þau mál, sem efst eru á baugi hverju sinni. Því miður bregðast mörg dagblöð á tslandl iHilega þessu mikilvæga hlut- verki og valda þar með þjóðfé- laginu e.t.v. meira tjóni en þau gera sér.sjálf grein fyrir. . •< Skrítið reiknings- dæmi Sem dæmi um þetta má nefna klausu, sem birtist í sunnudags- pistli Tímans sl. sunnudag, en þar er fjallað um þær upplýsing- ar Morgunblaðsins, að á síðast- liðnum tveimur árum, frá því í mai 1964 til maí 1966, hefur kaupmáttur timakaups a.m.k. • allra lægra launuðu stéttanna aukizt um 15—20%. Tíminn af- greiðir þessar upplýsingar, sem byggjast á traustustu útreikn- ingum, sem völ er á, á eftirfar- andi hátt: ,*,En heimilisfeður og húsmæð- ur hafa fyrir sér miklu einfald- ara dæmi, sem sýnir aðra út- komu og það er þetta. Á síðustu sex árum hefur vísitala mat- væla hækkað um 148% eða síðan 1960. Heimilisfaðir, sem keypti matvæli fyrir tíu þúsund krónur árið 1960 þarf nú 24.800 krónur til þess að kaupa sama magn af matvælum. Ef reikningur «g staðreynd Mbi. væri rétt og maðurinn gæti nú keypt fimmt- ungi meiri matvæli fyrir laun en áður yrðu laun hans að hafa þre- faldast að krónutölu eða tíu þús- und að verða um 30 þúsund og nú getur hver svarað fyrir sig“. Fölsun Já, nú getur hver svarað fyrir sig. Tíminn er búinn að svara. En hér hefur Framsóknarblaðið eins og oft áður gert sig sekt um • að falsa og snúa út úr staðreynd- um í stað þess að veita lesendum sinum rökstuddar upplýsingar um málið. Tíminn tekur sem sé aðeins einn lið vísitölunnar í út- reikningum sínum og einmitt lið- inn, sem mest hefur hækkað, matvælaliðinn. En hvers vegna hefur matvælaliðurinn hækkað meir en aðrir liðir vísitölunnar? Jú, það er fyrst og fremst vegna hækkunar á landbúnaðarvörum. Að vísu einnig að nokkru leyti vegna hækkunar á fiski og smjörlíki, en þó fyrst og fremst vegna hækkunar á landbúnaðar- vörum og hefur þess ekki gætt í Tímanum, að hann hafi talið þær hækkanir eftir. Auðvitað er ^ í útreikningum þeim, sem Mbl. gat um, gert ráð fyrir þessum lið vísitölunnar eins og öðrum. Þeir eru allir innifaldir í þeim útreikningi, en þessi barnalega og einfalda tilraun Tímans til þess að falsa staðreyndir undir- strikar enn einu sinni að þeir, sem skrifa i það blað, hafa e*m ekki náð nægilegum þroska til þess að sinna því starfi svo sem vera ber.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.