Morgunblaðið - 21.01.1967, Síða 21

Morgunblaðið - 21.01.1967, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1967. 21 - BÆKUR Framhald af bls. 17 lesa hana. í bókinni eru augljós byrjendamerki, en það er lifandi teð í höfundi. Þá vil ég ennfrem- *»r nefna til bók Jakobs Thorar- ensen, Léttstíg öld, og tvo gamla kunningja sem gaman var að sjá aftur, Líf og dauði Sig- arðar Nordals og Kristrún í Hamravík eftir Hagalín. Af ljóðabókum vildi ég fyrst nefna bók Matthíasar Johannes- sen Fagur er dalur. í bókinni kemur fram nýr tónn, sérstak- lega í „Sálmum á atómöld," sem mér finnst góður skáldskapur. Þá var ennfremur gaman að rifja upp kvæði Þorsteins Gísla- sonar, en Almenna bókafélagið gaf út bók um skáldskap hans og stjórnmál. Mér finnst sem Þor- steinn hafi legið nokkuð óbættur hjá garði. Hann var hinn mesti gáfu- og dugnaðarmaður og mér þótti vænt um að þessi bók skyldi vera gefin út. Þý'ddar bækur sem ég vildi minnast á er „Leiðsögn til lífs- hamingju" eftir vin minn Mart- inus. Það er góð bók og gefur yfirlit yfir kenningar hans í stuttu máli og bók Helge Thol- berg um Jóhann Sigurjónsson. Það er forvitnilegt verk, en ein- hvern veginn fannst mér hún þó ekki eins og maður hefði óskað. Um þær skáldsögur ungra höf- unda sem út hafa komið nú á árinu vil ég helzt ekkert um segja og það er örugglega enn- fremur fjöldi bóka sem út hafa komið sem eru vafalaust góðar, en ég hef alls ekki séð ennþá. Ég skrifa um íslenzkar bækur í norsk blöð, en það virðast ekki nærri öll forlög hafa áhuga á því, svo bækur þeirra eru mér að miklu ókunnar. Sigurður A. Magnússon rithöfundur: Islenzkur skáidskapur með auðupasta moti Að sjálfsögðu komst ég aðeins yfirað lesa lítið ‘brot þess bóka- xnagns sem út kom fyrir jólin, og get því verið stuttorður. Af islenzkum skáldverkum var tví- mælalaust mestur fengur að bók Guðbergs Bergssonar, „Tómas Jónsson, metsölubó'k", sem brá upp ákaflega nærgöngulli mynd af mannlegum kjörum í nútím- anurn, lýsti einangrun mannsins i vélrænu þjóðfélagi samtímans ®g braut niður ýrnsar þær við- teknu reglur sem háð hafa ís- lenzkri skáldsagnagerð um langt árabil. Bókin er að vísu ekki euðlesin, en hún er auðskilin og í henni er að finna miklu markvissari og skemmtilegri ádeilu á þjóðfélagið en við höf- «m átt að venjast, einmitt vegna þess að höf-undurinn hef- ur skopið á valdi sinu og hefur ekiki ádeiluna að meginmark- miði. Héðan í frá er þess að vænta, að farið verði að skrifa r-aunverulegar nútimaskáddsögur á íslandi. Af ijóðábókum var sennilega mestur fengur að bók Snorra Hjartarsonar, ,JLauf og stjörnur“, sem birtá hið vandvirka skáld i nýju ljósd og færði hann nær nútiknanum. „Jarteikn" Hannes- ar Sigfússonar og „Fagur er dal- Matthíasar Johannessens voru láka tii vitnts um fjöl- breytni og lífsþiótt ljóðlistar- innar. ' fslenzkum leikbókmenntum bættist verðmætt verk með ,,Dúfnaveizlu“ Halldórs Laxness, sem er hans bezta leikrit til þessa og verður höfundinum vonandi hvöt til að halda áfram á hinni nýju braut. Sýningin var alls ekki hnökralaus, en meginhug- mynd verksins og útfærsla heiinar er svo bráðsnjöll, að lítilvægari agnúar fyrirgefast. Þannig má segja að íslenzkur skáldskapur hafi verið með auð- ugasta móti á liðnu ári, og mætti nefna fleiri skáldverk til sönn- unar. Af öðrum íslenzkum bókum þótti mér mestur fengur að ævi- sögu Brynjólfs Jóhannessonar, „Karlar eins og ég“, sem skráð var af Ólafi JónssynL Hún er merkileg heimild um íslenzka leiklistarsögu og bregður upp Ijósum myndum af þeim erfið- leikum sem við var, að etja og þeirri gleðilegu þróun sem orðið hefur. Kannski eru spurning- arnar sem bókin vekur ekki síð- ur athyglisverðar, t.d. sú hvort orðið hafi nokkur veruleg fram- för í listrænu tilliti síðan Þjóð- leikhúsið tók til starfa. Málsháttasafn Almenna bóka- félagsins var líka verðmætur fengur, og bók Þorsteins Thorar- ensens, „í fótspor feðranna", var fróðleg greinargerð um eitt merkilegasta skeið íslenzkrar sögu, en hefði mátt vera vand- aðri að málfari og frágangi. Af þýddum bókum bar „Sagan af Dafnis og Klói“ af öllu öðru, enda er Friðrik Þórðarson ein- hver málhagasti og listrænasti þýðandi sem við eigum. „Endur- tekningin“ eftir Sören Kirke- gaard í þýðingu Þorsteins Gylfasonar var líka nýstárleg viðbót við fátæklegan forða okkar af heimspekiritum, og væri gaman að fá fleiri verk hins danska meistara á íslenzku. Læt ég svo lökið þessari upp- talningu með þeirri frómu ósk, að stjórnarvöld landsins sjái sóma sinn í að létta af íslenzkri bókaútgáfu þeirri fjárhagsibyrði sem toilar á efni til bókagerðar eru. — Monte Carlo Framhald af bls. 1 Carlo keppninni á undanförnum fjórum árum. Aðeins tólf sekúndum á eftir Aaltonen voru Svíinn Ove Ander sen og aðstoðarmaður hans, Bret- inn Jolhn Davenport, í Lancia Fulvia. í þriðja sæti voru Bret- arnir Vic Elford og David Stone í Pordhe. í kvennaflokki sigruðu Sylvia Österberg og Ingelill Edenring, sem óku Renault Gordini. Auk þess fengú Renault bílasmiðjurn ar frönsku sérstök sveitarverð- laun. Stigafjöldi tíu efstu keppend- anna fer hér á eftir: 1. Aaltonen, Finnlandi og Lid- don, Bretl. — Mini Cooper — 11.491,92 stig. 2. Anderson, Svíþj. og Daven- port, Br. — Lancia Fulvia — 11.503,92. 3. Eldiford og Stone, Bretl. — Pordhe — 11.566,16. 4. Leo Cella og Luciano Lom- bardini, ítalíu — Lancia Fulvia — 11.651,20. 5. Sandro Munari, ítalíu og George Harris, Bretl. — Lancia Fulvia — 111.651,20. 6. Paddy Hopkirk, N-lrland og Ron Crellin, Bretl. — Mini Coop er — 11.673,20. 7. Jean-Francois Piot og M. Kereky, Frakkl. — Renault Cor- dini — 11.718,24. 8. Berndt Jansson og frk. Sen- ysman, Svíþj. — Renault Gordini — 11.960,08. 9. Jean Vinatier og Claude Roure, Frakl. — Renault Gordini — 12.006,72. 10. Tony Fall og Raymond Joss Bretl. — Mini Cooper — 12.117,04 Sigurvegararnir í kvennaiflokki þær Sylvia österberg og Ingalill Edenring rfá Svíþjóð, hlutu 13.200,96 stig, og voru í 26. sæti. — Douði forseta Framh. af bls. 10 í Fort Worth. Sjö þeirra héldu síðan til hins lífsglaða nætur- klúbbs „The Cellar“ (Kjallar- inn), þar sem þeir bóðu um „Salty Dicks", en það var sér drykkur skemmtistaðarins en áfengislaus að vísu. Einn þeirra dvaldi þar til kl. fimm. í hóp hans bættust árla morg uns fleiri drykkjuglaðir ná- ungar, þeirra á meðal 4 leyni lögreglumenn, sem áttu að vera í fylgdarbifreiðinni rétt fyrir aftan bilfreið forsetans á leiðinni gegnum Dallas og undir árvekni þeirra var ör- yggi forsetans komið. Þrír aðrir til viðibótar bættust einn ig í hópinn. Það voru verðir, sem í raun réttri áttu að vera á verði við dyr forsetans fram til kl. 8 en kusu heldur að vinna bug á þeim leiðindum, sem starfa þeirra fylgdi með þessum hætti. Amman,. 20, jan. NTB. Áreiðanlegar heimildir í Amm an hermdu 1 dag, að ríkisstjórn- in í Jórdaníu hyggði tíma til þess kominn, áð taka upp á ný sendiherraskipti milli V-Þýzka- lands og Arabalandanna. Sendi- herraskiptunum var hætt 1965, er V-Þýzkaland tók upp sendi- herraskipti við fsrael. Vatikanið, 20. jan. AP. 1 PÁLL páfi hefur nú lagzt veik- ur í inflúenzu, sem herjar Róma borg, og hefur páfinn af þeim sökum orðið að aflýsa áríðandi fundum við ýmsa ráðamenn. Um 100.000 Rómarbúar liggja nú rúm fastir í þessari veiki, sem að sögn lækna er ekki alvarlegs eðlis. Þakkarávarp Afúðarþakkir færi ég öllum þeim er sýndu mér hlýhug með kveðjum og blómum og á annan hátt á níutíu og fimm ára afmæli mínu. Karl Einarsson. Breiðfiröingabúð Dansleikur í kvöld kl. 0 i/ Tops! hljómsveitirnar auðvitað TOXIC og POPS skemmta kynnt ný hljómsveit Sonet Aðgöngumiðasala frá kl. 8. Tryggið ykkur miða timanlega. BIÐJID KAUPMANN YÐAR UM FISKAKEX ! Sími 14-0-14

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.