Morgunblaðið - 12.08.1966, Side 21

Morgunblaðið - 12.08.1966, Side 21
Föstudagur 12. ágúst 1966 MORGUNBLAÐIÐ 2! — Héraðsmót Framhald af bls. 11 er 10 tonna bátur. Við erum á Fyrst í vor sóttum við aðallega handfærum og erum fjórir á. í Breiðafjörð, en í sumar höfum við róið hér útaf, verið hér ut- arlega í Djúpinu. — Gæftirnar voru ágætar fram anaf, en hafa verið mjög léleg- ar upp á síðkastið. Aflinn hefur verið frekar tregur, ekki sízt þegar svona lítið hefur gefið. Annars var fremur góður afli í maí og júní og mjög gott hjá sumum. Ég held að útkoman hjá færabátunum hér fyrir vestan eé mjög misjöfn; sumir nieð ágætan afla, en aðrir með rýran feng. í>að fer dálítið eftir því hvernig menn bera sig að þessu. — Já, það skiptir verulegu máli. Það er ekki gott að skyra þetta út. Ef fjórir menn standa á borð og renna færi í sjó, getur orðið allt upp í helmings skakki á veiðinni. Af hverju það stafar? Það er erfitt að svara því, en ég held að það sé bara lán og svo hvernig menn bera sig til við það. Ef menn lenda f fiski skiptir miklu máli að vera handfljótur að koma fær- inu út aftur, eftir að búið er að draga fiskinn, og hafa sig allan við. Annars er erfitt að skil- greina hvers vegna einn er fiskn ari en annar. Ég held að þetta fari fyrst og fremst eftir láni manna. Kristján er fæddur og uppal- inn í Bolungarvík. Við spyrjum hann að lokum um viðhorf hans sem ungs manns til sinnar Nýkomið Aurhlífar að framan Aurhlífar að aftan. I.o f tne tsstang i r Gúmmímotlur Innispeglar Inniljós Glitaugu Bifreiðabón Flautur. Fraimrúðusprautur Loftdælur. Bílalyftur Þvottaikústar. Fúströra- og hljóðkúta- kíttl, GARÐAR GÍSLASON H.F. Bifreiðaverzlun. BÍLAR Mikið úrval af vel með förnum bílum m.a.: Simca Ariane ’64 Rambler Classic ’63 Simca Ariane ’63 Volvo Amazon ’63 Ford Transit ’65 Hagstæð kjör. Chrysler-umboðið Vökull hf. Hringbraut 12/1. Sími 10600. Fjaðrir, f jaðrablöð, hljóðkútar púströr o.fl. varahlutir í margar gerðir bifreiða. Bílavörubúðin FJÖÐRIN Laugavegi 168. — Sími 24180. LOFTUR ht. Ingólfsstræti 6. Pantið tíma i síma 1-47-73 bjarni beinteinsson LÖGFRCÐINOUR AUSTURSTRÆTI 17 (SILLl « VALDU SlMI 13536 heimabyggðar og afkomumögu- leikum þar. — Ég tel upp á það sé mjög gott að vera hér. Ég sé ekki ann- að en að fólk hafi það bara ágætt hérna og ekki sízt sjó- menn. Ég held að yfirleitt sé af- koma þeirra vel sæmileg. Fólk kemst hér vel af. Ég er oft bú- inn að koma suður og þar er margt sem lokkar, en engu að síður langar mig ekkert þangað. Ég var þar einu sinni heilan vetur á togara, og ég gat ekki séð að ég hefði það að nokkru leyti betra þar, nema síður væri. Ég vil búa hér áfram og hefi trú á því, að hér sé hægt að búa sér góða framtíð. Hér er mikið byggt og ég held að unga fólkið hér vilji taka fullan þátt í því að byggja upp þennan stað og ég hefi ekki orðið var við það, að unga fólkið sé á förum héðan. Við erum ekki að byggja -upp okkar stað og vinna fara, við viljum halda áfram og að honum af fremsta megni. FLATEYRI: Síðasta mótið að þessu sinni er á Flateyri. í»ar er geysimikið fjölmenni og vantar mikið á, að allir rúmist þar í sæti. Stjórn- andi mótsins er Rafn A. Péturs- son, formaður Sjálfstæðisfélags Önundarfjarðar. Hann býður ræðumenn og skemmtikrafta vel komna. Hér tala þeir Matthías Bjarnason, alþingismaður, Einar Egill Hjartarson. Oddur Kristjánsson, póstaf- greiðslumaður á Flateyri og Jóhann Hafstein, dómsmálaráð- herra. Það er erfitt að ná tali af nokkrum manni á meðan mót ið stendur yfir, en þegar dans- leikurinn er byrjaður, förum við á stúfana. Á Flateyri hefur um langt ára bil starfað ungur og dugandi íþróttamaður, Emil Hjartarson. Hann er hár og spengilegur, íþróttalega vaxinn, enda staðið í stórræðum bæði sem keppandi og sem leiðbeinandi unga fólks- ins í íþróttum og félagsstarfi. Við spyrjum fyrst um íþróttafer il Emils. — Ég lagði fyrst og fremst stund á stökk og köst, spjótkast og hástökk. Ég verð að svara því játandi, að ég tel mig hafa náð þokkalegum árangri á lands byggðarmælikvarða og þó að ég næði aldrei íslandsmeti, átti ég nokkur Vestfjarðarmet í mínum greinum. Ég starfaði sem íþrótta kennari hjá Héraðssambandi Vestur-ísfirðinga eitt sumar um tveggja mánaða skeið, og fyrir þremur árum byrjaði sambandið á því að ráðamenn til þess að fara um svæðið og kenna íþrótt ir, og ég lenti í þessu fyrsta sumarið. — Héraðssambandið hefur reynt að stuðla að vaxandi íþróttalífi hér í sýslu og fyrir forgöngu þess var byrjað að halda íþróttanámskeið að Núpi í Dýrafirði, sem búin eru að ganga ágætlega hér í nokkur ár. Fyrsta námskeiðið var haldið 1958 og slík námskeið hafa verið haldin árlega síðan með mikilli þátttöku og þar eru þjálfaðar frjálsar íþróttir, leikir ýmiss konar, eins og knattleikir o.fl. Ég vil að það komi fram, að við höfum notið í þessu starfi mikillar aðstoðar og velvildar skólastjórnarinnar á Núpi. Við höfuð fengið þar afnot af húsa- kynnum fyrir lítið eða ekkert endurgjald, og ef sú aðstaða væri ekki fyrir hendi og sá velvilji, sem þar hefur verið, væri þetta ekki framkvæmanlegt. Auk námskeiðanna eru haldin sundnámskeið að Núpi á hverju vori, að vísu ekki á veg- um Héraðssambandsins, heldur fyrir forgöngu skólastjórans á Núpi. Hér í Vestur-ísafjarðar- sýslu eru ekki nema tvær sund- laugar. Það er laugin á Núpi og laugin á Kleifum hjá Suður- eyri, sem ekki er starfrækt nema örfáa daga eða vikur á hverju ári. Báðar eru litlar og ófullnægjandi, og ég tel að það, sem mest þyrfti að vinna að á næstunni í íþróttamálum okkar, sé að koma upp sundstöðum á fjörðunum. — Aðstaða til íþróttaiðkana hér í sýslu er ekki nógu góð. Eini völlurinn, sem til er í sýsl- unni, hann er á Núpi, eini völl- urinn, sem hefur verið gerður sem íþróttavöllur. Á hinum stöð unum er ekki um að ræða ann- að en opin svæði, sem eru þann- ig frá náttúrunnar hendi, að hægt hefur verið að nota þau til íþróttaiðkana, þó misjafnleg góð séu. — Þú spyrð um íþróttamanna efni hér á Vestfjörðum. Jú. íþróttamannaefnin eru sjálfsagt alls staðar fyrir hendi og ein- mitt í sambandi við okkar íþróttanámskeið á Núpi höfum við kannske uppgötvað menn, sem annars hefðu týnzt sem íþróttamenn. Hins vegar helzt okkur ekki alltof vel á þessu fólki. Þegar skólanum á Núpi sleppir, eru þessir krakkar um það bil 16 ára gamlir eða svo, og eru þá komnir á þann aldur þar sem vænta má einhverra afreka af þeim í íþróttum. En þá höfum við lítið sem ekkert samband við það nema aðeins yfir sumartímann og þá mjög stopult. Þessir krakkar fara í menntaskóla eða aðra skóla að vetrinum, og svo eru þau önn- um kafin allt sumarið við að vinna sér fyrir farareyri til skól ans næsta vetur. En þó að þau fari í þessa skóla, týnast þau ekki sem íþróttamenn því að þar er náttúrlega íþróttakennsla og önnur aðstaða fyrir hendi, sem heldur getunni við. Ég nefni sem dæmi, að í fyrra kom hér fram 16 ára piltur, sem við sendum á íslandsmótið og hann varð þar tvöfaldur meistari í sínum aldursflokki. Svona leyn ist þetta víða. Þessi piltur heitir Jón Sigurlaugsson frá Flateyri og varð meistari í 80 metra hlaupi og 200 metra hlaupi. Það fer ekkert á milli mála, að íþróttamannsefnin eru hér mörg ekki síður en annars staðar. Vestfirðingar eiga ekkert síðri íþróttamannaefni en aðrir lands hlutar. — Meginatriðið er að ná stöð ugu sambandi við þetta unga fólk og halda því í þjálfun og þá fyrst er hægt að finna þessi efni. Þau koma ekki fram öðru vísi, en leitað sé að þeim. En þau eru alls staðar til. Að þessw verkefni hefi ég reynt að vinna eins og ég hafði getu og gáfur til og ég er ákveðinn í því, að halda áfram að starfa hér í minni heimabyggð. Ég hefi trú á unga fólkinu og þótt fólk sé að fárast út af bítlatízkunni, held ég að það sé ekki annað en einhver útrás, sem unga fólk- ið þatf að fá og líður sennilega frá. Arngrímur Jónsson, skóla- stjóri héraðsskólans á Núpi, hef- ur starfað sem kennari við skól- ann um langt árabil og verið skólastjóri frá 1961. Arngrimur hefur tekið við menningararf- leifð þeirra séra Sigtryggs Guð- laugssonar og Björns Guðniunds sonar, sem hófu Núpsskóla til vegs fyrr á árum, og hefur rækt sitt hlutverk frábærlega vel Héraðsskólinn að Núpi er eitt helzta menntavígi Vestfirðinga og athygli hefur vakið, hve námsárangur hefur að jafnaði verið góður þar. Við víkjum tal- inu að skólamálum íslendinga og reynum að forvitnast um við- horf ungs skólamanns til fræðslumálanna í landinu. Arngrímur Jónsson. — Þetta er nú stór og viða- mikil spurning og erfitt að gera henni nokkur viðhlítandi skil stuttu máli. Þú nefnir landspróf- ið. Nei, ég tel að það sé alls ekki úrelt og eigi fullkominn rétt á sér. Það hefur verið að breytast eins og annað. Segja má, að í fyrstu, þegar landspróf ið var að mótast, var hægt að finna á því ýmsa vankanta og byrjunarörðugleikar komu í ljós en megin atriðið er það, að lands prófið er til hagræðis fyrir þá, sem í dreifbýlinu búa, og í öðru lagi hefur prófið sífellt verið að færast í það horf, að verið er að spyrja og leita að staðreynd um, sem nauðsynlegt er að al- menningur viti og bráðnauðsyn- legar fyrir alla þá, sem ætla sér eitthvað áfram í námi og dag- legu lífi. Nú er orðið minna um smáatriðin og naglaskap, sem örlaði á í upphafi prófsins, og það er orðið eðlilegra og heil brigðara en áður var. Þetta er til stórra hagsbóta fyrir okkur sem á landsbyggðinni búum, vegna þess að þetta er okkar eini möguleiki til þess að fá að gang og jafnrétti við aðra að menntaskólum og framhalds námi á því sviði í landinu. Við víkjum talinu að þeirri þróun, sem gætir æ meir í okk ar þjóðfélagi, en hún er sú, að landsbyggðin sér á eftir sínu unga námsfólki, sem heldur til framhaldsnáms í fjölbýlinu, það hlýtur sína menntun þar og sný, ekki aftur til sinna byggða. Flest ir taka að sér störf við sitt hæfi í fjölbýlinu og jafnvel erlendis og eftirtekja dreifbýlisins verð ur skortur á menntuðum mönn- um til að annast nauðsynlega þjónustu. — Já, þetta er þungur skatt' ur fyrir dreifbýlið, sem skila fullmenntuðu fólki til þéttbýlis íns, því að þar er starfið og starfssviðið fyrir það. Því miður höfum við ekki í þessum fá- mennu byggðum nógu fjölbreytt og margbreytileg störf að bjóða upp á því fólki, sem lokið hef- ur langskólanámi nema í mjög sröngum mæli. En svo að við víkjum aft- ur að prófunum sjálfum, sem við vorum að tala um, þá er það mikilvægt atriði í hvaða formi eiga landsprófin sjálf að vera, pað er spurning út af fyrir sig, hvort skólarnir eiga að minnka jann þrýsting í sambandi við prófin, sem átt hefur sér stað, eða hvort á að fela þeim sjálf- um að velja nemendur til menntaskólanáms. Það er ákaf- lega mikil ábyrgð og erfitt. Þetta er að vísu framkvæmt víða erlendis og skólarnir taka þessa ábyrgð á sig, að gefa nem- endum meðmæli til framhalds- náms. Það kann að vera, að prófverkefnið sé orðið nokkuð þungt í vöfum, og um það hefur verið leitað, að gera prófið ein- faldara og fækka t.d. lesgrein- um. í þessum efnum veltur á miklu starf nefndar, sem ríkis- stjórnin hefur þegar skipað, sem hefur það verkefni að gera at- hugun á skólamálum á íslandi og gera tillögur um framtíðar- og frambúðarskipun þeirra mála. Skólinn hlýtur að breyt- ast, þarfirnar fyrir skóla og kröfurnar til þeirra hljóta að breytast jafn ört og þjóðfélagið, sem við lifum f. Við erum alltaf að tala um að þjóðfélagið hafi tekið stórum stökkbreytingum á undanförnum áratugum, og það kann að vera, að skólinn hafi orðið á eftir og staðið mikið í stað, og svo vöknum við einn dag við það, að skólinn hefur staðnað en þjóðfélagið hefur haldið áfram, og bilið breikkar á milli skóla og þjóðfélags. Ég vænti mikils af þessari nefnd, sem ráðherra hefur nú skipað fyrir skömmu til að athuga á- standið í skólamálunum og úr- bætur þar um, og ekki sízt það, að athugun nefndarinnar á að gera tillögur til frambúðar, en ekki aðeins að leysa vandamálið í dag. — Það þarf að leysa vanda- málin til frambúðar, þannig að skólinn geti leyst þann vanda, sem skapast í breyttu þjóðfé- lagi og á breyttum tímum. Skól inn verður að vera í sífelldri endurskoðun og aðlögun að þvi þjóðfélagi, sem hann er að búa nemendur undir. Skólinn getur ekki verið eitt og þjóðfélagið annað, bil má ekki myndast þar á milli. ATHCGIB Þegar miðað er við útbreiðslu er langtum ódýrara að auglýsa i Morgunblaðinu en öðrum blöðum. Sumarkjólar Nýjar gerðir — ný myratur. Zantrel og Delset kjólar krónur 348/ Strigakjólar krónur 398/ Takmarkaðar birgðir/ , .nMéHnmdiiii.imiHi.HHMHiimfiHiimMiwiiionniT, .

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.