Morgunblaðið - 14.02.1967, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 14.02.1967, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 1967. 23 Ho Chi Minh býður Johnson til Hanoi Viet Cong hefur rofið vopnahléð 268 sinnum Washington, Hanoi, 10. íebr. ' AP-NTB. RÍKISSTJÓRN Bandarikjanna beindi í dag þeim tilmælum til stjórnarinnar í Hanoi, að hún legði sitt af mörkum til að istöðva Vietnam-stríðið. Samtímis Staðfesti fréttastofa N-Vietnam, áð Ho Chi Minh forseti hafi boð- Ið Johnson að koma til Hanoi, en staðfestingin fékkst eftir að tveir bandarískir blaðamenn Ihöfðu sent Ho Chi Minih skeyti þess efnis, að hann upplýsti hvað hæft væri t orðrómnum urn heimboðið. 1 Aðalfulltrúi Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, Arthur Goldberg, lét svo ummælt í dag, að ósennilegt væri, að lausn mundi fást á þessu vandamáli, sem báðir aðilar mundu una við. Bn það væri mesta áhugamál Bandaríkjastjómar að finna skjóta og viðunandi lausn á mál- Anu. Utanrikisráðherra Bandarikj- anna, Dean Rusk, sagði á blaða- inanna fundi á fimmfcudag, að stjómin í Hanoi gæti ekki búizt við, að Bandarílkjamenn hættu sprengjuárásum. á N-Vietnam, mðean he<rfloklkar Hanoistjórn- arinnar héldu áifram hernaðar- aðegrðum í S-Vietnam. Hann sagði, að hermenn og vöruflutn- ingabifireiðir haldi áfram að koma frá N-Vietnam yfir hlut- lausa beltið og ekikert bendi ti'l, að þessari innrás muni ljúka í náinni framtíð. 1 opinebrum tilkynningum frá Saigon segir, að Viet-Cong haii rofið hið fjögra daga vopnahié 268 sinnum á 58 kluikkuistundum. Leynileg útvarpsstöð Viet-Cong hefur ákært Bandairíkjamenn fyrir að hafa kveikt í 200 húsum og 300 tonnum af hrísgrjónum í héraðimi Ninh. 88 km norðvest- ur af Saigon. 55 Vietnamar voru drepnir eða særðir í átökum þar. Viet-Cong hefur hins vegar ekki ásakað Bandaríkjamenn fyrir að hafa rofið vopnahléið. Þá hefur bandarískur talsmaður í Saigon upplýst, að miklir manna- og birgðaflutningar hafi farið fram á vegum Viet-Cong fyrstu daga vopnahélsins. Bandarískir fallhlifahermenn brutu sér leið gegnum frum- Skóginn til einnar bækistöðvar Viet-Cong í gærmongun og björg uðu þar 51 vietnömskum föng- um, sem grétu af gleði er her- mennirnir komu. Bækistöð þessi var 144 km norðaustur af Saig- on. Fangarnir voru allir meira og minna sjúkir juf malaríu og auk þess vannærðir. Sögðu þeir, að þeir hefðu aldrei notið lækn- ishjálpar þótt tveir læknar Viet- Cong hafi verið í bækistöðinni. Húsnæði það, sem fangarnir voru hýstir í var mjög óhrjálegt. Þrir þessara fanga voru nær dauða en lífi af sjúkdómum og næringarskorti. Skrifstofustörf Viljum ráða stúlku til starfa við erlendar og inn- lendar bréfaskriftir, ýmiss konar bókfærslustörf, símavörzlu o. fl. Uppl. ekki í síma heldur á skrif- stofunni í dag, þriðjudag og á morgun, milli kl. 4 og 6 e.h. KRISTJÁN SIGGEIRSSON HF. Laugavegi 13. Skrifstofustúlkur hafið þið áhuga? Fyrirtæki óskar að ráða góða skrifstofu- stúlku, sem gæti unnið sjálfstætt. Þarf að hafa góða vélritunar- og enskukunnáttu. Fyrir góð störf mun fyrirtækið verðlauna stúlkuna með utanlandsferð í sumar- fríinu. — Umsóknir, sem tilgreini fyrri störf, sendist afgr. Morgunblaðsins hið fyrsta, — merkt: „Gott starf — 8900“. fBrJ I HRINGVER VEFNAÐARVORUVERZLUN Franska silkitauið komið. Glæsilegt litaval. Pantanir óskast sóttar strax. AUSTURSTRÆTI S í M I 17 9 Námsmey jar Laugalandi veturinn 1956-57 Vinsamlegast látið vita um núverandi dvalarstað í Box 10, Ásgarði, Garðahreppi, eða í síma 51872, sama stað. Neodon og DLW gólfteppi Verð pr. ferm. 298 á Neodon, Verð pr. ferm. 345 á DLW. LITAVER, Grensásvegi 22 Símar 30280 og 32262. *■ Odýr og góð alfræðiorðabók 5.000.000 orð. — 26.000 uppsláttarorð. — 5.000 myndir. — 200 litmyndasíður. En kostar þó aðeins kr. 2.900,oo í sterku Dupont Fabrikoid bandi. Sntrbj öm3ótisscm& Cb.h.f. 2ja herb. íbúð Til sölu er nýleg, rúmgóð 2ja herb. íbúð á jarðhæð í húsi við Vallargerði í Kópavogi. — Sérinngangur. Sérhiti. — Frágengin lóð. ÁRNI STEFÁNSSON, HRL. Málflutuningur — Fasteignasala. Suðurgötu 4. — Sími 14314. Nokkur málverk eftir Sigurð Kristjánsson verða til sýnis í Málverkasölunni, Týsgötu 3, þennan mánuð. Opin daglega frá kl. 1—7, lokað laugardaga og sunnudaga. — Aðgangur ókeypis. JAPY ferðaritvélin Er stílhrein, sterk og ódýr. Japy fæst með og án dálkastilli. Japy hentar jafnt fyrir heimili, skóla, skrifstofu, ferðalög og fleira. 2 gerðir fyrirliggjandi. Einkaumboð: HANNES ÞORSTEINSSON, heildverzl. Söluumboð í Reykjavík: Bókhalds- og skrifstofuvélar Laugavegi 53. Það er skemmtileg tilviljun á þessum tímamótum, að þessi sýning er eiginlega tíunda málverkasýning á verkum eftir hann. Sú fyrsta var í Bogasal Þjóðminjasafnsins í júlí 1961. Síðan hafa verk hans verið sýnd á Akureyri, í Neskaupstað, Selfossi, Vopna- firði og svo hér í Reykjavík að Laugavegi 28, Týsgötu 1 og Týsgötu 3, í Málverka- sölunni, og nú síðast í Kaupmannahöfn 1. til 15. des. sl. í Galerie M. Kompagnestr. 37. Sigurður er fæddur 14. febr. 1897 í Miðhúsum í Garði, sonur hjónanna Kristjáns Sig- urðssonar og Ingveldar Magnúsdóttur, Þórarinssonar útvegsbónda, sem þá bjó í Mið- húsum. — Ég undirritaður hef nefnt tímabil haft þann heiður að hafa séð um sýn- ingar hans, mér til ómetanlegrar ánægju og kannski mörgum öðrum, því nú eiga margir málverk eftir hann. — Það mætti segja mér að hér sé einn af þeim stóru á ferð þó lítið láti hann yfir sér, og er ég ekki einir um þá skoðun. Ég óska honum til hamingju. Umsjónarmaður sýningarinnar Kristján Fr. Guðmundsson málverkasali.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.