Morgunblaðið - 26.07.1966, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjutíagur 26. júlí 1966
Simca Ariane
til sölu — lítið ekinn.
Uppiýsingar í síma 37416
í dag og eftir kL 7 næstu
kvöld.
íbúð 5 herb. Jbúð er til leigu í Hlíðunum 1. ágúst. Tilboð sendist Mbl. fyrir 3. ágúst, merkt: „Hlíðar 25 — 6225“.
Moskwitch ’64 í góðu lagi, til sölu. Keyrð- ur tæpa 19.000 km. Uppl. í síma 51802 eftir kL 6 á kvöldin.
Herbergi með aðgangi að baði og síma óskast nú þegar eða síðar í Klepps- holti, Vogunum eða ná- grenni. Algjör reglusemi. Uppl. eftir kl. 7 á kvöldin í síma 19684.
Einhleypur karlmaður óskar eftir að leigja 1—2 herbergi og eldhús eða tvö samliggjandi herfaergi ná- lægt miðbænum. Sími 2-®9-25.
Bíll til sölu Vel með farinn Renault R 8, 1963, til sölu. Bíllinn til sýnis í portinu bak við V.R. í Vonarstræti 4. Uppl. á staðnum eða í síma 36570.
Stúlka eða kona óskast sem fyrst til að sjá um eldri konu í Reykjavík. Sérherfoergi. Gott kaup. — Uppl í símum 50508, 40263.
Stúlka óskast við matargerð á smjör- brauðstofuna Björninn. — Uppl. á sama stað frá kl. 1—3 og einnig í síma 12239 milli kl. 7 og 8 í kvöld.
Glæsileg 4ra herb. íbúð til leigu í Austurfaænum. Hitaveita. Verðtillboð legg- ist inn á afgr. Mbl. fyrir föstudagskv. merkt: „Sér- inngangur — 8845“.
Til sölu sumarbústaðaland á falleg- um stað við Þingvalla- vatn með veiðiréttindum. Tilfaoð merkt: „100.000“ leggist inn í Mfal. fyrir 30. júlí ’66.
Til sölu Land-Rover jeppi til sölu. Skiptí á fólksfoíl koma til greina. Uppl. í síma 41150 milli kl. 1—5.
Braggaíbúð Óska eftir að fá leigða eða keypta braggaíbúð. Tillboð sendist afgr. Mbl. merkt: „ífoúð 4661“.
Ung, reglusöm kona óskar eftir herbergi, helzt með aðgangi að eldhúsi. Upplýsingar í síma 34591.
Ungur, reglusamur sjómaður óskar eftir her- bergi, má vera í Kópavogi eða Hafnarfirði. Tilb. send- ist Mbl. fyrir 20/8 merkt: Alger reglusemi — 4660“.
Iðnnemi Ungur maður óskar eftir að komast að sem nemi hjá rafvirkjameistara. Tilboð sendist Mbl. fyrir 10. ágúst merkt: „1001 — 8647“.
Lítill strokufanyi
Þessar skemmtilegn myndir
fengum við léðar úr Kópavogin-
um. Þarna má sjá eins og í
myndasögu, hvar lítill stroku-
fangi ætlar að reyna að komast
út úr garðinum sínum. Hún heitir
Bryndís og er rúmlega 2 ára.
Auðvitað tókst henni þetta,
eftir að hún hafði uppgötvað
gatið á girðingunni. „En það sem
helzt hann varast vann, varð þó
að koma yfir hann“, því að móð
ir hennar var þarna rétt hjá með
myndavélina, og náði auðvitað í
stelpuna, þegar hún ætlaði að
taka á rás út á götu. Jóhanna
Björnsdóttir tók myndirnar.
Sterk-
urinn
sagoi
að hann hefði verið um helg-
ina að kanna hin miklu skriðu-
föll, sem urðu í norðanverðri
Esjunni sl. fimmtudag, þegar
steypiregnið kom, stöðvaði um-
ferð og gerði ýmisskonar annan
óskunda.
Og þetta var óttalegt að sjá
Aldeilis hafa þetta verið ferleg-
ar hamfarir, þegar fleiri hektar-
ar lands, losna í nærri 700 metra
hæð upp í Esjutindi og renna
eftir gljúfrum og áreyrum allt
að 10 km. vej'alengd til sjávar.
Og má heita guðsmildi, að ekki
varð af þessu meira tjón en varð,
því að nærri féllu skriður bæjum
rifu girðingar, féllu á tún, og
í skriðunni gat að líta margar
dauðar kindur.
En svo ég sleppi öllu þess, sem
væntanlega verður um getið ann
ars staðar, langar mig að þakka
Húsöndinni tilskrifið, þótt ekki
þætti mér hún enda vel. Ég var
sendur út af örkinni þarna kl. 2
en bað fyrir skilaboð, um að
bíða, og svo beið ég allan dag-
inn spenntur eftir því, að sjá
minn skemmtilega viðmælanda,
en að vísu ekki í úrhellisrigningu
eins og hún
Og ég bíð áfram, þótt verði
fram á haust. Alltaf getur hún
hringt í mig, þegar hún er að
flögra um hér í bænum, og við
skulum láta á sannast, að austr-
ið og vestrið getur mætzt, og
einnig hitt, að fuglar eru fugl-
um beztir.
Vona ég svo, Húsönd mín, að
þú látir ekki á þig fá, þótt ein-
hverjir önugir blaðafuglar, hafi
ekki getað komið fundum okkar
saman að þessu sinni. Skrifaðu
mér fljótt aftur, þinn einlægur,
Storkurinn á Morgunblaðinu.
FRÉTTIR
Fíladelfía, Reykjavík. Almenn-
ur bifalíulestur í kvöld kl. 8.30.
Orlof húsmæðra á Suðurnesj-
um verður í Laugagerðisskóla á
Snæfellsnesi dagana 9-19. ágúst.
Þátttaka tilkynnist fyrir 1. ágúst
til Ingibjargar Erlendsdóttur,
Kálfatjörn, Sigrúnar Guðmunds
dóttur, Grindavík, Sigurbjargar
Magnúsdóttur, Ytri-vNjarðvík,
Auðar Tryggvadóttur, Gerðum,
Halldóm Ingibjörnsdótt'xr,
Flánkastöðum, Miðneshreppi.
Húsmæður, Njarðvíkurhreppi:
Orlofsdvölin verður frá 9. — 19.
ágúst n.k. Tilkynnið þátttöku
fyrir 1. ágúst í síma: 2093 eða
2127.
Frá Orlofsnefnd húsmæðra í
Kópavogi. í sumar verður dval-
izt í Laugagerðisskóla á Snæfells
nesi dagana 1. — 10. ágúst. Um-
sóknum veita mótttöku og gefa
nánari upplýsingar Eygló Jóns-
dóttir, Víghólastíg 20, sími 41382,
Helga Þorsteinsdóttir, Kastala-
gerði 5, sími 41129, og Guðrún
Einarsdóttir, Kópavogsbraut 9,
sími 41002.
Frá Orlofsnefnd húsmæðra í
Reykjavík. Skrifstofa nefndar-
innar verður opin frá 1/6 kl.
3:30—5 alla virka daga nema
laugardaga sími 17366. Þar verða
veittar allar upplýsingar varð-
andi orlofsdvalirnar, sem verða
að þessu sinni að Laugagerðis-
skóla á Snæfellsnesi.
Orlof húsmæðra i Keflavík
verður frá 9. til 20 ágúst n.k. Til-
kynnið þáttöku sem fyrst eða
í síðasta lagi 1. ág. í síma: 2030,
1692, 2072 og 2068.
Frá 1. júlí gefur húsmæðraskól
inn að Löngumýri, Skagafirði,
ferðafólki kost á að dveljast
í skólanum með eigin ferðaútbún
að, gegn vægu gjaldi. Einnig
verða herbergi til leigu. Fram-
reiddur verður morgunverður,
eftirmiðdags- og kvöldkaffi, auk
þess máltíðir fyrir hópferðafólk
ef beðið er um með fyrirvara.
Vænst er þess, að þessi tilhögun
njóti sömu vinsælda og síðasthð
ið sumar.
GAMALT og Gon
Svo er hún fögur sem sól í heiði
renni;
augun voru sem baldinbrá,
bar þar ekki skuggann á,
og er sá sæll, sem sofna náir hjá
henni.
Ég vil vegsama Drottin alla tíma,
ætið sé lof hans mér í munni.
(Sálmarnir, 34, 2).
f dag er þriðjudagur 26. Júlí og er
það 207. dagur ársins 1966. Eftir lifa
158 dagar. Jakobsmessa var f gær.
Árdegisbáflæði kl. 01:00.
Síðdegisháflæði kl. 13:26.
Upplýsingar tim læknapjón-
ustu í borginnj gefnar í sím-
svara Læknafélags Reykjavíkur,
Siminn er 18888.
Slysavarðstofan í Heilsuvernd-
arstöðinni. Opin allan sólarhring
inn — aðeins móttaka slasaðra —
sími: 2-12-30.
Næturvörður er í Vesturbæjar
apóteki vikuna 23. júlí til 30. júlí.
Næturiæknir í Hafnarfirði að-
faranótt 27/7. Jósef Ólafsson
sími 51820.
Næturlæknir I Keflavík 21/7
—22/7. Guðjón Klemenzson sími
1567, 23/7. — 24/7. Jón K. Jó-
hannsson sími 1800, 25/7. Kjart-
an ólafsson sími 1700, 26/7. Arn-
VÍSIIIÍORIM
EKKI ER ALLT GLEYMT
Fokið er í farna slóð.
Framtíð hætt að dreyma.
Minninganna muna-sjóð
má ég ennþá geyma.
St. D.
Tilkynningar þurfa
að hafa borizt
Dagbókinni fyrir
kl. 12.
björn Ólafsson sími 1840, 27/7
Guðjón Klemenzson sími 1567.
Kópavogsapótek er opið all>
virka daga frá kl. 9:15—20. laug-
ardaga frá kl. 9:15—16, helgidaga
frá kl. 13—16.
Holtsapótek, Garðsapótek, Soga
veg 108, Laugarnesapótek og
Apótek Keflavíkur eru opin alla
virka dagakl. 9—7, nema laugar-
daga frá kl. 9—4 og helgidaga frá
kl. 1—4.
Framvegls verður tekið á móti þeim,
er gefa vilja blóð i Blóðbankann, sem
hér segir: Mánudaga, þriðjudaga,
fimmtudaga og föstudaga frá kl 9—11
f.h. og 2—4 e.h. MIÐVIKUDAGA frá
kl. 2—8 e.h. Laugardaga frá kl. 9—II
f(h. Sérstök athygli skal vakin á mið-
vikudögum, vegna kvöldtímans.
Bilanasími Rafmagnsveitu Reykja-
víkur á skrifstofutima 18222. Nætur-
og helgidagavarzla 18230.
Upplýsingaþjónusta AA samtakanna
HverfisgÖtu 116, sími 16373. Opin alia
virka daga frá kl. 6—7.
Orð lífsins svara I síma 10000.
X- Gengið >f
22. júli 1966.
Kaup sala
1 Sterlingspund 119.70 120.00
1 Bandar. dollar 42,96 43,0«
1 Kanadadollar 39,92 40,08
100 Danskar krónur 620.50 622.10
100 Norskar krónur 600,00 601,54
100 Sænskar krónur 831,45 833,60
100 Flnsk mörlc 1.335,30 1.338,73
100 Fr. frankar 876.18 878,48
100 Belg. írankar 86,44 86,6«
100 Svissn. frankar 994,50 997,05
100 Gylllnl 1.101,80 1.194,8«
100 Tékkn. kr. 596,40 598,00
100 v-þýak mörk 1.076,44 1.079,20
100 Lírur 6,88 6,90
100 Austurr. sch. 166,18 166,60
100 Pesetar 71,80 71,80
s<á NÆST bezti
„Þetta er ljóta sápan“, sagði þvottakonan, „hún etur skyrtuna
udd til agna. en skilur eftir óhreinindin.“
Fuglnskoðtm í Lntrnbjcrgi
Eins og frá hefur verið skýrt áður, hér í blaðinu, verður farin
fuglaskoðunarferð til Látrabjargs, dagana 30. Júli til 1. ágústs að
Látrabjargi. Verður þstta án alls efa mjög skemmtileg og fróðleg
ferð, komið við í Stykklshólmi, siglt um Breiðafjörð tU Patreks-
fjarðar, þaðan út á Látrabjarg og Rauðasand og flogið heim. Þátt-
tökugjald er aðeins kr. 1.650, og er þá gisting og ferðir innifalið,
en mat verða þátttakendur að sjá sér fyrir sjálfir.
Nauðsynlegt er að tilkynna þátttöku eigi síðar en 27. júlí í síma
40241. Myndin, sem þessurn linum fylgir er af Toppskarfabyggð i
Melrakkaey í Grundarfirði.