Morgunblaðið - 14.02.1967, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.02.1967, Blaðsíða 12
12 MUftliUNJBIjAtJIÖ, pftitíJUUAUUK 14. FKBRUAR 1967. Samþykkt löggjafar um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna merkasti áfanginn sagði Ólafur Biörnsson, sem gegndi formannsstörfum i B.S.R.B. í átta ái BANDALAG starfsmanna rikis og bæja (B.S.R.B.) heldur í dag npp á 25 ára afmæli sitt. 1 til- efni þessara merku tímamóta í sögu sambandsins ræddi Mbi. ný lega við Ólaf Björnsson, profess- or, er hefur manna lengst gegnt formannsstörfum í bandalaginu, frá 1948—1956 eða í átta ár sam- fellt og hefur Ólafur unnið mik- ið starf í þágu bandalagsins. Byrjum við að spyrja Ólaf um, hvenær hann hafi hafið a/skipti af félagsmálum opinberra starfs manna: — Ég má segja, að það hafi verið það, að ég sat stofnfund ítarfsmannafélags ríkisstofnana er haldinn vax ánð 1939. Starf- aði ég í því félagi unz ég var ráðinn að Háskólanum árið 1942. Var ég kosinn sem fulltrúi atarfsmannafélags Háskólans á þing bandalagsins árið 1943 og hef átt sæti á þingum B.S.R.B. óslitið síðan. Ég var svo kosinn í stjórn bandalagsins haust.ið 1947 og gegndi þá varaformannsstörí um, en Lárus Sigurbjörnsson var þá formaður. Ári síðar lét hann tvo af störfum samkvæmt eigin ósk, og var ég þá kosion for- nr.aður bandalagsins og var það ailt tU 1956. — Hvað mundir þú talj.i merk nstu áfangana í baráttu sam- bandsins á þeim tíma sem þú ert formaður? — Ég álít að mikilvægasta réttarbótin sem opiniberir starfs- menn fengu á því tímabiU hafi verið samþykkt löggjafarir.nar um réttindi og skyldur opin- berra starfsmanna 1953. Réttar- staða og öryggi þeirra mf i stór- um batnað við setningu þeirrar löggjafar. Setning launaliganna 1955 var ennfremur merkt mál. — Hvernig var launakerfi op- inberra starfsmanna fyrirkomið fyrir þessa tíma? — Ný launalög voru sam- þykkt 1945. Fram til þess tima var ekki nema hluti opinberra starfsmanna sem höfðu tekið laun samkvæmt íaonalögum, en mikill fjöldi manna, einkum þeir er unnu við nýjar stofnan- ir, tóku laun utan launalaga svo ósamræmið var mikið. Bæði í launakjörum inhbyrðis og við það sem var á almennum vinnu- markaði Úr þessu var að talsverðu leyti bætt með launalögum frá 1945, en svo endurtók sig sama sagan og áður að opinberir starfs menn fylgdust ekki með þeim almennu launahækkunum sem urðu. 1949 — fyrsta árið sem ég var formaður var tekin upp hörð barátta til að samræma launa- kjörin þeirri almennu launaþró- un sem orðið hafði. Þar sem und irbúningur launalaga tekur alltaf sinn tíma, varð framan af, og lengst af þeim tíma sem ég var formaður bandalagsins að láta sér nægja bráðabirgða leið- réttingar. Árið 1955 fengum við svo samþykkt ný launalög og með þeim álít ég að það hafi fengist töluverð leiðrétting á launakjörunum. Auðvitað fer því fjarri að öllum þeim krötfum sem opinberir starfsmenn gerðu og töldu sanngjarnar hafi náð þá fram að ganga. — Telurðu að skipting í launa flokka sé nú komin í viðunandi horf? — Það tel ég engan veginn. Að vísu má segja að með kjara- dómi 1963 hafi opinberir s'tarfs- menn fengið allverulega leiðrétt ingu sinna mála. Sérstaklega þeir s*m að gegndu á/byrgðar- miklum stöðum, en sérmenntað- ir menn voru orðnir svo lágir í launum, að slíkt mátti telja fjar- stæðu. Þeir sem stunduðu sam- bærileg störf og gerðist á al- mennum launamarkaði höfðu hinsvegar fylgst betur með launaþróuninni, enda óhjá- kvæmilegt annað en að greiða þeim mönnum nokkurn veginn sambærileg laun við það sem annarsstaðar var, því ella hefðu þeir ekki fengizt til starfa. Kjörum sérmenntaðra manna og þeirra er gegndu ábyrgðar- stöðum var haldið óhæfilega mikið niðri, að mínu áliti. Á Ólafur Bjömsson, prófessor. þessu var svo gerð mikilvæg leið rétting með kjaradómi 19©3, en síðan hefur nú að nokkru sótt í sama farið aftur, — að opinber- ir starfsmenn hafa ekki fengið launaihækkanir að fullu til sam- ræmis við það sem annars stað- ar hefur orðið, en töluvert stend ur þó eftir af þeim ávinningi er náðist 1963. — Nú virðist svo vera að ein- stakir stéttahópar hafi tilhneig- ingu til þess að kljúfa sig út úr B.S.R.B.? — Já. Það er nú þegar orðið nokkur brögð að því. Það er að vísu hægt að skilja það, að þeg- ar slíkir hópar ná sterkari samn ingsaðstöðu með því að vinna sjálfir að samningunum, þá sé sú leið farin. Ég tel hinsvegar æskilegt, og jafnvel nauðsyn- legt, ef samræmi á að ríkja í launakjörum, að samið sé við opinbera starfsmenn í heild. Með þessu er ekki sagt, að ekki sé þörf á breytingum á skipu- lagi bandalagsins frá því sem nú er. Ég álít þvert á móti að slíkra breytinga sé þörf, án þess að eg reki það nánar, en tel ennfrem- ur að nauðsynlegt sé bæði fyrir starfsmenn og ríkið að samið sé sameiginlega við alla opinbera starfsmenn. Það er hinsvegar ekki nema réttmætt að allir sem sérstöðu hafa fái aðstöðu til þess ' að koma sínum sjónarmiðum fram. — Hefur starfsemi bandalags- ins ekki einkum mótast af launa baráttunni? — Jú, — það má segja að aðal málin hafa alltaf verið launa og kjaramál. Þó hefur verið áhugi á því að bandalagið léti önnur áhugamál meðlima sinna, svo sem menningarmál og fræðsiu- starfsemi, til sín taka. En af framkvæmdum í því éfni hefur því miður orðið tiltölulega lítið ennþá. Er það einkum vegna þess að þeir kraftar sem banda- lagið hefur haft yfir að ráða, hafa verið bundnir við launa- og kjaramálin. — Nú eru aðildarfélög B.S.R.B. nokkuð dreifð um land- ið. Gerir það starfið ekki eriið- ara? — Það má nú ef til vih segja. Annars hefur það alltaf venð ósk bandalagsins að allir opin- berir starfsmenn væru innan vé banda þess. Það verður auðvitað erfiðara eftir því sem meðlim- unum og félögunum fjölgar að fá yfirsýn yfir málin og upp- fylla kröfur frá einstökum starfs hópum um að tilhlíðanlegt tillit verði tekið til sérsjónarmiða þeirra við samningagerð. Þess má geta í þessu sambandi, að ísland mun vera eitt Norður- landa þar sem opinberir starfs- menn eru yfirleitt allir í einum samtökum. — Hvað telur þú vera aðal- málið hjá bandalaginu núna? — Það er stöðugt unnið að því að bæta samningsaðstöðu opinberra starfsmanna. Því fer líka fjarri, að þeir séu ennþá ánægðir með sín launakjör, og sérstaklega álítum við, að enn vanti mikið á að ábyrgðarstörf og störf sérmenntaðra manna séu launuð sem skyldi. Það ber, að mínu áliti, að hafa hugfast í því sambandi, að ástandið er ekki betra í þeim efnum heldur en raun ber vitni um er ekki ein- göngu að kenna mótspyrnu stjórnaryfirvalda gegn sann- gjörnum kröfum um leiðrétt- ingu, heldur líka því sem reynsl an frá úrskurði kjaradóms 1963 segir til um, — að það hefur ekki tekizt að skapa nægilega | hagstætt almenningsálit opinber um starfsmönnum í vil og ég álít að opinberir starfsmenn sjálfir og stjórnir samtaka þeirra hver svo sem hún hefur verið, undan- skil ég ekki sjálfan mig min- um hluta ábyrgðarinnar, hafi ekki gert það sem æskilegt og nauðsynlegt hefur verið til að skapa og hafa áhrif á almenn- ingsálitið. Því tel ég að sérstáka nauðsyn beri til að aðhafast meira í fræðslumálunum heldur en gert hefur verið. — Telurðu að ekki þyrfti að koma til víðtækara starfsmat? — Um starfsmat er ekkert nema gott eitt að segja og ég hygg að það standi engan veg- inn á samtökum opinberra starfs manna að því verði komið á. Á undanförnum bandalagsþingum sem ég hef setið hafa menn ver- ið sammála um að bandalaginu bæri að stuðla að því. Hitt verða menn svo að gera sér ljóst, að þó að starfsmatið hafi sína þýð- ingu þá getur það eitt út af fyr- ir sig aldrei leyst allan vanda 1 þessu efni og spurningunni um það hvernig raða beri opinber- um startfsmönnum í launaflokka innbyrðis, verður heldur ekki leyst eftir neinum starfsmatsregl um. _ — Og að lokum prófessor Ólafur? — Ég mundi vilja hatfa það sem mín lokaorð, að þó hægara hafi ef til vill gengið í þessum málum heldur en segja má, að sé æskilegt, þá hafa samtök opinberra starfsmanna gegnt mjög mikilvægu hlutverki með- al meðlima sinna og kjör þeirra mundu öll vera miklu lakari heldur en þau eru, ef þessara samtaka hefði ekki notið við. Ég ætla að vona að áfram geti miðað framávið í baráttu sam- tákanna og árna þeim allra heilla. Það er mín skoðun, að eitt mikilvægasta skilyrðið fyrir því að samtökin verði þess um- komin að fá viðundandi leiðrétt ingu á málefnum sínum verði það, að opinberir starfsmenn beri gæfu til að standa saman um sín hagsmunamál, óháð stjórnmálaskoðunum og því sem milli kann að bera á öðrum vett vangL stjl. Starfsmat á fræðilegum grundvelli verii grund völlur flokkaröiunar launakerfis B. S. R. B. — Rætt við Sigfinn Sigurðsson 1. varaform. bandalagsins FYRSTI varaformaður í núver- andi stjórn Bandalags starfs- manna ríkis og bæja er Sig- finnur Sigurðsson, hagfræðing- ur. Sigfinnur lauk prófi í þjóð- hagfræði við háskólann í Köln í Þýzkalandi 1963 og hóf störf hjá hagfræðideild Reykjavíkur- borgar haustið 1964. Fyrir rúmu ári var Sigfinnur kosinn varaformaður bandalags- ins. í tilefni af 25 ára afmæli B.S. R.B. hitti blm. Morgunblaðsins Sigfinn nýlega að máli og ræddi um stund við hann um það, sem áunnizt hefur í stefnumálum B.S.R.B., og það sem framund- an er. Merkur áfangi 1963 __ Það hafa auðvitað unnizt margir merkir áfangar á þessum árum með miklu og fórntfúsu starfi. Sá áfangi, sem náðst hetf- ur á síðustu árum og merkastan má telja eru kjarasamningarnir 1963. Þá var samið um fjölgun launaflokka og röðun starfs- manna í þá. Hins vegar var það hlutverk kjaradóms þá að ákveða grunnlaun, eða launaupphæð í hverjum flokki, ásamt atriðum um vinnutíma o.fl. Það er samt ekki í verkahring kjarasamninga né kjaradóms, að ákveða um líf- eyrissjóðsréttindi, hlunnindi. aukatekjur, orlofsrétt, kaup í veikindaforföllum og annað slíkt. En það má geta þess, að á þessum sviðum hljóta opin- berir starfsmenn kjara, sem al- mennt má vel við una, ef miðað er við það, sem gerist á frjálsum markaði. — Síðasta bandalagsþing sam- þykkti ýmsar tillögur í kjara- málum. Þar á meðal krÖfu um fullan samningsrétt opinberra starfsmanna. Með fullum samn- ingsrétti er venjulega átt við verkfallsréttinn. Ég hef þá per- sónulegu skoðun, að verktföll séu algjört neyðarbrauð. Fremur ber að taka ágreiningsefnin föstum tökum og rannsaka þau fræði- lega. Til þess að það sé hægt, þarf að leggja meiri áherzlu á hagrannsóknir en hingað til hetf- ir verið gert. Spor í rétta átt væri Hagstofnun á vegum laun- þegasamtakanna, sem hefði yfir að ráða sérhæfðu starfsliði og yrði samtökunum til aðstoðar við kjarasamninga. Það sjá allir, að mikil hætta væri í því fólgin, að opinberir starfsmenn fengju víðtækan verk fallsrétt. Ef hann kæmi til yrði hann að vera á mjög þröngu sviði. Þá er viðbúið, að við opin- berir starfsmenn yrðum að af- sala okkur einhverjum af þeim réttindum er við nú þegar hötf- um. Fyrir mitt leyti myndi ég hugsa mig tvisvar um, áður en ég tæki þátt í því að afsala opin berum starfsmönnum ýrnsum þeim réttindum, sem þeim eru Sigfinnur Sigurðsson. mjög dýrmæt og etja þeim síð- an út í verkföll. Þeir, sem telja verkfallsréttinn dýrmætt vopn, ætla sér einnig að nota hann. En raunhæfar kjarabætur vinnast sannarlega ekki með verkföll- um. Með þeim er oftar stotfnað til pólitísks sikæruhernaðar. Starfsmat og starfsrannsóknir. — Nú fyrir skömmu náðust samningar við ríkisstjórnina um tilhögun næstu samningagerðar, en samkvæmt lögum á að hafa samizt fyrir 1. des. n.k. Sam- kvæmt nefndu samkomulagi við ríkisstjórnina á að hefja sem fyrst athugun á fræðilegum grundvelli á starfsmati og hafa nú verið sendir menn utan, bæði frá ríkinu og B.S.R.B., starfs- mannafélagi Reykjavíkurborgar og Reykjavíkurborg. í þeirri ferð kynntu þeir sér tilhögun á kjarasamningum hjá nágranna- þjóðunum og söfnuðu upplýs- ingum þar að lútandi. Þar sem þessi athugun krefst meiri tíma en svo, að unnt verði að Ijúka henni fyrir 1. des. n.k., hefur samizt svo um að Ijúka henni með einhverjum hætti fyrir árs- lok 1968. Rannsóknum þessum er stjórnað af manni frá banda- Framhald á bls. 24

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.