Morgunblaðið - 26.07.1966, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.07.1966, Blaðsíða 10
10 MORGU NBiAÐIÐ Þriðjuáagur 26. júlí 1966 Er bíllinn vopnið, sem sigrar kommúnismann í Júgóslavíu? Belgrad. KOMiMÚNISMjIINN er á hrað- ara undanhaldi í Júgóslavíu en í nokkru öðru landi í veröld- inni. Ferðamaður frá Vestur- Bvrópu kemst á iþessa skoðun við það að ferðast um landið þvert og endilangt, með því að tala við emibættismenn, verka- menn, framkvæmdastjóra, verk fræðinga, hagfræðinga, ritstjóra — fólk úr hvaða stétt sem vera »kal í þjóðfélaginu. Bíllinn, tákn hreyfanleika og betra lífs, á sinn ríka þátt í því að ýta kommúnismanum til hliðar í Júgóslavíu. Löngun til að eignast bíl. Sérhver maður, sem ekki á bíl, virðist vera að safna fé til að geta keypt sér einn. Ung hjón, sem bæði vinna úti og hafa sameiginlega í laun um 1©0 dollara (um 6680 krónur), búa gjarnan í eins herbergis Sbúð svo þau geti sparað saman nóg til að geta greitt 20% út- Iborgun í bíl. Mikill fjöldi Júgóslava fer til Vestur-Þýzka- lands eða Frakklands, þeir vinna mikið og spara eins og unnt er til að geta komið heim aftur með bíl. Júgóslavneskir bændur yfirgefa bú sín til að geta unnið í verksmiðjum er- lendis. Þeir vinna nógu lengi til að geta keypt sér dráttarvél eða vörubíl. í Belgrad er bílaumferðin orðin svo mikil að hestvagnar hafa verið bannaðir á götunum. Löngunin til að eignast bíl «r ekki eina merkið um frá- hvarf frá strangleika kommún- ismans. Hinn vaxandi fjöldi þeirra, sem fara burtu úr land- inu, er enn eitt. Ungt fólk er áfjáð í að fara til útlanda til að bæta lífskjör sín. Engum dettur í hug að leita sér vinnu 1 öðru kommúnistalandi. Þessir uíigu Júgóslavar fara ekki í launkofa með iþá skoðun sína, að -kommúnisminn arðræni rerkamanninn en kapítalisminn verðlauni hann. Betra kaup er freistingin. Um 250 þúsund Júgóslavar vinna nú í auðvaldsríkjunum, flestir í Vestur-Þýzkalandi, Frakklandi og Sviss. Um 30 þúsund iþeirra eru mjög vel menntaðir. Margir ungir, júgó- slavneskir læknar starfa í Vest ur-Þýzkalandi og Sviss. Brott- flutningur tannlækna hefur valdið skorti á iþeim í Belgrad. Strax að loknum prófum leita ungir vísindamenn að atvinnu á Vesturlöndum þar sem laun- in í Júgóslavíu eru langt fyrir neðan það sem gengur og gerist á Vesturlöndum. Faglærður verkamaður í raf- tækjaverksmiðju í Júgóslavíu t±l dæmis getur unnið sér inn um 64 dollara á mánuði (um 2.750 krónur), vélfræðingur um 120 dollara (um 5.160 krónur) og háskólalærður aðstoðarmað- ur í efnaverksmiðju aðeins um 40 dollara á mánuði (um 1720 kr.). Hins vegar getur vélfræðing- ur, sem rekur sitt eigið verk- stæði og hefur þrjá menn í vinnu (honum er ek'ki leyft að hafa fleiri), haft um 1 þúsund dollara á mánuði (um 43 þús- und krónur). Menn eru nú hvattir til einka framtaks, einkum á sviði hvers konar þjónustu, en það var litið óhýru auga þar til fyrir skömmu. Mikil þörf er á góðum viðgerðarmönnum í Júgóslavíu, eins og í öllum kommúnista- löndum, þar sem þjónusta eins og pípulagningar hefur orðið að líða vegna hinnar marxís- tísiku kenningar, sem leggur á- herzlu umfram allt á „fram- leiðslu“ á kostnað þjónustu og hagleika. Pípulagningar virðast vera hið eilífa vandamál komm únismans. Kalt vatn streymir úr krananum, sem merktur er heitu vatni, og öfugt. Og frá- rennslið er venjulega stíflað. Tilraunir Júgóslavíu til að halda dýrtíðinni í skefjum, sem fylgdi hinni hröðu iðnvæðingu, gefa góð dæmi um undanhald ið frá hagfræðikenningum kommúnismans. Júgóslavar munu opna innanlandsmarkað- inn fyrir samkeppni frá Vestur- löndum, auk iþess sem skipulagi verðlagskerfisins verður breytt og hætt rekstri óhagkvæmra fyrirtækja. Stefnt að umbótum. Eitt helzta stefnumólið nú er að gera gjaldmiðil landsins, dinar, — en gengi hans er nú 1250 miðað við Bandaríkjadoll- ar, — fyllilega skiptanlegan í frjálsan gjaldeyri. Er þetta í fyrsta skiptið, sem kommúnista ríki hefur þetta að meginmark miði í viðskiptastefnu sinni. Bandaríkin og fleiri vestræn ríki, svo og Alþjóðabankinn, veita Júgóslavíu aðstoð með því að veita landinu ný lán og lengja greiðslutímann á öðr- um. Allt er þetta gert sam- kvæmt áætlun um efnahagsleg- ar umbætur, sem tilkynnt var að síöasta ári. Samkvæmt þessari áætlun eiga verzlunarfyrirtæki að vera losuð við stjórnmálaleg afskipti. Styrkir eiga yfirleitt að vera afnumdir. Skattar og önnur gjöld eiga að lækka úr 49% af hreinum hagnaði og niður í 29%. Fyrirtæki eiga að treysta eingöngu á viðskiptabanka til fjármagnsöflunar. Eftir því sem umbæturnar komast í framkvæmd er búizt við því, að ráðamenn fyrir- tækjanna verði hið leiðandi afl í viðskiptalífi Júgóslavíu í stað starfsmanna kommúnistaflokks ins. Yfirstjórn ríkisins á efna- hagsmálum á að vera takmörk- uð við atriði eins og skatta, vexti og tolla. Afstaða Títós. Áætlunin um umibæturnar mun ekki ganga árekstralaust fyrir sig. Hún mætir harðri andstöðu hinna rétttrúuðu kommúnista, sumra verkalýðs- foringja og hinna vanlþróuðu héraða í suðaustur Júgóslavíu. Titó marskálkur hefur hins vegar gengið af lífi og sál í lið með umbótasinnunum. Á síðast- liðnum vetri fór hann um allt landið ti lað ebrjast fyrir áætl- uninni og skýra út hvernig sam keppni og opnun landsins geti orðið því til hjálpar. Bséndúm, sem hafa orðið að líða vegna áhrifa iðnvæðingar- innar, hefur verið lofað hagnaði af efnahagsumbótunum — til dæmis dráttarvélum til að leysa uxana og hestana af hólmi, sem enn eru notaðir á flestum einka búum. En hleypidómar kommúnista í garð bænda, sem reka bú sín sjálfir, eru eftir sem áður til hindrunar. Bændunum er enn bannað að bæta meiru en 25 ekrum við lönd sín, en það tak- markar framleiðsluna. Bændur eiga um 86,9% af ræktanlegu landi í Júgóslavíu. Þrátt fiyrir takmörkun á fram- leiðslunni hefur hún aukizt um 4% á ári síðastliðinn áratug. Kjötútflutningurinn hefur marg faldazt, en kornútflutningur hefur lazt niður. Júgóslavía mun halda áfram að vera kaupandi að hveiti frá Bandaríkjunum, en það er selt með lánum til 12 ára að meðal- tali. Þá mun einnig haldið á- fram að kaupa 'landbúnaðarvél ar í Bandaríkjunum. Greinilegar breytingar. Þegar ferðamaður kemur aft- ur til Júgóslavíu eftir langa fjarveru, tekur hann eftir margskonar breytingum, sem setja mark sitt á lífi fiólksins, og eru í algjörri andstöðu við það andrúmsloft lögregluríkis, sem vart verður í flestum kommúnistaríkjum. í Belgrad eru einu lögreglu- mennirnir, sem sjást á götun- um, þeir sem stjórna umferð- inni. Það er ekki lengur njósn- að um útlendinga, meðal ann- ars af þeirri ástæðu, að þeir eru of margir. Júgóslavar, sem eiga útlendinga að vinum, horfa ekki lengur óstyrkir í kringum sig til að gá að hvort njósnað sé um þá af öryggislögreglunni. Meðal háskólastúdenta, sem nú fara ekki lengur í launkofa með andstyggð sína á aga og eftirliti flokksins, er hið rauða meðlimaskírteini kommúnista- flokksins ekki eins mikils met- ið og áður var. Sú var tíðin, að rauða skír- teinið var talið eini gullni lyk- illinn að dyrum velgengninnar. Titó marskálkur Þ«5 er enn talið góður aðgöngu miði, en er ekki lengur talið bráðn auðsynlegt. Á síðasta áratugnum hefur Belgrad verið breytt úr hálf- gerðum sveitabæ í nýtízku borg. Háreistar byggingar hafa komið í stað serbnesku hús- anna einlyftu. Ný miðstöð fyrir stjórnarskrifstofur hefur verið reist þar sem rústir einar voru fyrir 10 árum. Vel hirtir skemmtigarðar og grasblettir eru víða. Stórar, nýtízku verzlanir eru til merkis um breytingarnar, ekki aðeins í Belgrad heldur einnig í öðrum borgum. Verð á matvælum er lágt miðað við verð í Vestur-Evrópu, þótt það sé hátt, miðað við laun manna almennt í JúgóslaVíu. Landið hefur mikla þörf fyrir frjálsan gjaldeyri og litið er á ferðamannastrauminn sem leið til að afla hans. Erlendir ferða menn eyða yfir 100 milljónum dollara á ári í Júgóslavíu og ríkisstjórnin vonast til að fjór- falda þessar tekjur. Þótt það só einkennilegt fyrirbrigði í komm únistaríki þá er spilavíti að finna í hverju einasta liixus- hóteli, en spilavítin taka að- eins á móti erlendum gjaldeyri. Sumir útlendingar miyndu samt fremur kjósa að vatnslagnirn- ar í baðheibergjunum væru I lagi, en að geta skroppið í spila vítin. Útlendingum finnst yfir- leitt að þeir mæti hlýju við- móti í Júgóslavíu. Og stór, ame rískur bíll dregur alltaf að sér stóran hóp aðdáenda, því hann virðist samsvara hugmyndum Júgóslava um, hvernig bíll eigi að vera. Ályktanir ferðamannsins. Ferðamaður, sem dvalizt hef- ur í Júgóslavíu í nokkrar vik- ur og talað við fiólk af öllum stéttum, dregur þessar ályktan- ir: ★ Júgóslavia er að reyna að vera samkeppnisfært við Vest- urlönd. Ýmislegt úr efnahags- kerfi Vesturlanda er verið að taka upp, en fallið er frá mörg um kenningum kommúnismans um áætlunarbúskap og eftirlit. ★ Kommúnistafl. reynir að viðhalda einræði sínu á stjórn- málasviðinu og er enn fullur hleypidóma gagnvart einka- framtakinu. En frelsi einstakl- ingsins fer vaxandi. Eins og nú stefnir getur vel svo farið, eins og maður nok'k- ur komst að orði, að „bíllinn er það vopn, sem mun sigra kommúnismann í Júgóslavíu". (Þýtt úr U.S. News & World Report). Júgóslavneskum bændum hefur verið lofað dráttarvélum í stað uxa og hesta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.