Morgunblaðið - 26.07.1966, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.07.1966, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Þriðuttfagur 26. júlí 1966 BÍLALEIGAN FERÐ Daggjald kr. 400. Kr. 3,50 per km. SÍMI 34406 SENDUM SÍMI 3ft-B0 mnum Volkswagen 1965 og ’66. LITLA bíloleigon Ingólfsstræti 11. Volkswagen 1200 og 1300. Slmi 14970 FjaSrir, fjaðrablöð, hljóðkútar púströr o.fl. varahlutir í margar gerðir bifreiða. Bílavörubúðin FJÖÐRIN Laugavegi 168. — Sími 24180. BOSCH Þurrkumótorar Brœðurnir Ormsson Lágmúla 9. — Sími 38820. Afbökuð örnefni „Kæri Velvakandi ,má ég biðja þig fyrir fáein orð? Mér þykii menntamennirn- ir standa sig illa gagnvart ör- nefnum og íslenzkum heitum. Vegantálastjórnin hefur sett upp vegvísi á Götuási við mynni Lundarreykjadals i Borgarfirði með nafninu „Lundareykjadalur“. f þessum dal hafa aldrei farið sögur af neinum lundum. skipti voru ekki i góðu skapi. Öll erutn við breyzk. Þá kem ég að efninu. í vögn unum eru bjöllurnar í vagn- þakinu, að einum undanskild- um, að ég held, og dálítið erfitt fyrir börn og gamalmenni að ná til þeirra, og þá helzt ef margt er, en margur er þá hjálp legur. Þar sem ég telst til síðar- nefnda hópsins, þá gerir ólukk ans gigtin, að ég á oft dálítið bágt að seilast til þeirra og reyna að hafa önnur ráð, svo sem halda mér við dyrnar, — þetta hafa vagnstjórarnir tekið til greina, sem ég er þeim inni lega þakklát fyrir, nema einn (nýkominn). Hringja skal ég, annars fæ ég ekki að fara út fyrr en honum sýnist. Það skal ég líka reyna, mér leiðist illa lynt fólk, og sneiði helzt hjá því. En grínið með að hringja bjöllu skeði í fyrrasumar á leið í Hafnarfjörð, en þá var farið niður Norðurbraut. Einhver hringdi og vildi fara úr við Frost h.f. Því var ekki anzað. Við næsta viðkomustað var aft ur hringt, þá kallar vagnstjór- inn: „Ég stoppa ekki fyrr en suður á Hvaleyrarholti, ef þið eruð með þessa helv............. frekju“! og hann stanzaði ekkl fyrr en niðri í bæ. (Þetta var mnaður við akstur vegna sumar leyfa). Með beztu kveðju til allra, sem eru í góðu skapi, og líka til þeirra fúlu. Guð gefi þeim betra skap. Gömul kona**. Þá hcfur sama stofnun sett nafnið „Draghcls" á vegvísi ná lægt Ferstiklu, þar sem leiðin liggur að Geldingadraga. Og sjálíur vegamálastjóri talaði nýlega í útvarpinu um veginn yfir „Dragháls". Borgfirðingum þykir hér ilia farið með gott og gamalt íslenzkt örnefni. Prófessor einn kallaði Fífu- hvamm nú fyrir nokkru í út- varpinu ,,Fífukvamm“. Hljómleikaböll sína gafst Háskólinn upp við að skíra og kallar betta veglega hús ein- faldlega útlenzka orðinu „bíó“. Það er harla fátæklegt saman- borið við öll þjóðlegu nöfnin, sem valin hafa verið félagsheim ilunum út um land. Heggur sá er hlífa skyldi, dettur mér oft í hug um þessa menn, sem svo mikið hafa lært. Einn stuttskólagenginn". •Jg Bítilmóðir í vanda „Kæri Velvakandi! Ég hef mjög miklar áhyggj- ur af syni mínum. Hann á að fara í þriðja bakk i gagnfræða skóla á komandi hausti, hann hefur góða námshæfileika, en hann er með hár ofan á herð ar og neitar að láta klippa sig. Enda þótt hann hafi verið beð inn með góðu og illu, hefur það ekki borið neinn árangur. Ég veit, að margir foreldrar hafa við það sama að stríða og eru í hreinusiu vandræðum. Það hefur verið mikið talað um samvinnu kennara og for- eldra. Hvernig væri nú ef skóla stjórar tækju saman höndum og neituðu þeirn drengjum um skólavist, sem ekki koma vel klipptir í skólann? Vona, að foreldrar, sem hafa við sömu vandamál að stríða, taki undir með mér, og láti sitt álit hevrast. Óharoingjusöm móðir“. — Bezt að synda Framhald af bls. 1 með keppninni frá vélbát úti í miðri ánni. Svo fór að hann stóðst ekki mátið en stökk sjálfur fyrir borð og sullaði í ánni í rúman klukkutíma eins og á'ður sagði, og voru þúsundir manna á bökkum ár- innar vitni að þessu. Forráðamenn keppninnar og kommúnistaleiðtogar ýms- ir, sem þarna voru saman komnir, reyndu að fá Mao of- an af þessu og báðu hann koma í land eða upp í bátinn, en það var ekki við það kom- andi og loks gáfust sumir upp og lögðust líka til sunds leið- toga sínum til samlætis. Ekki synti Mao kappsund allan thn- ann en lét stundum berast fyrir straumnum og notaði m.a. tækifærið til þess að kenna ungri stúlku er þarraa var á ferð að synda baksund. svo hún gæti — eins og hann — hverft sjónum sínum frá gruggugu vatninu í Yangtse og beint þeim að bláma him- insins. Er Mao loks fékkst til þess að koma aftur um bor’ð í bátinn var hann hinn hressasti og þurfti miklar fortölur til að fá hann til að hvílast um stund en síðan orti nann mikil fenglegt kvæði og kallaði „Sund“ að því er segir í fregn- um þessum af hinum kempu- lega leiðtoga Kínaveldis. Þess er rétt að geta til sam- anburðar að mestu sundgarp- ar synda 1500 metrana — eða tíunda hluta vegalengdar þeirrar sem Mao er sagður hafa farið 16. júlí — á 16—17 mínútum og þykir mörgum sundmönnum sem hér hljóti að vera nokkuð hallað máli, jafnvel þótt til komi straum- þunginn í ánni, sem Mao lét stjórna ferðum sínum um tíma eins og á'ður sagði. — Hörmulegt slys Framhald af bls. 1 höfðu safnazt saman við lögreglu stöð í Brússel til að taka á móti börnum sinum þegar þeim barst fregnin um slysið. Féllu margir saman við fréttina, og ein móðir, sem fékk að vita að 15 ára sonur hennar hefði farizt, fékk hjarta- áfall og var lögð í sjúkrahús. Aðrir foreldrar voru fluttir til Limburg, nálægt slysstaðnum, til að skoða líkin og segja til um hverjir hefðu látizt. En fæstir hinna látnu báru nokkur skil- ríki. Var það átakanleg sjón að sjá foreldrana finna lík barna sinna. Líkin höfðu verið flutt til skóla í Limburg, og þar láu þau öli, hlið við hlið. Læknar í Límburg, sem nú vinna að því að bjarga lífum þeirra 12, sem eftir lifa, segja að a.m.k. 17 unglinganna hafi látizt samstundis, þegar bifreiðin lenti á þjóðveginum. Hinir létust ým- ist í örmum björgunarfólks eða í sjúkrahúsi í Limburg. — U Thant Framh. af bls. L ^ Pravda, málgagn kommúnista flokksins, birtir í dag forsíðu- grein um heimsókn fram- kvæmdastjórans. Fær hann þar mikið lof fyrir störf sin hjá SÞ, og bendir það til þess að Sovét- ríkin muni styðja hann til endur kjörs í haust. En áður hafa full- trúar Bretlands og Bandaríkj- anna lýst yfir stuðningi við U Thant. grískur borgari ■Jr Að hringja bjöllu í Hafnarfjarðar- vagninum „Silfurtúni, 15. júlí 1966. Mig langar að biðja Velvak anda fyrir nokkur orð. Ég hef ferðazt með Hafnarfjarðarvögn unum næstum daglega um nokkuð langan tíma og vil nú nota tækifærið og þakka vagn- stjórunum ágæta og lipra þjón ustu. En svo skringilega vill til, að í afleysingum vegna sumar- fría bregður fyrir mönnum með heldur hvimleiða fram- komu. Ef til vill hef ég bara hitt illa á og þetta prúðustu og beztu menn, sem bara í þessi Hann gleymdi að fá sér PÓLAR — rafgeymi áður en hann fór í sumarleyfið. r 9 " ALIILIÐA LYFLUWÓNUSTA" UPPSETNINGAR ■ EFTIRLIT OTISL.YFTUR sf. 6 A Grjótagötu 7 sími 2-4250^ Aþenu, 25. júlí (AP). TILKYNNT var í Aþenu í dag að gríska stjórnin hefði fallizt á að veita rit- höfundinum Valery Tarsis grísk borgararéttindi. En TARSIS var sem kunnugt er sviptur sovézk- um borgararétti í febrúar s.l. vegna gagnrýni á so- vézk yfirvöld. Tarsis, sem er sextugur að aldri, er nú staddur í Aþenu. Hafði hann sótt um grískan borgararétt á þeim grundvelli að hann væri grísk-ættaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.