Morgunblaðið - 26.07.1966, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.07.1966, Blaðsíða 12
12 MORC U N BLAÐIÐ Þriðjndagur 26. JúTí 1966 Helga GuBbrands- dóttir — Minning í DAG verður gerð frá Fossvogs kirkju útför frú Helgu Guð- brandsdóttur, Drekavogi 20. Hún lézt í sjúkrahúsi Landakots að irvorgni þess 21. júlí eftir stutta legu þar. Engum er til þekktu komu þau tíðindi á óvart, því undanfarna manuði hrakaði heilsu hennar mjög, svo augljóst var að hverju stefndi. Tvö til þrjú síðustu árin átti hún við mikið heilsuleysi að stríða, sem hún gerði ætíð lítið úr og taldi eðlilega orsök slit og háan ald- ur. Helga var fædd 14. maí árið 1881 að Leiðólfsstöðum í Laxár- dal í Dalasýslu. Sama ár flutt- ist hún með foreldrum sínum og stórum systkinahópi að Gröf í Laxárdal. Þar dvaldist hún til níu ára aldurs, eða til ársins 1890 að hún missir báða foreldra sína í sömu vikur.ni. Engum get- ur dulizt hvílíkt reiðarslag það hefur verið fyrir viðkvæma barnsjund að missa svo ung að árum ástríki foreldranna og um- sjá. Börnin dreifðust á ýmsa staði og var Helga á nokkrum stöðum í Dölunum til ársins 1913 að hún fluttist til Reykja- víkur. Segja má, að snemma hafi hún kynnst hverfulleika lífsins og mótlæti við foreldra- missinn, sem markað hafi djúp spor í sálarlíf hennar og aldrei hafi horfið að fullu. Þau hafi þegar mótað allt viðhorf hennar til lífsins og störf hennar í sam- skiptum við aðra menn. Elja og starfsgleði var henni í blóð borin og var hún sívinnandi með an kraftar leyfðu. Árið 1913 dvaldist Helga um tíma á Siglufirði, og kynntist hún þar Hafliða Jónssyni og gift ust þau árið 1917 og hófu bú- skap í Reykjavík sama ár. Hér bjó hún manni sínum og börn- um fallegt heimili, sem einkennd ist af reglusemi og hagsýni henn ar. Þeim Helgu og Hafliða varð þriggja barna auðið, það fyrsta dó ungt, en tvö þeirra þau Jakobína og Benedikt búa hér í Reykjavík. Oft varð ég þess var hve heitt hún unni börnum sinum, barnabörnum, tengdadótt ur og syni, og átti hún þær stund ir gleðilegastar að fá að vera sem næst þeim. Ekki er mér grunlaust um, að Helga hafi ásett sér á unga aldri, entist henni líf og heilsa, að börn henn ar skyldu verða þeirrar gleði aðnjótandi, sem örlögin komu í veg fylrir að hún fengi að njóta. Enda má segja, að börn hennar tvö hafi ríkulega uppskurið það, og hlotið það bezta frá móð urinni í vöggugjöf og síðar. Skömmu eftir að Helga missti mann sinn árið 1959, fluttist hún til dóttur sinnar og tengdason- ar og dvaldi hjá þeim alla tíð síðan. Mikið ástríki var milli þeirra mæðgna alla tíð og máttu þær vart hvor af annari sjá og, því síður að vita að eitthvað bjátaði á. Það hefur verið mik- ið gleðiefni fyrir Helgu að fá að dveljast síðustu æviárin á heimili dóttur sinnar og tengda sonar og fá að njóta nærveru barna þeirra. Hún var með af- brigðum barngóð og átti alla tíð gott með að skilja þau. Ég átti því láni að fagna að kynnast Helgu fyrir um það bil fjórtán árum, og voru þau kynni eins og bezt varð á kosið. Trygg- lyndi hennar til vina varð órjúf andi og sýndi hún mér og fjöl- skyldu minni það oftsinnis, bæði með orðum og í verki. Helga var í eðli sínu dul í skapi og hélt hugsunum sínum lítt á lofti, en gat þó innilega glaðst í vina- hópi. Við leiðarlok hennar hér á jörðu, viljum við þakka henni hin góðu kynni og óska henni förina yfir til þeirra, sem und- an eru gengnir sem ánægjuleg- asta. Börnum hennar, barnabörn um og tengdabörnum bið ég blessunar. Vinur. arry Sltaines LINOLEUM Parket gólfflisar Parket gólfdúkur — Glæsilegir litir — GRENSASVEG 22 24 (HORNI MIKLUBRAUTAR) SÍMAR 30280 & 32262 Stúlku vantar til afgreiðslustarfa. Silli & Völdi I.augavegi 43. Peningalán Útvega peningaián: Til nýbygginga. — íhúðarkaupa. — endurbóta á íbúðum. Uppl. kl. 11-12 f.h. og 8-9 e.h. Sími 15385 og 22714. Margeir J. Magnússon Miðstræti 3 A. Oreomlight- kiukkon Þrennt í einu: 1. Vekjari án ljóss. 2. Vekjari og kveikir um leið og hringir. 3. Náttborðslampi. Útsölustaðir: Radióval, Linnetstíg 1, Hafn.f. Hansabúðin, Laugav 69, Rvík. Til sölu 3ja herb. mjög vönduð kjallaraíbúð við Skipasund. íbúðin er 90 ferm., teppi á gólfum — sér hiti. Hagkvæmt verð. GÍSLI G ÍSLEIFSSON hæstaréttarlögmaður. JÓN L. BJARNASON fasteignaviðskipti. HVerfisgötu 18. Símar 14150 og 14160 Kvöidsími 40960. uðbjörn Ásmundsson bóndi — Minning ÞANN 19. þm. lézt Guðbjörn Ás- mundsson bóndi í Háteig í Garða hreppi, eftir skamma legu í Land spítalanum. Hann varð 73 ára gamall, Álft- nesingur að ætt og uppruna. Guðbjörn óx úr giasi á þeim tíma, er ungir menn urðu að vinna hörðum höndum og hann var ekki borinn til auðs eða veí- sældar, umfram það, sen: á- vannst með eigin atorku og út- sjcnarsemi. Hann la; ði ungur á brattann, hóf einn að ryðja sína eigin braut, sem að .nörgu varð lík vegferð hins þrautseiga al- þýðumanns, þó fór hann í sumu aðrar leiðir og einmitt þeir smá- krókar gerðu manninn, fyrir ýmissa hluta sakir, minnisstæð- an og ollu því, að eftir honum var tekið, meir en annars heí'ði orðið. Lengi æfi sinnar stundaði hann verkamannavinnu í Reykjavík, m.a. hjá Kveldúlfi h.f. og Reykja- víkurbæ. Þar giftist hann fyrri konu sinni og eignuðust þau mörg börn og mannvænleg. Skömmu eftir 1950 gerðist hann bóndi að Háteig i Garða- hverfi á Álftanesi og hóf þar bú- skap ásamt síðari konu sinni, Þói dísi Sigurgeirsdóttur, ættaðri af Snæfellsnesi. Þar reistu þau á fullorðinsaldri nýtt íbúðarhús og bjuggu litlu en snolru og nytji- drjúgu búi. Það var á þessum árum að éa kynntist Guðbirni í Háteig og konu hans. Þegar menn fly'ia.t í nýtt byggðarlag, veita þeir oft ýmsu athygli, sem fyrir einhverra hluta sakir fylgir óvæntur blær eða stingur í stúf við hið hefðbundna og venjulega. Þartnig fór mér, er ég fyrir nær tólf árum fluttist á Álftanes, en átti oft leið um þjóð- veginn upp nesið á leið til Reykjavíkur. Bar þá ekki ósjald- an við, að ég sæi hnellinn og all- vörpulegan mann ríða hvítum hesti eftir veginum og vakti hvorttveggja, maður og hestur athygli mína. Enginn annar ríðandi maður var þá á Álftanesi, því Magnús í Katrínarkoti var þá burt fluttur, en hann mun hafa verið þar síð- asti vökumaður þeirrar þjóð’egu íþróttar. En nú var þarna nýr arftaki á ferð upp öldudalinn. Maður, sem hafði tekið sér í hönd fallið merki, frumherji endurvakins tíma á hvítum fáki, þeysandi mót rísandi sól, klædd- ur öllum hertygjum reiðlistar- arinnar, með silfurbúna svipu í hendi, en stoltur og lífsglaður hundur þreytti kapp við gæðing- inn. Allt fé'll þetta að sjálfri nátt- úrunni með svo miklu samræmi að nærri stappaði rómantík og einmitt með þessum hætti er blás ið lífi í gamlar glæður og endur- heimt, það sem síst má gleym- ast og glatast frá horfinni tíð og smátt og smátt fylgdu fleiri eftir og nú eru þeir orðnir margir, á Álftanesi, sem fylgja í skeið- gripasló'ð Hrímu Guðbjörns í Há- teig. Sú staðreynd er svo merki- leg og þjóðleg að engu máli skiptir, að hvorki Guðbjörn né Hríma sóttu silfurbikara eða heið ursmerki á hestamannamót, enda varð ég aldrei þess var, að hugur þeirra stæði til slíkra afreka. Meira virði var, að samibúð manns og hests var þarna með þeim ágætum, að verða mátti mörgum hesteiganda til fyrir- myndar og fáa menn hef ég þekkt, sem betur ættu við orð Einars Ben: „knapinn á hest- baki er kóngur um stund, kórónu laus á hann ríki og álfur“. Ég, sem þessar línur rita átti margar stundir á hestbaki me'ð Guðbirni í Háteig. Þá var hugur hans heiður og opinskár og þá varð þetta náttúrubarn eitt með gæðingi sínum, laus við áhyggj- ur og erfiði, fordómalaus og sátt- ur við allt og alla. Síðast fór hann á hestbak fám dögum áð- ur en hann fór á sjúkrahúsið. Þá vissi hann gerla að hverju stefndi um örlög sín, en hann mætti því ,með karlmennsku og æðru- leysi, sem er fágæt. Guðbjörn í Háteig var með nokkrum hætti dulur maður, en tryggur og óádeilinn og lagði gott til manna og málefna. Hag- sýnn, úrræðagó'ður, hreinskipt- inn og heiðarlegur í öllum við- skiptum. Menntunar mun hann varla hafa notið i æsku, umfram það, sem krafist var, til að komast í kristinna manna tölp, sem kallað var. Þess varð þó ekki vart að hann stæði mjög að baki öllum þorra skólagöngumanna nútímans um almenna þekkingu, enda fróð- leiksfús og kunni skil á mörgu því bezta, sem orkt hefur verið og skrifað í bundnu máli og ó- bundnu með þjóð vorri. Á góðri stund var Guðbjörn hrókur alls fagnaðar í góðra vina hópi, söngglaður mjög, raddsterk ur í meira lagi og þurfti þá ekki aðra að biðja aðstoðar til hinna hæstu tóna, sem margir frægari hafa orðið að lúta í lægra haldi fyrir. Hann naut þeirrar gæfu að eignast góðan lífsfÖFunaut síðasta spölinn. Þeir, sem komu á heim- ili Guðbjörns og Þórdísar a'ð Há- teig, munu þess lengi minnast. Ég og kona mín eru meðal þeirra og fyrir þær stundir erum við rík af minningum og þakklát í huga og vottum Þórdísi og öðr- um aðstandendum Guðbjörns samúð og hluttekningu. Guðbjörn var heilsuhraustur maður og mun ekki hafa verið hvellsjúkur um æfina. Þó gekk hann ekki með öllu heill til skóg- ar, síðasta árið, en gekk þó æðru- laus að störfum sínum, að heita mátti, þar til hann fór á sjúkra- húsið og var látinn áð viku lið- inni. Guðbjörn í Háteig hýsti ekki sinn harm í lífinu, heldur kann- aði nýjar slóðir ef að honum þrengdi. Honurh myndi því ekki hafa verið að skapi að staldra lengi við til næsta áfangastaðár. Sú bið varð honum heldur ekki meir en stundarhlé, rétt til að búa sig að lokum til hinztu ferð- ar, með nesti og nýja skó. Þökk fyrir samfylgdina. Góða ferð Gúðbjörn Ásmundsson. Ragnar Halldórsson. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 11., 14. og 16. tbl. Lögbirtinga- blaðsins 1966 á Faxabraut 31C, efri hæð, eign Einars Frímanns Söring, fer fram eftir kröfu Hákons H. Kristjónssonar, hdl., á eigninni sjálfri fimmtudag- inn 28. júlí 1966 kl. 14.00. Bæjarfógetiun í Keflavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.