Morgunblaðið - 14.02.1967, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.02.1967, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRUAR 1967. — Hrafnkelssaga Framhald af bls. 17 getið er um í Svínfellingasögu. Jafnframt tel ég hiklaust, að Brandur hafi verið vel að sér í lögum þjóðveldisins, enda gat ekki komið annað til greina, þar sem hann fékkst svo mjög við veraldarvafstur. En höfundur Hrafnkelssögu virðist furðu glámskyggn á sumt er lögum við kemur. Mótun kristinnar siðfraeði í Hrafnkelssögu, er fyrst og fremst bundin lögum listarinn- ar, eins og hún varð fremst í sagnagerð 13. aldar. í sögunni er falin undarleg ádeila á þjóð- skipulag aldarinnar. Máttur smælingjans gagnvart goðanum er lítill. En goðinn á .líka sína ofjarla. Veldi hans er í hættu gegn máttugri goðum, jafnvel I fjarlægu byggðarlagi. Goðar voldugri honum og slyngari, geta átt við hann kappi, sett hann ofan úr völdum og auði í hina mestu fátækt og valdaleysi. Er hér ekki maður að rita, sem vill hið kristna skipulag, veldi konungs jafnt himnakonungs og hins er fær vald sitt að ofan. Eitt af merkilegri fyrirbærum Hrafnkelssögu, er hesturinn Freyfaxi. Hrafnkell goði gefur Frey hestinn og fé hálft við sig. Svo greinir sagan: „Hann gaf Frey vin sínum þennan hest hálfan. Á þessum hesti hafði hann svá mikla elsku at hann strengdi þess heit at hann skyldi þeim manni at bana verða er þeim hesti riði án hans vilja.“ Hér er einmitt örlað við eitt af aðalatriðum siðfræði kristinnar trúar miðalda. En Hermann fer hér eins og víðar af leið í því að skýra hin flóknu lögmál. Það var mjög að vilja krist- inna ráðamanna, að menn gæfu guði fé, jafnt lifandi og dautt. Þó væri algjörlega andstætt vilja þeirra sömu, að menn byggðu dautt fé. Arðurinn varð að skapast af auðlindum sanns ávaxtar — en ekki af öðrum orsökum. En að gefa öðrum vætt um fé, gripi eða land var algjör- lega móti vilja kirkjunnar- manna. En goðið í heiðni gaf vini sínum auð af afrakstri starfs og uppskeru, sérstaklega Freyr. En gjöf Hrafnkels varð hon- um ekki til hamingju. Freyr varð honum ógæfuvaldur. Af- leiðingarnar blasa við í sögunni. Hrafnkell missti trúna á hann, þegar raunin var búin að bíta hann til hlítar. Þetta dæmi finnst mér sanni það ofurvel, að það verður að skoða hinar kristnu hugmynd- ir um siðfræði kristna og mið- aldarlega í öðru ljósi, en Her- mann Pálsson gerir í þessari bók. Tilraun hans er að visu virðingarverð, en hitt er mest, að hugsunarháttur vel kristinna manna á íslandi á 13. öld var annar en hann tilfærir í rök- færslum sínum. Sjónarmið þeirra voru þrengri, sjóndeild- arhringurinn ekki jafnvíður og þar kemur fram. Fáir mennt- aðir klerkar voru vel að sér í almennum fræðum alþjóðlegu kirkjunnar, og auk þess voru uppi stefnur í landi, sem ekki voru skilgreindar lengur frá sjónarhól hákristninnar. 1 Veri austur voru margar menntir kristnar stundaðar og lærðar til hlítar, en fleiri voru þar færir í þeim greinum og rituðu vel, en Brandur ábótL Ég vil að lokum benda unn- endum íslenzkra fomsagna á bók Hermanns um siðfræði Hrafn kelssögu. Bókin er vel rituð og mótuð frá sjónarhóli hans og kenningum, þó ég sé ekki sam- mála þeim. Þó vil ég tak'a fram, að sumar skoðanir hans eru all- góðar, sérstaklega hvernig hann skilgreinir skoðanir miðalda- klerka á kosfrelsi manna af rök- um kirkjunnar á hinum frjálsa vilja. Jón Gíslason, póstmaður. — B.S.R.B. Framhald af bls. 12 laginu og öðrum frá fjármála- ráðuneytinu. Þeir eiga síðan að gera tillögur til breytinga og samræminga, sem eiga að verða grundvöllur að samkomulagi á flokkaröðuninni. Með þessu móti ætti að vera hægt að koma á starfsmatskerfi til frambúðar. Það er hins vegar rétt að taka fram í þessu sambandi, að stjórn bandalagsins á ekki von á neinni byltingu í launkerfinu við þetta, heldur aðeins lagfæringu á því kerfi er við nú höfum. Með þessu fyrirkomulagi á að leysa þennan þátt kjaramálanna fyrir árslok 1968, en það sem vinnst með flokkaröðuninni mun verða látið gilda aftur fyrir sig frá upphafi næstu samninga, þ.e.a.s. frá 1. jan. nk. Aftur á móti verður svo ekki breyting á þeim þætti málanna, að reynt verður að semja um hækkun grunnkaupsins fyrir næstu ára- mót. Enn fremur er skylt að geta þess í þessu sambandi, að það er ætlun bandalagsstjórnarinn- ar, að f næstu samningum verði þó samið um rökstuddar kröfur, sem fram koma um leiðréttingar á öðrum í flokka og samræmingu starfsheita, samhingsaðilar eru sammála um, að unnt sé að gera, þótt kerfið í heild verði látið bíða. Ef svo fer sem við vonum í þessu máli, er hér um að ræða eitt merkasta skrefið, er stigið hefur verið í kjaramálum opin- berra starfsmanna. Þessi atriði, sem ég hef nú nefnt um heildar- athugun á flokkaröðuninni, ná samt enn sem komið er ekki til þeirra bandalagsfélaga, er hafa aðra samningsaðila en rfkið. Hiá þeim er málum víðast þannig háttað, að hægt er að ljúka sams konar athugunum á mun skemmri tíma, ef viljinn er fyrir hendi. Eða þá að búast má við, að þau bíði þar til árangur at- hugunarinnar kemur í ljós. ÓæskHegt að kljúfa samtök. — Á undanförnum árum hefur það komið fram meðal sumra bandalagsfélaganna eða hópa þeirra, að þau æskja siálfstæðs samningsréttar við ríkið. Þetta hefur tekizt hjá sumum félögum til að mynda verkfræðingum og læknum, sem samið hafa sjálf- stætt. í framhaldi af þeim samn- ingum hafa komið fram eindreg- in tilmæli frá Bandalagi háskóla manna um að fá sjálfstæðan samningsrétt við bæjaryfirvöld og ríki. Um þessi mál eru skiptar skoð anir innan stjórnar B.S.R.B. En mín persónulega skoðun er sú, að ég tel ákaflega óæskilegt að kljúfa samtökin upp í einingar. Fremur ber bandalagsstjórninni að athuga um möguleika á end- urskipulagningu á starfsemi bandalagsins með það fyrir aug- um að treysta samtökin. Og í þessu rfcyni kaus síðasta banda- lagsþing 11 manna nefnd til að endurskoða skipulagsmál og lög bandalagsins. Nefnd þessi á að skila áliti sínu til bandalagsins fyrir 1. jan. 1968. Þar mætti hugsa sér að koma með tillögur um endurskipulaghingu félag- anna, þannig að unnt sé að mynda starfsgreinafélög- og sam tök innan bandalagsins í ríkara mæli en nú er. Tel ég það æski- legra heldur en eins og nú er háttað, að þar eru annars vegar staðbundin starfsmannafélag og hins vegar sérgreinarfélög, er hafa jafnan rétt innan banda- lagsins. Þannig mætti hugsa sér að samtök háskólamanna gætu að einhverju leyti orðið sérstakur aðili innan bandalagsins. Það er Svefnherbergis- húsgögn Ný gerð af mjö vönduðum og traustum SVEFNHERBERGISHÚ SGÖGNUM. Teak, palesander, eik, askur. Borðstofuhúsgögn íslenzk, dönsk og norsk. STÖK BORÐ, STAKIR STÓLAR og STAKIR BORÐSTOFUSKÁPAR mjög fjölbreytt úrval. JAMES BOND Eftir IAN FLEMING Vodka og þurran Martini. nm til London? Loka mig inni? James? Gott er. Segðu mér nú dálítið. Hvað Já, í gestaherberginu í íbúðinni minni. Vegna þess að ég held að ég komist bet- cetlarðu að gera við mig, þegar við kom- Af hverju hefurðu aldrei kvænzt, ur af einn míns liðs. BRÆÐURNIR KAMPAKÁTJJ ——X— TEIKNARI: JÖRGEN MOGENSEN £ þó rétt að gera sér grein fyrir þvf, að höfuðástæðan til áður- nefndrar afstöðu bandalags há- skólamanna er sú að hlutur þeirra hefir verið mjög fyrir borð borinn á undanförnum ár- um. f þeim röðum er sú skoðun ríkjandi, að stjórn bandalagsins hafi ekki haft nægilegan skilning á þeirra málum til þe«s að vera fær um að leysa þau. Ég skal ekki dæma um þetta en tel þó, að hér geti mikið staðið til bóta ef vilji er fyrir hendi. Hins vegar hafa læknar og verkfræðingar í skjóli máttar samtaka sinna, náð að mínum dómi góðum samningum og þar af leiðandi hagstæðum kjörum f sinni baráttu. En þessi mál eru erfið viðfangs og mjög viðkvæm. En það er von min, að þau verði hægt að leysa á viðunandi hátt fyrir alla aðila. Auka harf skattaeftirlit. — Mér er til efa, að nú sé nokkuð það jafnmiklvægt varð- andi kjarabætur til opinberra starfsmanna og aukið skatta- eftirlit. Okkur þykir illt að horfa upt> á það, hve víða menn meta kiör sín eftir því hversu mikill hluti launanna er gefinn upp til skatts. Hvað má þá álykta um bókhald og afkomu þeirra fyrir- tækja, sem boðið geta upp á slíkt? Allir viðurkenna, að hér sé um mikla meinsemd að ræða. En ekki hefir orðið mikið upp- lýst um árangurinn af starfl skatteftirlitsins. Ég álít að menn ættu ekki að horfa í það þótt þar rfsi upp allstór stofnun. Ár- angurinn myndi ekki láta standa á sér bæði í auknum tekjum þess opinbera svo og í aukinni rétt- lætisvitund meðal skattborgar- anna. Auðvitað mætti á þessum grundvelli einnig ræða um skatt kerfið í heild, en þar er eins og víða annars staðar meira fram- boð en eftirspurn eftir ráðlegg- ingum. Bygging orlofsheimila. — Það mál er mjög ofarlega á baugi hjá stjórn B.S.R.B. núna. Þyrfti þá fyrst að stofna orlofs- heimilasjóði, sem hefðu því hlut- verki að gegna að afla fjár til bygginga orlofsheimila á vegum bandalagsins og hinna einstöku bandalagsfélaga Það virðist eðli- legt, til að byrja með, að stefnt . verði að byggingu nobkurra or- lofsheimila í nágrenni Reykja- víkur, þar sem hér er mestur hluti opinberra starfsmanna. Sið ar verði svo hafizt handa við byggingu orlofsheimila víðar um landið. Til þess að afla fjár til orlofs- heimilasjóða hefur bandalags- þing heimilað bandalagsstjórn- inni að verja allt að 400 þús. kr. á næstu tveimur árum, en jafnframt er það vilji og ósk okk ar. að tekið verði upp í næstu kjarasamninga sérstakt gjald, eða sérstakt ákvæði um framlag opinberra aðila til orlofsheimila- sjóðs bandalagsfélaganna, hlið- stætt því sem gerist hjá ýmsum verkalýðsfélögum. Á döfinni er hjá bandalaginu útvegun á húsnæði fyrir starf- semi þess. Það mál er nú í at- hugun, en bandalagsstjórnin tel- ur heppilegt að gera það aðeins með það fyrir augum að banda- lagið og félög þess byggðu í sameiningu húsnæði fyrir starf- semi sína, sem þá yrði einhvers konar miðstöð starfseminnar, jafnframt því sem hægt væri að hugsa sér það sem húsnæði fyrir aðra félagsstarfsemi þeirra fé- laga, sem hér eru staðsett. — Og að lokum Sigfinnur? — Það er sagt, að Cato hinn gamli hafi jafnan lokið ræðum sínum á því að leggja til að Karþagó yrði lögð í eyði, hvert sem efni ræðunnar annars var. í augum sumra opinberra starfs- manna er Kjaradómur það sama og Karþagó í augum Catós. Ég álít þó að með dálitlum breyt- ingum á lögum um Kjaradóm megi smám saman auka traust á honum, þannig að hann geti not- ið sama trausts og Hæstiréttur meðal þjóðarinnar. Þetta veit ég, að er ósk fjölmargra opinberra starfsmanna á þessum tímamót- Uffl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.