Morgunblaðið - 16.09.1966, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 16.09.1966, Qupperneq 16
16 MORCUNBLAÐIÐ Fostudagur 16. sept. 1966 fRttgtnt&Iftfrifr Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Áskriftargjald kr. 105.00 f lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Ejarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garða.r Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 7.00 eintakið. AUKNING TEKNA OG ÞJÓÐARFRAMLEIÐSL U Ckýrsla Efnahagsstofnunar- ^ innar til Hagráðs felur í sér fjölþættan fróðleik og upplýsingar um staðreyndir, sem nauðsynlegt er að ar- menningur í landinu kynm sér og dragi sínar ályktanir af. Það sem fyrst vekur athygli er að ársvöxtur þjóð- arframleiðslunnar hefur árin 1960—1965 unmið að meðal- tali 5,5% og vöxtur þjóðar- tekna 7,6%. Langsamlega mest hefur framleiðsluaukn- ingin orðið hjá sjávarútveg- inum, sem á síðustu árum hefur tekið nýja og stórvirka tækni í þjónustu sína. Af aukinni framleiðslu og út- flutningi sjávarafurða hefur svo leitt aukna gjaldeyrissköp un. og myndun gjaldeyris- varasjóðs, sem hefur haft * för með sér frjálsari og greið ari viðskipti út á við og inn á við. Þessi staðreynd um fram- leiðsluaukningu sjávarútvegs íns og bætta gjaldeyrisstöðu sannar enn að sjávarútveg- urinn og fiskiiðnaðurinn eru hyrningarsteinar íslenzks ac- vinnu- og efnahagslífs. Stórfelld byggingarstarf- semi og mannvirkjagerð hef ur einnig átt ríkan þátt í aukningu þjóðarteknanna. í kjölfar þeirra framkvæmda hefur að sjálfsögðu fylgt stór bætt húsnæði og batnandi að staða í athafnalífi lands- manna. Samkvæmt skýrslu Efna- hagsstofnunarinnar er taiið að hagvöxturinn hér á landi árið 1960-1965 sé meiri en , nokkru iðnþróuðu landi inn- an Efnahags- og framfara- stofnunarinnar, að Japan und anteknu. Þá er talið að aukn- ing raunverulegra atvinnu og ráðstöfunartekna fyrr- greint fimm ára tímabil, hafi numið frá 33—44%, eftir því við hvaða mælikvarða sé mið að. En það samsvari frá 5,3 % til 7,6% aukningu til jafci- aðar á ári. Um aukningu kaupmáttar meðalkaups á vinnustund seg ir í skýrslunni að hún hati verið tiltölulega hæg fyrstu þrjú ár tímabilsins, eða 1,9% að meðaltali á ári, en hafi verið stórstíg síðari árin, 3,4 •% árið 1964, 7,9% 1965 og um 8% frá fyrra ári hinn 1. júní 1966. Þá segir að lokum í skýr ji unni að hin mikia fram- æiðsluaukning hafi að sjálf- sögðu skapað grundvöll fyr- ir þeim kauphækkunum, sem átt hafa sér stað á tímabilina, án þess að jafnvægið færi úr skorðum. Allt bendi hinsveg- ar til þess að skilyrði séu nú ekki lengur fyrir hendi til áframhaldandi kauphækkana. Valda þar fyrst og fremst um markaðsaðstæður erlend- is. Eins og áður er sagt er þýð ingarmikið að þjóðin kynni sér sem bezt þessa 'óhlut- drægnu skýrslu um þróua íslenzkra efnahagsmála und- anfarin ár. Þar eru fyrst og fremst dregnar fram stað- reyndir, sem bæði opinber stjórnarvöld og almenningur í landinu Verður aðtaka tillit tiL SVÍFUR AÐ HAUSTIÐ TTægum en öruggum skref- um færist haustið yfir þetta norðlæga land. Haust- rigningar eru hafnar og fjalla tindar standa víða hrímaðir eftir fyrstu élin. Yfirleitt má segja að sum- arið hafi verið hagstætt ís- lenzku þjóðinni til lands og sjávar. Sjávarafli hefur ver- ið góður, og þá fyrst og fremst síldveiðin. í flestum sveitum hefur spretta verið skapleg, en í nokkrum sveit- um mun þó heyskapur vera tæplega í meðallagi. Enda þótt haustið sé tími fölnandi laufs og grasa hefur það þó sína töfra og fegurð. Minningin um liðið sumar, fjallaferðir, útivistir og sum- arleyfi utanlands og innan lifir þá fersk í huga fólksins. Haustlitir náttúrunnar skarta sínu fegursta skrúði. Það er hinzta kveðjan frá sól og sumri. Fjárréttir og vertíðarlok setja einnig sinn svip á síð ustu vikur sumarsins og upp haf haustsins. Allar árstíðir hafa sinn sér staka hugblæ, sína sérstæð i töfra. Jafnvel regnþrunginn hausthiminn getur boðað hvíld og frið, að hallandi annasömu sumri. BÆJARSTJÓRN- ARKOSNINGAR í SVÍÞJÓÐ TVTæstkomandi sunnudag fara fram bæjarstjörnarkosn ingar í Svíþjóð. Er úrslita þeirra beðið með töluverðri eftirvæntingu. Margir tel]a að þær muni gefa nokkra vís- bendingu um hvert straumur inn liggi nú í sænskum stjórn málum. En það er fyrst eft- ir tvö ár sem kosningar eiga Mikilvægar kosningar í Svíþjóð á sunnudaginn Á SUNNUDAGINN kemur fara fram fylkis- og sveita- stjórnarkosningar í Svíþjóð. Mikil eftirvænting ríkir nú vegna þeirra og dregur þar margt til, en þeir, sem með málum fylgjast í Svíþjóð, leggja fyrst og fremst áherzlu á þrjár ástæður, sem gera úrslit kosninganna óvíss. í fyrsta lagi hefur kosn- ingaaldurinn verið lækkaður úr 21 ári niður í 20 ár, síð- an síðustu kosningar fóru fram og er afleiðingin sú, að fjöldi þeirra, sem nú kjósa í fyrsta sinn er meiri nú en nokkru sinni eða alls nærri 390.000. 1 öðru lagi hafa borg aralegu miðflokkarnir tveir, Þjóðarflokkurinn og Mið- flokkurinn hafið náið stjórn- mála- og kosningasamstarf á sl. ári og í þriðja lagi er kom inn til sögunnar nýr stjórn- málaflokkur, frá því að sveitastjórnarkosningar fóru fram fyrir fjórum árum, nefni lega KDS (Kristen Demo- kratisk Samling). Þessi þrjú nýju atriði varð andi kosningarnar, hafa orð- ið til þess að bæði stjórnmála menn sem hlutlausir aðiiar eru enn varkárari en venju- lega í spádómum sinum. Hvað snertir fyrsta atriðið, sem nefnt var hér að framan, þá höfðu sósíaldemókratar áður traustan meirihluta á meðal yngstu kjósendanna, en við kosningar hin síðustu ár, sem og í skoðanakönnunum hefur komið í ljós, að stjórnmála- flokkurinn hefur átt í viss- um erfiðleikum með að halda hylli unga fólksins. Lítið sem ekkert er vitað um, hvernig allra yngstu kjósendurnir munu bregðast við, þegar þeir í fyrsta sinn n.k. sunnu- dag ganga inn í kjörklefann og að sjálfsögðu er ekkert vitað, hvernig kjörsókn þeirra verður. Hvað snertir samvinnu Þjóðarflokksins og Miðflokks ins, þá ríkir mikil óvissa, hvaða viðhorf kjósendur hafa til hennar. Þessar kosningar munu ráða úrslitum um sam starf þessara flokka í fram- tíðinni og þá um leið um sam starf borgaraflokkanna í sænskum stjórnmálum í fram tíðinni yfirleitt. Flokkarnir tveir hafa náð að skapa sér samstöðu varðandi stefnu 1 mörgum mikilvægum málum. Á það hefur hins vegar verið bent, að þessir flokkar hafi til þessa í miklum mæli sótt fylgi sitt til alveg gagnstæðra hópa manna, Þjóðarflokkur- inn til fólksins í stærstu borg unum en Miðflokkurinn átt fyrst og fremst fylgi að fagna í sveitunum. Hægri flokkurinn (Höger) tekur ekki þátt í þessu sam- starfi. Miðflokkurinn hefur einkum haldið því fram, að af því hlytist álitshnekkir að taka Hægri flokkinn með í samstarfið. Óvissan varðandi kosningarnar er hins vegar ekki sízt í því fólgin, hvort Hægri flokknum undir for- ystu hins nýja flokksforingja síns, Yngve Holmbergs tekst að vinna nokkuð af því fylgi aftur, sem flokkurinn hefur tapað í þremur síðustu kosn- ingum. í þriðja lagi skapar KDS (Kristen Demokratisk Sarn- ling) vissan ótta meðal allra gömlu flokkanna. KDS var stofnaður stuttu fyrir þing- kosningarnar, sem fram fóru fyrir tveim árum. Flokkurinn Bertil Ohlin, foringi Þjóðarflokksins. fékk þá 70.000 atkvæði en ekkert þingsæti. Á þeim tíma, sem síðan er liðinn, hef ur flokkurinn hlotið sæti í bæjar- og sveitastjórnum við aukakosningar og það veldur því m.a., að flokkurinn fær nú tækifæri til þess að taka þátt í kosningaumræðunuin í útvarpi og sjónvarpi. Þar að auki er hann betur skipu- lagður en áður og ekki er því talið ólíklegt, að KDS geti komið bæði sósíaldemókröt- um og borgarflokkunum óþægilega á óvart í vissum kjördæmum í Suður- og Suð- vestur Svíþjóð. KDS, samstarf miðflokk- anna og hin nýja stefna Xage Erlander, foringi sósíaldemókrata. sænska kommúnistaflokksins hafa valdið því, að sósíal- demókratar eru af mörgum taldir í verri aðstöðu við þess ar kosningar en þeir hafa ver ið lengi. Enn fremur hafa stjórnarskiptin í Noregi orð- ið til þess að blása lífi og kjarki í borgaraflokkana með þeirri afleiðingu, að í kosn- ingabaráttunni nú hefur oft verið rætt ákaft um norsk innanríkismál. í þeim umræð um hafa allir flokkarnir not- fært sér norska stjórnmála- menn og sjaldan hefur áhugi manna í Svíþjóð á Noregi verið meiri en að undan- förnu. í kosningunum á sunnu- daginn verður kosið í um 1500 sæti á 25 fylkisþingum og um 30.000 fulltrúar í um það bil 1000 sveita- og bæjastjórnir. Nú eru sósialdemókratar stærsti flokkurinn í 750 af hinum 1000 sveitar- og bæj- arfélögum og hafa meiri hluta í um 400 þeirra. Auk þess sem bæjar- og sveitarstjórnarkosningarnar hafa fengið aukna þýðingu stjórnmálalega á síðustu ár- um, þá hafa úrslit kosning- anna til fylkisþinganna bein áhrif á skipan sænska þings- ins, því að það eru fylkis- þingin, sem kjósa fulltrúa i fyrstu deild sænska þingsins eða öldungadeildina, eins og hún er oft kölluð. Áttundi hluti þingmanna deildarinn- ar er kosinn að nýju á hverju ári, þar sem fylkisþingunum Framhald á bls. 31. að fara fram til ríkisþings- ins sænska. Tage Erlander, leiðtogi jafnaðarmanna, hefur nú ’ nær tuttugu ár verið forsæt- isráðherra Svía. Hann er far sæll maður og hygginn og hefur að margra dómi farnast stjórnarforusta vel. Enn þess verður engu að síður mjög vart í Svíþjóð, að almenning ur telur að tími sé kominn til þess að skipta um for - ustu. Líta Svíar nú mjög tii Norðmanna, sem fyrir ári síðan kusu borgaralega sam- steypustjórn, en veittu Jafn- aðarmönnum hvíld eftir ára tuga stjórn í Noregi. Miðflokkarnir í Svíþjóð, Frjálslyndi flokkurinn og Bændaflokkurinn, sem nú kallar sig Miðflokk, hafa und anfarið gert ítrekaðar tilraun ir til þess að ná samkomulagi sín á milli. Hafa þeir nú nána samvinnu í bæjarstjórnar- kosningunum, en rætt hefur verið um að þessir tveir flokx ar sameinuðust áður en tn ríkisþingkosninga kæmi. Engu skal spáð um úrsht bæ j arst j órnarkosninganna Svíþjóð. En ef úrslit þeirra verða borgarflokkunum i hag, sem ýmsir telja líklegt, getur sú staðreynd haft veru leg áhrif á þróun sænskra stjórnmála í framtíðinni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.