Morgunblaðið - 09.08.1966, Page 11
Þriðjudngur 9. Sgfist 196B
MORGUNBLAÐIÐ
II
Já, þeir byrja að skemmta sér ungir Vestmannaeyingar.
Þessi litli maður er hér á Þjóðhátíð í fyrsta sinn, horfir hér
á fullorðna fólkið skemmta sér og langar eflaust til að vera
með. Og hver veit, kanski hefur hann fengið lundabita og
söl.
í Kaplaejótu eins og gert var
við hestana í gamla daga. —
(Kaplagjóta er utarlega í Her
jólfsdainum meðfram Dal-
fjalli. Á þeim tímum þegar
engir átu hrossakjöt, voru
gamlir klárar eða sjúkir leidd
ir til Kaplagjótu, þeir skornir
á háls og síðan látnir falla í
sjó niður').
— Já. tautaði hann, steypa
þeim öllum cfan í Kaplagjótu.
Hneykslaður á hátterni
unga folksins heyrði hann að
byrjað var að dansa polka á
gömlu dansa pallinum fyrir
aftan hann. Gamall glampi
kom í gömul augu. Hann
brosti aðoins út í munnvikin
eins og sá maður aldrei deyr
úr öllum æðum og snerist á
hæl til að fá sér snúing við
eina jafnöldru sína.
Uppi í brekku sat annar
eldri maður og lét fara vel
um sig. Kann var að gæta
dótturdóttur sinnar, fimm ára
glókollu, seni átti blöðru og
hafði fengið kók fyrr um dag-
inn. Sér til dægrastyttingar
fékk hann sér drjúgan slurk
úr næstum tómri viskí flösku.
Hann sagði að það væri unun
að passa þæga krakka á svona
góðum degi. Og sú litla var
alveg á sama máli.
1 — Sko bara, sagði hún og
benti á flöskuna. Mér þykir
bara gúð kók.
I Á sunnudag fóru margir að
tínast aftur til Reykjavíkur,
þreyttir, óútsofnir og flestir
timbraðir. Tjöld voru tekin
niður í Herjclfsdal, einkum
tjöld aðkomumanna, Herjólfs
dalur kvaddur og haldið út á
flugvöll. En Vestmannaeying-
ar voru ekki á því að hætta
fyrr en í fulla hnefana. Þegar
fréttamaður Morgunblaðsins
hélt heim á leið mátti heyra
alla leið út fyrir Há söng og
harmonikuleik. Þáð voru „inn
lendir’* menn, eilítið angur-
værir 1 lok þeirra hátíðar, sem
setur merki sitt á andlit Eyja
búa eins bg sjómennskan set-
ur svip sinn á hendur þeirra:
hörkuÞga.
— Brandur.
Þannig var útbúnaður ungu stúlknanna. Ókunnugur gæti haldið að hér væri um að ræða há-
vaxnar mexikanskar stúlkur á gönguferð nálægt Acapulco. Nei, þetta eru íslendingar, auð-
vitað fylgjumst við með í tízkunni.
'í
Vélar Flugfélags íslands fengu lítið næði um helgina. Hér er ein að leggja á stað til Reykja
víkur til að ná þar í fleiri óþolinmóða hátíðargestL
— S'ildarsölfun
Framhald af bls. 28
báta nema Oddgeirs, sem fékk 70
tonn síldar um 190 mílur frá
Raufarhöfn. Var það allt dem-
antssíld. Virðist því sem síldin
sé að færast nær landinu.
Veður var fremur óhagstætt á
sildarmiðunum sl. sólarhring, en
fer batnandi nú í dag. 4 skip til-
kynntu um afla, samtals 245 lest-
ir: Raufarhöfn Oddgeir ÞH 40 1.
Dalatangi Haflþór RE 90 lestir,
Jón Þórðarson BA 25 lestir,
Æskan SI 90 lestir.
— Akurey
Framháld af bls 28
Hafði hinn norski útgerðar-
maður meira að segia lcgt í tals-
verðan kostnað við togarann,
t.d. látið mála hann þegar hann
hætti svo skyndilega viö kaupin,
án þess að gefa nokkra skýringu
á því, að því er Jón Ben. Ás-
mundsson, bæjarritari, tjáði Mbl.
í gær og fór aftur heim til Nor-
egs, íslendingunum til mikillar
undrunar.
— Vietnam
Framhald af bls. 1
Vietnam gegnum Laos eftir Ho
Ohi Minh leiðinni og hefði ferðin
tekið 3 mánuði.
Sameinaða Búddatrúarkirkjan
í Saigon skoraði enn á ný í dag
á Búddatrúarmenn, að þeir virði
að vettugi kosningarnar, sem
fara eiga fram í september n.k.
Segir í áskoruninni að ekki sé
hægt að treysta núverandi stjórn
landsins, og lagt er til a'ð skipuð
verði bráðabirgðastjórn sem
hafi eftirlit með kosningunum.
Nixon fyrrum varaforseti
Bandaríkjanna sagði í Saigon á
sunnudag að lokinni 4 daga heim
sókn í landinu, að fjölgá þyrfti
um Vi hluta í liði Bandaríkja-
manna í S-Vietnam. Sagði Nix-
on að það, svo og auknar loft-
árásir á N-Vietnam væru eina
leiðin til að vinna sigur í styrj-
öldinni. Sagði hann að áætlanir
Bandaríkjastjórnar um aukningu
herliðs í Vietnam væru ekki
nægilega miklar, og að banda-
rísk aiþýða myndi styðja liðs-
aukningu, því að hún myndi
stytta stríðið og minnka mann-
fall Bandamanna. Nú eru alls
um 290 þúsund Bandarjkja-
menn í Vietnam.
— Morðalda
Framhald af bls. 1
Ítalíu, sem föður hennar var
ekki of vel. En þó samþykkti
hann að dóttirin færi á dansleik
með vini sínum á sunnudags-
kvöld, gegn því að hún kæmi
heim fyrir miðnætti. Klukkan
varð tólf, og ekki kom stúlkan
heim. Fór þá Ghezzi inn í fata-
skáp við útidyrnar, og beið þar
unz dóttirin kom heim í fylgd
með vini sínum. Og Ghezzi var
við öllu búinn, því hann hafði
hjá sér bæði skammbyssu og
haglabyssu.
Þegar unga parið opnaði úti-
dyrnar, kom faðirinn út úr fata-
skápnum og skaut vininn til
bana. Dóttirin sneri við og lagði
á flótta, en féll fljótlega fyrir
skotum föður síns. Þá kom eigin
konan óttaslegin niður í nátt-
klæðum til að sjá hvað um væri
að vera og skaut Ghezzo hana
til bana með haglabyssunni. Svo
beindi hann skammbyssunni að
sjálfum sér og' drap sig.
í STUTTU MÁLI
Varsjá, 7. ágúst (NTB)
• Dómstóll í Danzig hefur
dæmt Benediktinamunk og
kaþólskan prest til fjögurra
og hálfs annars árs fangelsis-
vista fyrir tilraun til að
smygla tékknes'kri konu og
13 ára dóttur hennar úr landi.
— 41 ferst
Framhald af bls. 1
klefanum. Tæki þetta er byggt
til að standast mikil högg, en
ekki er vitað hvort þetta var ó-
skemmt. Hefur það verið sent
til Washington til rannsóknar
og má búast við úrskurði eftir
nokkra daga.
Flugvélin var sem áður sagði
af gerðinni BAC-111 með tvö
þotuhreyfla aftan til á skrokkn-
um, byggð af Brezku Flugvéla-
verksmiðjunum og rúmaði 63
farþega. Þetta er fyrsta flugvél
sinnar tegundar sem ferst á á-
ætlunarflugi.
— Clay
Framhald af bls. 26
rísa á fætur, en varð of seinn.
Leiknum var lokið.
Allir áhorfendur við hringinn
og milljónir í sjónvarpi voru á-
ánægðir með leikinn. Yfirburðir
Clay voru svo miklir að ekki
var um keppni að ræða.
Clay fékk 90 þús. pund fyrir
leikinn auk sjónvarpsfjár og
London um 40 þús. pund.
„Þið skulið ekki vera óánægð
með London" sagði Clay. „Hann
stóð fram í 3. lotu. Liston féll í
1. lotu sællar minningar. Þið
fenguð því nokkuð fyrir peninga
ykkar“.
London var utangátta en
sagði. „Ef ég á að mæta Clay
aftur, verður hann að hafa 14
punda lóð á hvorum fæti. Ann-
ars þýðir engum við hann að
eiga. Hann er sá mesti“.
Clay flaug á sunnudag til
Bandaríkjanna og þar segist
hann ætla að hefja æfingar und-
ir leikinn við þýzka meistarann
Mildenberger (10. sept n.k.)
„Hann er hættulegur. Hann er
örfhentur. Ég tapaði tveim leikj-
um í áhugamannstíð minni fyrir
örfhentum mönnum — og það
ætla ég ekki að gera oftar.“
— KR - Þróttur
Framhald af bls. 26.
leifur fékk knöttinn á vinstri
vallarhelming Þróttara og sendi
til Einars ísfelds, sem gaf fyrir
markið. Þar náði Jón Sigurðsson
knettinum og skoraði auðveld-
lega.
KR-ingar áttu mörg hættuleg
tækifæri eftir þetta, Gunnar
Felixsson komst t.d. hvað eftir
annað í dauðafæri, en var nú mis
tækari en áður. Á 34. mínútu
fékk hann t.d. knöttinn í opnu
færi, en skaut í Guttorm. Knött-
urinn hrökk aftur út til Einars,
sem tókst með einhverjum óskilj
anlegum hætti að skjóta í Gutt-
orm, sem var algjörlega úr jafn-
vægi. Knötturinn barst út tál
Þórðar Jónssonar, sem skaut í
stöng.
Eins og áður segir eru nú lík-
urnar á því að Þróttur haidi
sæti sínu í deildinni orðnar
hverfandi litlar. Þrátt fyrir það
býr liðið yfir mörgum ágætum
einstaklingum, og getur oft náð
upp þokkalegum samleik, en
virðist gjörsamlega baráttulaust.
Beztu menn í þessum leik • voru
framverðirnir Ómar og Halldór,
og einnig gerði Ólafur Bryn-
jólfsson margt laglegt, og bar af
þeim framherjunum.
Ekki Virtust RK-ingar hafa
mikið fram yfir Þrótt að bera
í byrjun leiksins, en þegar þeir
höfðu náð sæmilegu forskoti fóru
yfirburðir þeirra að koma betur
í Ijós, enda var mótstaða and-
stæðinganna þá á þrotum. Náðu
þeir oft upp skemmtilegum sam
leik, sem uppskar ríkan ávöxt,
eins og áður segir. Gunnar Felixs
son var mjög hreyfanlegur og
marksækinh í þessum leik, og
var hann ásamt Ellert bezti mað
ur vallarins. Útherjarnir báðir
Hörður og Einar komust vel frá
leiknum, en Eyleifur var á hinn
bóginn geysilega mistækur upp
við markið. Á vörnina reyndi
fremur lítið