Morgunblaðið - 25.01.1967, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 1967.
Wilson og de Gaulle ræöa aðild
Breta að EBE
Hugsanleg aðild Breta kreíst grund-
vallarbreYtinga d bandalaginu, segir
de Gaulle
París, 24. jan. (AP-NTB)
HAROLD Wilson, forsætisráð-
herra Bretlands, ræddi tvívegis
við de Gaulle, Frakklandsfor-
seta, í París í dag, fyrst á tveggja
klukkustunda fundi þeirra í
morgun, og síðar í hádegisverð-
arboði forsetans. Aðal umræðu-
efnið var hugsanleg aðild Breta
að Efnahagsbandalagi Evrópu.
Benti Wilson forsetanum á að
aðild Breta að EBE gæti dregið
úr efnahagsáhrifum Bandaríkj-
anna í Evrópu. De Gaulle sagði
hinsvegar að Bretar gætu ekki
orðið aðilar að Efnahagsbanda-
laginu án þess að á þvi yrðu rót-
tækar breytingar.
w Haft er eftir áreiðanlegum
heimildum að de Gaulle hafi lýst
þvi yfir að hann liti svo á að
aðild Breta þýddi endalok banda
lagsins, og aðildarríkin yrðu að
gera sér grein fyrir því hvort
þau teldu það tii ■ bóta að svo
færi.
Wilson kom til Parísar frá
Strasbourg sl. nótt, og er George
Brown utanrikisráðherra í fylgd
með honum. Gengu brezku ráð-
herrarnir á fund de Gaulles í
Elysee-höllinni klukkan tíu í
morgun, og tók forsetinn á móti
þeim við dyr skrifstofu sinnar á
annari hæð, þar sem Napóleon
keisari var til húsa um næst
síðustu aldamót. Bauð de Gaulle
gesti sína velkomna til Parísar,
og kvaðst hafa hlustað á ræðu
þá, er Wilson flutti á ráðgjafa-
þingi Evrópuráðsins í Strasbourg
í gær. Síðan hófust viðræðurn-
ar með því að Wilson flutti
hálfrar klukkustundar - skýrslu
um sjónarmið Breta varðandi
■* aðild að EBE. Taldi forsætisráð-
herrann að aðild Breta væri
ekki þeim einum til hagsbóta,
heldur einnig öllum aðildarríkj-
unum. Benti hann á nauðsyn
þess að Evrópuríkin hefðu sam-
vinnu á sviði tæknimála til að
bægja frá hættunni á því að
bandarískur iðnaður legði algiör
lega undir sig markaðinn í Evr-
ópu. Sagði Wilson, að á þessu
sviði hefðu Bretar mikið til mál-
anna að leggja.
Einnig minntist Wilson á
sambúðina við Austur-Evrópu-
ríkin, sem de Gaulle er mjög
annt um að bæta. Gaf Wilson í
skyn að unnt yrði að taka upp
viðræður og siðar nána sam-
vinnu við kommúnistarikin eftir
*
Attræður í dag
JÓN Sigfússon, bóndi að Ærlæk
í Axarfirði, er áttræður í dag.
Jón hefir verið fréttaritari Morg-
unblaðsins um margra ára skeið,
og færir blaðið honum beztu
þakkir fyrir góða samvinnu.
að Efnahagsbandalagið hefur
verið eflt með aðild fleiri Evr-
ópuríkja.
Önnur atriði í ræðu Wilsons
voru þessi:
Á þessu ári kemst á jafnvægi
í efnahagsmálum Breta. Gengi
sterlingspundsins er sífellt að
verða stöðugra, og ætti ekki að
verða neinn baggi á öðrum aðild
arríkjum. Varðandi varnarmál
sá Wilson fram á áframhaldandi
samvinnu innan ramma Atlants-
hafsbandalagsins, en taldi þá
samvinnu geta þróazt í þá á*t
að Evrópuríkin yrðu sjálfum sér
nóg um vopnasmíði. Hét Wilson
þvi að Bretar væru reiðubúnir
til að viðurkenna og virða ai’.ar
greinar Rómarsáttmálans, ef við-
unandi skilyrði fengjust fynr
aðild þeirra.
Ekki er vitað hvað þeim fór á
milli, Wilson og de Gaulle, að
lokinni ræðu forsætisráðherrans,
en fregnum ber saman um að við
ræðurnar hafi farið mjög vin-
gjarnlega fram.
Wilson dvelur tvo daga í Par-
ís, og er þetta fyrsti áfanginn í
fyrirhuguðum heimsóknum hans
til höfuðborga allra aðildarríkja
EBE til að kanna hugi leiðtog-
anna varðandi hugsanlega aðild
Breta. Talið er að ákvörðun um
aðild Breta sé aðallega háð því
hvaða stefnu de Gaulle tekur í
málinu, en það var hann sem
kom í veg fyrir að Bretar fengju
aðild þegar þeir sóttu um það
árið 1963.
Ekki er vitað hver áhrif heim-
sókn Wilsons hefur á aðildarlíkur
Breta. í véstur-þýzkum blöðum
er þó talið að ræða Wilsons á
- AGNIR
Framhald af bls. 28.
sviði og þar kemur tilrauna-
stöðin á Keldum inn í.
Segir að fyrir ekki svo
löngu hafi verið send sýnis-
horn úr heila konu, sem dó
úr sclerosis frá Newcastle til
fslands, þar sem fram fóru
tilraunir til að tengja þennan
sjúkdóm í fólki kindasjúk-
dómum. Ekki var um riðu að
ræða í kindunum, en þegar
heilasýnishorninu úr scleros-
is sjúku konunni var spraut-
að í kindur, þá fór að bera á
ríðuei nkennum.
Mbl. leitaði upplýsinga um
þetta hjá Páli A. Pálssyni,
yfirdýralækni og forstöðu-
manni á Keldum. Hann sagði
þetta rétt vera, en síðan þetta
gerðist væru 5 ár. Hefði til-
raunum verið haldið áfram og
fengist svipuð útkomá. En
ekki kynni hann að skýra
þetta, botnaði ekkert í því
frekar en aðrir. Byrjað var á
þessum tilraunum á Keldum
1959. Eftir að farið var að
vinna að tilraunum með visnu
í kindum, þá kom fram sú
tilgáta að um skyldleika gæti
verið að ræða milli kindasjúk
dóma þeirra, sem hér eru, og
sclerosis í fólki. Voru þá sýnis,
horn úr heila sclerosusjúkl-
inga færð í kindur og síðan
hefur þessum tilraunum verið
haldið áfram. Hafa samskon-
ar tilraunir verið margendur-
teknar og er enn haldið áfram
en hver tilraun tekur 2-3 ár,
svo það er ekki flýtisverk að
fá útkomu í hvert sinn. Eftir
að tilraunir á Keldum fóru
að sýna þessa óskiljanlegu en
merkilegu útkomu, hafa yís-
indamenn annars staðar einn
ig byrjað á þeim með sama
árangri. En enginn veit enn
ráðgjafaþingi Evrópuráðseins í
Strasbourg í gær hafi orðið til
að styrkja aðstöðu Breta. í Frakk
landi eru skiptar skoðanir um
áhrif ræðunnar. Aðallega hafa
tvö atriði ræðunnar vakið at-
hygli þar. Annað er sú yfirlýs-
ing Wilsons að fái Bretar ekki
aðild, sé það ekki sök brezku
stjórnarinnar. Telja Frakkar að
með þessum ummælum sé Wil-
son að vísa frá sér ábyrgðinni,
ef tilraunirnar til aðildar fara út
um þúfur. Hitt atriðið er land-
búnaðarstefnan, og telja Frakkar
að Wilson óski eftir verulegum
undanþágum frá samþykktum
aðildarríkjanna á því sviði.
♦ ♦ ♦ .. '»
Tveimur
bjargað
— úr brennandi húsi
Slökíkviliðið var kvatt út i gær
morgun að Bergstaðastræti 20,
en þar hafði kviknað í salernis-
klefa og var kominn allmikill
eldur i herbergi í miðhæð, en hús
ið er tvílyft timburhús.
Þegar lögreglan kom á stað-
inn var húsið fullt af reyk,
en fljótlega tókst að ráða niður-
lögum eldsins. Er slökkvistarf
stóð sem hæst bárust boð um
það að tveir menn væru inni í
húsinu og leitaði slökkvilið með
aðstoð lögreglu mannanna og
tókst að ná þeim út úr húsinu.
Mennirnir voru fluttir í Slysa-
varðstofuna, en reyndust ekki
slasaðir að ráði.
Skemmdir urðu talsverðar af
vatni og reyk, en slökkvistarf
tók um eina klukkustund. Elds
upptök eru ókunn, en grunur
leikur á að þau séu út frá vindl-
ingi.
hvernig á þessu stendur.
í greininni í Sunday Times
er sagt frá einhverjum kyn-
legasta sjúkdómi, sem þekkt
ur er og herjar Fore kynflokk
inn á Nýju Guineu, en í við-
tali í Mbl. í gær sagði Hall-
dór I>ormar á Keldum að tek
ist hefði að sýkja apa með
þessum sjúkdóm, og væri það
í fyrsta skipti sem tekist hefði
að sýkja apa með sjúkdómi af
þessu tagi, og spái það góðu
um frekari árangur. Þessar
tilraunir með sjúkdóminn
kuru í fólki á Nýju Guineu,
hófust einmitt eftir að ofan-
nefndar tilraunir með kinda-
sjúkdóminn visnu og scleros-
is í mönnum höfðu gefið ofan
nefnda útkomu á Keldum.
Um kuru á Nýju Guineu
segir Sunday Times, að nú sé
beðið með eftirvæntingu eftir
að vita hvort hægt sé að sýkja
með honum kindur. Þessi sjúk
dómur kom upp í einum kyn-
stofni fyrir 45 árum og hefur
síðan dreifst hægt um hann
allan, en finnist hvergi annars
staðar. Það óhugnanlega við
þetta sé að þetta séu mann-
ætur, sem ekki eti óvini sína
heldur sína eigin menn látna
og sé heilinn talinn sælgæti
og oft gefinn börnum. Ef líkt
sé nú ástatt með kuru eins og
riðu í kindum, þá sé heilinn
mesti smitberinn og ef títt-
nefnd frumstæðari „ögn“
en veiran sé skaðvaldurinn
eyðileggst hún ekki við suðu.
Og greininni lýkur á þeim
orðum, að vísindamenn á
mörgum stöðum í heiminum
séu nú að reyna að einangra
þessa „riðu-ögn“, sem sé
mjög erfitt verk. Þegar ein-
hverjum takizt það, þá verði
það merkasta þróun, sem orð-
ið hefur i biologíu árum sam-
an.
Kennslubók fyrir
börn veldur deilum
NÝ ÚTGÁFA af fslandssögu
Jónasar Jónssonar hefur að und-
anförnu verið í undirbúningi og
er prentun hennar að ljúka. í
því sambandi hefur Kennara-
félag Austurbæjarskóla mót-
mælt myndum, sem Halldór
Pétursson, listmálari hefur teikn
að í þessa nýju útgáfu og þá
sérstaklega einni, sem sýnir
Aðspurður um það, hvort
kennararnir létu sér nægja það
að myndin af víginu við Rangá
yrði fjarlægð, sagði Pétur, að
persónulega fyrir sig væri pað
ekki, því að þessi mynd og aðvar
sem í bókinni væru boðuðu þá
stefnu og anda í myndskreytingu
kennslubóka, að hann áliti sð
slíkt gæti orðið alvarlegt fyrir
Myndin, sem kom í stað þeirra r, er birt er neðst á síðunni.
þann atburð er Gunnar á Hlíðar-
enda vegur og hefur upp á at-
geirnum einn óvin sinn og varp-
ar honum í Rangá.
Mbl. hafði tal af Pétri Sumar-
liðasyni, kennara í Austurbæjar-
skólanum og spurði hann um
málið. Pétur sagði, að alls væru
í bókinni 16 myndir tengdar á
ýmsan hátt vígaferlum, hálf-
dauðum mönnum eða ýmsum
áverkum, og hefði kennarafélag-
ið haldið fund út af þessu máli,
þar sem samþykkt var ályktun
um að kennararnir vildu ekki af-
„Vín skal til vinar drekka“.
henda börnum bókina vegna
myndanna. Ályktun þessi var
send fræðslumálastjóra og
fræðslustjóra Reykjavíkurborg-
ar, og sagði Pétur, að sér væri
ekki kunnugt um, hvort þeir að-
ilar hefðu aðhafzt frekar í mal-
inu.
Pétur sagði, að ekki hefði ver-
ið farið að afhenda bókina, en
kennararnir hefðu fengið eitt
eintak og hefðu þeir viljað vekja
athygli kennarastéttarinnar á
henni.
kennaraséttina.
Þá nefndi Pétur 17. myndina,
en hún er af Sturlu Þórðarsyni,
þá er hann situr veizlu hjá Magn
úsi Hákonarsyni og Magnús
mælir til Sturlu: „Vín skal til
vinar drekka“. Mynd þessa sagði
Pétur mjög slæma með hliðsjún
af því að bannaðar væru auglýs-
ingar sem slíkar og skylt væri
að hafa bindindisfræðslu í skól-
um.
Pétur sagði að að öðru leyti
væru margar ágætar myndir I
bókinni og lofa bæri ágætar
myndskreytingar námsbókaút-
gáfunnar, sem unnið hefði gott
verk. Því meir kvaðst hann
harma myndskreytingu þessarar
bókar.
Við listamanninn kvað Pétur
ekki að sakast. Hann hefði unnið
verk sitt með prýði og myndirn-
ar væru vel gerðar. Það væru
hins vegar skólayfirvöldin, setn
bæru alla ábyrgð.
Þá hafði Mbl. tal af Jóni Emil
Guðjónssyni framkvæmdastjóra
Ríkisútgáfu námsbóka og spurði
hann um málið. Jón sagði, að
búið hefði verið að prenta bók-
ina, en ekki hafi verið búið að
hefta hana. Kennarar hefðu lýst
vanþóknun sinni á myndum 1
henni, en slíkt taldi hann ávallt
vera matsatriði. Hins vegar hefði
vígið við Rangá verið tekið út
úr og önnur mynd sett inn í stað
inn.
Mbl. hafði tal af Halldóri Pét-
urssyni, listmálara og bar málið'
undir hann. Halldór sagði:
— Þeim fannst myndin of
hörkuleg af Gunnari, en alltaf
má deila um slíkt. Nýja myndin
er af sama atburði, en öðru vísi
og er því ekki eins raunsæ. Á
síðari myndinni er maðurinní
kominn í ána og Gunnar stendur
FrarrahaM á bls. 27
Myndm, sem látin var víkja.