Morgunblaðið - 08.02.1967, Blaðsíða 1
54. árg. — 32. tbl.
MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRUAR 1967
Prentsmiðja Morgunblaðsins
SOVÉZKA SENDIRADIDIPEKING í ,HERKVÍ'
Verkamenn í Itfioskvu efna til
mófmæla við sendiráð Kína
Peking, Moskvu og Tókíó, 7. febrúar. — NTB-AP.
SOVÉZKIR sendiráðsmenn eru nú að kalla í stofufangelsi
f sovézka sendiráðinu í Peking. Var sendiráðssvæðið um-
kringt æpandi varðliðum, sem kölluðu svívirðingar í garð
Sovétríkjanna í gjallarhorn og límdu áróðursmiða á múrinn,
sem umgirðir sendiráðsbygginguna. — Tass-fréttastofan í
Moskvu sagði í dag, að sl. mánudagskvöld hefði brjálaður lýð
urinn brotið niður járnhliðið að sendiráðsbyggingunni, en
sovézkir sendiráðsmenn hefðu myndað vegg og varnað varð-
liðunum inngöngu. Kínversk yfirvöld sendu sovézku sendi-
ráðsmönnunum skeyti í dag, þar sem þeir eru varaðir við að
fara út fyrir sendiráðssvæðið af öryggisástæðum.
Sovézka Sendiráðið mótmælti
jregar aðvörunum, og sagði í mót
mælaorðsendingunni, að aðvörun
in stefndi að því að skerða rétt-
indi sovézkra diplómata.
Gifurleguir fólksfjöldi var sam
an kominn fyrir framan sendi-
ráðið í diag 13. dag mótmælaað-
igerða gegn endurskoðunarsinna-
kWkunni í Moskvu. Segja frétta-
ritarar að sendiráðið hafd verið
4 herkvd. Um tvö hundiruð Siovét
nxenn eru nú í sendirá’ðinu, en
allar eiginkonur þeirra og börn
hafa nú verið flutt til Moskvu.
Á flugvel'linum í Peking í gær
réðust rauðir varðliðar inn í far-
þegavagnana, sem fiuttu fóiikið
þangað, og börðu konurnar og
börnin. Er karlmenmirnir
reyndu að koma þeim tiil hijiá'lp-
ar voru þeir um.svifali.uist slegn-
ir niður.
Nokkrir Sovétmanna kom-
ust efcki aftur til sendiráðsins,
vegna lýðsins, sem fyllti allar
götur í nágrenninu. Leituðu marg
ir þeirra hælis í pólska sendiráð
inu. Sovézkir fréttaritarar í Pek
ing hafa flúið úr íbúðum sínum
í diplomatahverfinu í Ptefcing og
leitað 'hælis í sendiráðum A-
Evrópuríkja.
Tass-fréttastofan sagði í dag,
að ofsóknirnar gegn Sovétríkj-
unum í Kína ættu sér enga hlið
stæður í stjórnmálasamskiptum
landa. Segir fréttastofan að að-
gerðirnar verði stöðugt brjálæð-
islegri.
Sovézkir verksmiðjuverka-
menn fjölmenntu til kínverska
sendiráðsins í Moskvu í dag og
efndu þar til mótmaplaaðgerða
gegn ofsófcnunum í Peking. Festu
þeir spjöld á girðinguna um-
hverfis sendiráðið. þar sem skor
að var á Kínverja að hætta ögrun
unum í Peking. Jafnframt þessu
gengu 9 verkamenn upp að dyr
um sendiráðsins, börðu bylmn-
ingshögg á þær og kröfðust þess
að fá að ræða við kínverska sendi
fulltrúann og afhenda honum
mótmælaorðsendingu. Neituðu
Kínverjarnir að opna dyrnar.
Rússarnir límdu þá orðsending-
una á gluggan á hurðinni. í henni
var rangfærsla Maos á stjórn-
Framhald á bls. 27
Stálu farþegaflug■
vél og flýðu land
33 egypzkir flótfamenn til Jórdaníu
Kaíró og Amman, 7. febr.
(AP-NTB)
SKÝRT var frá þvtf í Kaíró
í dag að farþegaflugvól
hefgi „týnzit“ á leið frá
Kaíró tiil Hurghada á
strönd Rauða hafsins. Var
talið að sprenging hefði
orðið í vélinni og hún far-
izt.
Seinna bárust fréttir frá
Amman í Jórdaníu uom að
egypzk flugvél hefði lent
þar, oig að 33 farþeganna
hefði leitað þar hælis sem
pólitíski.r flóttamenn. Leið
togi flóttamannanna er Ri-
yad Kamal Hajjaj, otfursti
í leyniþjónustu Egypta, en
hinir al'lir yfirmenn úr
hernum.
Flugvélin, sem saknað var f
Kaíró, átti að koma til Hurg-
hada klukkan átta í morgun
eftir klukkustundar flug frá
Kaíró. Vélin kom ekki frám,
og í sex klukkustundir var
ekkert um hana vitað. Barst
þá út sú frétt að sprenging
hefði orðið í vélinni, og voru
leitarflugvélar sendar á vett-
vang. En ekkert brak fannst,
og rikti algjör óvissa um ör-
lög flugvélarinnar.
Þegar fregnir bárust frá
Amman um komu vélarinnar
þangað, bar þeim ekki saman
við Karíó-fréttir að því er
varðar gerð vélarinnar. Segir
í Karíófréttinni að vélin sé af
gerðinni Antonov-24, en í
Ammanfréttinni er talað um
Ilyushin-vél. Báðar eru þess-
ar gerðir smíðaðar í Sovétríkj-
unum.
Auk egypzku flóttamann-
anna voru með vélinni sjö
þýzkir ferðamenn og forstjóri
egypzku ferðamálaskrifstof-
unnar, Salah Abdel Wwhab,
auk fjögurra manna áhafnar.
Eftir að fregnir bárust frá
Amman um komu vélarinnar
þangað, kvaddi Mahmoud
Fraimhald á bls. 3
Andsovézkir áróðursmiðar þekja járnhliðið fyrir framan sovézka sendiráðið í Peking. Á miðun-
um stendur: „Hengið Kosygin", „Brennið Kosygin". Brúða af Kosygin hangir í trénu til vinstrL
Kosygin í London:
Evrópa og Sovétríkin,
auðugri en Bandaríkin
London, 7. feb. (NTB-AP)
ALEXEI Kosygin, forsætisráð-
herra Sovétrikjanna, kom í opin-
bera heimsókn til Bretlands í
gær, hélt í dag áfram viðræðum
sinum við brezka leiðtoga í Lon-
don. Snerust umræðurnar í dag
aðallega um viðskiptamál, og
lagði Kosygin til að löndin tvö
hefðu samvinnu um þróun ákveð
inna greina iðnaðarins til að full-
nægja þörfum hvors annars, og
miðla hvort öðru af þekkingu á
sviði vísinda og tækni til efl-
ingar efnahags landanna.
Kosygin og ráðgjafar hans
ræddu fyrst við Harold Wilson
forsætisráðherra og Douglas
Jay, verzlunarmálaráðiherra í
forsætisráðherrabústaðnum að
Downing Street 10. Kvartaði
Jay þar undan því að Sovétríkin
hefðu ekki staðið við viðskipta-
samninga á síðasta ári, og aðeins
keypt vörum af Bretum fyrir 50
milljónir sterlingspunda, en
Bretar hafi á sama tíma keypt
vörur frá Sovétríkjunum fyrir
125 milljónir punda.
Einnig minntust brezku full-
trúarnir á aðgerðir til únbóta á
viðskiptajöfnuði ríkjanna, svo
sem tiltooð Leyland bílasmiðj-
anna um að hefja smíði lang-
ferðabifreiða i Sovétríkjunum, og
ósk B.M.C. bílasmiðjanna um að
setja á stofn samsetningarverk-
smiðju fyrir bifreiðir í Sovétríkj
unum.
f hádeginu sat Kosygin og
fylgdarlið hans hádegisverðar-
boð iðnrekendasamtiakanna
brezku. Flutti hann þar hálf-
tíma ávarp, og ræddi m.a. um
samvinnu Bretlands og Sovét-
ríkjanna í iðnaði. Sagði hann að
unnt væri að auka viðskipti
landanna með því að hafa sam-
vinnu* um framtíðaráætlanir á
sviði iðnaðar. Unnt væri að
stíga þessi spor í tveimur áföng-
um, miðað við tímabilin 1967-
1970 og 1970-1975.
Saigon og Washington,
7. febr. — NTB-AP:
UM 1,5 millj. hermanna beggja
styrjaldaraðila í Vietnam hafa
fengið skipun um að leggja nið-
ur styrjaldaraðgerðir næstu fjóra
daga að minnsta kosti, í sam-
bandi við nýárshátíðahöld viet
namísku þjóðarinnar. Viet Cong
hafa lýst yfir 7 daga vopnahléi,
en stjórnin í S-Vietnam hefur
ekki viljað samþykkja það, þar
eð Viet Cong neituðu að ræða
málið við hana. Vopnahlé þetta
er hið þriðja á 7 vikum í Viet-
nam, en áður var hlé á bardög-
um um síðustu jól og áramót.
Fréttaritarar í Saigon telja ó-
líklegt, að um meiri háttar að-
gerðir verði að ræða þá þrjá
daga, sem Viet Cong hafa lýst yf
ir vopnahléi framyfir S-Vietnam.
„Þetta hefði það í för með sér
að við fengjum mjög gott yfir-
lit yfir þróun viðskiptanna á
næstu átta árum, og að við gæt-
um skipulagt þróun iðnaðarins
í samræmi við það“, sagði for-
sætisráðherrann. „Við munum
auka framleiðsluna á ýmsum
vörutegundum heima fyrir, til að
senda á brezkan markað".
Kosygin vísaði á bug þeim
Framhald á bls. 3
Ný-Sjálenzk hersveit gerði f
dag árás á ástralska hersveit í
misgripum. Fjórir Ástralíumenn
féllu og 13 særðust. Ekki er vit-
að um orsakir fyrir þessu atviki.
f dag eru liðin þrjú ár frá þvf
að Bandaríkjamenn hófu loftór-
ásir á N-Vietnam. Stjórnarblaðið
í Hanoi hélt því fram í dag, að
frá því að loftárásir hófust hefðu
N-Vietnambúar skotið niður rúm
lega 1700 bandarískar flugvélar.
Bandarískar og s-vietnamískar
hersveitir felldu í dag 160 skæru-
liða í átökum víðsvegar í Viet-
nam. Tvær bandarískar flugvél-
ar voru skotnar niður af loft-
varnarskyttum N-Vietnam í dag.
Að öðru leyti segja fréttaritarar
í Saigon, að svo virðist, sem á-
hrifa vopnahlésins sé þegar far-
ið að gæta.
Vopnahlé í Vietnam