Morgunblaðið - 15.09.1966, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLADIÐ
Fimmtudagur 15. sept. 1966
Þessi mynd er tekin á fyrsta fundi Hagráðs hinn 3. ágóst sl. Á myndinni eru eftirtaldir menn taldir frá vinstri: Örn Steinsen, Hermann Guðmundsson, Ingi-
mundur Erlendsson, Snorri Jónsson, Ottó Schopka, Sigurður H. Egilsson, Guðmundur H. Garðarsson, Björn Þórhallsson, Magnús Jónsson, fjármálaráðherra,
Gylfi Þ. Gísiason, viðskiptamálaráðherra, formaður ráðsins, Jónas H. Haralz, ólafur Björnsson, Magnús Brynjólfsson, Gils Guðmundsson, Júlíus Valdimarsson,
Björgvin Sigurðsson, Jónas Guðmundsson og Jón Sigurðsson. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.)
Skýrsla Efnahagsstofnunarinnar til Hagráðs
1. Inngangur.
SAMKVÆMT __ lögum um Fram-
kvæmdasjóð fslands, Efnahags-
stofnun og Hagráð, sem sett voru
á síðasta Alþingi (nr. 66, 13. maí,
1966), skal Efnahagsstofnunin
leggja fyrir ráðið almenna
skýrslu um ástand og horfur í
efnahagsmálum tvisvar á ári. Sú
skýrsla, sem hér fer á eftir, er
hin fyrsta sem lögð er fram til
fullnægingar þessu ákvæði. Ber
því að nokkru að líta á hana
sem tilraun um form og fram-
setningu, og má vænta þess, að
í framtíðinni verði skýrslur þess-
ar fyllri en nú er, a.m.k. önnur
hinna tveggja skýrslna hvers
árs. Sú leið hefur verið valin að
láta þessa skýrslu fjalla fyrst
og fremst um þróun þjóðar-
framleiðslu og þjóðartekna,
skiptingu þeirra og ráðstöfun.
Á hinn bóginn mun skýrslan
ekki sérstaklega fjalla um þró-
un fjármála ríkisins, peninga-
m'ája né gjaldeyrismála. Er æt.l-
unin, að þeim málum verði gerð
skil i væntanlegri október-
skýrslu, enda munu þá liggja
fyrir endanlegar upplýsingar um
niðurstöður ríkisreikninga fy.-ir
árið 1965 og frumvarp til fjár-
laga fyrir árið 1967.
Skýrsla þessi er samin í Efna-
hagsstofnuninni og byggð á gögn
um, er stofnunin hefur safnað
og unnið úr, að því er varðar
þróun þjóðarframleiðslu, vecð-
mætaráðstöfunar, tekna og
launa. Töflur um peningamál,
greiðslujöfnuð gagnvart útlönd-
um og gjaldeyrismál hefur
Seðlabankinn lagt fram. Um fjól
mörg efnisatriði er byggt á heim-
ildum Hagstofu íslands, einkum
að því er varðar verðlagsþróun,
en einnig í mörgum öðrum
greinum, þar sem heimildir
Hagstofunnar fléttast saman
við annað skýrsluefni.
Skýrsla þessi fjallar um nú-
verandi ástand efnahagsmála og
þann þróunarferil síðustu ára,
sem hefur leitt fram til þess.
Þær þróunarstefnur, sem nú eru
ríkjandi í efnahagsmálum, hafa
flestar verið að verki að meira
eða minna leyti frá því um 1960
Nær því lýsing þróunarinnar
yfirleitt aftur til þess árs.
Slík skýrsla, sem tekur yfir
hin þýðingarmestu meginatriði,
svo sem þjóðarframleiðslu, þjóð-
artekjur og ráðstöfun þeirra, at-
vinputekjur launþega o. s. frv.,
hlýtur að talsverðu leyti að
byggjast á áætlun og fyllingu í
eyður fyrirliggjandi heimilda
Einkum á þetta við um alira
síðustu árin. Þrátt fyrir miklar
framfarir á undanförnum árum
stendur gerð hagskýrslna og
þjóðhagsreikninga hér á landi
því miður enn langt að baki því,
sem nú tíðkast meðal þróaðra
iðnaðarlanda.
Framsetning skýrslunnar verð-
ur með þeim hætti, að fyrst
verður lýst þróun þjóðarfram-
leiðslu og þjóðartekna og rakið
í megindráttum, hvernig at-
vinnuvegirnir hafa þróazt. Þá
verður lýst þróun atvinnutekna
launþega, kaupgjalds og verð-
lags og ráðstöfun þjóðartekna til
neyzlu og fjármunamyndunar.
Allt eru þetta jafnframt þýð-
ingarmikil atriði til skýringar á
þróun þjóðarframleiðslu, þjóðar-
tekna og aðstöðu landsins út á
við. Þá verða raktir helztu
drættir stefnu og stjórnar efna-
hagsmála og leitazt við að setja
fram helztu niðurstöður um
ástand og horfur þeirra mála,
eins og nú horfir við.
2. Hagvöxtur.
Vöxtur þjóðarframleiðslu og
þjóðartekna hefur verið ör síð-
ustu árin. Að meðaltali hefur
ársvöxtur þjóðarframleiðslu
numið 5.5% frá 1960 til 1965 og
vöxtur þjóðartekna 7.6%. Sé árið
1961 ekki talið með, en á því ári
dró hið langa verkfall mjög úr
vexti framleiðslu, er vöxturinn
enn örari. Fást þá ársmeðaltöiin
6.4% fyrir þjóðarframleiðslu og
8.2% fyrir þjóðartekur frá 1961
til 1965. Fiskveiðar og 'isk-
vinnsla, sem hafa aukið fram-
leiðslu sína um 8-9% að jafnaði
síðustu fimm árin, hafa átt i ik-
astan þátt í þessari aukningu
ásamt byggingarstarfsemi og
mannvirkjagerð, sem aukizt
hafa um næstum 10% að jafnaði
umliðin fimm ár. Aðrar atvinnu-
greinar hafa átt breytilegu gengi
að fagna, en þó skilað drjúgum
hluta til aukningar framleiðsl-
unni.
Viðskiptakjör þjóðarinnar út
á við biðu verulegan hnekki
árið 1960 vegna mikils verðfalls
á lýsi og mjöli, en náðu sér aft-
ur árið eftir. Síðan héldustu þiu
lítið breytt fram til ársins 1964
Árin 1964 og 1965 hefur hins
vegar orðið mjög mikil og al-
menn hækkun útf lutningsverð -
lags, eða 10-12% hvort árið. Á
sama tíma hefur verðlag inn-
flutningsins a8eins hækkað lítil-
lega. Það er þessi sérstaka og
óvænta hækkun á verðlagi út-
flutningsins, sem hefur valdið
því, að þjóðartekur hafa aukizt
meira en þjóðarframleiðsla. Eng-
in önnur þjóð í Vestur-Evrópu
mun á þessu tímabili hafa notið
slíks bata í viðskiptakjörum,
enda byggist hann á sérstökum
aðstæðum í framleiðslu fiskaf-
urða.
Sé árangrinum í vexti fram-
leiðslu og tekna deilt með aukn-
ingu fólksfjölda, sem numið hef-
ur um 1.8% á ári, kemur í ljós,
að frá 1960 til 1965 hefur fram-
leiðsluaukningin á mann verið
3.7% á ári, en aukning þjóðar-
tekna á mann 5.7% á ári að jafn-
aði. Sé árinu 1961 sleppt úr,
verður aukning þjóðarfram-
leiðslu á mann til jafnaðar 4.6%
á ári frá 1961 til 1965, en aukn-
ing þjóðartekna 6.3%.
Hagvöxtur síðustu ára hér á
landi er öflugur, hvort sem mið-
að er við fyrri tímabil hér á
landi eða við önnur lönd á sam-
bærilegu skeiði hagþróunar. Á
áratugnum 1950 til 1960 var
vöxtur þjóðarframleiðslu hér á
landi 4.4% á ári að meðaltali,
og var það fullt eins mikið og í
öllum þorra Vestur-Evrópulanda
á sama tímabili. En á fyrri hluta
áratugsins 1950-1960 var efna-
hagslíf landsins að rétta við eftir
þann mikla afturkipp, sem að-
lögun að nýjum aðstæðum að
styrjöldinni lokinni- hafði í för
með ' sér. Skapaði þetta, ásamt
mikilli aukningu varnarliðs-
vinnu á árunum 1953-1955, skil-
yrði fyrir óvenju örum hagvexti
um nokkurra ára skeið. Á síðari
helmingi áratugsins var vöxtur-
inn hins vegar mjög hægur, og
hægari en í nokkru öðru landi í
Vestur-Evrópu. Á árunum
1955-1960 jukust þjóðarfram-
Fyrri hluti
leiðsla og þjóðartekjur á mann
um 1% á ári til jafnaðar á sama
tima og þær jukust um
3—4% í flestum öðrum
löndum í vesturhluta álfunnar.
Samanburður við þróun ann-
arra landa á undanförnum fimm
árum reynist fslendingum hins
vegar hagstæður. Sé litið yfir
öll árin frá 1960 til 1965 er vöxt-
urinn hér heldur meiri en í
nokkru öðru iðnþróuðu landi
innan vébanda Efnahags- og
framfarastofnunarinnar, að Jap-
an undanteknu. Sökum þess að
fóíksfjöldi eykst hér á landi
hraðar en víðast hvar annars
staðar, er vöxturinn á mann
hins vegar svipaður og yfirleítt
gerðist í þessum löndum. Sé ár-
inu 1961 sleppt úr samanburðin
um og litið yfir árin frá 1961 til
1965, að því er ísland varðar, er
bæði heildarvöxtur og vöxtut á
mann mun hraðari en í nokk’*u
hinna iðnþróuðu aðildarríkja
Efnahags- og framfarastofnunar
innar öðru en Japan. Upplýsitig-
ar um þróun þjóðartekna ann-
arra landa á þessu tímabili
liggja ekki á lausu, en eins og
að framan greinir, mun engin
þeirra þjóða, sem hér hafa verið
tengdur þvi, að tekizt hefur að
notið_ slíks bata viðskiptakjara,
sem íslendingar hafa notið, og er
ekki ástæða til að ætla, að nokk-
ur teljandi mismunur sé á þróun
þjóðarframleiðslu þeirra og
þjóðartekna.
Hagstæðar sveiflur fiskistofna
ásamt hagnýtingu nýrrar tækni
við fiskveiðar hafa ráðið úrslit-
um um það, að íslendingar hafa
á undanförnum árum náð óvenju
miklum árangri í efnahagsstarf-
semi sinni. Á hinn bóginn er
þessi árangur eins og hjá óðr-
um þjóðum Vesturálfu einnig ná
tengdur því, að tekizt hefur að
framfylgja stefnu í efnahagsmál-
um, er veitt hefur frjálsræði og
stuðlað að samkeppni í athöfn-
um og viðskiptum, samfara
nægri atvinnu og stöðugleika í
greiðsluviðskiptum við önnur
lönd.
3. Hagur
atvinnuvega.
Meginundirstaða velgengni
undanfarinna ára er í sjávarút-
vegi, enda þótt velflestar aðrar
atvinnugreinar hafi fylgt í kjöl-
far hinnar miklu aukningar
framleiðslu og tekna, sem þar
hefur átt sér stað. Innan sjávar-
útvegsins er velgengnin bundin
að mestu við tvo þætti, aulcn-
ingu síldaraflans, ásamt hag-
stæðri afurðaútkomu síldarinn-
ar, og hagstæða verðlagsþróun
erlendis á sjávarafurðum al-
mennt, bæði síldarafurðum og
öðrum afurðum. Þessi hagstæða
verðlagsþróun er að miklu leyti
til komin af untanaðkomandi
aðstæðum, en er að nokkru leyti
ávöxtur beinnar viðleitni til að
auka markaðshæfni afurðanna.
Kemur hér ekki sízt til greina
frekari vinnsla frystra afurða í
verksmiðjum og aukin fram-
leiðni í þeirri vinnslu.
Þorskafli hefur farið heldur
minnkandi á undanförnum ár-
um, og koma þar að nokkru til
greina bein áhrif hinna auknu
síldveiða. Árið 1960 nam hann
453 þús. tonnum upp úr sjó, en
árið 1965 377 þús. tonnum. Afl-
inn minnkaði verulega til ársins
1962 og jókst síðan til 1964, en
var aftur minni á síðasta ári.
Einkum hefur afli togaranna
dregizt stórlega saman, en afli
bátanna hefur haldizt mjög stóð
ugur og þannig ekki náð að vega
upp samdrátt togaraaflans. Það
ber að sjálfsögðu að hafa það í
huga í þessu sambandi, að blómi
bátaflotans hefur einbeitt sér að
síld- og loðnuveiðum síðustu ár-
in og að öll ný viðbót við flot-
ann hefur verið smíðuð með þær
veiðar fyrir augum. Engu að síð-
ur sýnir tregða þorskaflans
fyrst og fremst takmarkanir
sjálfra fiskstofnanna á miðunum
við landið, enda er það álit fiski-
fræðinga, að heildarveiðin sé
nokkurn veginn í hámarki. En
á nálægum hafsvæðum, svo sem
Barentshafi og Norðursjó, er
beinlínis um ofveiði þorskfisk-
stofnanna að ræða, þannig að
hagur væri að minnkaðri sókn.
Fiskiðnaðurinn hefur að
nokkru bætt sér upp stöðnunina
í aðföngum hráefnis af þorsk-
afla með nýtingu annarra fisk-
tegunda, þ.e. með frystingu síld-
ar, humars og rækju. Þar við
bætist, að um verulega viðleitni
til hagræðingar og bætts rekstr-
ar hefur verið að ræða í þessari
atvinnugrein á undanförnum ár-
um. Þó hefur munað mest um I
verðhækkun afurðanna á erlend
um haörkuðum. Framleiðsla
frystra afurða, á föstu verðlagi,
jókst um aðeins tæP 7% frá 1960
til 1965, en á sama tíma varð
samdráttur í framleiðslu ísfisks,
saltfisks og skreiðar. Hins vegar
hækkaði vísitala markaðsverðs
frystra afurða um 45%, ísfisks
um 34%, saltfisks um 65% og
skreiðar um 20%.
Afkoma fiskiðnaðarins hefur
fyrir áhrif þessara verðhækkana
og aukinnar framleiðni haldizt
lítið breytt, þrátt fyrir miklar
kostnaðarhækkanir. Bezt er vit-
að um_ afkomu hraðfrystihús-
anna. Árin 1962 og 1965 hefur
brúttóhagnaður þeirra, áætlaður
eftir ýmsum heimildum, legið
mjög nærri því að samsvara
raunverulegum endurnýjun-r-
kostnaði, þ.e. afskriftum af
áætluðu endurnýjunarvirði. Á
yfirstandandi ári er þó áætlað,
að tekjur þeirra skili þeim aðeins
helmirigi þeirrar upphæðar. Á
undanförnum árum hefur af-
koman yfirleitt reynzt betri
eftir á en áætlað var í upphafi.
Litlar líkur eru hins vegar á, að
svo verði að þessu sinni, þar sein
verðhækkun frystra afurða hef-
ur stöðvazt og nokkur verðlækk
un er jafnvel gengin i garð.
Hin mikla aukning síldaraflans
hefur orðið með þeim hætti, að
skapað hefur veruleg vandamál
í sambandi við nýtingu aflans.
staðsetningu vinnslutækja og
flutning hráefnisins milli lands-
hluta. Aukning síldaraflans hótst
með þýðingarmiklum haust-,
vetrar- og vorsíldveiðum fyrir
Suðvesturlandi. Var mikiu
kostað til fjárfestingar í vinnslu
tækjum til þess að nýta bann
afla, bæði til frystingar og mjöl-
og lýsisvinnslu. En ekki hafði sú
aðstaða fyrr verið byggð upp en
draga tók úr þeim veiðum ár frá
ári, svo að nú eru þær mjög lít-
ilvægar. Hefur það bitnað til-
finnanlega bæði á frystihúsa-
rekstri og á síldar- og fiskimjöls
verksmiðjum suðvestanlands.
Verksmiðjurnar hafa síðustu
tvö árin getað bætt sér þennan
missi nokkuð upp með loðnu-
vinnslu og með flutningi síldar
af austanmiðum. En hvort
tveggja er fremur til þess fallið
að halda verksmiðjunum í
gangi um tíma, sem annars nýtt-
ist alls ekki, en til þess, að hafzt
geti verulega upp í fastan kostn-
að. Er loðnan afurðarýr, og mik-
ill kostnaður við síldarflutning i
gleypir mestmegnis það, sem
annars væri aflögu til að mæta
föstum kostnaði.
Sumarsíldveiðin fyrir Norður-
og Austurlandi hefur breytzt að
stað- og tímasetningu svo, að í
stað þess að standa yfir sumar-
tímann frá miðju Norðurlanui
og austur og suður um mitt Aust
urland hefur hún færzt austur af
landinu, og er að mjög verulegu
leyti stunduð á djúpmiðum langt
1 úti í hafi allt norður undir Jan