Morgunblaðið - 14.02.1967, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.02.1967, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRUAR 1967. BÍLALEIGAN FERÐ SÍMI 34406 Daggjöld kr. 300,0« og kr. £,50 á ekinn km. SENDUM MAGIMÚSAR SKIPHOLTI 21 SÍMAR 21190 eftir lokun simi 40381 1 ^8ÍM11-44-44 Vmum /Boécz&eug.eZ' Hverfisgötu 103. Sími eftir lokun 31160. LITLA bílaleigon Ingólfsstræti 11. Hagstætt Ieigugrjald. Bensín innifalið í leigugjaldi. Sími 14970 BÍLALEIGAN VAKUR Sundlaugaveg 12. Simi 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. j f—-=*0/iAirt*A* LPÆ/LHff®? RAUOARARSTÍG 31 SfMI 22022 BtLALEIGAN EKILL sf. Kópavogi. Sími 40145 PÁSKAFERDIR 1967 RHODOS 16 DAGAR . 19. MARZ NOREGOR 9 DAGAR . 21. MARZ LONDON 8 DAGAR . 25. MARZ FERDASKRI FSTOFAN LÖ N D & LE I D I R H f ADAASTRATI 8 RITKfAVIK SIMAR 243 1 J 20800 • „Sem járnvarðir stólpar“ Vegna fyrirspumar um höfund og yrkiástæðu vísunn- ar, sem birtist í dálkum Vel- vakanda sl. sunnudag, hefur kunningi hans bent honum á, að vísan sé eftir Samson Eyjólfsson. Sé hún prentuð á bls. 30 í ljóðakveri, sem heiti „NOKKUR LJÓÐMÆLI. Eftir Samson Eyjólfsson á ísafirði“. Kverið var prentað á Bessastöð um árið 1903. Um yrkisástæðu (er það nokkuð verra orð en yrkisefni?) kveðst kunningi Velvakanda ekki vita. Þegar blaðað er í Ijóðmælum Samsonar, kennir þar ýmissa grasa. Sumt er pólitískt og varla skiljanlegt nema sagn- fræðingum og gömlum Vest- firðingum, eins og „Skripta- játningu". Gætu sálfræðingar nútimans sjálfsagt lesið sitt af hverju út úr þvi kvæði. Það er í þrettán átta línu erindum, og hljóðar eitt þeirra svo: Foreldranna hratt jeg burtu hylli, hataði kenning, sem var rétt og ljós, frekjukenning fannst mér dáð og snilli, fávíslegt að sannfærast af drós, og gat ei verið stundar- langt í stilli, stórreiddist, af aðrir fengu hrós, lastaði mest það loflegt aðrir sögðu og lofaði bezt það ýmsir fátt til lögðu. ★ • Ungur, reiður maður fyrir aldamót — Hann hefur sem sagt verið ungur, reiður maður á sínum tíma og á sinnar tíðar hátt. Slíkt hlutverk er auðvelt í þjóðfélagi nútímans, miðað við ævidagatímabil Samsonar Eyjólfssonar, en enn er það svo, að þótt slíkir menn geti í ein- staka tilfelli þokað þjóðfélag- inu örlítið áleiðis með upp- reisnar- og byltingaxanda sín- um, ( sem stundum er ekkert annað en biind hollusta við „frekjukenningar"), og boðun „nýrra“ (endurnýjaðra) hug- mynda, sem stinga í stúf við ævafornar og víðteknar skoð- anir forfeðranna og alls al- mennings, — þá vilja þeir beyglast andlega og böggl- ast undan skoðanaþunga- álagi samtíðarmanna, verða utangátta við samfélagið, ein- mana utnveltukögglar og beizk- ir í lund koma engu fram; staglazt endalaust og ófrjótt á steingeldum æskuhugmynd- um, sem verka eins og elliórar á nýja kynslóð, — og gefa að lokum allt upp á bátinn. Vonbrigði Samsonar (á Da- lílu er aldrei minnzt) kama meðal annars í ljós í ellefta er- indi „Skriptajátningar". Þar segir hann: Það er af því, sem opt er jeg svo hljóður, að enginn þerrar tár af mínum hvarm, enginn vanda-vinur eða móðir veifcu barni þrýstir sér að barm; engin systir, ekki nokkur bróðir, og einskis vinar studdur geng jeg arm; jeg er einn, og ekkert breytir sér, en, ó! að betra lægi fyrir mjer. • ísafjarðarbragur Samson Eyjólfsson gat þó ort í léttari tóntegund, sbr. upp haf hans á „ísafjarðarbragi“, en þar segir; Isafjörður er blómleg borg með brúlagðar götur, fögur torg, „organiseruð" allra bezt, hann Árni Sveinsson ræður því mest. Hjer skal uppbyggjast hafskipa-kví, hann stendur sjálfur fyrir því, og hafnarbryggja er hugsuð líka, sem heimurinn aldrei þekkti slíka, en Norður-Ttanganum utast í eitt impónerandi Batterí. • Kemur hann eða skríður? „Sunnlendingur" skrifar: „Kæri Velvakandii f Dagbók Morgunblaðsins, bls. 7, laugardaginn 11. febr., er tilfærður málshátturinn „Þegjandi kemur þorskur í ála“. Þennan málshátt heyrði ég föður minn stundum fara með, en hann reri oft frá Suð- urnesjum, eins og fleiri Sunn- lendingar á þeim árum. Hann sagði hins vegar alltaf: „Þegj- andi skríður þorskur í ála“. Þar sem mér finnst það galli á dálkum þínum, hve bréfin eru yfirleitt alltof löng, ætla ég ekki að hafa þetta lengra eða reyna að rökstyðja, af hverju mér finnst málsháttur föður míns sennilegri en hinn, en gætir þú, Velvakandi góður, sagt mér, hvor er réttari? Með beztu kveðjum til þín og Morgunblaðsins, Sunnlendingur". Velvakandi veit ekki, hvor útgáfan er réttari, þótt hann hafi alltaf heyrt útgáfu Dag- bókarinnar, en af því að fiskur er oft sagður skríða í gömlu máli (sbr. skreið), þá gæti hann vel trúað því, að faðir bréfritara hafi haft rétt fyrir sér. — Um lengd bréfa er það að segja, að Velvakandi styttir þau oft mjög mikið, enda hefur hann löngu áskilið sér rétt til þess. Hins vegar líkar fólki, sem skrifar Velvakanda, það mjög illa, ef hann krukkar í bréfin og sleppir einhverju úr. Fólk verður þó að skilja, að því fáorðara og gagnorðara sem bréfið er, því meiri lífcur eru á að fá það birt. Og einn einu sinni: Hvort sem bréfið er vél- ritað, (sem er æskilegast), eða skrifað, þá gleymið ekki að rita í aðra hverja línu eða jafnvel þriðju hverju, og skrifið ekki nema öðrum megin á pappírs- örkinal • Ritningín eða mannasetningar? Sautján ára stúlka, Sól- rún Eysturoy, skrifar: „Velvakandi góður! Ég hefi verið að hugsa um að skrifa þér og ætla að koma því í verk núna. Það hefir ver- ið mikið rætt um kirkjuna und- anfarið, og mig langau- til þess að leggja orð í belg. Fyrst er það kirkjuhúslð. Mér finnst mest um vert, að þeim sé vel við haldið og fallegt sé í kringum þær, (þ.e. kirkjurnar). En látlausar eiga þær að vera. Þeir peningar, sem fara í skraut, væri að mínu viti betur varið í trúboð. — Svo er það prestskrúðinn. Ég kann ekki að meta harvn, því miður. Hvaða tilgangi þjón ar hann? — Þá er það tónið. Mér finnst það frekar léleg tón list. Er ekki hægt að minnka það eða sleppa því alveg og hafa meiri almennan söng? Við eigum mikið af sálmum, bæði ungum og gömlum, sem eru til þess að syngja, eða er það ekki? Nú, nú, þá er það það, sem ég hefi haldið, að væri aðal- atriði guðsþjónustunnar, en það er ræðan. Að mínu viti er hún það veigamesta. Mér finnst Nýja testamentið segja mér það svo skýrt, að um annað verði ekki villzt. — Uppskeran er mikil, en verkamennirnir fáir, sagði Kristur. Presturinn á að predika það, sem drottinn leggur honum í munn. Ekki eins og fólkið vill. Honum ber skylda til að minna á, að Jesús kom til þess að frelsa fallið mannkyn. En það er ekki nóg, að Kristur gerði það fyrir sína parta. Mennirnir verða að taka á móti því. Þeir verða að koma með sekt sína og leggja byrð- arnar niður við krossinn. Guð hatar synd, en hann elskar syndarann. Guð er kærleikur, en hann er réttlátur dómarL Fyrirgefur, ef við biðjum um það, en refsar okkur ella. Dóm- ur syndarinnar er dauði, en náðargjöf Krists er eilíft líf og stendur þeim til boða, sem við því vilja taka. Við getum ekki farið eigin leiðir, — Jesús er vegurinn. Það hefir verið á það minnzt, að kirkjan sé farin að víkja af vegum Lúthers. Lúther var verkfæri í Guðs hendi, en hann var samt ófullkominn maður. Hann getur ekki dæmt um, hvað sé rétt og hvað rangt, svo að ekki verði á móti mælt. Við eigum ekki að bera okkur sam- an við Lúther, heldur við biblíuna, og hana eingöngu. Það er ekki þar með sagt, að ekki sé rétt að lesa útleggingar ann- arra á ritningunni, en við eig- um að hafa guðsorð sem leiðar- ljós. Ég vona, að þú komir þess- um hugsunum á framfæri og fyrirgefur mér hafi mér orðið eitthvað á, en ég er aðeins 17 ára. Kær kveðja. Sólrún Eysturoy". Baðherbergisskápar Ný sending. Fallegir vandaðir og nýtízkulegir. á LUDVIG STORR Laugavegi 15. Sími 1-33-33. Krónur 4.300,oo. 2ja manna SVEFNSÓFAR. SVEFNBEKKIR frá kr. 2.800,oo (5 gerðir). SVEFNSTÓLAR — VEGGHÚSGÖGN (mikið úrval) SKRIFBORÐ — SKRIFBORÐSSTÓLAR KOMMÓÐUR — Mikið úrval af SÓFASETTUM o.m.f.l Húsgagnaverzlun ÞORSTEINS SIGURÐSSONAR (Grettisgötu 13 — Stofnsett 1918) Sími 14099.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.