Morgunblaðið - 12.11.1966, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 12.11.1966, Qupperneq 11
Laugardagur 12. n6v. 1966 MORGUNBLAÐIÐ 11 Páll Helgason tækni- fræðingur — Minning Hópferðabílar 10—22 farþega, til leigu, í lengri og skemmri ferðir. — Sími 15637 og 31391. BIRGIR ISL. GUNNARSSON Málflutningsskrifstofa Uækjargötu 6 B. — II. hæð. Lækningastofa mín er flutt í Domus Medica, Egilsgötu 3. — Viðtalsbeiðnum veitt móttaka mánudaga og fimmtu daga frá kl. 2.00 — 5.00 í síma 12810. JÓN MIRSTEINSSON, læknir. Á NÁMSÁRUM mínum í mennta skólanum áttum við nokkrir bekkjarfélagar þess oft kost að koma á mikið menata- og menn- ingarheimili hér í bæ og njóta þar gestrisni og margvíslegra hollra uppeldisáhrifa. Hús- bændur þessa góðs heimilis voru dr. Jón Helgason, biskup ís- lands, og kona hans Martlia María, prestsdóitir frá Dan- mörku. Þau voru foreldrar Páls, bekkjarbróður okkar, en hann andaðist á sjúkrahúsi í Hafnar- firði 5. nóvember eftir stutta legu, en hafði þó átt við að stríða nokkra vanheilsu um ail- langt skeið. Æskuheimili Páls var um margt sérstætt, miðað við það, sem almennt gerðist þá. Fagrar listir og þjóðleg fræði voru þar mjög í hávegum höfð. Húsmóðir in unni mjög tónlist og kom það ósjaldan fyrir, er félagarnir tóku lagið, að hún lék undir eða lék fyrir okkur eigin tón- smíðar eða þekkt klassísk lög á slaghörpu. Er það svo enn í dag, er ég heyri sum þessara laga, að mér kemur heimili Páls í huga. - Er ég ekki í neinum va-fa, hvert rekja má upphaf þess áhuga, er Páll hafði þegar í æsku og ætíð síðan á fagurri hljómlist og söng. í skóla tók hann jafnan virkan þátt í öllu hljómíistarstarfi, sem þar var um hönd haft. Þá var húsbóndinn, dr. Jón Helgason, biskup, ekki síður mikill og eftirtektarverður per- sónuleiki í augum okkar félaga. Vakti það athygli okkar, að hve nær sem okkur bar þar að garði var hann sívinnandi að embætt- is- eða fræðastörfum og þá oft- ast ekki við skrifborð sitt, held- ur stóð hann jafnan við púlt sitt, er hann vann að skriftum. Var það áminning til okkar sumra, sem áttu það til að lesa skólalexíurnar hvílandi á legu- bekk. En þrátt fyrir miklar ann ir gaf biskup sér oft tíma til að ræða við okkur og fræða um marga hluti. Gamla Reykjavík varð fyrir okkur ljóslifandi, bæði af frásögnum hans um bæj arbraginn og af teikningum hans og málverkum, en það myndasafn er nú geymt í Dyggðasafni Reykjavíkur, svo sem kunnugt er. Þá átti dr. Jón það einnig til að bregða upp fyrir okkur myndum úr sögu þjóðarinnar, einkum tengdar við einstaka forvígismenn og voru þær myndir einkar ljóslif- andi, enda var biskup með af- kastamestu sagnariturum okkar. Eitt er það enn, sem mér finnst vert að geta í þessu sam- bandi. Dr. Jón Helgason var jafnan talinn mikill vinur Dan- merkur og dönsku þjóðarinnar. Er mér óhætt að fullyrða, að af kynnum við heimili hans, lærðist okkur — eða að minnsta kosti mér — að líta hina dönsku bræðraþjóð öðrum augum en al mennt var títt meðal skólapilta á þeim tíma. Páll Helgason var fæddur hér í Reykjavík 26. september 1906 og var því nýlega sextugur. Ég hirði hér kki um að rekja ættir Páls, svo kunnar sem þær eru. Hins vegar hefir mér þótt hlýða að lýsa lítillega heimili for eldra hans og því andrúmslofti, sem þar ríkti, svo mjög sem það mótaði skaphöfn hans og sam- 6kipti öll við samferðamenn hans síðar í lífinu. Má með sanni segja, að veganestið, er hann hafði með úr föðurgarði. entist honum allt til æviloka. Páll varð stúdent frá Mennta- skólanum í Reykjavík árið 1927. Er að sjálfsögðu margs að minn- ast frá skólaveru okkar, þótt það verði ekki rakið hér. Hann var alla tíð mjög félagslyndur og hrókur alls fagnaðar í vina- hóp. Páll hafði ríka kímnigáfu og var alls ófeiminn að segja skoðun sína um menn og rnál- efni og var það oft gert í léttri tóntegund. Vinsældir hans með- al skólafélaganna jukust við þetta hispursleysi hans, er.da jafnan græskulaust af hans hálfu. Þegar í skóla kom það fram, að Páll var frábærlego vel hagur og áhugi hans á hvers konar vélum og tæknilegum Framhald á bls. 23 *ts. u.s. p*T.orr. DULUX SUPER WHITE- OG VERKIÐ VERÐUR t. FLOKKS DULUX®SUPER WHITE er eldhúslakkið fró DU PONT DULUX®SUPER WHITE er endingargott og gulnar ekki SKJ&.CO LAUGAVEG1178 SÍMI 38000 Sjálfvirk þvottavél. — Tekur 3—4 kg. Electrolux 10,2 cbf. (285 lítra). 7,5 cbf. (215 lítra). Frystihólf: 45 lítra. Verð kr. 11.712,00. Kælir: 240 lítra. Verð kr. 17.698,00. Electrolux Uppþvottavél. Kr. 12.906,00. Frystikistur með hraðfrystihólfi. 255, 355 og 510 lítra. Mjög hagkvæmt verð. Hansabúðin Laugavegi 69. — Símar 21-800 og 11-616.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.