Morgunblaðið - 24.01.1967, Side 12

Morgunblaðið - 24.01.1967, Side 12
i2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 1967. HVAÐAN fáum við hugmynd ir um staði, sem við höfum aldrei séð? Ég hafði enga hug mynd um, að mið-hálöndin í Vietnam væru á sinn hátt ekki ólík landslagi sums stað ar í Texas, að loftið þar væri hreint og hressandi og vart yrði hjá því komizt að sveipa sig teppi að næturlagi. Það var í nágrenni Pleiku, að Hanoistjórnin og Vietcong reyndi að skipta landinu í tvo hluta. Það var hér, að við lögðum til atlögu við þá, rák um þá til baka. Síðan hafa þeir ekki getað gert stórárás hér. Pleiku er líkt mörgum öðr- um stöðum hér — gamalt, lít ið þorp, sem stendur í skugga trjáa; þar eru einnig bráða- birgðaskýli fyrir flóttamenn, og*verið er að hefjast handa um húsbyggingar. Hér hefur gífurleg áherzla verið lögð á vígbúnað, og hvarvetna ber við sjóndeildarhringinn birgð ir, skotfæri, ökutæki og flug vélar. . Jarðvegurinn er leirbund- inn, nokkuð þurr núna, en ég Bréf úr Vietnamferð Eftir John Steinbeck hef séð myndir, sem teknar hafa verið hér af skriðdrek- um, sem verið hafa að sökkva í forina. Það er ekki djúpt á einka- framtakinu hjá Vietnambú- um. Hvarvetna, þar sem her- menn eru, skjóta alls konar fyrirtæki upp kollinum, eins og gorkúlur; þvottahús, veit- ingakrár, smáverzlanir, þar sem kaupa má ótrúlegustu hluti, flesta snotra en gagns- litl?. Nærri ánni eru þvotta- plön, þar sem þvo má skrið- dreka, bíla og jafnvel reið- hjól. Kostnaðurinn er lítill og hingað sækja margir. Á gadda vírsgirðingum má víðast sjá þvott hanga til þerris. Allir virðast hafa mikinn áhuga á þvotti, og skýringin liggur í augum uppi, að lokinni göngu daglangt. Undir kvöld voru fötin mín orðin helmingi þyngri en áður, og stígvélin mín svo ötuð í leir, að ég komst varla úr spori. Það er mín skoðun, að þyrl an sé mikilvægasta uppfinn- ing, sem gerð hefur verið, sið an hjólið var fundið upp. Á átta dögum hef ég heimsótt ólíka staði, sem hefði tekið mig marga mánuði að kom- ast til, hefði ég farið fótgang- andi, og það hefði ég senni- lega orðið að gera að öðrum kosti, því að vegir eru fáir, flestir ófærir, og járnbrautir ganga ekki lengur, vegna bar daganna. Ég held, að ég hafi ferðazt í öllum þeim tegund- um þyrla, sem hér eru, nema e.t.v. einni eða tveimur. Önn- ur þyrlutegundin er einsæta, og hef ég ekki flogið í henni af augljósum ástæðum. Þá er hér önnur risastór þyrla, nokkurs konar fljúgandi kola krani, sem getur flutt allt, sem klærnar ná að grípa. Hún hefur flutt heila_ skurð- stofu, í einu lagi. Ég geri ráð fyrir, að þessar þyrlur eigi eftir að hafa mikla þýð- ingu, er þeim fjölgar. Mér var boðið til tedrykkju með Vinh Loc, hershöfðingja, sem stjórnar 2. svæðisdeild ARVN — borið fram Arvin — en táknar landher Viet- nam. Vinh Loc er prins, mjög háttsettur hermaður, og sér- fræðingur í listum og sögu. Bústaður hans eða aðalstöðv- ar er líkastur höll, og mjög fallegur. Ég held ekki, að mér verði nokkru sinni veitt jafn gott te og það, sem ég fékk hjá honum. Hann gaf mér tvær bækur, sem hann hafði skrifað á ensku, en þær fjalla um Montagnarda, en það er fólk hans, sem ég hef fengið mikinn áhuga á, og mun skýra nánar frá síðar. Það líkist mest bandarískum Indí- ánum. Frá teborði hans hélt ég ásamt Vinh Loc í þyrlu til aðalstöðva 4. herdeildar bandaríska landhersins, þar sem ég snæddi hádegisverð með Collins, hershöfðingja. Hvar sem ég hef komið, hef- ur mér verið leyft að vera viðstaddur fundi, þar sem ástandið í næsta nágrenni er rætt og skýrt. Fundurinn, sem Collins hélt, fannst mér sérstaklega athyglisverður, vegna þess, að þar var viðstaddur Nhgia, liðsforingi úr 2. svæðisdeild. Hann er hörkulegur, smávax- inn maður, og hann skýrði á ensku frá óvinasveitum á svæði 2. deildar. Þið minnist þess, að 4. deildin, með stuðn ingi 23. stórskotaliðsdeildar- innar og sprengjuflugvéla, rak herlið norðanmanna yfir landamæri Kambódíu, og sló vopnin úr höndum þeirra. Nghia skýrði frá upplýsing- um, sem honum höfðu borizt um leifar sveita norðan- manna, og tilraunir til að skipuleggja þær á ný. Um fjölda þeirra segi ég ykkur ekkert, enda mynduð þið gleyma tölunni jafnskjótt og ég. Hann sagði jafnframt frá því, hve margir norðan- manna hefðu týnt lífi eða særzt. Bæði Vietcong og stjórnarherinn að norðan reyna að komast á brott með látna og særða, svo að ekki verði uppvíst um tölu þeirra. Þeir, sem eru svo illa særð- ir, að ekki verður bjargað, eru skotnir, aðrir bornir á heimatilbúnum börum. Ég spurði, hvort svo frum- stæðir sjúkraflutningar yrðu ekki til að stytta mörgum aldur, og ságði Nghia, að svo væri. Reyndar kæmi einnig til mikill skortur á lyfjum. Margar grafir hafa fundizt, eftir að Vietcong og stjórnar- herinn hafa orðið að flýja, og flóttamenn og þeir, sem gerzt hafa liðhlaupar, skýra frá því, hve alvarlegur lyfja- 1 skorturinn er. Einn háttsett- , i ur fangi féllst á að fljúga í þyrlu, búinni hátölurum, yfir aðsetursstað sveita sinna, og kallaði hann þar til einstakra manna með nafni. Hvatti hann þá til að gefast upp, því að ekki yrði illa með þá far- 1 ið. y Ég ætla ekki að ræða um | of um hermál, en mig lang- l aði til að segja frá þessu. Hverju sinni, sem ég hef kom ið til nýrra herstöðva hefur mér verið skýrt frá þróun inni undanfarið, og hverju megi búazt við síðar, og vík ég ekki nánar að þvt Á skýringarfundum bregzt það ekki, að sá, sem hefur orðið, tekur úr vasa sínum lít , ið verkfæri, sem líkist stál- penna. Hann dregur út verk- 1 færið, unz það líkist útvarps- i stöng á bíl, og notar það eins : og kennari, sem grípur til priks í landafræðitíma. Ég hef mi'kinn áhuga fyr- ir slíku tæki. Það myndi koma sér vel, þegar benda þarf á stúlkur eða þjóna, en enn sem komið er, hef ég ekki komizt yfir það, ekki einu sinni með því að reyna að stela því. Þið megið trúa því, að ég myndi ekki hika við að hrifsa það til mín. gæf ist tækifæri. Ég hlýt að vera lélegur vasaþjófur. Þá hef ég ekki frá meiru að segja að sinni. í næstu viku segi ég ykkur frá skóg- arstígunum, sem þið hafið heyrt svo mikið um. Ykkar John. . Frá Salem sjómanna- starfinu á ísafirði .JíÚ árið er liðið í aldanna skaut, og aldrei það kem.ur ti‘l baka“. Það er liðið hjá með öllum þeim tækifærum og möguleikum sem það færði hverj.um einstakl- ing og þjóðinni í heild. En hvernig hafa þau tækifæri verið notuð? Hefir það verið gert í samræmi við Guðs vilja? Hafa ráðamennirnir leitað styrks og leiðsagnar Guðs í erfiðum vanda málum? Þannig mætti lengi spyrja og svörin yrðu sjálfsagt á ýmsa vegiu. „En hvers er að minnast, og hvað er það þá, sem helzt Skal í minningu geyma? SMkar spurningar vakna eðlilega J hugum margra er þeir heyra hinn þekkta áramóta sálm. Salem sjómannastarfið á ísa- firði sem byggir tilveru sína á kristilegum grundvelli, til hjáilp w sæfairendium, á margar ljútf- ar minningar frá liðnu ári. Guð hefir verið trúfastur og veitt af blessun sinni ríkulega. Megum við þakka Guði miskunn hans og náð. Nú sem fyrr, hafa þó verið höggvin skörð í raðk ís- lenzkra sjómanna, er þar skemst að minnas>t hin hörmullega •jóslyss í Hniífsdal. Viljum við votta öllum aðstandendum þeirra vora innilegustu samúð og hluttekningu, með bæn um að þeir megi finna og reynt hve gott það er að eiga Jesú sem „einkavin í hverri þraut“ und- ir öllum lífsins kringumstæð- um. Enginn gefiur huggun sem hann. Jóh. 14, 1, og enginn gef- ur frið sem hann. Jóh. 14, 27 og Fil. 4,7. Ár írá ári fjölgar skipakom- u>m hingað til ísafjarðar, og eykst þvi þörfin á fulikomnu sjómannaheimiM. Þetta finna bezt sjómennirnir sjáilfir og hafa mar.gir haft orð á því við mig. Er það því bæn vor að það geti orðið sem fyrst. Eins og nú er háttað er farið um borð í skipin með Guðs orð, er þvi yfirfeitt tekið mjög vel, og stundum gefst tækifæri til að hafa þar Guðræknisstund. Sérútgáfuim aí Guðspjöllunum á erlendum málum, var útbýtt tM 5200 ertlendra manna frá 27 þjóðum. Því miður er silík út- gáfa ekki tifl á íslenzku. Einnig voru gefin 255 Nýjatestamenti og 1 Biblía. Vitjáð var alls 70 sjómanna á sjúkraihúsinu, svo oft sem auðið var og þeim ián- uð blöð og bækur o.fil. Greitt var fy.rir mik'lu af pósti frá sjó- mönnum. f Salem vioru haldnar nokkrar sjómannasamfcomur, sú síðasta á jóladagskvöld. Þangað var boðið öllum þeim sjómönn- uim sem ekki áttu heimili hér, voru það nokkrir menn af ís- firzku bátunum og sikipshöfn af þýzka skiipinu „Inka“ sem var h *r í höfn. Tóku Þjóðverjarnir virkan þátt í samkomunni með söng sínum sem skipstjórinn leiddi og spilaði undir á harmonikku, einnig las hann guðspjallið um fæðingu Frelsarans. Jólasálmarn ir voru einni sungnir saman á fleiri málum, en andinn var hinn sami sem skapaði hina sönnu jólagleði í hjörtum allra viðstaddra. Síðan var sezt að prýddu kaffiborði og jafnframt hlýtt á andlega tónlist. Þá vöktu jólapakkarnir óskifta gleði. Var dregið um þá með miklum spenn ingi. Að endingu báðu allir „Faðir vor“ hver á sinni tungu. Á aðfangadag var farið í sjúkrahúsið með jólapakka til 6 sjómanna innlendra og er- lendra. Nokkru fyrir jól var byrjað að láta pakka um borð í skip sem vitað var að yrðu ekki í heimahöfn ,um hátíðina. Voru það flutningaskipin „Sel- á“, „Vatnajökull", „Mælifell", „Anna Borg“, „Selfoss“ og „Fjail foss“ og togararnir „Júpiter" og „Harðbakur". Komu þakkar- og árnaðarskeyti frá tveimur fyrstu skipshöfnur.um. Alls voru jólapakkar gefnir til 160 ís- lenzkra sjómanna, og 55 er- lendra. Til þeirra höfðu borizt nokkrir pakkar frá „E>en Inden- landsk Sþmandsmission i Dan- mark“. Hér hefir aðeins verið landske Sdmandsmission í Dan- starfi. Við munum halda áfram í Drottins nafni, minnug orða postulans: „Og hvað sem þér svo gjörið í orði eða verki, þá gjórið allt í nafni Drottins Jesú, þakk- andi Guði föður fyrir hann“. Kól. 3,17. Vér þökkum Guði fyr- ir alla þá sem hann minnir á að styrkja þetta málefni. Ég vil svo að endingu þakka öllum þeim vinum fjær og nær sem þegar hafa sýnt þessu starfi fórnfýsi og kærleika. Guð blessi ykkur öll og láuni ríkulega. Guð gefi Forseta vorum og þjóðinni allri gleðilegt og blessunarríkt ár í Jesú nafni. Svo hér megi í sannleika verða „Gróandi þjóð- líf, með þverrandi tár, sem þroskast á guðsríkis braut". Sigfús B. Valdimarsson. - UTAN ÚR HEIMI Framhald af bls. 16 með vikulegar tilraunir að undanförnu. Er það talsverð aukning frá því sem var, því eftir tilraunabannið 1963 gerðu þeir um bvær tilraunir í mánuði. Sumir sérfræðingar setja þessa fjölgun rússneskra til- rauna í samband við alkunn- ar framfarir Kínverja á þessu sviði. Benda þeir á að mikið hafi verið um að vera á Novaya Zemlya uim það leyti sem Kínverjar sprengdu síð- Mynd þessi var tekin í Páfag arði hinn 17. þ. m. er Páll páfl sæmdi Harold Wilson forsæt isráðherra orðu, en þeir Wilson og George Brown utanríkisrá ðherra hlutu áheyrn hjá páfa, á meðan á dvöl þeirra í Rómaborg stóð. I.ýsti páfinn þar yfir stuðningi sínum við baráttu Wilsons fyrir heimsfriði. ustu kjarnorkusprengju sína. Er hugsanlegt að Rússar hafi notað tækifærið og sprengt ofanjarðar í þeirri vissu að Kínverjum yrði kennt um þá aukningu, sem yrði á geisla- virkni í andrúmsloftinu. Einn- ig virðist það staðfesta þann grun að Rússar séu að gera tilraunir með kjarnasprengju fyrir varnareldflaugar, sem ætlaðar eru til að granda óvina-eldflaugum. Hver svo sem tilgangurinn er, virðist ekkert draga úr tii- raunum Rússa. Það eitt er víst að þeim hefur ekki tekizt, ef þeir þá hafa reynt, að draga úr áhrifum tilrauna sinna þannig að erfiðara sé að fylgjast með þeiim. Eiga jarð skjálftafræðingar auðvelt með að halda skýrslur yfir tilraun irnar. Sérstaklega er þetta auðvelt á Norðurlöndum, og veldur Norðurlandabúum nokkrum óþægindum. Þegar „dómsdagssprengjan" mikla var sprengd á Novaya Zemlya árið 1963, heyrðist sprenging in greinilega í Norður-Noregi og Finnlandi. (Observer — öll réttindi áskilinj.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.