Morgunblaðið - 26.07.1966, Blaðsíða 27
Þriðjucfaglir 99. júlí 1966
MORCUNBLAÐIÐ
27
HM í knattspyrnu:
Þjóðver jar í úrslit
Unnu Rússa í undanúrslitum
2-1 í geysihörðum leik
V-ÞJÓÐVERJAR unnu Rússa 2-1 í hörðum undanúrslitaleik
I heimsmeistarakeppninni á Goodison Park í Liverpool í gærkvöldi.
Með þessum sigri eru Þjóðverjar komnir í úrslitaleikinn um heims-
meistaratitilinn. í kvöld verður úr því skorið á Wembley í öðrum
undanúrslitaleik hvort Englendingar eða Portugalar verða mót-
herjar Þjóðverja í úrslitaleiknum.
Igor Chislenko, útherji Rússa
var vísað af leikvelli á síðustu
mínútu fvrri háifleiks, þannig
að Rússar léku 10 allan síðari
hálfleikinn.
Leikurinn einkenndist fljótt
af hörku og heift eins og spáð
hafði verið er þessi lið myndu
msetast. Rússar voru þó fyrri til
og alltaf grófari.
Helmut Haller skoraði fyrir
Þjóðverja á 43. mín. Hliðarfram
Magnús
Islands-
meistari
LANDSMÓTINU í golfi lauk á
Akureyri á iaugardaginn. ís-
landsmeistari í golfi varð Magn
ús Guðmundsson, Akureyri, með
yfirburðum Hann lék 72 holur
í 306 höggum.
Magnús varð 11 höggum á und
an næsta manni, en það var sá
sem einna mest kom á óvart,
Einar Guðnason, Rvík, sem lék
í 317 höggum. Suðurnesjameist-
arinn Þorbjörn Kjærbo kom og
á óvart, náði þriðja sæti með
330 höggum og 4. Hermann Ingi
marsson, Akureyri með 334 högg
5. Óttar Yngvason, Rvík, með 335
högg.
Nánar um mótið síðar.
KR vtmn 4-1
KR vann í gærkvö'ld þýzka liðið
Sportklub 07 með 4 mörkum
gegn 1 í fremur grófum leik.
í hálfleik var staðan 1 mark
gegn engu KR í vil. Leikurinn
fór fram á Njarðvíkurvellinum.
vörðurinn Beckenbauer skoraði
annað mark Þjóðverja á 25 mín.
síðari hálfleiks en Porkujan
minnkaði hilið tveim mín. fyrir
leikslok eftir þvögu við mark
Þjóðverja.
Gífurleg fagnaðarlæti brutust
út meða þúsunda þýzkra áhorf-
enda en þau voru kæfð í púi frá
enskum áhorfendum. Þjóðverjar
urðu að sætta sig við að ganga
út af vellmum, þó sigurvegarar
væri, undir óstöðvandi pú-kon-
sert frá fólkinu.
Púið var ekki aðallega og ein
ungis beint gegn Þjóðverjum
heldur vildi fólkið tjá sig vegna
lélegs undanúrslitaleiks. Auk
þess sem dómarinn vísaði Chil-
enko af velli gaf hann Becken-
bauer ámínningu svo og Voron-
in.
Beckenbauer var bezti maður
þýzka liðsins og það þótti
skemmtileg tilviljun að hann
skyldi skora það mark, sem
tryggði Þjóðverjum sæti í úr-
slitaleiknum.
Chislenko var vísað af velli
fyrir að ráðast að Sigfried Held,
þar sem hann lá flatur á vellin-
um, eftir að anhar Rússi hafði
ráðizt að honum. Atburðurinn
sefaði Rússa um stund og í síðari
hálfleik lögðu þeir meiri áherzlu
á betri knattspyrnu.
En tíu saman höfðu þeir enga
möguleika gegn Þjóðverjunum,
sem voru fljótari og ákveðnari.
Mark Rússa kom fyrir skyssu
hjá markverði Þjóðverja 2 mín.
fyrir lokin.
Þjóðverjar gerðu sig seka um
markskot í tíma og ótíma — eins
og Rússar. Við fyrra markið fékk
Haller knöttinn í iangsendingu
frá Karl Heinz bakverði og hann
skoraði með glæsilegu skoti. —
Sama gerði Beckenbauer er hann
skaut af 25 m færi og Jashin
hafði litla möguleika til varnar.
Þetta er í annað sinn, sem
Þjóðverjar eru í úrslitum um
heimsmeistaratiíilinn. — Fyrra
skiptið var í Sviss 1954 er þeir
sigruðu Ungverja 3:2 í einhverj-
um mesta hasarleik og einum
mesta kappleik er knattspyrnu-
sagan geymir.
Antonio Rattin, fyrirliði Argentínumanna deilir hér við dómar-
ann Iíreitlain í leik Argentínu og Englands á laugardag. —
Rattin var rekinn af velli — en fór hvergi fyrr en að 10 mín.
liðnum. Hann hefur nú fengið þungan tlóm. Argentínumenn
segja að hann hafi aðeins verið að spyrja dómarann um áminn-
ingu hans — en dómarinn ekki skilið spænskuna. T.h. er Bobby
Moore, fyr.irliði enska liðsins og Solari 2. frá hægri.
Átta liða úrslit HM:
Fjögur Evrópuliö komast áfram
ÞAÐ VORU fjögur Evrópulið sem komust gegnum „átta liða
úrslitin" á HM á laugardaginn. En leikirnir 4 á laugardag eru þeir
sögulegustu í keppninni. í þremur leikjanna var leikmönnum vísað
af velli og aganefnd alþjóðasambandsins hefur haft nóg að gera
með aö sekta lönd, bannfæra einstaka leikmenn og veita öðrum
áminningu.
Úrslit leikjanna urðu: Portugal — N-Kórea 5-3, England —
Argentína 1-0, Þýzkaland — Uruguay 4-0, Rússland — Ungverja-
land 2-1.
Argentína — England
Þessi leikur hófst af mikilli
friðsemd, en lauk í upplausn og
illdeilum. Englendingar hófu
sókn en fundn aidrei smugu í
vörn Argentínu. Smám saman
jafnaðist leikurinn og varð um
leið grófari. 10 mín. fyrir hlé
var Hunt brugðið illa á vítateig
og aukaspyrna dæmd. Þessu mót
mæltu Argentínumenn og gekk
fyrirliði þeirra Rattin svo langt
að þýzki dómarinn vék honum
af velli — en Rattin neitaði að
fara. Komst allt í upplausn. —
Fararstjórar Argentínu komu
inn á vöUinn og deildu við dóm-
arann og ioks eftir 10 mín. þvarg
tókst að koma Rattin út af og
halda leiknum áfram.
Fyrsta mark Susibio af fjórum í leiknura við N-Kóreu
Fyrri hálfleikur var marklaus.
Eina mark leiksins kom er 13
mín. voru til leiksloka. Hurst h.
innherji skoraði með skalla eftir
góða fyrirsendingu frá Peters.
Harka einkenndi hluta leiks-
ins og kærur dómarans voru
margar. Hvorugt liðið sýndi góð
an leik — til þess voru taugar
beggja allt of spenntar.
Portúgal — N-Kórea
N-Kóreumenn kcmu sannar-
lega á óvart í leiknum gegn
Portúgal. Menn stóðu gapandi af
undrun því á skömmum tíma
skoruðu þeir 3 mörk og staðan
var 3:0. Menn töldu leikinn tap-
aðan fyrir Portúgal.
En raunin varð önnur. Eusibio
átti eftir nð snúa taflinu við. —
Segja má að hann einn hafi
sigrað N-Kóreumenn. Hann var
bjargvættur Portúgals, sem marg
ir höfðu spáð sigri í keppninni,
þegar mest á reyndi og svo leit
út sem N-Kóreumenn, sem enga
von voru taldir hafa. höfðu svo
gott sem unnið leikinn.
Eusibio skoraði fyrst á 27. mín.
fallegt mark á eigin spýtur. Á
síðustu mín fyrir hlé bætti hann
öðru marki við — nú úr víta-
pvrnu og stóð 3:2 í hálfleik.
Á 9. mín síðari hálfleiks skor
aði hann enn fallegt mark af
stuttu færi og hafði jafnað leik-
inn á 27 mínútum. En þar við
lét hann ekki sitja, því 6 mín.
síðar skoraði hann 4. mark sitt
í leiknum og nú aftur úr víta-
spyrnu.
Með þessari st.ormsókn Eusibio
höfðu Portúgalir brotið Kóreú-
menn niður og 10 mín. fyrir lok-
in innsigiaði Augusto sigurinn
með 5. markinu.
Eusibio fær gífurlegt lof allra
skrifbenta og er tignaður sem
konungur knattspyrnunnar í
dag, meistari knatttækninnar.
En N-Kóreumenn fá líka lof
fyrir leik sinn, einkum í upp-
hafi, en með hraða og góðum
leik „shokkeruðu“ þeir knatt-
spyrnuheiminn. Einn íþrótta-
fréttaritari segir: „Það kann að
vanta nokkurra þumlunga á þá
suma í líkamshæð, en þeir eru
sannarlega risar í knattspyrnu-
heiminum".
Sovétríkin — Ungverjaland
Með leiftursókn í upphafi
beggja hálfleiltja tryggðu Sovét
menn sér sigur yfir Ungvarjum.
Áberandi var að þeir lögðu á-
herzlu á það í upphafi að skora
fyrsta markið og tókst það á 5.
min. Chislenko útherji skoraði
eftir góða fyrirgjöf frá bezta leik
manni Rússa, Banishevsky, sem
þó var mjög vel gætt. Kom það
1 hlut Matrai bakvarðar, sem
oftsinnis fór langt fram til að ná
tilgangi sínum.
Þetta eina mark nægði til for-
ystu í hléi. Og eftir hlé hófu
Rússar samskonar upphafssókn
og henni lauk með marki á 2.
mín. Porkujan skoraði.
Þó Ungverjar , ættu“ mun
meira í síðari hálfleik tókst þeim
ekki að skora nema einu sinni.
Bene var þar að verki.
Það var líkamskraftur Rúss-
anna, sem mestu þótti ráða í
leiknum, en knattspyrna leiks-
ins var aldrei neitt sérstök.
Þýzkaland — Uruguay
Uruguay, sem lck með 9 manna
liði lengst af í síðari hálfleik var
, Framhald á bls. 21