Morgunblaðið - 12.11.1966, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.11.1966, Blaðsíða 10
10 MORGUNBL**>IO Laugarclagur 12. nóv. 1966 Menntaskól inn við Hamrahlíð ÁRIÐ 1846 var Menntaskól- inn í Reykjavík settur í fyrsta sinn. Um margra áratuga skeið var hann eini menntaskóli landsins . og til skamms tíma eini menntaskólinn í höfuð- borginni. Fyrir rúmum mánuði gerðist það, sem telja má til merkisatburða í sögu íslenzkra skólamála, að nýr menntaskóli tók til starfa í Reykjavík. G.unli skólinn annaði ekki lengur þeim mikla fjölda æsku fólks, sem leggur út á hina gullnu menntabraut og Mennta skólinn við Hamrahlíð. MH eins og hann mun eflaust verðl kallaður tók til starfa. Nú er rúmur einn mánuður liðinn af fyrsta skólaárinu, og skólinn að mótast og félagslíf nemenda að komast á laggirn- ar. Blaðamaður og ljósmynd- ari Mbl. brugðu sér í heimsókn í skólann nú í vikunni og röbb uðu við kennara og nemendur og þá ekki sízt rektor skólans Guðmund Arnlaugsson, sem borið hefur hitann og þungann af stofnun skólans. Guðmundur Arnlaugsson tjá ir okkur, að nemenduc séu alls 159 talsins og fer kennslan fram í sex kennslustofum, en ráðgert er, að næsta álma skól ans verði fokheld fyrir hátíð- ar. Hún var steypt nú í vik- unni og næsta haust verða teknar í notkun sex nýjar kennslustofur, enda verða þá tveir bekkir í skólanum, 2. bekkur og 1. bekkur. í ár er einungis einn bekkur í skólan- um og nefnist hann 1. bekkur, en ekki er farið að hinni gömlu hefð menntaskólanna að fyrsti bekkur skólans sé kallaður 3. bekkur. Svo sem oft áður hefur ver- ið drepið á í fréttum er kennslu tilhögun með töluvert öðrum hætti, en tíðkast hefur áður. Hver kennslugrein hefur fasta stofu og skipta nemendur um stofur í hv'erjum frímínútum. Þar.nig er enska alltaf kennd í sömu stofu, stærðfræði í sér- stofu os.frv. Aðspurður um hvenær skól- inn verði fulbyggður segir rektor, að áætlunin kveði á um að byggingarframkvæmdum verði lokið árið 1972 og mun skólinn þá geta rúmað tæplega 600 nemendur og þá er miðað við, að hann sé einsetinn. Nú eru um 27 nemendur í hverj- vm bekk. Ætlunin er að hafa vísi að bókasafni í hvern stofu, og munu bækurnar vera í þeim greinarflokki, sem kennd er í stofunni. Nú þegar er kom- inn vísir að slíku safni í stofu ísler. zkukennslunnar. Guðmundur tjáir okkur, að nemendur fari úr skónum, þeg ar þeir koma í skóiann. Skipta þeir þá um skó og ganga á inniskóm í skólanum. Er þetta til þess að skólinn óhreinkist ekki eins, enda frágangur utan húss ekki kominn í lag. Við spyrjum Guðmund nú, hvort félagsiíf nc menda sé ekki að komast af stað og hann svarar: — Jú, það er mikill kraftur á þvi. Ég held að ég megi segja að dag hvern séu stofnaðir 2-3 klúbbar. Þetta smá kemur, en nemendurnir þekktust lítið sem ekkert í byrjun. Margir en hins vegar fá þau sundkort, sem veitir þeim aðganga að hvaða sundstað í borginni sem er. Kórt þe’.ta er með mynd og gildir sem skólaskírteini um leið. Jón Böðvarsson er aðalís- lenzkukennari skólans. Hann segir okkur, að kennsluaðferð ir í íslenzku séu á sumum svið um sniðnar að erlendri fyrir- mynd um moðurmálskennslu. Á göngunum var ys og þys. eru utan af landi og þegar um marga nemendur úr sömu gagnfræðaskólum hefur verið að ræða, höfum við skipt þeim niður á bekki. Þá höfum við einnig skipt nemendunum nið ur eftir einkunnum, þannig að nemendur með ágætiseinkunn dreifast á alla bekki. Fæst þá samanburðargrundvöllur. Við höfum einnig tekið upp þá nýbreytni að hafa viðtals- tíma einu sinni í vku fyrir nemendurna. Þá gefst nem- anda tækifæri til að leita að- stoðar aðalkennara í hverri námsgrein, og ef eitthvað amar að getur hann hlotið tilsögn, um það hvernig unnt sé að bæta úr. Við vonumst til, að þetta lækki þá fallsprósentu, sem verið hefur í 3. bekk mei. ntaskólanna, en hún hef- ur verið mjög há. Þetta við- talstímaskipulag er nú að hefj- ast. Ætti það bæði uð geta orð ið gagnlegt hvað aðhald snert- ir, svo og að gefa nemendum góð ráð. Um félagslíf nemenda er það að segja, að tveir kennaranna hafa mjög mikla reynslu í þeim málum, Björn Þorstein- son og Jón Böðvarsson og munu þeir á ýmsan hátt leið- beina nemendunum. Svo höf- um við á prjónunum að fá ’eiðbeinanda í leiklist, fram- sögn og myndlist og ýmsu fleiru m a. í skák, íþróttum og svo á að stofna ferðafélag. Leikfimi verður ekki kennd í skólanum meðan ekki hefur verið reist leikfimihús, því að ég sá ekki ástæðu til að kalla nemendurna til skóla eftir há- degi, mörg eiga langt heim, endurna á sögustaði sögunn- ar og hefðu þeir farið nú ný- lega með nemendahópinn og skoðað sig um á Kjalarnesi. Nemendurnir semja síðan rit- gerðir um sögurnar. Þá réði það einnig miklu um val Kjal- nesingasögu, að sagan er mjög góð til samanburðar við Hrafn kelssögu, enda var sagan ekki valin vegna verðleika hennar sem slíkrar. Kennslubók í íslenzku er bókin Mál og málnotkun eftir Baldur Ragnarsson, en að sögn Jóns er hún kennd mjög víða í skólum fyrir ofan skyldustig. Kennslan fer fram í áföngum eins og áður var drepið á. Á jólaprófum verður tekið próf í þeim greinum, sem þá er lokið við að kenna og gildir sú einkunn og verða nemendurn- ir ekki prófaðir í því sama aftur. Þessi skipan kemur í veg fyrir að nemandinn geymi einstakar greinar, þær safn- ist fyrir og síðan að vori ræð- ur hann ekki við námsefnið. Þannig verður um jólaleytið tekið próf í fornaldarbókmennt um, en eítir nýár hefst kennsla í nýrri bókmenntum. Fyrstu mínúturnar af lengstu fríminútum eru notaðar til í lok tímans, fyrir löngu frimmutur, er mjolRursopinn goour. Jón sagði, að því miður hefðu þeir, er að íslenzkukennslu vnnu ekki nægilegt yfirlií yfir kennsluaðferðir, en þeir hefðu reynt að kynna sér þær eins og unnt hafi verið. Islenzkunáminu er skipt í tvennt og er fræðsla í bók- u enntum aðskilin frá mál- fræðikennslu í fyrsta bekk væru einungis kenndar bók- menntii og ritun ritgerða. í öðrum bekk yrði hins vegar að alherzlan lögð á málfræði. Verkefnin yrðu tekin fyrir í áföngum, t.d. væri í vetur træðsla fram að jólum í hinni foinu sagnalist Islendinga. Lesnar væru þrjár sögur, Njala, Hrafnkelssaga og Kjal- nesingasaga. Kjalnesingasaga hefði verið valin til þess að unnt yrði uð fara með nem- Guðmundur Arnilaugsson, i rektor. kennsluskipulagið ágætt að öllu leyti og hún kunni betur við það, en hið gamla. Hún hafi valið MH vegna þess að hún byggi í nágrenni við skólann. Atli Ólafsson segist hafa bú- izt við miklu af hinu nýja kennsluskipulagi og hann kynni vel við það að sumu leyti, en okkur finnst ekki alltaf nógu langt gengið í nýj- urn kennsluaðferðum. Sveinn Rafnsson er forma.ð- ur bekkjarráðsins eins og áð- ur er greint frá. Við spyrjum hann í fyrstu, hvort ekki hafi verið kjörinn inspector scholae og hann svarar: — Inspector verður enginn í vetur og mun bekkjarráð vinna störf hans í sameiningu. Haldinn hefur verið einn mál- fundur, síðastliðinn laugardag var dansleikur og farið hefur verið eitt ferðalag. Um næstu helgi verður síðan farið í „sels ferð“ í Skiðaskálánn í Hvera- dölum. — Félagslíf í skólanum er sem sagt hafið? ii' - - ' 1 Bekkjarráð, fremri röð frá vi Marta Ólafsdóttir. Aftari röð A*ii óUcnn Sveinn Rafnsson instri; Sigríður Jónsdóttir og frá vinstri: Skúli Thoroddsen, og Halldór Jónsson. X stærðfræðitíma hjá Guðmu ndi Arnlaugssyni, rektor þess að snæða nesti, sem nem- endurnir koma með að heim- an. Skólinr, sér nemendum fyrir pelahyrnu af mjólk og er mjólkurgjald um 60 krónur á mánuði. Guðmundur Arn- laugsson segir að þessa ráð- stöfun hafi hann gert til þess, að nemendur þyrftu ekki að fara í verzlanir og kaupa sér gosdrykki og annaö auk þess sem góður mjólkursopi sé mun hollari og meir nærandi Mjólkursamsalan kemur dag- lega með hyrnurnar og nem- endurnir notfæra sér þessa þjónustu. í frímínutum hiltum við bekkjarráðið, og við ræðum við Sigríði Jónsdóttur, Atla Ólafsson og Svein Rafnsson, en hann er formaður bekkjar- ráðsins. Sigríður segir, að sér finnist — Já. Listafélag hefur verið stofnað og settar hafa verið á laggirnar undirbúningsnefnd ir að ýmsum öðrum stofnun- um innan skólans, en eftir er að kjósa á málfundanefnd og ritnefnd skólablaðsins, sem ætl unin er að gefa út. Þegar við kveðjum nemend- urna er ys og þys á göngum skólans. Menn rabba saman, hlæja og skemmt sér. Það er gaman að vera ungur og hvaða tími ævinnar er skemmtilegri en einmitt menntaskólaárin, þegar lífið brosið við manni. Þessi glaða og káta mennta- skólaæska hefur þau forrétt- indi, sem engum öðrum ár- gangi þessa skóla hlotnast, en það er að vera efsti bekkur skólans alla sina menntaskóla- tíð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.