Morgunblaðið - 14.02.1967, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.02.1967, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRUAR 1967. Johan Borgen hlaut bókmennta verðlaun Norðurlandaráðs NORSKI rithöfundurinn Johan Borgen fékk í dag bókmenntaverðlaun Norð- urlandaráðs, sem nema um 300 þús. kr.. Þetta er í 6. skipti, sem bókmennta verðlaunum Norðurlanda- ráðs er úthlutað. Þaí var að þessu sinni gert í Stokk hólmi. Johan Borgen hlaut verðlaunin fyrir nýtt smá- sagnasafn sitt „Nye nov- eller“. í greinargerð dómnefndar segir, að Johan Borgen hafi náð langt bæði sem sagna- skáld, leikritahöfundur og í ritgerðum sínum, en ekki sízt í smásögum sinum. Með hnit- miðuðu máli kemur hann þar á framfæri margslungnu veru leikaskyni sínu og sýnir hverf ult eðli manna, segir í grein- argerðinni. Johan Borgen er ekki sízt kunnur fyrir skáld- sagnabálk sinn „Lille Lord“, sem er í þremur bindum. 1 sambandi við úthlutun Norðurlandaráðs í fyrra var mikið rætt um Johan Borgen, þótt sænska ljóðskáldið Ekelöf yrði þá hlutskarpari. Borgen er annar Norðmaðurinn, sem verðlaunin hlýtur, hinn er Tarej Vesaas, en þessir tveir höfundar hafa lengi verið taldir standa fremst norskra rithöfunda, hver með sínum hætti, þar eð Vesaas skrifar á landsmáli en Borgen á ríkis- málL Steinn Steinarr les Tímann og vatnið og fleiri Ijóð á nýrri hljómplötu HLJÓMPLÖTUFYRIRTÆKIÐ SG-hljómplötur lætur frá sér fara merkilega hljómplötu um um þessar mundir, því á henni eru Ijóð, sem Steinn Steinarr les. Steinn lézt sem kunnugt er fyrir nokkrum árum, en mun tví- vegis hafa lesið ljóð fyrir Ríkis- útvarpið þar sem hljóðritunin var geymd. í fyrra skipið las hann alla bókina Tíminn og vatnið, og í síðara skiptið fjög- ur ljóð; Landsýn, Columbus, Malbik og í kirkjugarði. Tíminn og vatnið er allur á þessari nýju hljómplötu, eins og hann var frá fyTstu hendi höf- undar, en eins og þeir vita, sem Tveir þjóinoðir VERKFÆRAKISTU með verk- færum að verðmæti um 20 þús- und krónur, var stolið frá pípu- lagningamanni um helgina. Hann hefur að undanförnu ver- ið við vinnu í Hraunbæ, og skildi kistuna eftir þar yfir helg ina. Og þegar hann kom til ▼innu á mánudagsmorgun var hún horfin. Þá var einnig stolið tveimur rafgeymum úr vörubifreið hjá Kr. Kristjánssyni. Þeir voru báð- ir komnir i leitirnar og eins þjófurinn sem er ungur mað- Þegar hljóðritunin fór fram á sínum tima var segulband ekki komið til sögunnar og hafði lestur Steins verið hljóðritaður á sérstakar plötur, sem entust mjög skammt. Af þessum plöt- um tók síðan Ríkisútvarpið af- rit á segulband fyrir SG-hljóm- plötur og eftir segulbandinu var síðan gerð hljómplata, sem hin útgefna plata var steypt eftir. Hefur þetta tekizt mjög vel og er upplesturinn sérstaklega skýr og greinilegur. Steinn Steinarr á mi'kinn fjölda aðdáenda, sem hljóta að fagna þessari merkilegu plötu, en til hennar hefur að öllu leyti verið vandað. Plötuumslag er skreytt á framhlið með mynd Kristjáns í':. Davíðssonar, listmálara, sem var góður kunningi Steins. Á bak- hlið umslagsins er ljósmynd af til þefckja til Ijóða Steins, þá tók Steini, sem Jón Kaldal tók, en ljóðabálkurinn nokkrum breyt- mynd þessi var einmitt á sýn- ingum síðar og lengdist. ingu Jóns á síðasta ári. Steinn Steinarr Árekstui við Dolvík HARÐUR árekstur varð á þjóðveginum skammt utan við Dalvík sl. sunnudag. Slysið varð með þeim hætti að tveir bílar, lítil fólksbifreið og jeppi, voru að mætast á þjóðveginum rétt utan við bæinn. Skafl var á veginum, og tókst ökumanni fólksbifreiðarinnar ekki að ná bifreið sinni út úr snjóslóðinni er hann ætlaði að víkja, þannig að bifreiðarnar skullu saman. Skemmdist fólksbifreiðin tals- vert, en engin meiðsl urðu á fólki. ísborg síegin fyrir 3,25 m////. f GÆR fór fram nauðungarupp- boð á togaranum fsborgu, eign bf. Borgir, þar sem hann lá í Reykiavíkurhöfn. Var togarinn sleginn Stofnlánadeild sjávarút- vegsins á 3 milljónir 250 þús- und krónur. Fyrsta tilboð gerði Gunnar Jónsson, sem var fulltrúi skips- hafnar, en hún mun hafa átt einhverjar launakröfur á útgerð togarans. Þá bauð Stofnlána- deildin í togarann og hækkuðu tilboðin ýmist um 100 þúsund eða 50 þúsund. Einnig bauð Birg ir Þorvaldsson fyrir hönd eig- enda skipsins, unz Stofnlána- deildinni var slegið skipið fyrir 3.25 milljónir. Togarinn ísborg lá utan á tog- aranum Víking og þar sem erfitt reyndist fyrir menn að komast út í fsborgu var uppboðið haldið um borg í Víkingi. Togarinn ísborg er tiltölulega nýuppgerður, með nýlegar afl- vélar, sem að sögn kunnugra eru 3ja til 4ra milljón króna virði. Skákþing Norð- urlands hafið SKÁKÞING Norðurlands var sett í Landsbankanum á Akur- eyri á laugardaginn. Þátttakend- ur eru átta í meistaraflokki, en sex í 1. flokki og fimm í 2. flokki. í meistaraflokki tefla þessir skákmenn: Jónas Halldórsson, A-Hún., núverandi Skákmeistari Norðurlands, Hjálmar Theodórs- son, Húsavík, Hjörleifur Hall- dórsson, Öxnadal, Haukur Jóns- son, Hörgárdal, Jón Torfason, A-Hún., Jón Ingimarsson, Akur- eyri, Anton Magnússon, Akur- eyri, og Þorgeir Steingrímsson, Akureyri. Að loknum þremur umferð- um er Jónas Halldórsson efstur í meistaraflokki með 2% vinn- ing. — Sv. P. Röktu spcr í snjónum - og tókst að upp lýsa þrjú innbrot A SUNNUDAGSMORGUN kl. 6 var lögreglunni tilkynnt um innbrot í Eyjabúðina á Háaleit- isbraut 108, en þar hafði einnig I verið farið inn I mjólkurbúð. Tveir lögregluþjónar, Jón Jó. hannsson og Ingimundur Helga- 9on fóru á staðinn, og þar sem snjór hafði verið um nóttina tókst þeim að rekja spor heim að hún ekki langt frá. Þar fundu þeir 1 ölkassa af þremur, setn saknað var. Varð þetta til þess að náðist 1 tvo unga menn og átti annar heima í húsinu. Auk þess sem piltarnir viður- kenndu við yfirheyrzlu að hafa brotizt inn á báðum þessum stöðum, viðurkenndu þeir fyrri innbrot. T.d. var þetta í fimmta sinn, sem þeir fóru í þessa sömu mjólkurbúð síðan í janúar og sóttu þangað öl, sígarettur og peninga. Þann 22. janúar höfðu piltarn ir, sem eru innan við tvítugt, fyrst brotizt inn í Eyjabúðina og mjólkurbúðina og tekið öl, vindla og nælonsokka. Og þann 4. febrúar höfðu þeir brotizt inn í bílaverkstæðið Lúkas á Suður- landsbraut 10 og FÍB, sem er á sama stað en lítið haft upp úr því. Piltar þessir hafa ekki kom- ið við sögu hjá lögreglunni fyrr. Hfaut 2ja ára fang- elsi fyrir skirlífisbrot f GÆR var í Sakadómi Reykja vikur kveðinn upp ðómur í máli sem höfðað hafði verið af hálfu ákæruvaldsins gegn Jóni Evans Sigurjónssyni, nú refsi- fanga, fyrir skírlifisbrot. Jón var sekur fundinn um það, að hann hefði á sl. sumri hitt á barnaleikvelli hér I borg- inni tvö stúlkubörn, 3 og 4 ára, fengið þau með sér inn í húsa- sund og haft þar nokkur kyn- ferðisleg afskipti af annarri telp unni. Þá hafði hann í október sl. hitt 5 ára telpu á götu í Hafn- arfirði, fengið hana til að koma með sér suður á Hvaleyrarholt og haft þar kynferðisleg mök við hana. Loks hafði hann í eitt skipti tekið 2 telpur upp í bif- reið sína og reynt að fá þær til að afklæðast, en ekki hafzt frekara að, er þær neituðu þvL Refsing Jóns Evans var ákveð- in 2 ára fangelsi. Hann var einn- ig dæmdur til greiðslu bóta og málskostnaðar. 12 ára drengur bjargar litlum dreng frá drukknun á Vopnafirði Forvitnilegur Vökuíundur í kvöld í KVÖLD efnir Vaka, félag lýð- ræðissinnaðra stúdenta til fund- ar að Hótel Sögu (bláa salnum). Efni fundarins verða tvö. Klukk an 8.30 hefur Konráð Adolpsson kynningu sína á svonefndu „Daie Cranegienámskeiði“, sem hann er umboðsmaður fyrir hér á landi. Annar dagskrárliðurinn er. að Árni Gunnarsson, frétta- maður útvarpsins, flytur erindi um ástanðið í Viet-Nam. Árna var sem kunnugt er boðið til S-Viet-Nam og hefur hann flutt erindi í útvarpið um það, sem fyrir augu hans bar. Árni talaði nýlega á hádegisverðarfundi Varðbergs fyrir fullu húsi. Að erindi Árna loknu svarar hann fyrirspurnum fundarmanna. Öllum háskólastúdentum er heimill aðgangur. Vopnafirði, 13. febrúar. f SL. viku sýndi 12 ára dreng nr, Davíð Sigmundsson, mik- ið snarræði, er hann bjargaði 6 ára dreng, Guðmundi Ant- onssyni, frá drukknun hér í höfninni. Guðmundur var að leik ásamt öðrum jafnaldra sínum á uppfyllingu utan við verksmiðjubygginguna. Munu þeir hafa verið að kasta stein um í sjóinn, þegar Guðmund- ur litli missti jafnvægið og féll fram af uppfyllingunni í sjóinn. Fréttamaður Mbl. náöi tali af Davíð SigmundssynL og spurði hann fyrst, hverni’ staðið hefði á, að hann kom þanna að. — Ég gekk þarna niður eft ir, sem ég geri oft af gamni mínu. Kom þá hinn strákur- inn hlaupandi til mdn, og sagði mér, að Guðmundur hefði dottið í sjóinn. Sá ég þá í hann svona 8—10 metra irá landi,/ en heyrði engin óp f honum. — Og hvað gerðir þú? — Ég fór niður af uppfyll ingunni, og reyndi að vaða út til hans. En það reyndist of langt, svo að ég varð að synda. Náði ég strax tökum á honum, og kom honum upp í fjöruna rétt utan við upp- fyllinguna. — Reyndir þú lífgunartil- raunir? — Nei, en þegar ég var kominn upp í fjöruma, tók ég undir magann á honum, og rann þá upp úr honum sjór. Fór hann þá strax að gráta, en áður hafði ég ekki heyrt nein hljóð í honum. Náði ég þá strax í pabba hans, sem fór með hann heim. — Hvaða sundstig ertu bú inn að taka Davíð? — Þriðja stig, og vona að geta tekið það fjórða í sumar, sagði Davíð að lokum. Hvorugum drengjanna hef ur orðið meint af volkinu. — Fréttaritari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.