Morgunblaðið - 12.11.1966, Page 31

Morgunblaðið - 12.11.1966, Page 31
Laugardagur 12. nóv. 1966 MOKGUNBLADID 31 Formannafundur Norðurlandostúdenta UNDANFARNA daga hefur staðið hér fundur formanna landssambands stúdenta á Norð urlöndum. Sátu fundinn tveir formenn frá hverju landssam- bandi og einnig fulltrúi fær- eyskra stúdenta. Fundinum átti að ljúka í gærkvöldi. Sviðsmynd úr „Koss í kaupbæti". Frá vinstri: Björn Sveinsson, Þórhalla Þorsteinsdóttir, Marinó Þorsteinsson, Saga Jónsdóttir, Kristin Konráðsdóttir og Ágúst Kvaran. (Ljósm. E. Sig.) Frumsýning ó Abnreyri AKUREYRI, 11. nóv. — Leik- íélag Akureyrar frumsýndi í gærkvöldi gamanleikinn „Koss í kaupbæti“ eftir Hugh Herbert við liúsfylli og ágætar viðtök- ur áhorfenda. Leikstjóri var Ragnhildur Steingrímsdóttir. leiksviðsstjóri Oddur Kristjáns- son og ljósameistari Arni Valur Viggósson. Hlutverk eru alls 15 og með þau stærstu fara Þór- | halla Þorsteinsdóttir, Marinó | Þorsteinsson, Björn Sveinsson, Saga Jónsdóttir, Sæmundur Guð mundsson og Agúst Kvaran í í yr.gri, sem vakti sérstaka hrifn- ingu og kátínu. Hann er sonar- sonur hins gamalkunna leik- stjóra og leikara Ágústs Kvaran. Að leikslokum voru leikendur og leikstjóri hylltir með blóm- um og lófataki. — Sv. P. — Wilson Framhald af bls. 1 leita eftir aðild að Efnahags- bandalaginu, lýstu talsmenn frönsku stjórnarinnar því yfir í París í gærkvöld, að hún setti aðeins eitt skilyrði fyrir aðild Breta: Þeir verða að hlíta „spila reglunum“, eins og það var orð að. I ummælum frönsku talsmann anna sagði: „Komi það í ljós, að Stóra -Bretland óski í raun og veru eftir aðild að Efnahags- ibandalaginu, þ.e. ætli sér að sam þykkja Rómarsamninginn, mun Fcakkland ekki leggjast gegn að ildinni". Jafnframt sagði, að Bretland gæti með réttu farið fram á nokkurt „svigrúm“, þann ig að hægt væri að laga efna- hagskerfið að breyttum aðstæð- ium — þ.e. Rómarsamningnum. Sérstaklega var vikið að brezk- um landbúnaði í þessu sam- bandi. Hins vegar var bent á, að Bretar mundu eiga erfiðar með «ð ganga í Efnahagsbandalagið nú en 1963, þegar umsókn Breta var vísað á bug, því að nú heí'ði verið tekin upp heildarstefna í landbúnaðarmálum bandalags- ríkjanna, en landbúnaður væri eitt mesta vandamál Breba. Á þingfundi í gær ræddi Wil- eon þessi mál, en margir stjórn- málamenn og fréttaritarar telja, að forsætisráðherrann hafi þó lítið viljað ræða það eða þau mál, sem margir telja að hafi fengið de Gaulle, Frakklands- forseta, til að leggjast gegn að- ild Breta á síðustu stundu 1963. Er hér m.a. átt við Nassau-sam- komulagfð, sem gert var milli Breta og Bandaríkjamanna 1962, en skv. því fékk Bretland rétt til þess að fá í hendur Pólaris-eddflaugar frá Banda- ríkjunum. Þá þykjast margir stjórnmála menn þess enn fullvissir, að Leiðrétting í VIÐTALI við Sigurð vatna- mann á Steinmóðarbæ í blaðinu í gær, var m.a. nefndur Eyjólf- ur Jónsson skipstjóri, sem talinn var látinn. Það er ekki rétt. Eyj- ólfur er á lífi og búsettur í Reykjavík. Eru viðkomandi beðnir velvirðingar á þessu. Frakklandsforseti telji það ljóð á ráði Breta, að þeir skuli styðja stefnu Bandaríkjanna, m.a. í málefnum Atlantshafsbandalags- ins og Vietnamdeilunni. Þrátt fyrir þá erfiðleika, sem kunna að verða á vegi Wilsons, er hann nú óskar eftir aðild að Efnahagsbandalaginu, þá telja stjórnmálafréttaritarar í Evr- ópu, að stjórn Wilsons hafi tek- ið upp nýja stefnu í málefnum Evrópu. Forsætisráðherrann hefur um langt skeið verið mótfallinn að- ild Breta a'ð bandalaginu, og fyr ir aðeins nokkrum dögum lét hann í ljós efasemdir um rétt- mæti slíkrar aðildar. Því var það, er forsætisráðherrann kunn gerði nýja stefnu í þessum mál- um í gær, að margir þingmenn neðri málstofunnar létu í ljós vafa um, að hve miklu leyti ætti að taka mark á ummælum hans. Hins vegar er mikill meiri hluti brezkra stjórnmálamanna á þeirri skoðun, að það sé í raun og veru ósk Wilsons, að Bretar fái nú aðild að banda- laginu. Vitað er þó, að margir úr vinstri armi Verkamannaflokks ins eru á öndverðum meiði við Wilson, og hefur fyrrverandi varnarmálaráðherra, Emmanuel Shinwell, hótað að segja af sér formennsku þingflokksins. í fregnum frá Brússel í dag, þar sem Efnahagsbandalagið hef ur aðalstöðvar sínar, segir, að það skref, sem Wilson hefur nú tekið, sé upphaf að langri og erfiðri samningagerð. Flest brezk blöð lýsa í dag ánægju sinni yfir ákvörðun Wil son, þótt nokkur þeirra, þ.á.m. „The Times“, telji, að De Gaulle kunni enn að reynast erfiður vi'ðureignar. — Siðasta Framhald af bls. 1 fjærst er. Síðar átti að breyta brautinni, þannig að Gemini færi í hring um 296 km. frá jörðu til þess að eiga stefnumót- ið við Agenaeldflaugina í þriðju umferð. Skömmu eftir að Gemini hafði verið skotið upp bárust fregnir um að radíósambandið við þá Lovell og Aldrin hefði rofnað. Geimfarinn Pete Conrad, sem staddur var í stjórnarstöðinni á jörðu niðri, reyndi þrásinnis að kalla geimfarið upp, en án árang urs, þótt reynt væri bæði að kalla á hátíðnibylgjum og ultra bylgjum. Óttast er, að geimfar- arnir hafi lent í vandræðum með fjarskiptakerfi geimfarsins, ell- egar þá, að fjarskiptastöð á Uppstigningareyju hafi ekki gegnt hlutverki sínu sem skyldi. Nokkru síðar náðist samband við geimfarana um fjarskipta- stöð á Madagaskar, og tilkynnti Lovell þá: „Þetta og Gemini 12, við heyrum hátt og skýrt“. Gemini 12 á að vera á braut umhverfis jörðu í fjóra sólar- hringa, og á meðan eiga geim- fararnir að framkvæma allskyns tilraunir. Hápunktur ferðarinn- ar verður tveggja tíma „geim- ganga“ Aldrins, þ.e. að hann á að halda sig utan geimfarsins í tvær klst. 9 _ i Blaðfa iurðarfólk vantar í eftirtalin hverfi: Laugarnesveg. I Langahlíð Bogahlíð Fálkagata Faxaskjól Austurbrún Fossvogsblettur Lambastaðahverfi Hluti af Blesugróf Skerjaf. - sunnan fL Háahlíð Talið við afgreiðslunn sími 22480 :: ..t.t SÞ í dag. Tillögur U Thants eru þessar: Hætt verði loftárásum á N-Vietnam, dregið úr hernaðar- aðgerðum allra aðila í S-Viet- nam og sýndur verði vilji á að taka upp samninga við „alla þá, sem raunverulega berjast". — Rufu ísland Framhald af bls. 32 af skemmtilegri keppni þessara tveggja sterku skákþjóöa. Eftir sex umferðir er staðan þannig: i. Sovétríkin 16% (4 ótefldar) 2. Júgóslavía 16V2 3. Bandaríkin 15% + 1 bið (4 ótefldar) 4.-6. Argentína 14% 4.-6. Búlgaría 14% 4.-6. Tékkóslóv. 14% 7. Ungverjal. 12% + 1 bið 8. Rúmenía 12% 9,—10. Danmörk 9% 9.—10. fsland 9% 11. A-Þýzkaland 9 12. Spánn 8 13. Noregur 5% 14. Kúba 5 Framhald af bls. 1 tilraun með, hafi verið öflug. Orðrómur er á lofti um það í Bandaríkjunum, að bandarískir visindamenn hafi mælt geislavirkni, sem stafi af tilrauninni. Bann það, sem verið hefur í gildi siðan 1963, gegn kjarn orkusprengingum, sem leiða af sér geislavirkt úrfall, kann því að hafa verið brot ið af Sovétríkjunum. Engin staðfesting hefur fengizt hjá bandaríks- um yfirvöldum á því hvort geislavirkni hafi mælzt, en tilraun sú, sem hér um ræð- ir, mun hafa verið gerð á íshafseyjunni Novaya Zeml- ja. IViinnisvarði á Læk|arbotnum Á MORGUN, sunnudaginn 13. nóv. kl. 3 verður minnisvarði um Guðmund Magnússon fyrrum skálavörð í Lækjarbotnum vígður. Þessi minnisvarði hefur verið reistur í stæði gamla skólans í Lækjarbotnum, en skálinn sjálfur var fyrir nokkr- um árum fluttur að Árbæ, og varðveittur þar sem elzti skáta- skáli landsins. Meðan skáli þessi stóð í Lækjarbotnum var hann mikið notaður af skátum, sem fór þangað í útilegur aðallega um helgar. Fjölda ára var Guð- mundur heitinn Magnússon skálavörður í Lækjarbotnum, gætti skálans og sá um viðhald. Eru þeir eflaust margir, sem muna sína fyrstu komu þangað. Er Guðmundur dó árið 1958, voru jarðneskar leyfar hans grafnar í Lækjarbotnum, að hans eigin ósk. Nú hefur Skáta- félag Reykjavíkur látið reisa minnisvarðann. Lagt verður af stað frá Skáta- heimilinu við Snorrabraut kL 14,30. Ahugi Taka skal tillit til þess að Bandaríkin og Sovétríkin hafa einungis teflt 20 skákir, en allar aðrar þjóðir hafa þegar lokið 24 skákum. í sambandi við vinning Frið- riks yfir Bent Larsen mun öllum skákum, sem þeir hafa teflt sam an síðan þeir tefldu um Norður- landameistaratitilinn í Reykja- vík 1955, um það bil 20 skákum, hafa lyktað með því að svart hefur unnið. 1 skák sinni gegn Larsen hafði Friðrik svart. - U Thant Framhald af bls. 1 Yfirlýsing Thants kom fram í orðsendingu, sem hann sendi Brockway lávarði, formanni „Brezka ráðsins um frið í Viet- nam“. Hafði Brockway spurt Thant hvað „sérhver okkar gæti gert til þess að leggja eitt- hvað af mörkum til stöðvunar styrjaldarinnar í Vietnam." Bréf U Thants er dagsett 19. október, en það var birt í aðalstöðvum Framhald af bls. 32 ræktarmálin og kom víða við í máli sínu. Meðal annars benti hann á nauðsyn á gagngerðri breytingu og endurskoðun á lax veiðilöggjöfinni, ræddi vanda- mál þeirra, sem við fiskrækt fást og nauðsyn þess, að þeim yrði skapaður heilbrigðiu starfsgrund völlur með hagstæðum lánamögu leikum og styrkjum. Harmaði hann að veiðimálastjóri hefði ekki rætt þessi mál á fundinum og óskaði etfir upplýsingum hans um þau og beindi til hans nokkr- um þýðingarmiklum spurning- um. Næstur tók til máls Skúli Páls son, fiskiræktarbóndi í' Laxa- lóni ,og deildi allhart á veiði- málastjóra vegna afskipta hans á einkaklakstöðvum og tregrar samvinnu. Guðmundur J. Kristinsson, for maður Landssambands Stanga- veiðimanna skýrði frá góðri sam- vinnu við landbúnaðarmálaráð- herra Ingólf Jónsson um það að fá fjárveitingu til laxamerkinga. | Fundarstjóri, Jónas G. Rafnar, alþm. tók síðastur til máls, og þakkaði fundarmönnum og gest- um þeirra fyrir komuna. Kvað hann æskilegt, að fleiri slíkir fundir yrðu haldnir á næstunni , °fi einnig, að félagið gæti beitt sér fyrir auknum lánum og fjár- veitingum til fiskræktar. — Bókmenntir Framhald af bls. 12 gjalda verðar. Til dæmis er fyrsti þáttur ritsins með ágætum. Hann fjallar um föður höfundarins, Steingrím Thorsteinsson skáld, og var upphaflega fluttur sem erindi vestur í Ameríku — „fyr- ir 44 árum og er hér birt ó- breytt", segir höfundur. Lögberg og íslenzkir bændur heitir önnur gömul grein, stutt, en gagnger. Tilefni þeirrar grein- ar var áróður vesturheimska blaðsins Lögbergs, sem rembdist við að lokka sem flesta íslendinga vestur um haf. Axel Thorsteins son andmælir þeim málflutningi af einurð og festu. Fæ ég ekki betur séð, en grein hans standi enn í fullu gildi, þó liðinn sé hálfur fimmti áratugur, síðan hún var í letur færð, og forsend ur málsins séu nú úr sögunni. Hafi höfundur samið margar slikar greinar um ævina, virð- ist mér hann hefði heldur átt að safna þeim saman til útgáfu held ur en söguþáttum sínum, sem eru hvorki fugl né fiskur. Það er að segja — hafi honum verið sérstakt keppikefli að gefa út bækur. En vorkunnarlaust átti honum að vera að vanda betur útgáfu rita sinna, gamalreynd- um blaðamanninum. Erlendur Jónsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.