Morgunblaðið - 26.07.1966, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 26.07.1966, Blaðsíða 21
í*nð]uaagur zo. juu i»oö MORCUNBLAÐIÐ 21 — Utan úr heimi 1 Framhald af bls. 14 engar myndir til af geim- göngu Collins. AS vísu höfðu þeir einnig tekið myndir á aðra vél sem þeir höfðu með- ferðis en er til átti að taka reyndust þær allar ónýtar. | Meðal afreka þeirra sem unnin voru í geimferðinni nú er þess fyrst að geta, að Gem ini 10 setti hæðarmet geim- fara, komst upp í um það bil 700 km. hæð og hafa engir leikið það áður. Ekki hefur það heldur heppnast fyrri að hafa stefnumót við tvær eld- flaugar eða gerviihnetti (Ag- ena-eldflaugarnar nr. 8 og 10) og tengja geimfarið og ekki hefur heldur neinn geimfari éður náð að snerta Agena- eldflaug. l>á hefur enginn leik ið það áður að stinga nefinu út úr geimfari sínu tvisvar í sömu ferðinni, þótt Collins hafi að vísu ekki farið alveg út úr geimfarinu annað skipt ið, en í hitt skiptið brá hann sér til eldflaugarinnar sem áð ur sagði og var það hálftíma gönguferð. Enn er það ótalið, að ekki hefur áður verið not- ur leiðsögueldflaug fyrir eim- reið í geimferð eins og þeir gerðu Collins og Young nú er þeir létu Agena 10 eldflaugina draga sig um geiminn í 86 stúndir Loks er svo rétt að geta þess að á Kennedy-höfða er það mál manna að engir geimfarar til þessa hafi verið jafn málugir og þeir Young | og Collins. f Að lokinni þesari geimferð / Gemini 10 hafa bandarískir ajaXB&13WKE?S9í LAUGAVEGI 59..slmi 18478 SLÖKKVITÆKI margar gerWr fy rirligg jandi. Ólatur Císlason & Co hf. Imgólfsstræti 1«. Sím{ 18370 geimfarar spássérað um him- ingeiminn í samtals 259 mín- útur en Rússar hafa ekki sent neinn sinna manna í göngu- ferð síðan Leonov fór 1 10 mínútna ferð hérna um árið og þá að vísu fyrstur manna. Þykir Bandaríkjamönnum að vonum sem þeir standi nú harla vel að vígi í kapphlaup- inu um að komamönnuðugeim fari til tunglsins og eru jafn- vel farnir að hugsa til lengri ferða. Næsta geimferð hefur verið ákveðin 9. september nk Er það Gemini 11. og verður mannað geimförunum Oharl- es F. Conrad og Richard Gordon og er ætlað að fara upp í 1367 km. (850 mílur). >á er aðeins eftir ein Gemini ferð, í októberlok, en i nóvem ber er ætlunin að skjóta á loft fyrsta Apollo-tunglfarinu, þriggja manna fari, og koma því á braut umhverfis jörðu. Síðan eiga að fylgja á eftir fleiri ferðir Apollo-faranna og loks er svo áformuð lending á tunglinu 1968 eða 1969. Og þegar tunglið er nú komið svo nærri eru vísinda- menn farnir að hugsa lengra út í geiminn og einn kunn- asti geimvísindamaður Banda ríkjanna, Dr. Wernher von Braun, sem er forstöðumaður geimrannsóknastöðvarinnar í Huntsville í Alabama, lét hafa eftir sér um daginn að sennilega gætu Bandaríkja- menn lent á reikistjörnunni Mars um 1985. — Maður drukknar Framhald af bls. 28. unnar varð var við er pilturinn féll af bryggjunni, og gerði hann lögreglunni þegar aðvart. Á með an gerðu félagar Andrésar ítrek aðar tilraunir til þess að bjarga honum. Kastaði annar sér í sjó- inn, og náði tökum á Andrési, en vegna sjógangsins varð hann að sleppa takinu og komst við illan leik að bryggjunni aftur. Var Andrés sokkinn þegar lögregl- una bar að. Andri Heiðberg froskmaður var síðan fenginn til þess að leita að piitinum, og náði hann líkinu upp skömmu síðar. Aðalfundir Sjálf- stæðisfélaga í Strandasýslu AÐALFUNDIR Sjálfstæðisfé- lags Strandasýslu, Ingólfs F.U.S. og fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélag- anna verða haldnir í félagsheim- ilinu, Hólmavík, föstudaginn 29. júlí næstkomandi kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Framkvæmdastjóri flokksins, erindreki flokksins í Vestfjarðar kjördæmi og framkvæmdastjóri S.UH. mæta á fundunum. Stjórnimar. — Danir unnu Framhald af bls. 26 200 m fjórsund kvenna Bente Dunker 2:49.5 Vibeke Slot 2:50.7 Hrafnh. Kristjánsdóttir 2:56.0 Isl. met Matthildur Guðmundsd. 2:59.1 100 m bringusund stúlkna Gitte Ravig 1:30.5 Eygló Hauksdóttir 1:33.3 Dómhildur Sigfúsdóttir 1:33.5 Sigrún Einarsdóttir 1:34.9 Þuríður Jónsdóttir 1:34.9 100 m bringusund Finn Rönnow 1:15.7 Jafnt danska metinu Fylkir Ágústsson 1:18.8 Gestur Jónsson 1:21.8 Leiknir Jónsson 1:23.2 100 m bringusund Britta Petersen 1:24.8 Matthildur Guðmundsd. 1:30.9 Eygló Hauksdóttir 1:32.1 Dómhildur Sigfúsdóttir 1:32.4 100 m skriðsund Logi Jónsson 1:04.2 Jón Edvardsson 1;04.9 Jón Stefánsson 1:08.6 Eiríkur Baldursson 1:09.7 100 m baksund stúlkna Gitte Ravig 1:22.5 Sigrún Siggeirsd. 1:21.9 Guðfinna Svavarsd. 1:36.1 Ingunn Guðmundsd. 1:36.1 - íþrótfir Framhald af bls. 27 auðunnin bráð fyrir Þjóðverja. Úrslitin urðu 4:0 en í hálfleik stóð 1:0. 4 mín. eftir hlé var fyrirliða Uruguay, Trocha, vísað af velli eftir að b.ann hafði nær gengið af Emmerich útherja dauðum. 5 mínútum síðar var öðrum Uru guay manni visað af velli eftir að hann hljóp í fólsku á Helmut Haller innherja. Held skoraði eina mark fyrri hálfleiks, en síðan bættu þeir mörkum við Beckenbauer á 70. mín., Seeler á 77. mín. og Hall- er 6 mín. fyrir leikslok. Uruguavmenn stóðu sig mjög vel 9 á velli og héldu í við Þjóð- verjana fram yfir miðjan síðari hálfleik . — Efnahagsmál Framhald af bls. 15. in réði öllu í verðlagsmálum og bæri því alla ábyrgð. Það kem- ur og fram í áðurnefndum leið- ara, að Tímanum er þetta ljóst. Hann telur okkur þó gera of lít- ið úr þætti ríkisvaldsins í þróun verðlagsmálanna. Má auðvitað lengi um það þrátta hvað þung- ar á metunum einstakar orsak- ir verðbólguþróunarinnar séu, því óframkvæmanlegt er að meta þær tiltölulega. Aðalatrið- ið í þessu sambandi er hitt, að hið mikla vald stéttarsamtak- anna í þessum málum eru svo augljós sannindi, að stjórnarand staðan mundi gera sig of bera að blekkingum, ef hún neitaði því, að þau hljóti að bera sinn hluta af ábyrgðinni í þessum efnum, enda hef ég ekki orðið þess var, að hún hafi gert það. En jafnhliða er í umræddum leiðara hafin sókn á öðrum víg- stöðum, sem runar eru engan veginn nýjar, þar sem sagt er, að ríkisstjórnin hafi í upphafi valdaferils síns lofað að stöðva verðbólguna, og er því til stuðn- ings vitnað í — eða að mínu áliti frekar snúið út úr. — ræðu, sem Ólafur heitinn Thors flutti nokkru eftir að núverandi stjórn arstarfs hófst. Augljóst sé, að þetta loforð hafi ekki verið efnt, og því beri ríkisstjórninni þegar í stað að játa uppgjöf sína, rjúfa þing og efna til nýrra kosninga, og hefði hún raunar átt að vem búin að því fyrir löngu, að mairni skilst. Eins og sagt hefur verið er hér um að ræða útúrsnúning úr ræðu hins látna forsætisráð- herra. Enginn hefði verið ólik- legri til þess en sá raunsæi og lífsreyndi maður sem Ólafur Thors var, að gefa um það lof- orð eða yfirlýsingu að vísitalan skyldi ekki hækka. Ég fyrir mitt leyti legg líka allt annan skiln- ing á þessi ummæli hans, sem stjórnarandstæðingar í seinni tíð hafa svo oft vitnað til. Hann benti á það með réttu, að ef ekki tækist að hafa hemil á verð bólgunni, væri hætta á því, að allar ráðstafanir í þeim tilgangi að koma efnahagsmálum lands- ins á kjöl, yrðu fyrir gýg. Orð hans voru að mínum dómi viðvör un til hinna mörgu valdaaðila í þjóðfélaginu, sem verðlagsmál- unum ráða, um það, að vinna ekki skemmdarverk gegn nauð- synlegum ráðstöfunum til þess að reisa við efnahag þjóðarbús- ins. Það er raunverulega aðeins um tvær stefnur í efnahagsmál- um að ræða, að halda áfram þeirri stefnu sem fylgt hefur verið eða hverfa aftur að gamla haftafyrirkomulaginu. Þeim, sem vilja síðari kostinn gefst kostur á því innan árs, að greiða við þingkosningar atkvæði sitt þeim mönnum er berjast undir kjörorðinu að „nautið megi ekki ráða ferðinni“. En hinum — og þá hygg ég nú raunar allmiklu fleiri — sem ekki kjósa að hverfa aftur inn fyrir fangelsismúra haftanna, skal að lokum á það bent að það er ekki einhlítt, að veita þeim brautargengi við kosningar, er þeirri stefnu fylgja, það þarf líka að vinna að því að almenn- ingur og þá ekki sízt hgsmuna- samtökin sýni þann þegnskap gagnvart þeim ráðstöfunum sem eru skilyrði fyrir frjálsræðinu, að það verði framkvæmanlegt. Annars lendir allt aftur í hafta- feninu, hverjir svo sem eru við völd. Ég skil þau ummæli hins látna stjórnmálaskörungs Ólafs Thors sem hafa hér að gefnu tilefni verið gerð að umræðu- efni, þannig, að það hafi ein- mitt verið þetta, sem hann vildi benda á. Og þau orð hans hafa sízt minna gildi í dag, en á þeiim tíma sem þau voru töluð. JAMES BOND ->f- -X-- ->f- Eftii IAN FLEMING James Bond •Y IAN FLEMINS OfiAWINS BY JOHII MclUSKY ^UE MAKJ I HAD MOTTCED OKi T0ESTE 6TATION BOABDSD TUS T8AIN Maðurinn, sem ég hafði tekið eftir í Trieste kom inn í lestina. Afsakið, gætuð þér lánað mér eldspýtu? Ég nota kveikjara. Ennþá betra. Þangað til þeir bila. Nú, þetta er hið rétta kynningarmerki. J Ú M B Ö ~-X- --K- —- ,,M“ hlýtur að hafa ákveðið, að send* þennan náunga eftir ailt saman. Gleður mig að sjá yður, Nash. Teiknari: J. M O R A Meðan gamli maðurinn segir frá, hlustar Jumbó: „Forfaðir minn, hinn hrausti Don de Lionceilo, lagði landið undir sig árið 1650. Hann gekk á land með fámennu föruney ti, og síðan höf- um við ríkt hérna“. Jumbó réttir upp höndina og sver, að hvorki hann né félagar hans séu nokkuð riðnir við þjófnaðinn. „Við erum nýkomnir hingað svo að þér getið sjálfir séð. .. Gamli maðurinn gerðist mjög á- hyggjufullm" . . . á hann við, að aðrir en Jumbó og félagar séu á næstu grösum? „Já“, svarar Jumbó, og við ætlum líka að grípa þorparana“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.