Morgunblaðið - 12.08.1966, Síða 19
TOstuíagur 19. ágflst Í958
MORCUNBLAÐIÐ
19
Einar Þórðarson afgreiðslum.
IViimiirig
F. 15. júlí 1880. D. 7. ágúst 198G
FYRIR nokkrum árum fórum
við Þorsteinn Einarsson tþrótta-
fulltrúi, saman suður Kjöl af
landsmóti UMFÍ að Laugum í
Suður-Þingeyjarsýslu.
Vornóttin var fögur og útsýn-
ið dásamlegt, er kom suður yfir
og nálgast tóku gangnaslóðir
Hreppa- og Biskupstungna-
tnanna.
„Hér á pabbi margar góðar
minningar. Mig langar til að fara
með honum um þessar slóðir, áð-
ur en hann deyr,“ mælti Þor-
steinn.
Ekki veit ég, hvort Þorsteinn
gaf sér tíma til þessa mitt í sín-
um miklu önnum, en oft vitjáði
hann föður síns og gladdi hann
og^tuddi af sonarlegri rækt, sem
og móður sína. Hygg ég, áð þau
systkinin öll hafi reynzt foréldr-
um sínum ágæta vel.
En nú hafa þáttaskil Það er
einkennileg tilfinning að geta
ekki lengur komið tli pabba og
glatt hann með sigrum sínum,
hresst hann og notið með hon-
um sameiginlegra mininga, þakk
að honum, fært honum á hné
Ibörn sín og barnabörn, hið unga
líf og nýjan heim æsku og íþrótt
ar, fegurðar landsins og mann-
lífsins í sameiginlegri nautn kyn
slóðanna.
En Guðs laun bregðast ekki.
Faðerni mannlegt á sér þar fyr-
irmynd og fullkomnun og bænir
og þakkir góðra barna munu enn
foera ávexti og stuðla að eilífum
samfundum af efnivi'ð hins góða
liðinnar tíðar og í ljóma fagurra
fyrirheita.
—O—
Einar er fæddur að Efra-Seli í
Stokkseyrarhrepi 15. júlí 1880.
Foreldrar hans voru Þórður Jóns
son silfursmiður og bóndi frá
Högnastöðum í Hrunamanna-
ihreppi og kona hans, Margrét
Jónsdóttir frá Hreiðri í Holta-
Ihreppi.
Þórður Jónsson var mjög hag-
Hrunamannahreppi, sonur Jóns
bónda að Högnastöðum. Einn for
feðra hans kom frá Smiðjuhóli í
Álftaneshreppi í Mýrasýslu og
settist að í Syðra-Langhoiti í
Hrunamannahreppi.
Þórður Jónsson var mjög hag-
ur. Smíðaði og skar signet, bita-
fjalir og útbjó brennimerki. Mun
hugur hans hafa meir stáðið til
slikrar iðju en sjómennsku og
landbúnaöar.
Ivíargrét Jónsdóttir var fædd í
Hreiðri í Holtahreppi, Rangár-
vallasýslu. Hún var Víkings-
lækjarættar, frá Steinkrossi á
Rangárvöllum. Forfeður hennar
foárust út að Gíslholti í Holtum.
Jón bóndi í Hreiðri var Guð-
mundsson, bónda í Gíslholti. —
Kona Jóns var Sigríður Jóns-
dóttir. Þau eignuðust 7 börn sem
upp komust: Bergstein bónda í
Raftholti; Sigurjón síðar bónda
í Hreiðri; Guðmund, bónda á
Þverlæk og síðar á Eyrarfoakka;
Einar, sem bjó á Eyrarbakka;
auk Margrétar voru tvær dætur
sem báðar dóu ógiftar og barn-
lausar. Þau Margrét og Þórður
hófu búskap í Traðarholti á
Stokkseyri, þá I Móhúsum en
lengst af bjuggu þau að Efra-
Seli á Stokkseyri. Þau hjón eign-
uðust 14 börn. Af þeim komumst
10 til fullorðins ára. Fimm dætur
og fimm synir. Dæturnar: Krist-
ín, Ingibjörg og Sigríður giftust
allar og voru búsettar hér í
Reykjavík. María giftist ekki og
var víða í vinnumennsku, lengst
af á Skeiðum og á Stokkseyri.
Helga, sem var elzt systranna,
bjó með syni sínum hér í Reykja
vík og hin seinustu ár í Mos-
fellssveit. Allar eru þær nú látn-
ar. Helga lézt á nítugasta ald-
ursári í sl. mánuði og var jarð-
sungin frá Lágafellskirkju þann
16. júlí sL
Synirnir eru: Markús bóndi að
Grímsfjósum á Stokkseyri; Jón,
sem lengi var verkstjóri hjá
Reykjavíkurborg; Bjarni, var
vélamaður hjá grjótnámi Reykja
víkurborgar; Þórður, sem var
um tíma bóndi í Biskupstungum,
en starfar nú sem birgðavörður
hjá Byggingarfélaginu Brú í
Reykjavík.
Allir eru þeir bræður dugnað-
armenn, sem hafa verið eftirsót-
ir starfsmenn. Þó þeir séu allir
orðnir háaldraðir, Markús t.d. 92
ára, bera þeir aldurinn vel. Ein-
ar er sá bræðranna, sem fyrstur
hverfur af sjónarsviðinu.
Einar missti fö'ður sinn 10 ára
gamall. Var hann fyrst eftir frá-
fall föður síns í fóstri hjá Ein-
ari í Garðhúsum á Stokkseyri.
Þaðan fór hann til móðurforóð-
ur sins Bergsteins, sem bjó að
Raftholti í Holtahreppi. Berst
hann síðan austan úr Holtum og
upp í Hrunamannahrepp að
Grafarbakka til Hróbjartar
Hannessonar. Hjá Hróbjarti
bónda er Einar vinnumaður til
24 ára aldurs, að hann ræðst að
Hæli til Gests Einarssonar. Þótti
bændum Gestur sprengja upp
kauptexta, er hann réði Einar til
sín fyrir 200 krónur og 2 hestfóð-
ur í árslaun.
Meðan Einar var á Grafar-
bakka, var hann sem þá tiðkað-
ist með vinnumenn sendur til sjó
róðra á vetrarvertíð, vorvertíð á
skútur eða til vorróðra af Suð-
urnesjum. Tvö vor réri hann t.d.
af Vatnsleysuströnd hjá for-
manni sem elti uppi enska tog-
ara og fékk hjá þeim bolfisk,
sem þeir annars köstuðu, í skipt-
um fyrir ýmsan varning. I vist
hjá Gesti fór hann viða um Suð-
urland í verzlunarerindum.
Einar var bráðger og var ekki
orðinn gamall er hann þótti
sterkur, snar og fylginn sér enda
þannig skapi farinn, að hann var
ekki á því að láta hlut sinn.
Hann vandist snemma á að
glíma og þótti afburða glímu-
maður, sem hann fékk oft að
reyna sig í í áningastöðum í
göngum t.d. Gránunesi, þar sem
fundum Norðlendinga og Sunn-
lendinga bar saman og í land-
legum í Þorlákshöfn. Sigurði
Greipssyni er enn minnisstæður
glímufræknleikur Einars, en Sig
urður, sem þá var barn að aldri
sá hann glíma er Einar vann að
brúarsmíði brúarinnar yfir
Tungufljót.
Einar átti margar góðar endur
minningar frá sjóróðrum í Þor-
lákshöfn en engu minni ljóma
bar á endurminningar hans frá
smalamennsku á Hrunamanna-
afrétt, er leiðin lá inn að Seiðisá
á Kjalvegi um Kerlingafjöll og
Kisubotna eða frá fjárleitum á
Gnúpverjaafrétti í Lönguleit inn
fyrir Fjórðungssand alla leið inn
í Nauthaga við Arnarfell eitt
randfjalla Hofsjökuls.
Fyrir tápmikið ungmenni, sem
alizt hafði upp víð harðneskju
og fjÖlbreytileg störf við sjó og
í sveit, voru átökin við árina,
færið og seglbúnað eða taum-
haldið á ólmum gæðing fram til
fjalla hápunktar allra karl-
mennskurauna, sem iljuðu á
gamals aldri en voru slíkar þor-
anraunir, sem hver sá er þolað
hafði var mótaður af alla ævi.
Þrekið og trúmennska urðu
eigindir, sem hver og einn varð
til að bera, ef hann átti að standa
upp úr meðalmennsku og ver'ða
eftirsóttur, sem vinnumaður. —
Átökin urðu þessum ungmenn-
um nauðsyn en um leið ánægja,
svo þeir gátu síðar rætt um „fag-
urt“ vinnulag og „falleg" hand-
tök eins og menn nú ræða um
list.
Árið 1907 flytur Einar til
Reykjavíkur. Hann gengur í
fyrstu að þeirri verkamanna-
vinnu sem býðst. Hann vann við
lagningu fyrstu vatnsveitunnar
um Reykjavík og við lagningu
gasleiðslanna og um skeið er
hann kyndari í Gasstöð Reykja-
víkur. Ur kyndarastarfinu fer
hann til norsks manns, sem þá
rak lifrarbræðslu hjá Bakkabúð.
Árið 1911 gerist hann utanbúð-
armáður við verzlun Gunnars
Gunnarssonar og er sú verzlun
hættir ræðst hann 1917 að
Höphnersverzlun í Reykjavík.
Árið 1927 gerist hann bifreiða-
stjóri á eigin bifreið þar til 1932,
að hann ræðst til Smjörlíkisgerð
arinnar Ljómi. Er smjörlíkis-
gerðirnar stofna sameiginlega af-
greiðslu um 1939, er hann ráð-
inn afgreiðslumaður þeirra. —
Gegndi hann því starfi fram til
vors 1962. Samhliða þessum dag-
legu störfum gegndi Einar dyra-
varðarstörfum í Nýja-Bíó í 33 ár
og í Slökkviliði Reykjavíkur var
hann starfandi í um 30 ár. Barð-
ist hann við eld margra stór-
bruna í Reykjavík frá 1909 er
vatn eða sjór var borinn á eld-
inn í strigafötum og dælur voru
knúðar með handafli.
Einar er einn stofnenda Verk-
stjórafélags Reykjavíkur. Hann
var 1958 kjörinn heiðursfélagi
þess félags.
Þegar Einar kom að Hæli í
Gnúpverjahreppi, varð hann
samvista þar á því ágæta heim-
ili Guðríði Eiríksdóttur (f. 22.
nóv. 1883), frændkonu Margrét-
ar Gísladóttur konu Gests. Guð-
ríður hafði flutzt að Hæli með
einn bróður sinn, er þau systkini
misstu móður sína 1904.
Að Hæli heitbundust þau Guð-
ríður og Einar. Þau gengu í
hjónaband í Reykjavík 12. maí
1908. í Reykjavík bjuggu þáu
lengi g Kárastíg 8 en hin síðustu
ár bjuggu þau áð Stórholti z.1
og þar andaðist Guðríður 14. jan.
sl. Þau hjón eignuðust 8 börn.
Tvö dóu nýfædd en þau, sem
upp komust voru: Ólafur Haf-
steinn gagnfræðaskólakennari,
kvæntur Grétu Guðjónsdóttur;
Þorsteinn íþrótafulltrúi, kvænt-
ur Ásdísi Jesdóttur; Sigríður
Hulda, gift Þorfoirni Jóhannes-
syni kaupmanni; Ragnheiður
Esther gift Sigfúsi Sigurðssyni
deildarstjóra við Kaupfélag Ár-
nesinga; Guðríður Ingibjörg gift
Þórhalli Þorlákssyni stórkaup-
manni; Hrafnhildur Margrét,
sem lézt 1964 og var gift Her-
manni Bridde bakarmeistara. Þá
ólu þau hjón upp dótturbarn sitt,
Hörn Harðardóttur.
Einar Þórðarson var, starfsins
maður og traustur og hollur hús
bændum sínum ávallt, allt frá
unglingsárum, er honum voru
fengin þýðingarmikil trúnaðar-
störf til þess að leysa af hendi og
þá einatt tekinn fram yfir aðra
sér eldri og reyndari menn.
Húsbændur Einars kunnu
ávallt áð meta dygga þjónustu
hans og launuðu sumir hverjir
þannig, að til fyrirmyndar má
telja, nú síðari árin einmitt er
hann hafði látið af störfurrt, sem
raunar varð ekki fyrr en hann
var kominn á níræðisaldur.
Störfin léku í höndum Ein-
ari; hann var íþróttamaður við
verk sín, snyrtimennska hans
bar af og áhuginn eins og hann
ætti sjálfur það, sem hann hafði
með höndum.
Fjölskyldan var stór, tímarnir
erfiðir, heilsan ekki án áfalla,
en öllu var siglt farsællega í
heila höfn.
Verkin voru unnin af innri
hvöt með glöðu geði; takmarkið
var og lifandi í vitund Einars.
Það var að vera sjálfstæ’ður
maður og skapa sínum nánustu
aðstöðu til að fá notið sín á
heimili þeirra hjóna og er út í
lífið kæmi.
Á skólaárum mínum kom ég
oft á heimili þeirra Einars Þórð-
arsonar og hans ágætu konu
Guðríðar Eiríksdóttur, með því
að við Þorsteinn sonur þeirra
vorum skólabræður.
Ekki get ég sagt, að ég kynnt-
ist heimilisföðurnum neitt náið.
Hann var sjaldan heima, vann
mörg dagsverk langan vinnudag,
kom ekki heim fyrr en um há-
nótt og fór til vinnu sinnar á
morgnana fyrir allar aldir, alltaf
mættur þar löngu á'ður en vinna
skyldi hefjast.
HeimilisrekSturinn I þrengri
merkingu þess orðs hvíldi á hús-
freyjunní og með eðliskostum
sínum ágætum, mótaði hún
meira heimilisbraginn, þar eð
húsbóndinn var allan daginn og
alla daga var óslitið bundinn við
störfin að heiman.
Þau hjónin voru samhent um
að stuðla &ð velferð barna sinna.
Ein fyrsta vitneskjan, er Guð-
ríði barst um tilvonandi eigin-
mann sinn var, að hann hefði
borið af öðrum ungum mönn-
um á leikmóti á Hvítárbökkum.
Ekki var hann nafngreindur fyr-
ir henni, en einkenndur með lit
flíkur, er hann klæddist.
Er hún var orðin þjónusta
hans, fann hún glímubúninginn
með hinum tilgreinda lit i plögg
um Einars. Var Einar nókkur
skartmaður og hún tilhaldskona,
fríð og glæsileg. Hann bar af
ungum mönnum, hreyfingar
mjúkar og snarar, og var hann
garpslegur um fram flesta. Hélt
hann reisn fram undir það síð-
asta. Þau hjón þóttu snemma af-
bragð annarra.
För þeirra gegnum lífið varð
og fögur og giftusamleg.
Mér er í minni hve allt var
eins á heimili Einars, hvort sem
hann var heima eða ekki. Festa
hans og æskuhugur var ávallt
andblær, heimilis hans og þeirra
hjóna.
Einar var alvörumaður, en
glaðsinna um leið og gamansam-
ur. Barátta lífsins hafði meitlað
svipinn, en prú'ðmannleg mildi
var með *í för.
Þau hjónin bæði örfúðu börn
sín til hollra íþrótta og skemmt-
unar. Húsfoóndanum var ríkur í
huga námsframi þeim til handa
og hvers kyns menninagnþroski.
Erfitt árferði, veikindi og aðrir
ytri erfiðleikar eins og gengur,
skyldi ekki loka þeim leiðum.
Hljóðfæris var aflað og söngur
ómaði og glatt og gott andrúms-
loft var innan dyra.
En umfram allt var hugurinn
sterkur er að því laut: Að
standa sig.
Á mannamóti fjölmennu felldi
Einar yfirlætismann á auga-
bragði með eldsnöggu glímutaki.
Hugur hans var óbrigðull að
berjast til sigurs. En sóknin var
vörn og varðveizla. Þegar Einar
Þórðarson nú kveður börn sín,
aðra sína nánustu, og okkur vini
sína, er manndómur og karl-
mennska eiginleikar innan sjón-
arhrings okkar meira en ef hans
hefði ekki notið við i lífi okkar,
með og öðrum mannkostum
mildinnar og kærleikans.
Þegar vermenn úr uppsveitum
Árnessýslu héldu til sjóróðra
suður með sjó um síðustu alda-
mót, áðu þeir einat á Þingvöll-
um.
Námu þeir þá stundum staðar
í Almannagjá og sungu ættjarð-
arljóð. Bergmál hamraveggjar-
ins bar raddir þeirra nú þagn-
aðar flestar út yfir vellina og
vatnið.
Þegar góður íslendingur hylzt
mold ættjarðarinnar, geymir
harpa landsins hljóminn ævi
hans, og hjörtu okkar fyllast
þakklæti og ásetningi að reynast
verðug börn góðra feðra og
mæðra.
Guð blessi minningu Einars
Þórðarsonar og ástvini hans.
Eiríkur J. Eiríksson.
. t
MEÐ Einari Þórðarsyni er fall-
inn í valinn heilsteyptur og sann
ur drengskaparmaður. Einari
Þórðarsyni kvnntist ég fyrst er
ég gerðist brunavörður á Slökkvi
stöð Reykjavíkur árið 1921. Ein-
ar var þá liðsmaður í varaliði
slökkviliðsins, og átti eftir að
vera það enn um mörg ár. Það
fór ekki fram hjá neinum, sem
kynntist Einari, að þar fór eng
inn meðaimaður og að leiðsögn
hans myndi holl og góð hverj-
um er þiggja vildi.
Hugprúðux, djarfur og karl-
mannlegur gekk hann að starfi
sínu, sem slökkviliðsmaður
hverju sinni, hvort sem við lít—
inn eða stóran eld var að
stríða, oft reyndi þá. ekki síður
en nú þegar slökkviliðið býr við
betri skilyrði að mörgu leyti —■
á styrk ’iðsmanna og baráttu-
þrek, og var Einar einn þeirra,
sem aldrei brást, þar sem til
átaka koro á hættunnar stund.
Og þó við ættum stundum tapað
stríð, má þó minnast margra
sigra frá þeitn árum í baráttunni
við eldinn. «em 'unnir voru und
ir stjórn Péturs Ingimundarson
ar slökkviliðsstjóra, sem var með
afbrigðum góður stjórnandi, og
heppinn í starfi.
Ég mun alHaf minnast Einars
Þórðarsonar, sem eins af hinum
gömlu slökkviliðshetjum þessara
ára, manna, sem nú eru allir
komnir á efri ár. og margir horfn
ir yfir möðuna tniklu.
Einar I’órðarson var hár og
herðabreiður, svipmikill og virðu
legur hvar sem á hann var litið.
Trúr og staðfastur í orði og verki.
Og því var gott að eiga hann
fyrir vin.
Blessuð sé minning Einars
Þórðarsonar.
Kfjartan Ólafsson.
Kona
sem unnið hefur við verzlun, óskast, þarf að geta
unnið sjálfstætt. — Upplýsingar um aldur og fyrri
störf, leggist inn á afgr. Mbl. fjrir 15. ágúst, merkt:
„Verzlunarstarf — 4599“.
Skriístofustúlka
Framtíðaratvinna
Skýrsluvinnsla Ottós A. Michelsen vill ráða stúlku
til starfa við götun IBM spjalda. — Vélritunar-
kunnátta æskileg. — Yngri eu 17 ára koma ekki
til greina. — Hentugur vinnutími.
Umsóknareyðublaða má vitja á skrifstofu vora að
Klapparstíg 27.
IBM á íslandi
OTTO A MICHELSEN