Morgunblaðið - 26.07.1966, Blaðsíða 8
8
MORGU N BLAÐIÐ
ÞrfSjudagUT 26. júlí 1966
— Óveár/ð
"'Yv Framhald af bls. 2
p' „Hér er snjórinn niður und
' far byggð síðan á laugardag.
f Faerð hér á Möðrudalsöræfun
nm hefur verið mjög erfið,
•g margir bílar átt 1 erfið-
leikum, sérstaklega fólksbíl-
»r. Frá Möðrudal og niður í
f .Vopnafjörð mátti heita ófært,
: þó brututst nokkrir jeppar
’ hingað niður, en eina þrjá
fólksbíía varð að skilja eftir
1 uppi í Möðrtidal, en fólkið
’ var tekið og flutt hingað nið
i ur.
: Snemma í morgun fór veg
hefill héðan og upp á gatna-
1 mót, en þangað ér um 72 km
vegalengd, er. eftir því sem
ég hef fregnað mun hafa ver
18 þar hríð uppi 1 dag. Eitt-
hvað er nú veðrinu að slota,
en þó útlit fyrir að uppi á
öræfum sé hríð ennþá“.
» 1 Steinþór Eiríksson á Egils
stöðum, kvað allmikla hey-
skaða hafa orðið um allt Hér-
að og væri gras niðurbarið
eftir veðrið. Ekki væri vitað
nákvæmlega hve mikið tjón
hefði orðið í Skriðdal, Fell-
«tm og á Fljótdal. Hins vegar
væri það minna á Jökuldal. f
Hróastungu hefði ekki fokið
mikið, en sæti væru þar illa
farin, nijög blaut. Á Jökuldal
er ótta.'t að einhver fjárskaði
hafi orðið, en ekki er unnt að
ganga úr skugga um það fyrr
en í göngum í haust. f gær var
á Egilsstöðum norðan strekk-
íngur.
Páll Cíuðmundsson á Gilsár
stekk í Breiðdal kvað ekki
mikið tjón hafa orðið í Breið
4al, en f Berunesshreppi hafi
hins vegar fokið mikið af
heyi. Ofsaveður hefði verið og
snjóað langt út á fjörð og
væri fól niður í byggð. Ofsa
hvasst befði verið undanfar-
in dægur.
Frá Hornafirði símar Gunn
*r Snjólfsson og segir, að í
uppsveitunum hafi farið allt
«8 3000 hestar af heyi. Bænd
ur þar um slóðir hafi átt von
á heybindivélum, en koma
þeirra hafi tafizt, svo að hey
hafi legið úti og sópazt burtu
f ofviðrinu. Voru menn búnir
að slá mikið og biðu vélanna.
Þá fóru kartöflugarðar mjög
illa og eyðilögðust sums stað
ar algjörlega. Þá fuku vega-
gerðarskúrar, heyvagn fauk
o. m. fl.
Sigþór Sigurðsson í Litla-
hvammi, Dyrhólahreppi, seg-
ir:
Sl. laugardag gerði hér norð
an rok og jókst mjög er á dag
inn leið. Um kvöldið og til
miðnæitis mun hér víða hafa
orðið fárviðri. Telja eldri
menn að hér hafi aldrei kom
ið svo vont veður um þennan
tíma árs, svo að þeir muni.
Heyskaðar hafa orðið hér
gífurlegir og mun óhætt að
fullyrða að tapazt hafi nokkur
þúsund hestar af heyi. Tölu-
vert af heyi lent) á girðing-
um, braut þær niður og fuku
þær sumar langt úr stað.
í Norðurhvammi fuku þrjár
heyhlöður, þurrkhjallur og
járn af einni votheysgeymslu.
Einnig telur bóndinn þar,
Hermann Jónsson sig hafa
misst um 200 hesta af heyi. Á
bænum Pétursey fauk ofan
af húsi, sem á var grjóthella
og gróin torfhella og á Völlum
fauk nokkuð af járni á úti-
húsum.
Nýtt braggahús í Eyjarhól-
um eyðilagðist með öllu. —
Garðar eru sums staðar eins
og eftir frostnótt, svartir yfir
að líta.
Mikill fjöldi ferðafólks var
hér um þessar mundir og ætl
uðu margir til Kirkjubæjar-
klausturs, en Mýrdalssandur
lokaðist vegna sandbyls og
sömuleiðis Sólheimasandur og
var mikil örtröð af fólki, sér
staklega í Vík, þar sem ferða
fólki gekk mjög illa að halda
uppi tjoldum sínum og varð
að leita á náðir húseigenda
því að hótelpláss er takmark-
að.
Töluverðar skemmdir urðu
á símalínum og eitthvað á
rafmagni.
Siggeir Biörnsson, Holti,
Síðu, segir að miklir heyskað-
ar hafi orðið í ofsaveðrinu
allt frá laugardegi og fram
til dagsins 1 gær, en þá var
veðrið að ganga niður. Á laug
ardag var Mýrdalssandur ó-
fær vegna sandfoks og mikið
mistur í lofti. Hann kvað ekk
ert hafa rignt í Skaftafells-
sýslu og þar af leiðandi meira
hey fokið.
Markús Jónsson á Borgar-
eyrum í Rarigárvallasýslu seg
ir:
„Sl. vika var mjög óhag-
stæð til heyskapar, stórrign-
ingar fram á fimmtudag og
fór að létta í lofti. Á föstu-
dag var þurrkur og var alls
staðar unnið að slætti og hey
þurrkun. Þann dag var ekki
hægt að taka neitt saman eft
ir eins dags þurrk á töðu, sem
hafði legið flöt undir fjög-
urra daga rigningum.
Á laugardag gerði NV ofsa
veður, svo að mikið af því
heyi, sem þá var orðið þurrt
fór út í veður og vind, svo að
hér á stóru svæði hafa bænd
ur orðið fyrir tilfinnanlegu
tjóni og ómetanlegu. T.d. að
Eggert Ólafsson, bóndi á >or
valdseyri, Einar bóndi Jóns-
son á Moldnúpi og Karl Sig-
urjónsson munu hafa tapað
heyi af yf ir 10 hekturum
hver.
Þá mun einnig hafa orðið til
finnanlegt tjón hjá bændum í
Landeyjum.
Heyhlaða fauk á Raufar-
felli, á Lambafelli fauk þak
af íbúðarhúsi, sem er í smíð-
um. Rúður brotnuðu í íbúð-
arhúsutn og jafnvel bílum
líka. í Varmahlíð er heimilis-
rafstöð. Á laugardaginn var
rafmagnslaust þar, vegna þess
að lækurinn fauk fram hjá
leiðslunni að stöðvarhúsinu og
hefur það aldrei komið fyrir
áður. Nokkrar skemmdir
munu hafa orðið á kartöflu-
görðum“.
— Héraðsmót
Framhald af bls. 28
verða Bjami Benediktsson, for-
sætisráffherra, Jónas G. Rafnar,
bankastjóri og Gunnar G.
Schram, ritstjóri.
Hljómsveit Magnúsar Ingi-
marssonar skemmtir á héraðs-
mótunum með því að leika vin-
sæl lög. Hljómsveitina skipa
Magnús Ingimarsson, Alfreð Ál-
freðsson, Birgir Karlsson og Vil-
hjálmur Vilhjálmsson. Þá munu
leikararnir Bessi Bjarnason og
Gunnar Eyjólfsson, flytja gaman-
íþætti. Ennfremur verða spurn-
ingalþættir, sem fram fara með
þátttöku gesta á héraðsmótunum.
Að loknu hverju héraðsmóti
verður haldinn dansleikur, þar
sem hljómsveit Magnúsar Ingi-
marssonar leikur fyrir dansi og
söngvarar hljómsveitarinnar
koma fram.
— Óeirðir
Framhald af bls. 28.
þjónn kom að þeim við Lands-
bankahúsið, og gat handtekið
þann sem við stýrið sat. Mynduð
ust félagar hins síðarnefnda til
þess að ráðast á lögregluþjóninn,
sem var einn sins liðs, en þegar
hann dró upp kylfu sína, flýðu
þeir af hólmi.
Alvarlegustu óeirðirnar urðu
um borð í St. Andronicus. Um
kl. 1.40 í nótt var beðið um að-
stoð lögreglunnar þangað, og
var þar ljót aðkoma. Öll skips-
höfnin var stórdrukkin, og þar
logaði allt í illindum. Einn skip
verja hafði hlotið opið kjálka-
brot, og var hann tafarlaust flutt
ur í sjúkrahús. Var hann þó svo
óður, að lögregluþjónn varð að
halda honum meðan laeknar
gerðu að sárum hans. í dag
hafði 1‘íðan hans versnað mjög, |
og hann orðinn rænulítill, og var
hann þá fluttur til Reykjavíkur
með sjúkraflugvél Tryggva
Helgasonar, og lagður inn á
Landakotsspítala. Fylgdist einn
læknanna af sjúkrahúsinu hér
með honum í flugvélinni.
Annar Breti hafði hlotið mik-
ið höfuðhögg í nótt. Var hann
nokkuð vankaður, en þó illur við
ureignar, og harðneitaði að fara
á spítala. Var hann þá látinn
eiga sig.
Undir morguninn var enn far
ið með tvo Breta á sjúkrahúsið.
Vann annar lærbrotinn, en hinn
handleggsbrotinn.
Tveir fslendingar, báðir
drukknir, munu hafa verið að
þvælast um borð í togaranum
í nótt, þó ekki samtímis. Slapp
annar tiltölulega vel, þótt hann
væri barinn allverulega og ligg-
ur hann rúmfastur í dag. Hinn
fékk aftur á móti öllu ómildari
kveðjur hjá hinum óðu Bretum
á St. Andronicus, og sætti hinni
hroðalegustu meðferð. Hann var
flettur klæðum, barinn hrotta-
lega, og jafnvel skorinn. Einnig
var hann húðstrýktur með leð-
urbeltum, og sáust greinilega
förin eftir stórar beltishringjur
á líkama hans. Ekki er allt tal-
ið enn, m.a. var við og við hellt
yfir hann sjóðheitu vatni. Um
kl. 5 i morgun slapp hann loks
frá kvölurum sínum, náði í ein-
hverja buxnaræfla, og einn sokk
og komst í land mjög illa til
reika. Lögregluþjónn rakst á
hann í Strandgötu, og flutti
hann umsvifalaust í sjúkrahús.
Má heita að líkami hans sé al-
settur áverkum, skurðum, öðr-
um sárum og marblettum.
Þess skal að lokum getið, að
fart>ann hefur verið sett á togar-
ann St. Andronicus, þar til mál
þessi hafa verið könnuð.
MBL. hefur borizt yfirlit um í
síldveiðar norðanlands og austan
sl. viku. Fer hún hér á eftir:
Síldveiðin síðustu viku var
heldur treg, enda rysjótt tíðar-
far. Sú síld sem veiddist fékkst
aðallega 30 til 17 sjómílur suð-
ur af Jan Mayen.
Aflinn sem barst á land í vik-
unni nam 9.191 lestum. Saltað
var í 9.606 tunnur og 7.788 lestir
fóru í bræðslu.
Heildarmagn komið á land á
miðnætti laugardagskvölds var
169,741 lest og skiptist þannig
eftir verkunaraðferðum:
í salt 1,738 lestir (11.895 upps. tn)
í frystingu 22 lestir.
í bræðslu 167,981 lestir.
Á sama tíma í fyrra var heild
araflinn sem hér segir:
í salt 75.865 upps. tn. (11.076 1.)
í frystingu 4.512 uppm. tn. (487)
Sauðárkróki, 25. júlí: —
FYRSTA hópferðin til útlanda
var farin frá Sauðárkróki sl.
laugardagskvöld, en þá fór 48
manna hópur með Friendshipflug
vél F.Í., Suarfaxa til Kúlusúk á
GrænlandL
Lagt var af stað héðan kl.
8.45 og lenti hún á flugvellinum
við Kúlusúk eftir tveggja tíma
og 20 mínútna flug. Veður var
mjög slæmt þegar lagt var af
stað frá Sauðárkróki, en á Græn
landi var lent í logni, hlýju veðri
og björtu
— Samkeppni
Framhald af bls. 2.
Megin kost þessarar tillögu tel-
ur dómnefnd vera heillegt og
sterkt form í sannfærandi sam-
stillingu við land og umhverfi.
Auk þess sem innra skipulag er
í mörgum atriðum það bezta, sem
á verður kosið og uppbygging
einföld. ,
2. verðlaun kr. 50.000,00 hlýtur
tillaga nr. 5. Höfundar hennar
eru arkitektarnir Vilhjálmur og
Helgi Hjálmarssynir og Haraldur
V. Haraldsson.
Megin kost þessarar tillögu
telur dómnefnd vera aðkoma og
innra skipulag.
3. verðlaun kr. 25.000,00 hlýtur
tillaga nr. 12. Höfundur hennar
er Guðmundur Kr. Kristinsson,
ráðunautur Hörður Björnsson.
Viðurkenningu kr. 10.000,00
hlýtur tillaga nr. 13. Höfundur
hennar er Guðrún Jónsdóttir,
arkHekt. Vegna listrænna til-
þrífa og athyglisverðrar samstill-
ingar við land og umhvwfi.
Viðurkenningu kr. 10.000,00
hlýtur tillaga nr. 11. Höfundur
Birgir Breiðdal, arkitekt. Vegna
sterks heildarútlits og athyglis-
verðs innra skipulags í ýmsum
atriðum.
Dómnefnd er sammála um að
tillaga nr. 9 verði varatillaga,
komi það í ljós að höfundur
verðlaunaðra tillagna fullnægi
ekki þátttökuskilyrðum samkv.
samkeppnisreglum A. L
Uppdrættir eru til sýnis að
Laugaveg 26 þessa viku milli kl.
13—18. Sóknarprestur Áspresta-
kalls er séra Grimur Grímsson.
Sóknarnefndarformaður er Helgi
Elíasson.
bræöslu 891.259 mál (120.320 -)
Samtals nemux þetta 131.883
lestum.
Helztu löndunarstaðir eru þess
ir:
lestir
Reykjavík 17.476
Bolungavík 3.157
Siglufjörður 1.420
Ólafsfjörður 2.851
Hjalteyri 411
Krossanes 6.932
Húsavík 2.342
Raufarhöfn 27.498
Vopnafjörður 10.477
Borgarfjörður eystri 591
Seyðisfjörður 40.004
Neskaupstaður 26.939
Eskifjörður 13.881
Reyðarfjörður 7.174
Fáskrúðsfjörður 7.010
Breiðdalsvík 879
Djúpivogur 1.762
Síðan var gengið til þorpsins,
sem er um þriggja stundarfjórð
unga gangur, og þar dvalið í um
4 tíma, og allt skoðað, sem unnt
var að sjá. Þorpsbúar, sem höfðu
fengið veður af komu ferða-
mannanna, létu þetta ekki á sig
fá, enda þótt að nóttu væri, og
virtust þeir allir vel vakandi.
Heim aftur var komið um sex
leytið ,og gekk ferðalagið allt að
óskum, enda aðbúnaður hjá
Flugfélaginu I alla staði hinn
ákiósanlegasti. — Jón.
Cólfklæðning frá
er heimskunn gæðavara.
GÓLFDÚKAR
GÓLFFLÍSAR
GÓLFTBPPI
við allra hæfi.
Munáð
merkið
er trygging yðar fyrir beztu
fáanlegri gólfklæðningu.
Deutsche Linoleum Werke AG i
7/7 sölu
2ja herb. íbúð í Ausiurtoorg- j
innL
2ja herb. íbúð í Vesturborg- !
inni.
3ja herb. nýtizku íbúð í Vog-
unum. Allt sér.
3ja herb. vönduð íbúð í Hlíð-
unum.
Sérhiti, sérinngangur.
3ja herb. risíbúð við Sogaveg.
3ja herb. nýstandsett íbúð við
Óðinsgötu. Allt sér.
4ra herb. falleg íbúð á Hög-
unum.
4ra herb. nýstandsett íbúð við
Ásvallagötu. Bílskúr. Eign-
arlóð. Hagstæðir greiðshi-
skilmálar.
5 herb. glæsileg hæð við .
Laugarnesveg. i
Einbýlishús við Hábæ
Einbýlishús | Garöahreppi. —
Sjávarlóð. j
Einbýlishús í Kópavogi.
/ Kópavogi
3ja herb. efri hæð við Suður-
braut. Sérinngangur. Falleg
lóð.
4ra herb. efri hæð við Kárs-
nesbraut. Sérinngangur, sér-
hiti.
5 herb. hæð í tvíbýlishúsi við
Nýbýlaveg, ekki fullfrá-
gengin. Bílskúr.
Hafnarfjörður
Tvær 3ja herb. íbúðir við Jó-
fríðarstaði.
5 herb. efri hæð í tvibýlishúsi
við Móatoarð. Allt sér.
Hús i smiðum
4ra herb. íbúðir við Sæviðar-
sund, ásamt bílskúrum. —
Seljast fokheldar.
íbúðir og einbýlishús í Ár-
bæjarhverfi.
Sumarbústaðir og sumarbú- ■
staðalönd (eignarlönd). 1
9 tonna jarðýta. Hagkvæmir J
greiðsluskilmálar.
Steinn Jónsson hdl.
iögfræðistofa — fasteignasala
KirkjuhvolL
Símar 14951 og 19090.
Heimasími sölumann* 16515.
Bjarni BEINTEINSSOM '
LÖGFBÍÐINGUR
AUSTURSTRÆTI ir («n.Liev*Loi* í
SlMI IJIH
10 þús. lestum minni
síldarsöltun en í fyrra
Heildarmagnið nú þó talsverf meira
Fyrsta utanlandsllugið
frá Sauðárkróki
48 manna hópferð til Grænlands