Morgunblaðið - 26.07.1966, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 26.07.1966, Blaðsíða 19
ÞriðjuÆagUt 9G. júlí 1966 MORGU N BLAÐIÐ 19 Björn Gunnlaugsson læknir — BJÖRN Gunnlaugsson læknir varð bráðkvaddur á heimili sínu hér í bænum (20. júní sl., f. 24. nóv. 1899). Ég var þá víðsfjarri í öðru landi, en langar til að minnast hans. Hann var gamall og góður vinur okkar og læknir. Um langt skeið var hann ein- hver mest sótti og vinsælasti læknir bæjarins. Hann var heim ilislæknir fyrst og fremst, stoð og stytta og vinur á mjög mörg- um reykvískum heimilum og reyndist því betur sem meir lá við og meira reyndi á. Hann var iíka vel lærður í sérgrein sinni, sögðu mér fróðir menn, fylgdist vel með og fór utan til að afla sér nýs fróðleiks og nýrrar reynslu. Mér sagði fyrir löngu gamall læknir og háskólakenn- ari, að Björn hefði verið mjög vel fallinn til fræðistarfa og há- skóla og hann gegndi líka um skeið kennslu í læknadeild Há- skólans hér og síðar prófdómara störfum. Samt valdi hann þann kost að stunda lækningar. Hann hafði orð á því nokkru- áður en hann dó, að „þegar við föllum frá þessir eldri, verða vist eftir fáir heimilislæknar“, allir yrðu orðnir sprenglærðir sérfræðingar á þröngu sviði og upp yfir það hafnir að arka heim til sjúklinga. Heimilislæknar í gamla stílnum voru sérstök manntegund. ÍÞeir voru heimilis- vinir og lærðir læknar í senn, trúnaðarmenn fjölskyldunnar, hugguðu, aðvöruðu og hvöttu. Það má vera, að sumir þeirra hafi stundum haft eitthvað gam- an að því að spjalla um hitt og þetta, sem ekki kom stranglega við sérfræðigrein þeirra, en það Minning var þá venjulega eitthvað, sem þeim eða sjúklingi þeirra lá á hjarta, eitthvað sem gat orðið til uppbyggingar og ánægju. Miklar umbætur hafa orðið á ýmislegri skipan lækna og heil- brigðismála og á möguleikum sérfræðilegra aðgerða og úr- lausna, og er það allt þakkar- vert. En er samt ekki eftirsjá að störfum gömlu heimilislækn- anna, persónulegum viðhorfum þeirra og áhuga á hag og heilsu heimilisfólksins, persónulegri hlýju þeirra og kunningsskap, trúnaðinum milli læknisins og heimilisins, einskonar sálusorg- un þeirra líka? Þeir mörgu, sem lesið hafa Læknisævi Ingólfs Gíslasonar, þá mannlegu og margfróðu bók, vita um erfiðleika gömlu héraðs- læknanna og hið nána og stund- um sára samband þeirra við harðneskju lífsins og landsins, og Vísindin hafa sannað að þú lifir eftir „dauðann64 Tímaritið „MORGUNN“ er komið út. Flytur fræðandi greinar um sálarrannsóknir og inn lendan fróðleik um dulræn efni. Gerist áskrifendur með því að senda nafn og heim ilisfang til Tímaritsins „MORGUNN“, pósthólf 433. Fasteignasalan HAPP Austurstræti 10 — hefur á boðstólum m.a.: í Kópavogi: Nýtt einbýlishús ca. 135 ferm. með bílskúr. í Reykjavík: 2ja og 3ja herb. íbúðir í miðborginni. Upplýsingar í síma 12016 kl. 13.00—15.00. 'ÁRBÆJARHVERFI 2ja herb. íbúðir á 530 þúsund. 3ja herb. íbúðir á 640—660 þúsund. 4ra herb. íbúðir á 710—735 þú&und. 5 herb. íbúðir á 850 þúsund. Seljast tilbúnar undir tréverk og málningu með frágenginni sameign. FASTEIGNA SKRIFSTOFAN ADSTURSTRÆTI 17 (HÚS SILLA OG VALDA) SlMI 17466 vita þá líka, hverju læknarnir hafa síðan sigrast á og hverju þeir (og ljósmæður og hjúkrun- arkonur) hafa komið í verk. Þessi tími var liðinn, þegar Björn Gunnlaugsson hóf læknis- störf sín, en hann þekkti líka nokkuð erfið héraðslæknisstörf, sem hann gegndi um skeið, þó að lengst af starfaði hann í fjöl- býli höfuðstaðarins. Hér þekkti hann lífið út í æsar, kjör margs fólks, ríks og snauðs, og mörg og margvísleg heimili. Hann mundi hafa getað skrifað nýja læknisævi sinnar samtíðar, því að hann var fróður og ritfær. Hann var fágætlega vel gefinn maður að upplagi, en hann var ekki gefinn fyrir ritstörf eða ræður, sízt persónuleg skrif um sjálfan sig eða viðskipti sín við aðra. Ég vissi, að hann var oftar en einu sinni beðinn um fræðslu þætti eða erindi um heil'brigðis- mál, en hafnaði þeim. Hann var hlédrægur og oft úr hófi. Sum- um vinum hans fannst hann á seinni árum stundum nokkuð beizkur og einrænn i lífsskoðun sinni, en fljótlega kom samt aft- ur upp birtan í eðli hans og gáf um, víðsýni hans og glaðværð, þvi að hann gat verið mikill gleðimaður í sinn hóp og góður félagi. Hann hafði ánægju af ferðalögum og við og hans góða kona, frú Elín, fórum saman í ferðir, utanlands og innan, sem ég minnist með mikilli ánægju. Ævi Björns Gunnlaugssonar var fyrst og fremst starf að lækningum, þrotlaust starf og oftast mikill erill og erfiði, sem iðulega hleðst á lækna. Hann hlífði sér ekki. í tómstundum sínum hafði hann mest yndi af tónlist, átti vandað plötusafn og 'hafði eftirlætistónlist sína um hönd daglega, fyrst og fremst klassíska tónlist, sem hann unni og kunni mikil og góð skil á og var vandlátur smekkmaður. Hann hafði einnig mikla ánægju af íslenzkum kveðskap og kunni margt í honum, en af erlenduri bókmenntum las hann mest þýzk skáld, frá Goethe og Schill er og svo ýmsa nýþýzka höf- unda, helzt gamansama. Hann hafði lika ánægju af málaralist. Hann var bæjarmaður með smekk og lífsháttu borgarmenn- ingar, en samt var einnig ofar- lega í honum sveitamaðurinn með ást og áhuga á mpld og gróðri eins og hann átti ætt til. Hann var bundinn starfi sínu og sérgrein og átti þó einnig ýmis önnur áhugamál, og þó að hann væri fáskiptinn um opin- ber mál, hafði hann á mörgum þeirra lifandi og ákveðna skoð- un. Hann var maður nýs og al- þjóðlegs tíma, en með traustar rætur í gamalli íslenzkri erfð. En fyrst og fremst var hann sam vizkusamur og trúr þjónn lækn- isstarfs síns í mildi sinni og mannúð og hlýju persónuleika síns. Ég held, að allir, sem kynnt ust honum að ráði hafi metið hann mikils og sakni hans. Vilhjálmur Þ. Gíslason. Sunsip, svaladrykkur sumarsins, sætur en fitar ekki! ^rr^“kk' alls 6 l«'«' Sunsip er Ijúffengur svaladrykkur og drjúgur í notkun, flaskan verbur ekki kámug, ef þér kaupið hina nytsömu Sunsip-pumpu. Sunsip fitar ekki og dregur ekki úr matarlystinni, gefið börnunum því eins mikið og þau geta torgað ELMARO, sími 23444.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.