Morgunblaðið - 26.07.1966, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 26.07.1966, Blaðsíða 26
ZB MORGÚNBLAÐIÐ Þriðjudlagur 26. júlí 1966 Landskeppnin í sundi: Danir unnu yfirburöasigur HSutu 46 stig gegn 34. Sett voru ísl. met, eld danskt og danskt og ísl. met jafnað DANIR nnnu yfirburðasigur í landskeppninni við íslendinga í sundi, sem fram fór í hinni glæsilegu nýju sundlaug í Laugardain- um, sem þó er eigi fulllokíð og því enn ekki vígð. Hlutu Danir 46 stig gegn 34 stigum ísiendinga og báru Danir sigur úr býtum í 8 greinum af 10, en Guðmundur Gíslason vann báða íslenzku sigrana, í 100 m skriðsundi og 200 m flugsundi. En þrátt fyrir þennan ó- sigur er síður en svo hægt að segja að ísl. sundfólkið hafi brugðizt. Það setti 7 ísl. met í keppninni og aukagreinum mótsins og jafnaði met í 8. greininni. Þá var og sett eitt danskt met. Og má því með sanni segja að sundlaugin nýja hafi staðizt byrjunar- prófið með glæsibrag, enda lauk sundfólkið allt einum rómi upp um ágæti laugarinn ar í alla staði og fyrir áhorf- endur var hún þægileg mjög, svo allir gátu úr þægilegu sæti haft góða yfirsýn yfir allt sem var að gerast og auk þess er laugin augnayndi að fegurð til. Áður en keppni hófst á laugar dag voru flutt þrjú ávörp. Fyrst Matthildur Guðmundsdóttir setti fyrsta metið í nýju lauginni ur taiaði form. Laugardalsnefnd ar Ulfar Þórðarson, ræddi um gildi sundmenntar og um laugar mannvirkið, sem hann kvað tek ið í notkun nú aðeins í reynslu- skyni. Þá talaði Erlingur Pálsson form. SSÍ og bauð danska sund- fólkið velkomið til keppni og loks talaði Frede Borre form. danska sundsambandsins og sagði m.a. að supdlaugin væri giæsilegasta sundlaug Norður- landa og eina sundlaug Evrópu með yfirbyggðu áhorfendasvæði. Keppnin miili Dana og íslend- inga varð aldrei jöfn vegna styrk leika danska flokksins. Guð- mundur reið á vaðið með sigrum í upphafsgreinum beggja daga en síðan unnu Danir aliar grein- ar. Að vísu var mjótt á raunum stundum, einkum í 100 m bak- sundi þar sem 3/10 skildu sigur- vegarann og Matthildi Guð- mundsdóttur sem var fyrst til að setja landsmet í nýju laug- inni. *- METIN Metin sem sett voru eru þessi: 100 m baksund kvenna Matt- hildur Guðmunds. 1:21.1. Það eldra var 1:23.8 Hrafnh. Guð- mundsdóttir. 200 m skriðsund karla Davíð Valgarðsson 2:12.9. Það eldra 2:14.5 sjálfur. 200 m fjórsund Guðm. Gísla- son 2:24.6 mín. Það éldra 2:28.3 sjálfur. 200 m fjórsund Hrafnhildur Kristjánsd. 2:56.0. Það eldra 2:58.0 sama. 100 m flugsund: Hrafnh. Guð- mundsdóttir 1:22.5. Ekki synt áður í 50 m braut. 4x100 m fjórsund ísl. sveitin 5.22.3. Ekki synt áður í 50 m braut. 100 m baksund: Guðm. Gísla- son 1:07.6. Það eidra 1:08.3 sjálf- ur. Danskt met var sett í 200 m fjórsundi Lars Kraus Jensen 2:27.3. Það eldra var 2:35.0. Þá jafnaði Guðmundur íslands met sitt í 100 m skriðsundi 58.3 sek. og Finn Rönnow jafnaði danska metið í 100 m bringu- sundi 1:15.7. Segja má að allt landsliðsfólk- ið hafi staðið sig eftir vonum og sumt umfram það, þeir sem met- in setja. En þáttur Guðmundar Gíslasonar er þó mestur, með tvo sigra, tvö met og metjöfnun — auk þess sem hann átti ekki síztan þátt í undirbúningi sem stjórnarmaður í SSÍ. Því er ekki að leyna að vonir íslendinga brugðust fyrst og fremst í kvennargeinunum. — Hrafnhildur Guðmundsdóttir hef ur ekki getað æft að undan- förnu, en fyrir svo sem 4—6 vik- um var hún í þeirri þjálfun að ætla hefði mátt henni sigur í 100 m skriðsundi, 200 m bringusundi og 100 m flugsundi. Hefði sá draumur rætðt nú, hefðu löndin verið jöfn að stigum. Landskeppnin fór hið bezta fram og sérstakur hátíðabragur var yfir öllu vegna tilkomu nýju laugarinnar sem allir ljúka lofs orði á enda mannvirkið einstætt á Islandi og í augum kunnugs erl. sérfræðings talið í röð fremstu mannvirkja slíkra í Evrópu. Úrslitin tala annars skýrustu máli um keppnina. ★ ÚRSLIT t LANDSLDS- GREINUM. 200 m flugsund: Guðm. Gislason 2:28.2 Jörgen Juul Andersen 2:48.6 200 m bringusund Britta Petersen 3:02.0 Eygló Hauksdóttir 3:19.0 200 m bringusund Finn Rönnow 2:47.7 Fylkir Ágústsson 2:50.5 Gestir: Gestur Jónsson 2:53.0 Ólafur Einarsson 3:03.7 Lars Kraus Jensen, Guðmundur Gíslason og Jörgen Juul Ander- sen eftir 20 0 m fjórsundið 100 m skriðsund' Vibeke Slot 1:06.4 Hrafnh. Kristjánsd. 1:09.3 Gestir: Inguim Guðmundsd. 1:16.2 Guðfinna Svavarsd 1:18.6 4x100 m fjórsund kvenna Danmörk 5:14.5 ísland 5:22.3 (ísl. met) 4x100 m fjórsund karla Danmörk 4:28.8 ísland 4:36.2 ★ ÚRSLIT f ÖÐRITM GREINUM. 200 m skriðsund: Davíð Valgarðsson 2:12.9 ísl. met John Bertelsen 2:13.2 Ejvind Petersen 2:20.1 Logi Jónsson KR 2:32.9 200 m fjórsund karla Guðm. Gíslason ÍR 2:24.6 ísl. met Lars Kraus Jensen 2:27.3 D. met Jörgen Juul Andersen 2:37.5 Framhald á bls. 21 Akranes vann Þrótt 3-1, skoruðu oll mörkin 100 m baksund Lone Mortensen 1:21.1 Matth. Guðm.d. 1:21.4 (ísl met) Gestir: Guðfinna Svavarsd. 1:32.9 Ingunn Guðmundsd. 1:33.5 100 m skriðsund Guðm. Gíslason 58.3 (Metjöfnun) John Bertelsen 59.7 Gestir: Jörgen Jull Andersen 1:01.4 Kári Geirlaugsson 1:06.8 100 m flugsund Bente Dunker 1:19.4 Hrafnh. Guðm.d. 1:22.5 (ísl met) 200 m baksund Eivind Petersen 2:32.0 Davíð Valgarðsson 2:41.1 AKURNESINGAR sigruðu Þrótt með 3-1 í keppni 1. deildar á sunnudag. Að hálfunðu móti eru því Akurnesingar í 2. sæti (eins og er) einu stigi á eftir Val sem hefur forystu með 7 stig. Öðrum leik mótsins, IBA — KR, er fram átti að fara á Akureyri var frestað vegna þess að flugvél gat ekki lent á Akureyri. AkurnesingaV voru vel að sigri komnir — skoruðu reyndar öll mörkin fjögur, eitt í eigið mark. í hálfleik var staðan 2-0 Leikurinn var allgóður fram- an af og jafnari en 2-0 marka- tala gefur til kynna. Matthias h. úth. Akurnesinga skoraði bæði mörkin næstum á Það for vel um ahorfendur í su ndlauginni. Guðm. Gíslason hef ur þaina unnið sér gott forskot á fyrstu 25 m i 100 m skriðsundi eigin spýtur. Lék hann í bæði skiptin gegnum vörn Þróttar og skoraði með fallegum skotum, sem illverjanleg mega teljast. Þriðja mark Akraness skoraði Guðjón Guðmundsson innherji hijóp Þröttarvörnina af sér og lék með knöttinn allt inn í mark. Þróttarar áttu allgóðan leik framan af úti á vellinum en brást bogalistin við markið. Þá fengu þeir komið Akranes vörn- inni í klípu nokkrum sinnum, en bæði var að herzlumuninn vant- aði og Einar Guðleifsson mark- vörður stóð sig mjög vel. í einni slíkri sóknarpressu Þróttar skoraði annar bakvarða Akurnesinga sjálfsmark og loka tölur urðu 3-1. Beztir Þróttara og þeir einu umtaLsverðu í leiknum voru Axel Axelsson og markvörður- inn. Lið Skagamanna átti sína sterkustu menn í Matthíasi, Einari markverði og Rúnari Hjálmarssyni. Staðan í 1. deild að þessum leik loknum er þannig: Valur 5 3 11 12-6 7 Akranes 5 2 2 1 8-6 6 Keflavík 5 2 12 12-8 5 KR 4 12 1 5-5 4 Akureyri 5 1 2 2 5-12 4 Þróttur 4 0 2 2 4-9 2 Tony Lemc {0181 í Uugslysi GOLFMEISTARINN heimsfrægi Tony Lema, beið bana í flug- siysi í Illinois á laugardag. Var hann í einkaflugvél ásamt fjór- um öðrum og reyndi lendingu á golfvelli sem hann átti að keppa á daginn eftir (sunnudag). Lendingin mistókst og allir 1 vélinni fórust. Tony Lema er mörgum sjón- varpsáhorfendum hér að góðu kunnur enda einn af fremstu at vinnumönnum í Bandaríkjunum í sinni grein og tiður gestur á stærstu mótum sem sjónvarpaS er frá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.