Morgunblaðið - 26.07.1966, Blaðsíða 5
f»riðjudagur 2G. júTf 1966
MORGUNBLAÐIÐ
5
ÚR
ÖLLUM
ÁTTUM
„I>AÐ var eins og skotið væri
úr byssu, þegar skriðuhlaup-
ið geystist fram úr Þverár-
gljúfrL Við héldum að það
væri komið þrumuveður.
Xignarlegt var að sjá allan
þennan móbrúna vatnsflaum
geysast þarna fram, sjálfsagt
15 metra háan og fyllti í allt
gljúfrið, sem vafalaust er 5A
metra breitt þarna. Og auð-
vitað vissum við, að svona
skriðuhlaup myndi valda
miklu tjóni, sem og líka raun
in varð.“
Gunnar bóndi Einarsson á
Morastöðum í Kjós mælti
þannig við blaðamann Mbl.
í gær, þegar við spurðum
hann um hamfarirnar, sem
áttu sér stað norðan í Esju
síðastliðinn fimmtudag, þegar
hið mikla úrfelli varð hér
sunnanlands, og olli mikum
vegarskemmdum víða, og
skriðphlaupum sumsstaðar, en
þó víst hvergi meiri og stór-
hættulegri en einmitt þarna.
Morastaðir standa Kjósar-
megin við Kiðafellsá, en
beint á móti standa bæirnir
Ytri- og Innri Tindastaðir, en
þeir voru í mestri hættu í
skriðuhlaupi þessu.
Blaðamaður Mbl. gekk um
svæði þetta á sunnudaginn
og var þar ófagurt um að iít
ast. Skriðuhlaupin, sem mest
bar á byrjuðu í Dýjadals-
hnjúki, en hann gnæfir yfir
dalnum og er 720 metrar yfir
sjávarmál að hæð. Rétt nærri
upp undir brún, byrjuðu
skriðuhlaupin, og lausleg
ágizkun er, að þarna hafi losn
Uppi undir Dýjadalstindi sjást skriðuföllin tvö eins og 2 dökkir þríhyrningar, gljúfrið til
vinstri er Þverá, og síðan sjást aurskriðurnar alla leið niður að Kiðafellsá. Nýja gljúfrið
sem myndaðist er töluvert langt til vinstri við Þverá.
Störfelld skríðuhlaup valda
tjöni á Kjalarnesi og í Kjös
Kindur farast, ný gljúfur myndast
Skriðuhlaupin úr Dýjadalstindi falla
úr 700 m hœð til sjávar, 10 km leið
aðalánni, runnu þar auðvitað
með Þveránni, en að auki
hafa þau nokkru innan með
Kiðafellsá grafið sér ný gljúf
ur 5—6 metra há og 3 metra
breið alveg niður á berg.
— og alla leið til sjávar
eftir Kiðafellsá
Síðan berst flaumurinn
með Kiðíafallsá, breiðir úr
sér yfir litla dalkvos, Kvía-
hvamm, sem margir vegfar-
endur kannast við, rutt burtu
öllum steinum, sem fyrir
voru, en flutt til nýja, og
runnið síðan undir brúna á
Kiðafellsá, niður fossana, og
síðan allar götur eftir áreyr-
: ■ ■
fjallinu fyrir ofan Ytri-Tinda
staði, sitthvorum megin við
bæinn, og rétt á eftir heyrðu
þau skruðninginn í þeim
Ekkert nema urð og grjót.
Dauð kind finnst í aurskriðunni.
margar leynzt enn í leðjunni,
og svo er líklegt, að eitthvað
hafi kunnað að berast alveg
til sjávar. Einnig má telja
líklegt, að allar eða flestar
hafi verið þarna með lömto-
um.
Ekki er npkkur vafi á, að
kindurnar hafa leitað skjóls
í gljúfrinu, enda skýli þar og
grösugt, en þennan dag var
mikið úrfelli og rok.
í samtali okkar við Gunnar
á Morastöðum kom fram, að
rétt um 4 leytið á fimmtu-
daginn féllu tvær skriður úr
stærri upp undir tindi, og
skömmu síðar sáu þau aur-
og vatnsflóðið, sem áður um
getur geysast fram úr Þver-
árgljúfrum.
Tvær skriður nær lentar
á Tindastaðabæ
Vð náðum tal af Gunnari
Leó, bónda og málarameist-
ara á Ytri-Tindastöðum í
gær. Hann sagði okkur, að
enginn hefði verið heima um
það leyti, sem skriðurnar
féllu að bænum, en þær væru
ekki lengra í burtu beggja
vegna hans en 20—30 metra.
Hafi sú vestari tekið af veg
inn heim að bænum á löng-
um kafla, tekið af rétt og ný-
legt gerði og girðingu, sem
hann hefði notað til að reka
inn í réttina.
Hann hefði ekki enn feng-
ið veginn lagaðan, en bygg-
ist við að vegagerðin myndi
hjálpa til þess, og eins þyrftí
hann að reyna að ýta þeirri
skriðunni, sem gekk yfir
nokkuð af túni hans, á burt.
Varðandi kindurnar, sem
fundust í skriðunni, kvaðst
hann búast við að eiga þær
flestar, því að þetta væri ein
mitt á þeim stað, sem fé hans
gengi.
Nokkru innar í dalnum er
bærinn Miðdalur. Þar hafði
skriðan úr eystri tindinum
valdið nokkrum spjöllum.
Davíð bóndi þar Guðmunds-
son, sagði, að tvær skriður
hefðu skemmt fyrir sér tún.
Myndi önnur, sú stærri, hafa
runnið fram úr KerlingagilL
en það er gríðarstórt og hrika
legt gil, sem skerst þarna inn
í Esjuna norðanverða. Sjálf-
sagt hefur gilið bjargað því,
að skriðan var ekki stærri,
þegar niður kom.
Ekki síðan 1880
Slík stórfelld skriðuhlaup
munu ekki hafa átt sér stað
þarna síðan 1880, en þá hljóp
skriða úr Eyrarfjalli, sem er
norðan dalsins, frá bænum
Morastöðum og þvert yfir dal
inn að Tindastöðum. Nú var
hins vegar miklu minni úr-
koma í Eyrarfjalli en í Esj-
unni.
Augljóst er, að mikið tjón
hefur þarna orðið, bæði á
landi og búsmala, og sjálfsagt
tekur það tugi ára, að græða
upp land það, sem þessi
miklu skriðuhlaup hafa lagzt
undir aur og grjót, og víst
er, að þeir sem land þetta
þekkja náið, munu telja, að
það hafi illilega skipt um fall
egan svip til hins verri og
ljótari.
— Fr. S.
að jarðvegur í þeim tveim,
sem byrjuðu vestanmegin í
Tindadal, sem svarar 4—5
hekturum lands.
Skirðurnar renna eftir
Þverá
Skriðurnar hafa runnið nið
ur að daldragi Þverár, og
skollið þar á af miklu afli,
sveigt til vesturs með ánni,
steypst niður Þverárfoss efri,
svo að hann er nú óþekkjan-
legur, niður gljúfrin framhjá
Melaseljadal, og þar í norð-
ur í átt að Kiðafellsá, en í
hana fellur Þverá, fyllt gljúfr
in, sem þarna eru um 50
metra breið, og bullað fram
yfir klettaása við hlið þeirra,
þegar þau gátu ekki lengur
tekið við rennslinu, en síðan
breytt úr sér fyrir neðan á
mela og gras þar til þau náðu
unum til sjávar, og valdið
þar margvíslegu tjóni.
Mun öll þessi langa leið
vera um 10 km, og gizkar
Gunnar á Morastöðum á, að
hraði hlaupsins, þegar það
steyptist fram úr Þverár-
gljúfri, . hafi í það minnsta
verið 10—12 km á klst.
Ófögur sjón blasti viS
Þegar við gengum upp með
Þveránni og hinu nýja gljúfri
þar austan við, blasti við okk
ur hryggileg sjón. Fundum
við þar fljótlega á litlum
bletti 6 kindur, sumar lim-
lestar, allar dauðar og hálf-
grafnar í hlaupinu. Síðar
fundust svo tvær enn ofar
en við fórum, og enn seinna
ein niður á áreyrunum, svo
að alls hafa 9 kindur fundizt
dauðar, en auðvitað geta
Bærinn á Ytri- Tindastöðum uinluktur skriðum á báðar hendur. Stóru skriðurnar sjást hátt
upp í fjaili til vinstri. (Myndirnar tók blaðam. Mbl. Fr. S.)