Morgunblaðið - 14.02.1967, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 14.02.1967, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. PEBRÚAR 1967. Sögulegt sumarfrí eftir Stephen Ransome særa neinn til ó'þarfa. Við vi1 j- um bara fá gert út um málið á einhvern skynsaman hátt. Þetta var nú nógu nærgætnis- lega og vingjarnlega mælt. En ég var, bæði þá og seinna, ekki sérlega bjartsýnn. Ég var hrædd ur um, að áður en þessu væri lok ið, yrði einhver særður og það illilega. I»á hringdi siminn. Walker hélt áfram að tala rólega við Glendu og Kerry, en Bard svar- aði i símann. — Já, Dick. Walk- er er hér. Hann beið og hleypti brúnum meðan Walker var að taka símann. Walker sagði ekki annað en þýðingarlaus eins at- kvæðisorð, og lauk þessu stutta samtali með því að segja. — Já, ég skal koma strax, Dick. Hann leit á okkur öll döpru augnaráði og sagði: — Evelyn fór ekki með lestinni. Aftur varð Kerry fljót til að svara: — Er það nú alveg víst? Walker kinkaði kolli. Lestar- vörðurinn þekkir hana og líka bílinn hennar. Hann sá bílinn standa rétt hjá stöðvarpallinum. tómann, þegar lestin stanzaði og bjóst við, að hún mundi stíga inn í lestina, en það er greinilegt að það gerði hún ekki. Við meltum þetta í eina mín- útu, döpur í skapi. En Kerry varð auðvitað fyrst til að ráða eitthvað af því. — !>að sannar nú ekki, að Evvie hafi ekki farið til barg- arinnar jafnt fyrir því. Ef til vill hefur einhver kunningi kam ið þarna að og tekið hana með sér alla leið til borgarinnar. — Hafi svo verið, sagði Waik er, — þá hefur þessi sami vinur verið furðanlega þögull um það — Sá vinur þarf alls ekki að vita, að hennar sé saknað. Hann getur hafa skilið hana eftir í borginni, og svo haldið áfram ferð sinni, kannski alla leið norð ur í Maine, eða vestur í Kali- forníu. Og svo gæti hún hafa far ið með langferðavagni. Walker benti henni á, að þá hefði hún skilið bílinn sinn eftir á almenningsvagnastöðinni, sem var hinumegin í bænum. Og hversvegna hefur hún ekki látið Dick heyra neitt frá sér? bætti hann við. Kerry fyrtist við þetta. — og hver er þá hinn möguleikinn? — Mesti og versti möguleik- inn er auðvitað sá, að Evvie hefði alls ekki ekið bílnum sjálf á stöðina. Það var því miður allt of líklegt að einhver annar hefði gert það. Og væri svo, þá þýddi það sama sem að Evvie hefði alls ekki farið neitt þetta kvöld —- að hún hefði alls ekki farið frá Crossgate. Þegar Brad áttaði sig á þessu, sagði hann einbeittur: — Evvie hefur s.iálf komið bílnum þarna fyrir. Ég held, að svarið við spurningunni sé það, að hún hafi viljað vekja eftirtekt á sér. Kannski haldið ,að hún gæti haft upp úr því sjö ára samning í Holiywood, eða að minnsta kosti ráðningu í einihverju rosa- leikriti á Broadway. Ég smellti fingrunum. Þau litu öll á mig steinhissa. Ég hafði allt í einu fengið hugdettu. — Já, Brad, það hefði ekki verið nema henni líkt, sam- þykkti ég. — Hún gæti verið í felum, einhvers staðar hérna í nágrenninu. Og það er einn ágætur felustaður á þinni land- areign, Walker — gamla naust- ið. Walker hleypti brúnum. — Gamla naustið hefur verið neglt aftur, árum saman, sagði hann. — En gæti Evvie ekki haía brotizt þar inn og leynzt þar? Ég veit, að það er auðvitað ekk- ert vit í þessu, en það yrði þá ekki í fyrsta sinn, sem Evvie færi eftir vitleysunni í sjá'fri sér — eða að minnsta kosti þvi, sem er vitleysa í annarra aug- um. Waiker krosslagði fæturna aft ur og svipurinn varð enn dimm- ari. Hin voru líka eittihvað óró- leg. Ég hafði komið við veikan blett á Walker. Kurteist fólk nefnir ekki naustið á nafn við þá Martin-feðga. Og það er vegna þess, að kona dómarans og móðir Walkers fór þangað eitt kvöldið fyrir löngu og hengdi sig þar. „Vitlausu Maríu“ höfðu menn kallað hana í gamni. Sú saga gekk, að hún hefði skilið eftir kveðjubréf, þar sem sagði, að hún væri nú orðin of gömul til að verða nokkurn tíma sú „frjálsa manneskja", sem hún hefði alltaf þráð, og gæti bókstaf lega ekki þolað þennan andskot- ans heilagsandasvip á dómaran- um lengur. Hafi þetta bréf nokk urn tíma verið til hafði að minnsta kosti enginn séð það nema fjö.lskyldan. En áður fyrr hafði naustið verið vinsæll stað- ur, þar sem iðkaðar voru úti- íþróttir og fjörug samkvæmi haldin, en nú væri því lokið fyrir fullt og allt. Daginn eftir útför Maríu, hafði dómarinn lát ið negla fjaiir fyrir alla glugga og sjálfur læst dyrunum að þess ari skammarlegu endurminn- ingu, og sagt var, að hann hefði fleygt lyklinum í ána. Að minnsta kosti hafði gamla náust ið ekki verið notað síðan, og allir forðazt það, nema ýlfrandi afturganga vitlausu Maríu, að því er sumir sögðu, og það fún- aði niður, og enginn nefndi það á nafn. nema sein’heppnar per- sónur eins og ég og mínir líkar. 11 — Ég get nú varla hussað mér Evvie fela sig þarna, allan þennan tíma. án þess að gera neitt vart við sig. sagði Walker hæðnisiega. — Hvernig færi hún gð með mat, til dæmis að taka? Og þarna er ekkert Ijós og eng- in upphitun. Hún dæi úr lun<?na bólgu. Og hugsið ykkur allan rakann, sem þarna hlýtur að vera, mvglaðar rúmdýnur, alls staðar kóngulær — sennilega rottur og jafnvel leðurblökur. Nei, hún tilfinninganæma Evvie okkar mundi ekki haldast þar við í tvær mínútur, auk heldur ‘vær vikur. Það varð eittihvert uml til sam bykkis þessu, og svo spurði Kerry: — Hvað í ósköpunum kom þér til að fara að láta þér detta naustið í hug, svona allt í einu? Ég var nú ekki viss um það sjálfur — þangað til ég leit fram an í Brad. Hann var vesældar- iegur og særður á svipinn. rétt eins og bezti vinur hans hefði allt í einu gefið honum einn á hann. En þá vissi ég það. Ein- hver afkimi huga míns var ið velta fyrir sér þessu dularfulla mannmáli, sem hafði borizt til mín með golunni, þarna um morguninn — þar sem Brad var að rífast við einhvern óþekktan aðila. Ekki hefði þetta manna- mál getað komið frá naustinu, sem var iengra burtu og auk þess í öfuga átt — en þessi leym fundur hafði ggfið mér þá hag- mynd, að ef til vill hefðu að.-rr svona leynifundir getað átt sér stað, annarsstaðar og á öðrum tíma. — Q, mér datt þetta bara svona í hug, tautaði ég. — Rií- höfundar fá stundum hugdett- ur. Og stundum jafnvel góðar. — Þó það sé nú ólíklegt, sagði Walker, — þá hefurðu bent á EngEand Mímir leiðbeinir foreldrum við val skóla í Eng- landi. Er skriístofa Mímis opin kl. 1—7 daglega. Beztu skólarnir eru oft fullskipaðir löngu fyrir- fram, svo að foreldrum er ráðlagt að leita upplýs- inga snemma. Hægt er að útvega skóla hvenær, sem er ársins. Við erum nú að ganga frá sumarnám- skeiðum. Haldið verður námskeið fyrir þá unglinga, sem ætla til Englands í sumar dagana 14.—28. apríl. Öllum unglingum er heimil þátttaka hvort sem þeir ætla út á vegum Mímis eða ekki. Á þessu námskeiði kennir enskur kennari og verður farið yfir það helzta sem unglingum ber að vita við komuna út svo sem svör í útlendingaeftirliti, tolli, við pöntun leigubíla, síma, för á matsölustaði, í verzlanir o. s. frv. Málaskólinn MÍIVflR Brautarholti 4. — Sími 1-000-4 kl. 1—7 e.h. atriði, sem ekki væri úr vegi að athuga nánar. Og það ætla ég að gera sjálfur. Hann stóð upp og það var hátíðleg athöfn, þar eð hann þurfti að rétta hægt úr hverjum einstökum hlykk í einu, en loks minntist hann á bréfið, sem hann hélt á í langri, mag- urri hendinni. — Þetta óheppi- lega bréf . . . . ég léti mér auð- vitað aldrei detta í hug, að framselja það til birtingar. Hann tróð því í vasa sinn og leit svo beint á Brad. —. Eg þarf að segja nokkuð, sem væri ef til vill betur ósagt. Ég er opinber embættismaður, sem hef þá skyldu að framfylgja lögun- um — og það ætla ég að gera — en hve mikið og á hvern hátt, eru atriði, sem ég ákveð sjálfur. Ég er ekki nema maður og ég get ekki gleymt því, að við höfum öll verið vinir frá bernsku. Ég veit, að ef þetta væri á hinn veginn, munduð þið sýna mér alla tillitssemi, og það er einmitt það, sem ég ætla að gera. Ég höfða ekki mál, nema það sé alveg óumflýjanlegt, eða atvik og kringumstæður beinlín- is neyði mig til þess. Við litum á hann og viðbrögð okkar vofu á ýmsan hátt. Þetta átti að vera samúðarvottur, að vísu en bæði Brad og Clonda töldu sýnilega sjálf sig ekki vera þurfandi fyrir neina sérstaka vægð eða tillitssemi. — Walker, sagði Kerry. —. Hvað áttu við með málshöfð- un? Hann svaraði, blátt áfram: — Við erum að horfast í augu við það eins og komið er: það er ekki nema vel mögulegt, að Evvie sé ekki lengur í lifenda tölu. Kerry hélt áfram að nauða: — Og ef hún er dauð, hvað þá? — Þá er ekki nema líklegt, að hún hafi verið myrt. Við stóðum þarna og horfð- um á hann, og hann bætti við: — Þá verður ekki annað að gera en hefja leit að líkinu. Svipurinn á Brad var skelf- ingu uppmáluð. Við fundum vlst öll á okkur, að einhver var að koma, því að öll litum við til garðdyranna. Og þarna stóð líka maður úti fyr ir — það var Mikes Kendall, fyrrverandi aðstoðasaksóknari. Hversu lengi var hann búinn að standa þarna? Hvað mikið hafði hann hlerað? Sýnilega al- veg nóg. — Jæ-ja, sagði hann og reiði- roði færðist yfir andlitið. — Þetta verður eftirtektarvert að horfa á. Og lærdómsríkt í þokka bót. Ég vona að geta mikið af því lært, herra saksóknari, að horfa á þig reka þetta mál — með fínustu silkihanzkana á höndunum! FÖROYAR M.S. „GULLFOSS“ fer úr Reykjavík 6. maí og setur inn í Torshavn í Föroyum. Hf. Eimskipafélag Islands RÝMINCARSALA mínnst 30°Jo afsláttur Crensásvegi — Nóatúni Aðalstrœti íf öllum vörum jðeins fáa daga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.