Morgunblaðið - 14.02.1967, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 14.02.1967, Blaðsíða 3
MOKGUNBLABIÐ, ÞRIÐJUDAGUK 14. FEBRUAR 1967. 3 Fyrsta íslenzka málverkið, sem Listasafn íslands eignað- ist var „Áning“ eftir Þórarin B. Þorláksson. Nokkrir Reyk- víkingar gáfu Listasafninu myndina árið 1911, en Þór- Mynd af einu málverki Þórarins sem á sýningunni er: Vasi og epli, málað 1924 — í tilefni aldarafmælis hans Þórarinn B. Þorláksson um listamanni. Það er aug- ljós skyldleiki milli Þórarins og samtiðarmanns hans Steingríms Thorsteinssonar. Þeir hafa skynjað landið á sáma hátt, þetta sama „idyll“, sömu litir, sami hugblær, nokkrum söknuði blandinn. Eftir að Þórarinn kemur hingað alkominn árið 1902 og fer að mála hér heima öll sumur úti í náttúrunni, má finna hvernig skynjun hans á landinu og náttúru þess verður næmari og innlifaðri með ári hverju. Hann málar íslenzkt landslag, en hann stælir það ekki. Það er oft erfitt að sjá, hvaðan myndir Þórarins eru, því að hann hætir inn fjöllum, múlum, vötnum og ám, vegna mál- verksins. Sem sannur lista- maður hugsar hann fyrst og fremst um málverkið og þörf þess, hann byggir upp mynd- ina í því augnamiði, að hún verði málverk, en ekki bara kópia af landslagi. Landið er fyrirmyndin, sem gefur „in- spírasjón.“ Ritgerð sinni líkur Selma með þessum orðum: „fslenzk skáld nítjándu aldar sungu fegurð íslenzkr- ar náttúru inn í okkar þjóð- arsál, en Þórarinn B. Þor- lákssön varð fyrstur íslenzkra málara til að sýna okkur þessa sömu fegurð í mál- verkinu. f TTIÆFNT þess, að á morg- un eru liðin 100 ár frá fæð- ingu Þórarins B. Þorláksson- ar listmálara efnir Listasafn íslands nú til yfirlitssýningar á verkum hans í húsakynn- um Listasafnsins. Á sýning- unni eru 133 málverk, það elzta frá árinu 1890 og það yngsta frá 1924. Eigendur myndanna eru milli 50 og 60 arinn hafði málað hana sum- arið 1910. Árið 1885, eða sama árið og Listasafnið var - stofnað, kom Þórarinn B. Þorláksson til Reykjavíkur til að læra bókband. Hann var þá 18 ára gamall. Heima hafði hann helzt viljað teikna myndir, en það þótti vist nokkuð arð- lítil iðja á þeim tíma. Mynd- naminu. Síðan segir frá för og dvöl Þórarins við listnám erlend- is, en hánn nam fyrst í Lista- háskólanum í Kaupmanna- höfn og síðar á einkaskóla þar. Segir dr. Selma svo í ritgerð sinni: „Bak við þessa ráðbreytni Þórarins hlýtur að hafa búið óvenjusterk ástríða til list- Systurnar Dóra og Guðrún Þórarinsdætur við málverkið er þær færðu Listasafni íslands að gjöf. alls, en flestar eru f eigu Listasafnsins eða 24. Sagði forstöðukona Listasafnsins, dr. Selma Jónsdóttir, að fólk hefði verið mjög áhugasamt með að lána myndir á sýn- inguna. Sýningin verður opnuð almenningi kl. 5 síðd. í dag og mun verða opin í hláfan mánuð til þrjár vikur. Er fyllsta ástæða til að hvetja fólk til að nota tækifærið og sjá þessa ágætu sýningu. í tilefni aldarafmælis Þór- arins gáfu börn hans, þau Dóra, Guðrún og Björn, Listasafni ríkisins olíumál- verk Þórarins af fánanefnd- inni 1913. Meðal viðstaddra á blaða- mannafundi Listasafnsins í gær var Ásmundur Sveinsson myndhöggvari, en Þórarinn var fyrsti kennari hans í myndlist. Sagði Ásmundur að Þórarinn væri sér ógleym- anlegur maður. Hann hefði viljað að menn legðu alúð og ástundun á það sem þeir væru að gera, enda hefði hann ætíð gert það sjálfur. Listasafn ríkisins hefur gefið út myndskreytta sýn- ingaskrá þar sem dr. Selma Jónsdóttir ritar um listamann inn. Segir m.a. svo í ritgerð hennar: listarlíf var hér ennþá alveg óþekkt. Tveir íslendingar ætluðu að leggja fyrir sig málaralist á 19. öld, þeir Helgi Sigurðsson og Sigurð- ur Guðmundsson, og Sæmund ur Hólm nokkru fyrr, en eng- inn þessara manna gat lifað á málaralist hér. En Þórarinn hélt ótrauður áfram að teikna og naut nokkurrar tilsagnar í listmálun jafnframt bókbands sköpunar, þar sem listamað- urinn lagði álitlegar framtíð- arhorfur að veði fyrir hug- sjón, sem vafalítið hefur virzt fjarstæða í augum flestra samtíðarmanna hans. Sýndi Þórarinn þó endranær, að hann skorti sízt hagsýni, sem góðan borgara má prýða. Þórarinn gaf okkur eitt- hvað nýtt: íslenzkt landslag fyrst málað og séð af íslenzk- Yfirlitssýning á verkum Þórarins B. Þorlákssonar Somvinnutryggingar og Snmvinnu bunki í nýjn húsnæði ú Putreksfirði 1 Patreksfirði, 13. febrúar. FÖSTUDAGINN sl. tók umboðs- skrifstofa Samvinnutrygginga ásamt Samvinnubanka íslands til starfa í nýjum húsakynnum. Samvinnutryggingar hafa rekið umboðsskrifstofu hér í bænum allt frá árinu 1963, en árið 1964 keypti félagið nýtt húsnæði, og þar hefur Sanrvinnubankinn einnig haft aðstöðu frá upphafi. Fyrsti starfsmaður Savinnu- banks á Patreksfirði var Ingvar Guðmundsson, en skömmu síðar tók Svavar Jóhannsson, fyrrver- andi sýslufulltrúi við starfi hans og hefur hann veitt þessum skrif um forstöðu síðan Þetta nýja húsnæði er mjög skemmtilegt, og er það alls að stærð 940 rúmmetrar á tveimur hæðum. Fer starfsemi stofnanna tveggja fram á efri hæð, en á þeirri neðri er íbúð. Arkitekt var Kjartan Ó. Kjartansson en húsasmíðameistari Páll Guð- finnsson og Gísli Viktorsson, múrarameistarL — Fréttaritari. STAKSTEIWIÍ Tíminn og júni samkomulagið ÞAÐ er greinilega ekki nóg að reka ósannindi Tímans ofan í það blað einu sinni. Það verður að gerast oftar til að skiljist. f sunnudagshugleiðingum blaðsins fyrir viku voru birtar rangar tölur um þróun kaupmáttar launa og áhrif júnísamkomulags- ins. Mbl. benti þá rækilega á staðreyndir málsins, sem eru þær, að kaupmáttur timakaups verkamanna hefur, miðað við visitölu framfærslukostnaðar, aukizt frá 1959 tll 1. okt. sl. um 22.3%. Ennfremur var á það bent, að kaupmáttur timakaups í dagvinnu hefur aukizt ívið meira en kaupmáttur meðaÞ kaupsins. f sunnudagshugleiðing um Tímans sl. sunnudag var enn haldið áfram að japla á sömu vitleysunni, en nú heldur blaðið sér einungis við útreikninga Kjararannsóknanefndar og seg- ir, að kaupmáttur timakaupsins hafi verið 13-14% minni 1964 en 1959. Þessir útreikningar kjara- rannsóknarnefndar taka ekkl með í reikningin kjaraáhrif skatt breytinga og fjölskyldubóta og gefa þvi ekki rétta mynd. Það er engum blöðum um það að fletta, að júnísamkomulagið júnísamkomulaginu 1964 og hefur haft mjög heillavænleg áhrif fyrir launþega og það hafm forystumenn verkalýðsfélagannm gert sér fulla grein fyrir eins og glögglega kom fram í ræðu Hannibals Valdemarssonar vsð setningu ASÍ-þings í haust. En óneitanlega er það kátbroslegt, þegar Timinn heldur því fram, að „gagnrýni" Framsóknau- manna, hafi orðið til þess, að kaupmáttur tímakaupsins hafi aukizt siðan 1964. Sannleikurinu er sá, að Framsóknarmenn hafa engin áhrif haft á þróun kjara- mála sl. ár og er það vel. Ljótui ferill Annars er ferill Framsóknar- flokksins í kjaramálum einstak- lega ljótur siðustu ár. Flokkur- inn barðist af mikilli heift gegn júlísamkomulaginu 1965 og gremja flokksins yfir þvi að tek- izt hefur að skapa vinnufrið í nær 3 ár hefur verið öllum ljós. Ljótnsta leikinn léku Framsóknarmenn þó á sildardeilunni sumarið 1965, þegar þeir gerðu það sem í þeirra valdi svóð, til þess að spilla fyrir lausn þeirrar aÞ varlegu deilu. Þau nýju viðhorf, sem skap- azt hafa hjá verkalýðshreyf- ingunni síðustu ár í kjaramálum hafa haft heillavænleg áhrif á kjör meðlima verkalýðshreyf- ingarinnar. En þeir skyldu taka eftir því, að Framsóknarmenn og Moskvukommúnistar eru ekki hrifnir af þróun þessara mála. Þeir vilja enn sama eldinn og áður fyrr, sem varð laun- þegum til mikils tjóns esn gaf þeim lítið í aðra hönd. Þetta er Ijótur leikur hjá öðrum stærsta stjórnmálaflokki þjóðarinnar og forystumönnum hans til lítils sóma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.