Morgunblaðið - 12.08.1966, Side 28
28
MORCUNBLAÐIÐ
1
Föstudagur 12. ágúst 1966
FÁLKAFLUG
EFTIR DAPHNE DU MAURIER
rðmbuðu á barminum, hlæjandi
og syngjandi. I>arna hafa sjálf-
sagt verið einir fimmtíu eða
hundrað. Mér fannst ég vera svd
lítill og svo einmana. En allt
í einu kom bíll, með blæstri og
hávaða úr áttinni frá háskólan-
um. Stúdentarnir viku til beggja
handa, til að hleypa honum
áfram. Einn pilturinn missti jafn
vægið og datt niður í skálina.
Múgurinn rak upp hláturöskur,
og þegar sá, sem náð hafði í
mig, fór að taka þátt á hávað-
anum, losaði hann takið á mér.
Ég hleyþti mér í kút og reif
mig lausan. Bíllinn hélt hægt
áfram. !>að var þessi Alfa-
Romeo, með Aldo við stýrið. En
hjá honum, veifandi hendi og
brosandi til stúdentanna, sem
dreifðu sér, er þeir sáu hann,
var sjálfur deildarstjórinn í V
og_H, Elia prófessor.
Ég flýtti mér út úr hópmun
og inn í smugu, sem lá frá Ross-
ini-götu yfír í Draumagötu. Hér
var allt með kyrrð. Enginn var
þarna á götunni nema einn ein-
mana köttur, sem stökk upp á
garðvegg, er hann sá mig. Ég
opnaði hliðið gekk stíginn að
dyrunum og hringdi. Dyrnar
opnuðust eftir nokkra stund —
það var stúlkan, sem hafði bor-
ið fram matinn kvöldinu áður.
— Frú Butali við? spurði ég.
■— Því miður, herra minn, frú
in er ekki heima. Hún fór til
Rómar snemma í morgun.
— Ég glápti á hana eins og
bjáni. —T. Til Rómar? Ég hélt
ekki, að hún ætlaði þangað fyrr
en seinna í vikunni.
Það hélt ég heldur ekki.
En ég fann, að hún var farin,
þegar ég kom, eldsnemma í
morgun. Hún skildi eftir miða
til- mín, iþar sem sagði að hún
hefði orðið að fara fyrirvara-
laust. :
— Hef.ur prófessornum þá
versnað?
—r Það hef ég enga hugmynd
um. Húrt nefndi það ekkert.
. Ég leit framhjá henni og á
tómt húsið. Sökum fjarveru frú
arinnar skorti það þegar alla
hlýju og alla töfra.
— Þakka yður fyrir, sagði ég.
— _Það eru engin skilaboð. '
Ég gekk svo alla löngu leið-
ipa heim til mín en forðaðist
Lífstorgið. Á þessari leið voru
engir stúdentar á ferli, og þeir
sem eg hitti, voru bara venju-
legir borgarar sem voru á ferð
f 'eigin érindum. Þegar ég kom
í fMíkjálsgötu, sá ég, að dyrnar
á :rir.' 24 Voru fullar af fólki.
Þar yar Gino, Mario og einn eða
t’imir aðrir og svo var þarna
jPáolo Pasquale og systir hans.
Þégar hún sá mig, hljóp hún til
og greíp í aðra höndina á mér.
Hefuíðu heyrt það nýj-
’ asta? sagði hún.
Ég andvarpaði. Kemur enn,
hugsaði ég. — Ég hef víst ekki
heyrt neitt annað í allan dag,
sagði ég, — jafnvel bækurnar í
hillunum voru fullar af því.
Það hefur verið brotizt inn í
kvenstúdentagarðinn og allar
stelpurnar eru óléttar.
— Nú, það? Hver kærir sig
um það. Ég vona, að ungfrú
Rizzio eignist tvíbura..... Nei,
það er annað. Formaður Lista-
ráðsins hefur boðið eins mörg-
um V og H-stúdentum og það
vilja, að taka þátt í hátíðinni —■
og þetta á að vera sama sem
yfirlýsing hans um, að hann
kenni ekki okkur um þetta, sem
gerðist í nótt. Elia prófessor hef
ur tekið boðinu fyrir okkar
hönd, og svo á að verða fundur
í kvöld, í gamla leikhúsinu við
Meratotorgið. Við förum öll héð-
an og þú verður að koma með
okkur.
Hún leit á mig brosandi. Og
nú kom bróðir hennar líka. —
Æ, komdu, sagði hann. — Eng
inn veit, hver þú ert. Þetta er
viðburður, sem enginn ætti að
missa af. Við erum öll æst í að
heyra, hvað Donati prófessor hef
ur að segja.
Mér fannst ég þegar vita,
hvað það mundi verða.
13. kafli.
ÞaS átti að opna leikhúsdyrn-
ar klukkan níu. Við átum fyrst
kvöldverð hjá Silvani, og lögð-
um síðan af stað stundarfjórð-
ungi fyrir níu. Lífstorgið var
þegar alþakið stúdentum, sem
komu út öllum áttum inn á torg
ið, og héldu nú áfram í einni
fylkingu eftir Leikhúsgötu til
leikhússins jálfs. Ég missti brátt
sjónar af Gino og félögum hans,
en Pasquale-systkinin gættu
þess vel og verða ekki viðskila
við mig, en gengu sitt hvorum
megin við mig og mér fannst
ég vera eins og leikbrúða, sem
borin væri áfram. Þetta leikhús
hafði aldrei verið mikið notað
í tíð föður míns. Stundum voru
haldnir þarna hljómleikar og
söngverk uppfærð, svo var
kannski upplestur hjá einhverju
bókmenntagoði — en að öðru
leyti stóð það þarna, sem minn-
isvarði yfir húsameistarann, lítt
þekktur af ferðamönnum og
jafnvel sjálfum borgurunum í
Ruffano. En í dag, að því er
Pasquale-systkinin tjáðu mér,
var allt þetta orðið breytt. Svo
var rektornum og Listaráðfor-
manninum fyrir að þakka, þá
var leikhúsið nú í notkun allt ár
ið um kring. Þar voru fyrirlestr
ar, leikir, hljómleikar, sýningar
og jafnvel dansleikir innan
þessara virðulegu veggja.
Þegar við komum, beið þétt-
| skipaður hópur eftir að komast
J inn. Paolo var þar í hópnum, ein
beittur á svip, að reyna að oln-
boga sig áfram, en við Caterina
fylgdum í kjölfar hans. Þetta
var góðlyndur hópur, skrafandi
og hlæjandi og ýtti okkur á
móti, og ég velti því fyrir mér,
hvernig þetta vonda skap frá
því fyrir skömmu, hefði tekið
svona mikilli breytingu, en þá
mundi ég, að þarna voru engir
andstæðingar — þetta voru allt
VogE
Nú var lostið upp miklu ópi
þegar dyrnar voru opnaðar, og
Paolo, sem hélt í handlegginn á
mér, dró mig og Caterinu litlu
með valdi inn um dyrnar. —
Ekki missir sá, sem fyrstur fær,
kallaði einhver þarna úti í dyr-
unum. — Þeir, sem fyrstir verða
inn, nái sér í sæti og haldi í
það.
Salurinn var sem óðast að
fyllast, og skellirnir í sætunum,
þegar þeim var smellt niður,
bergmáluðu við loftið, en svo
hvarf þetta alveg fyrir stúdent-
unum, sem voru uppi á leiksvið
inu. Þeir voru vopnaðir gítör-
um, trumbum og hvers kyns
hrossabrestum og sungu dægur-
lög dagsins, við miklar undir-
tektir áheyrenda, sem skemmtu
sér prýðilega.
□--------------□
39
□--------------D
— Hvað stendur til? spurði
Paolo einn stúdent, sem var að
dansa í ganginum hjá okkur. —
Ætlar enginn að halda ræðu?
— Spurðu ekki mig, svaraði
unglingurinn og hélt áfram
dansi sínum. — Við erum boðin
og meira veit ég ekki.
— Hver er að súta það? Við
skulum bara njóta þess, eins og
bezt gengur, hló Caterina, og
svo fór hún að dansa fyrir fram
an mig, með óvæntum yndis-
þokka.
Ég átti að vera þrjátíu ára á
næsta afmælisdegi mínum og
mér fannst ég ekki vera yngri.
Þegar ég var stúdent í Torino
hafði ég dansað hvað sem fyrir
kom eins og hver annar, en það
var fyrir ellefu árum. Farar-
stjóri fær enga æfingu í hinum
göfugri listum. Ég ruggaði mér
fram og aftur til þess að verða
ekki alveg að kvikindi innan um
þessa samkomu, en ég vissi vel,
að hreyfingar mínar voru stirð-
legar. Fyrirgangurinn þarna var
óskaplegur. Öllum virtist sama
um allt. Mér hló hugur er mér
datt í hug, að Carla Raspa hefði
sjálfsagt líka haft gaman af
þessu, hversu mjög sem hún þótt
ist fyrirlíta V og H-stúdentana,
en ég gat engan séð þarna inni,
sem gæti hugsanlega verið úr
kennaraliðinu. Þetta voru allt
stúdentar og óhæfilega ungir.
— Sjáðu, sagði Paolo allt i
einu. — Þetta hlýtur að vera
Donati sjálfur? Hann sem tekur
þarna við trommunum!
Ég sneri baki að leiksviðinu
og var að reyna að fylgjast með
dansi systur hans, en við þessi
orð Paolos, sneri ég mér við.
Þetta var eins og hann sagði.
Aldo hafði sýnilega komið inn
á pallinn, án þess að nokkur
tæki eftir og hafði nú tekið sæti
stúdentsins með trumburnar, og
lamdi nú á þær eins og snill-
ingur. Gítarleikararnir og þeir,
sem voru með hrossabrestina
sneru sér nú að honum, og söng
urinn og ópin færðust í aukana,
svo að ekki heyrðist mannsins
mál, og áheyrendurnir, sem sáu,
hver þetta var, klöppuðu í hrifn
ingu og færðu sig nær pallinum.
Ekkert hefði getað verið ólíkara
inngöngu hans í hertogahöllina,
sem ég hafði horft á á laugardag
inn. I kvöld voru engin blys, eng
inn lífvörður, ekkert dularfullt
Aldo gaf fjandann í stöðu sína
og blandaði sér in í stúdentahóp
inn. Framkoma hans og tímasetn
ing voru hárnákvæm. Ég fór að
hugsa um, hvenær og hvernig
hann hefði fengið þessa hug-
mynd.
— Þú skilur, sagði Caterina,
— við höfum öll vanmetið hann.
Ég hélt, að hann væri hátt upp
yfir allt hafinn, eins og hinir
prófessorarnir. En horfðu nú
bara á hann........ horfðu bara!
Hann gæti eins vel verið ein-
hver okkar.
- Ég vissi, að hann var ekki
raunverulega gamall, sagði
Paolo. — Og hann er nú heldur
ekki orðinn meira en fertugur.
En þetta hlýtur að vera af því
að við höfum aldrei haft neitt
samband við hann og hann hef-
ur verið alveg fyrir utan okkar
hóp.
— En hann er núna í okkar
hóp, sagði Caterina, — sama
hvað hver segir.
Hraðinn í tónlistinni fór vax-
andi og allir áheyrendur vögg-
uðu sér og dilluðu eftir hljóð-
fallinu. En svo þegar hámarks-
hraðanum var náð, kom loka-
sveiflan. Tónlistin steinþagnaði.
Aldo gekk fremst fram á pallinn
og einn gítarleikarinn var kom-
inn með stól handa honum án
þess, að ég vissi hvaðan.
— Jæja, þið öll saman! sagði
Aldo. — Ég er búinn. Nú skul-
um við tala saman.
Hann hneig niður í stólinn og
þerraði á sér ennið. Hlátur og
samúðarkliður heyrðist frá
áheyrendunum. Hann brosti og
leit upp, en benti síðan þeim,
sem stóðu eða sátu á fremstu
bekkjunum að koma nær og
safnast kring um sig. Ég tók eft
ir því, að dregið hafði úr birt-
unni í salnum ,og eitthvert óséð
ljós varpaði birtu á andlit hans
og svo á þá, sem næstir honum
stóðu. Aldo notaði engan hljóð-
nema. Hann talaði hátt og skýrt,
en það gat ekki á neinn hátt
kallast upplestur. Það var rétt
eins og hann væri að skrafa við
þá sem næstir honum stóðu.
— Við ættum að gera þetta
oftar, sagði hann, og var enn
að þerra á sér enni. — En gall-
inn er bara sá, að ég hef svo
nauman tíma. Það er allt í lagi
fyrir ykkur, því að þið getið
sleppt ykkur hvenær sem þið
viljið og um helgar — þar er
ég ekki að tala um það, sem gerð
ist í gærkvöldi — það tölum
við um seinna — en fyrir aum-
ingja með magasár eins og sjálf
an mig, sem eyði hálfum degi
í að karpa við tuttugu árum
eldri prófessora, sem þumbast
við og vilja ekki gera Ruffano
og háskólann svolítið nýtízku-
legri — þá verður aldrei tæki-
færi til að leppa sér. Einhver
verður að rísa upp í þessum ryk
fallna háskóla, og það ætla ég
að gera, allt þangað til ég verð
rekinn.
Nú glumdu við hlátrasköll, en
hann leit bara kringum sig og
lézt vera hissa.
— Nei, mér er fúlasta alvara,
sagði hann. — Ef þeir gætu losn
að við mig, mundu þeir gera
það. Alveg eins og þeir mundu
vilja losna við ykkur — öll þessi
fimmtán hundruð, eða hvað þið
nú eruð — ég hef ekki tölurnar
hjá mér, en það mun láta nærri.