Morgunblaðið - 15.09.1966, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.09.1966, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 15. sept. 1966 Lokið við malbikun Reykjanesbraufar í gœr IttalbEkunm olh umferðartruflun- um — Gatðn aftur orðin greiðfær UNNIÐ hefur verið að því uiuianfarna daga að bera nýtt “'slitlag á Reykjanesbraut, og varð af þeim sökum að loka þess ari fjölförnu götu. Þetta olli talsverðum umferðatruflunum, þar sem ökumenn sem voru á leið úr Fossvogi, Kópavogi og Hafnarfirði áttuðu sig ekki strax á að fara næstu hliðar- götur í Fossvoginum, en reyndu I í stað þess að aka Reykjanes- brautina eftir sem áður. Þurfti vélhjólamenn umferðalögregl- unnar því alloft að leysa úr um ferðahnútum, sem þarna höfðu myndazt, fram eftir hádegi, en | síðari hluta dags í gær, höfðu | allflestir áttað sig á ástandinu á Reykjanesbrautinni, og urðu | þá minni brögð að því, að þar 1 sköpuðust vandræði. Lokið var endanlega við mal bikunina á Reykjanesbraut síð- ari hluta dags í gær, og í gær- kveldi var lokið við að mála götuna. Er því öllum fram- kvæmdum við götuna lokið, og ekki hljótast meiri vandræði af völdum umferðar þar. 1 dag er unnið að því að malbika Lang- holtsveginn, en því næst verð- ur tekið til við Laugaveginn á kaflanum milli Hallarmúla og Höfðatúns. Kvöldvaka Kosningar til ASI hefjast nk. laugardag — Kosnir verða um 370 fulltrúar KOSNINGAR ‘til Alþýðusam- bandsþings hefjast næstkomandi laugardag 17. þ.m. og ljúka á mið nætti sunnudaginn 9. okt. Kosnir verða um 370 fulltrúar frá 136 félögum viðs vegar að af land- inu, þar af frá 35 félögum í Reykjavík. — Á síðasta þingi sátu 369 fulltrúar, svo að full- trúatalan nú verður svipuð og þá. Fulltrúakosningin fer fram með tvennu móti, ýmist með allsherjaratkvæðagreiðslu sem stendur yfir í tvo daga, minnst 8 klukkustund’.r hvorn dag, eða með fundarkosningu. Aðalreglan sem gildir um kjör fulltrúanna, er að 1 fulltrúi er kosinn fyrir hverja 100 meðlimi, en hvert félag innan Alþýðusam- bandsins fær þó fulltrúa á þingið, þótt það nái ekki áðurgreindrl méðlimatölu. V Stærstu samtökin sem kjósa fulltrúa á þingið eru Landssam- band íslenzkra verzlunarmanna, Verkamannafélagið Dagsbrún, Sjómannasamband fslands, Iðja, félag verksmiðjufólks í Reykja- vík og Verkakvennafélagið Fram sókn, og utan Reykjavíkur Iðja á Akureyri, Verkamannafélagið Eining á Akureyri, Verkakvenna félagið Framtíðin í Hafnarfirði og Verkamannafélagið Hlíf í Hafnarfirði. Tvö verkalýðsfélög í Reykja- vík, Iðja og Félag járniðnaðar- DJÚP lægð fyrir sunnan land ið olli fárviðri á Stórhöfða í fyrrinótt, en með morgninum lægði mjög á þeim slóðum, þó að sunnan við lægðina væri ennþá rokhvasst. Lægðin átti að halda áfram austur, en ný lægð var fyrir vestan Græn- land og færðist hún heldur nær. Heldur var kalt á landinu í gærmorgun, snjór í Esju, og á Hveravöllum var frost, þótt strekkingsvindur væri. Veðurhofur í gærkvöldi: Búast má við næturfrosti um allt land. Suðvesturland til manna auglýstu eftir framboðs- listum til fulltrúakjörs s.I. sunnu dag og var framboðsfrestur hjá báðum aðilum útrunnin s. 1. þriðjudag. Kom aðeins einn listi fram, listi stjórnar og trúnaðar- mannaráðs og verður því sjálf- kjörið. Iðja kýs 18 fulltrúa á þingið og Fél. járniðnaðarmanna 5 fulltrúa. í Alþýðusambandinu munu nú vera um 35 þús. meðlimir. OLÍUFÉLÖOIN þrjú auglýsa í dagblöðunum í dag, að nýjar reglur hafi verið settar varðandi söluskilmála oliuíélaganna. Seg- ir í auglýsingunni m. a., að öll smásala frá olíustöðvunum skuli í framtiðinni fara frarn gegn stað greiðslu. Sé um félög eða fyrirtæki að ræða, sem hafi mmnzt fimm bif- reiðar eða tæki, er heimilt að selja gegn mánaðarviðskiptum. enda sé greitt aukagjald, sem nemi kr. 25.00 fyrir hverja af- greiðslu, vegna vinnu við inn- heimtu og bókhald. Ennfremur segir að ö)I sala til búsakynding- Vestfjarða og miðin: NV- eða N-gola og léttskýjað til fyrramáls þykkna upp með sunnankalda síðdegis. Norð- urland til Austfjarða, N-mið og NA-mið: gola eða kaldi og víða skýjað í nótt, hæg- viðri og léttskýjað á morgun. Austfjarðamið: NA-kaldi, skýjað, en úrkomulítið. Suð- austurland og miðin: N- og NV-kaldi léttskýjað. Horfur á föstudag: S- og SV-átt, bjartviðri en Norð- anlads og austan, þokuloft og dálítil rigning á suður og Vesturlandi. Isl.-omeríska félogsins í KVÖLD kl. 20.30 heldur fs- lenzk-ameríska félagið og Ameri can Field Serivce á íslandi kýnn ingarkvöld í Tjarnarbúð. Ungl- ingar, sem dvöldust á vegum AFS í Bandaríkjunum munu þar segja frá dvöl sinm og sýna lit- skuggamyr.dir. Síðan verður kaffidrykkja. Aðgangur er heim- ill öllum félögum í AFS og ís- lenzk-ameriska félaginu og er þeim heimiit að taka með sér gesti. Er þetta fyrsti fundur á vetrardagskrá félagsins. Stolið sælgæti í FYRRINÓTT var framið inn- brot í Tónabíó, brotizt inn við aðalinnganginn. Var þar stolið sælgæti fyrir 1500—2000 kr. ar skuli fa’-a fram gegn stað- greiðslu, e.l ef viðskiptamaður- inn greiðir ekki við afhendingu vörunnar af einhverjum ástæð- um skuli reikna sérstakt auka- gjald kr. 100 00 fyrir hverja af- hendingu, af sömu ástæðu og í fyrra tilfollinu að því er segir í auglýsingunni. Ástæðan fyrir þessum nýju reglum er, að álagnmgin á þær vörur sem olíufélögin selja hafi verið þannig að hún hafi tæp- lega staðið undir kostnaði við innflutning og dreifingu. Hafi leitt til þess að olíufélögin hafi stöðugt orðið að leita til við- skiptabanka sinna um aukin lán til þess að standa undir aukn- um innflutningi og hækkandi kostnaði. Þessa þróun hafi við- skiptabankainir talið óæskilega og hættulcga. og þvi er gripið til þessa ráða. Starlighterilug- banni aflétt Bonn, 14. sept. — NTB. t HINN nýi yfirmaður flug- hers V-Þýzkalands, Johannes Steinhoff, hefur aflétt banni á lágflugi og náttflugi Starfighter- þotanna, að því er landvania- ráðuneytið v-þýzka tilkynnti i dag. Bann þetta setti Kai Uwe von Hassel, landvarnaráðherra, i júlí sl. vegna hinna tíðu slysa er urðu með flugvélum þessarar gerðar. Alls hafa 61 Starfighter vél hrapað frá því 1961 og 36 flugmenn hafa týnt lífi. Talsmaður flughersins lét svo um mælt í dag, að Steinhoff, hershöfðingi, hefði ákveðið að aflétta banninu sökum þess, að flugmenn Starfighter-véla þyrftu á að halda þjálfun vi'ð hvers konar skilyrði, til bess að fá staðizt kröfur Atlantshafsbanda lagsins. Olíufélögin taha upp staðgreiðsluviðshipti Mólverhasýning ó Dalvíh GARÐAR Iyiftsson opnaði mál- verkasýningu hinn 10. þ.m. í Barnaskólahúsinu á Dalvík. Á sýningunni er mikill fjöldi mynda víðs vegar að af landinu og málaðar á alllöngu árabili. Á þriðja liundrað manns hafa skoðað sýninguna og yfir 20 myndir hafa selzt. Sýningm verður op:n til sunnudagskvölds 18. september k). 14—22 dag hvern. — Sv. P. Jökulgilskvíslin brúuð við Landmannalaugar HELZTI farartálminn á Fjalla- baksleið nyrðri er Jökulgilkvlsl- in við Landmannalaugar, sem getur verið æði viðsjál. í sumar hefur verið komið á hana brú. Er sjálfri brúarsmíðinni lokið, en óvíst hvort búið er að fylla upp að brúarendum og opna hana. Brúin er 37 m. á lengd og liggur yfir á klettahafti, rétt neð an við hraunnefið, þar sem venju lega er farið á vaði yfir að sælu- húsinu í Landmannalaugum. Mbl. fékk þær upplýsingar hjá Helga Hallgrímssyni, verkfræð- ingi hjá Vegagerðinni, að þetta sé stálbitarbrú, sem flutt var austur í þrennu lagi. Stálbitarnir voru smíðaðir í bænum, en brúin sett saman á staðnum og dregin yfir. Var brúarflokkur í Land- mannalaugum og lauk smíði sjálfrar brúarinnar fyrir hálfum mánuði. Fjallabaksleið nyrðri er talin hugsanleg varaleið í Skaftafells- sýslurnar, ef Katla yrði illvíg og lokaði venjulegri leið. Gæti Jökulgilkvíslin þá orðið erfið, þar sem botn er mjög ótryggur, og hefur hún því verið brúuð. Auk þess er þetta mjög vinsæl ferðamannaleið, bæði að sælu- húsi Ferðafélagsins í Landmanna laugum, þangað sem ferðafólk hefur oft orðið að ganga utan í erfiðum sneiðingi með farangur sinn vegna árinnar, og eins ef farið er lengra, í Eldgjá. För Gemini 11 gengur veS: Náöu mestu jarðfirrð mannaðs geimfars Kennedyhöfða, 14. sept NTB-AP Geimför Gemini 11 hefnr gengið að óskum og var líð- an geimfaranna Pete Con- rads og Richards Gordons ágæt, er síðast fréttist. í dag stýrðu þeir geimfarinu í mestu jarðfirrð, sem nokkurt mannað geimfar hefur náð til þessa, eða 1367 km. Er það næstum tvöfalt fyrra metið, sem var 790 km. Geim fararnir létu í ljós mikla hrifningu yfir útsýninu úr þessari miklu hæð. Þegar geimfarið var aftur komið niður í 296 km. hæð opn- aði Gordon það, stakk höfði og herðum út og tók litmyndir af himni og jörð, skýjamyndunum og stjörnuþyrpingum. Eftir að Gemini 11 hafði farið gegnum hið svonefnda Van Allen geisla- belti, tilkynnti Conrad, að geisl unin þar væri miklu minni en talið hafði verið — og geim- farinn John Young, sem tók við upplýsingum frá Conrad lét svo um mælt, að helzt væri á Con- rad að heyra, að það væri hættu minna en venjuleg gegnumlýs- ing. Líðan geimfarana var ágæt í dag og allt virtist í bezta lagi — utan hvað Conrad kvartaði um, að svo virtist sem fitu- eða ryk- lag væri á rúðunni og sæi hann því heldur illa út úr geimfarinu. Gordon ætlaði að reyna að þurrka af rúðunni, þegar hann fór út til að mynda — en taug- in, sem hann var bundin með, reyndist of stutt. Geimförinni lýkur á morgun. fimmtudag. Gursel Iótinn Ankara, 14. sept. — AP GEMAL Gursel, fyrrum forseti Tyrklands, lézt í dag í Ankara eftir langvarandi veikindi. Hann var sjötugur að aldri. Gursel fék slag í upphafi þessa árs og var í byrjun febrúar sl. fluttur rænulaus til Washington þar sem hann lá um skeið í Walter Reed herspítalanum. Komst hann aldrei til meðvitund ar. Þegar ljóst var að honum yrði ekki hugað líf var annar herforingi, Cemdet Sunay, skip- aður forseti Tyrklands. Gursel komst til valda í Tyrk landi eftir byltinguna 1960 og varð þá leiðtogi herforingjaráðs ins, sem fór með völd í landinu um hríð. í kosningum, sem fram fóru í október 1961, var nann kjörinn forseti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.