Morgunblaðið - 14.02.1967, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 14.02.1967, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRUAR 1Þ67. 17 } * Islendingar ættu að byggja norrænan lýð- háskóla sem þökk fyrir aiþýðuaf rekiö danska segir Bjarni l\l. Gíslason í samtali við IViorgunbl. * < • < ► MORGUNBLAÐEÐ náði tali af Bjarna M. Gíslasyni í gær og spurði frétta, og auðvitað var komið inn á handrita- málið, þó Bjarni áliti það um garð gengið. — Hefurðu fylgzt nokkuð með skrifum í íslenzkum blöðum um þig? var fyrsta spurningin, sem við lögðum fyrir hanin. Ég fæ blöð að heiman frekar stopult á veturna. Þau koma í stórum stöflum, þegar skipin ná yfir hafið, og þá er ég vanur að kasta mér yfir þau eins og hungraður úlfur. En ég hef átt í svo mikl um erfiðleikum að standa upp á síðkastið, að mér hefur ekki gefizt tími til að vinna úr hrúgunni, ef ég má orða það svona. — Hvað veldur þeim erfið- leikum? Konan mín hefur verið mik ið veik síðan í september 1905, og eftir fjóra uppskurði lítur út fyrir að hún verði aumingi það sem eftir er æv- innar. Þetta hefur auðvitað mikla erfiðleika í för með hér. Hún er kennari að menntun, og vann að miklu leyti fyrir heimilinu öll þau árin, sem ég helgaði mig það starf, að reyna að uþplýsa dönsku þjóðina um handritin sem íslenzka þjóðardýrgripi, sem við gætum ekki verið án. Eins og stendur, verð ég að sjá um allt á heimilinu, og auk þess reyna að byggja upp nýtt viðhorf heimilinu til ör- yggis, svo mér gefst satt að segja lítill tími til að lesa blöð. — Varstu ánægður með hæstaréttardóminn 17. nóvem ber? Auðvitað var ég það, og ég vona að lausn þessa vanda- máls sé lokið með honum. Ef þessu hefði haldið áfram, hefði ég ekki lengur haft skil- yrði til mikilla afkasta, hvorki með blaðagreinum eða fyrir- lestrum. Menn eru sjaldan vorkunnsamir í dómum um það sem skapað er við alls- konar basl, og ég hefði að líkindum ekki getað losað mig við þetta blessað mál, jafnvel þó ég yrði að sinna heimilisstörfum samtímis. — Hverjir eiga mestan heiður skilið fyrir sigurinn? Danir. Um það verður ekki hægt að deila, Að vísu voru margir Danir á móti því að handritunum yrði skilað. En samt sem áður er hægt að undirstrika nafnið Danir í þessu sambandi. Afköst hvers einstaks Dana, sem fylgdi okkur að málum virðist í fljótu bragði kannski smá, en í hlutfalli við allan þann tíma, sem eitt var í baráttuna, eru þau stór, og það er ekki hægt að draga saman hina raunverulegu stærð árangurs- ins, án þess að hugsa til dönsku þjóðarinnar allrar. — Hefur þú ekki haft tals- verð áhrif á það? Ég ræði helzt ekki um sjálf an mig. Hinsvegar er mér ljúft að minnast lýðháskóla- hreyfingarinnar dönsku. Hennar menn hindruðu málið í að kafna í óskiljanlegum lærdómi og sífelldum undir- búningi einhvers, sem aldrei var gert. >eir héldu því stöð- ugt vakandi og skrifðu ljóst og læsilega, og þar af leiðandi náðu þeir miklu betri tökum á danskri aiþýðu, en hið óviðjafnanlega smásmugl vís- indanna um allskonar „old- nordisk“ sérsvið, sem enginn botnaði neitt í, þegar ræít var um vináttubönd milli tveggja norrænna þjóða. — Eru þér ekki einhver nöfn sérstaklega í huga? Þau eru mörg. Ég hef haft kynni af svo mörgum Dönum, sem játuðu íslandi stuðning sinn af mikilli hreinskilni og víðsýni. En játningin gagn- vart okkar var samtímis játn ing uppalandans í dönskum fræðslumálum yfirleitt, en hann er í stuttu máli þessi í orðum Grundtvigs: Dauð er Bjarni M. Gíslason sú þekking, sem einungis nærir barnslegan hégóma- skap, en ekki stuðlar að réttu mati þjóðfélagsmála og mann lífsins! Lýðháskólarnir dönsku hafa ekki aðeins haft áhrif á unglinga, en gefið þroskuðum mönnum aukna þjálfun í að nota þekkingu sina rétt. f handritabaráttunni gætir mikið göfugra hugsjóna, sem danskir lýðháskólamenn hafa lagt rækt við. Ég skal í því sambandi nefna, að Jörg- en Jörgensen menntamála- ráðherra var kennari á lýð- háskólanum í Vallerkilde áð- ur en hann gerðist stjórn- málamaður og K. B. Andersen skólastjóri við lýðháskólann 1 Ryslinge áður en hann varð menntamálaráðherra. Júlíus I 1 V I f T 1 T T I T T Y T 5* f I f :í T T T | i .*. r. .;• •> .j. .j. .>* .*• .». .*• r.*»..». .j. .^. .*. .*. .j. .*. .j. .*. .*. .;. .j..».». .;».*..», .». .*..». .»,.*-.». .j. .*..». .j. .j..;. .j. .*. .j..;. .*. .j. .j. .j..*» .>•>. *:» > •> *:* *:• *:* *:* *:• *:* *:• *:* •:* •:* •:* *:* *:* *:* *:* *:* *:•*:**:• *:* *:* *:• *:* *:* •:* *:• *:* *:* •:* *:• *:* *:•>:» Bomholt er líka gamall lýð- háskólamaður frá Esbjerg, og þannig væri hægt að nefna marga danska stjórnmála- menn, sem ekki aðeins hafa setið undir ábyrgum og þrótt- miklum boðskap lýðháskól- anna, heldur boðað hann sjálf- ir. — Ber samt ekki mest á Jörgen Bukdaihl og Bent A. Koch í handiitabaráttunni? Á vissan hátt. Þeir eru mest kunnir hér heima. En það mætti með sama rétti nefna menn eins og dr. Holg- en Kjær, hinn alkunna fs- landsvin í Askov, Poul Eng- berg, skólastjóra í Snoghþj, S. Haugstrup-Jensen, skóla- stjóra við lýðháskólann i Frederiksberg við Hilleröð og Johannes Tekelsen, fyrrver- andi skólastjóra við lýðhá- skólaan í Ry. Allir þessir menn hafa skrifað mikið um handritamálið, og rætt það i mörg ár við skóla sína og á mannamótum, Þeir hafa haft miklu meiri áhrif á uppal- anda æskunnai í þessu sam- bandi en Bukdalhl og Bent A. Koöh, og er ekki lítils virði, þegar þess er gætt, hve mörg ár hafa farið i þetta harðvít- uga stríð. Hins vegar hefur Bukdahl haft áhrif á þá. Hans barátta fyrir norrænum mál- um er orðin svo gömul og þrautreynd, að hún er orðin sjálfstætt menningarafrek, sem margir sækja rök og heimildir í. Bent A. Koch er miklu yngri maður. Hann var nemandi hjá C. P. O. Ohrist- iansen, hinum alkunna lýð- háskólastjóra, sem formaði áskorun lýðháskólanna til danska þjóðþingsins árið 1947. En hann kemur ekki fram í handritamálinu fyrr en tíu árum seinna, en það hefur yfir öllu starfí hans í okkar garð verið mikið af þeim eldi, sem brann í hugsjónum C.P.O. Ohristiansens. — En hvað segirðu um vís- indamennina okkar, hafa þeir engin áhrif haft á gang máls- ins? Jú, auðvitað, en enginn meira en Jón Helgason. Það hefði ekki verið hægt áð skrifa jafn mikið um málið og raunin varð á af algengu fólki, ef ekki hefði verið hægt að sækja rök og fróð- leik til sérfræðinganna. Hi.ns vegar er ég ekki viss um, að þeim hefði tekizt að ná tali af dönsku þjóðinni. >að fylgir oft fræðimennsku einkenni- leg sérhyggja, sem á erfitt með að færa skörina upp í al- mannafæri. Sérfræðinni hefði orðið torveldara en margan grunar, að byggja upp móls- vörn meðal almennings í þessu máli. En það gátu lýð- háskólamenn með sinni sér- stæðu þjálfun í að flytja þrótt mikinn boðskap þjóðfélags- mála og réttlætismála. Þess vegna er heiðurinn fyrir unn- inn sigur, heiður dönsku þjóð- arinnar. Það verður aldrei hægt að skrifa sögu hand- ritabaráttunnar án þess að hyggja að þessu. Handritamál ið er alveg sérstætt mál í sögu Norðurlanda. Þræturnar hafa tekið mörg ár og þeir eru margir, sem haft lagt fram talsverða vinnu til að safna heimildum fyrir okkar land. En hið raunverulega forspjall sigursins er ekki sérstaklega gamalt. Gjörbyltingin, sem færir íslandi handritin heim, er afrek danskrar alþýðu. Að þessu ættu allir fslendingar að hyggja, þegar gjöfin kem- ur. Það er ekkert loðið við hana. Hún er sönn dönsk þjóðargjöf! Þess vegna ættu Íslending- ar nú þegar að hefjast handa og reisa norrænan lýðhá- skóla, sem sýnilega þökk fyrir alþýðuafrekið danska.. Lýð- háskólahugmyndin er í upp- runa sínum dönsk séreign, éngu síður merkileg en hand- ritin, þó hún aldrei hafi verið skráð á skinn. Með byggingu norræns lýðháskóla í sam- bandi við hamingjúríka láusn handritamálsins, eign- umst við ekki aðeins handrit- in, heldur merkasta tákn norr æns vinarhugar, sem nokkurn tíma hefur verið reisit — og aldrei á eftir að reisast ann- ars staðar. t | I 1 T 1 T f t I f t f I 'k f t T t t *> ? t t t 1 k * t t t i Siðfræði Hrafnkels sögu Bók Hermanns Pálssonar ÍSLENDINGA sögur eru sér- stæðustu listaverk ritaðs máls frá miðöldum. List þeirra er fjölskrúðug, margbrotin og ó- ræð. Að sumu leyti minna þær á söfnun trúaðra manna á lista- verk, er þeir skreyttu kirkjur sínar og önnur guðshús fyrr á öldum. 1 þeirri skreytingu var á stundum leyndin allsráðandi. Þeir komu listaverkunum fyrir þar sem fáir sáu þau, fáir gátu notið þeirra, nema að kanna, leita og skilja hinn mikla leynd ardóm skota og kima. Svo er einnig háttað listrænum viðhorf um> margra íslendinga sagna. Er því nema von, að erfitt sé að ráða rúnir þeirra, boðskap þeirra og fegurð? Ein er sú saga, er meira er listum og leyndum prýdd en flestar aðrar. Það er Hrafnkels- saga Freysgoða. Hún er í eðli sínu og uppbyggingu bundin fá- brevtileik hversdagslegra at- burða, er voru furðu almennir á söguöld, í deilum og vígum af litlum atburðum. En höfundi sögunnar tekst á óvenjulegan og listrænan hátt að móta efnið svo, að það heillar — ekki aðeins í listrænum stíl fagurrar frásagn- ar — heldur og kynngimagnaðri mótun skoðana, er menntaðir miðaldamenn, gátu einir haft tök á að móta í listaverk rit- aðs máls. Sagan hefur orðið ráð- gáta mörgum fræðimanni og list skýranda síðustu áratugina, síð- an farið var að kanna og skoða íslendingasögur í ljósi almennr- ar bókmenntaþekkingu. Gátan er í sjálfri sér erfið til lausn- ar. Úrlausnin verður aldrei af einum gerð. Hún mun bíða í vari hins ókomna, unz rann- sóknir fornsagnanna ná á hærra stig en nú er. En gott er, hvað sem ávinnst. Hermann Pálsson lektor í Ed- inborg hefur mjög farið nýjar leiðir í rannsóknum sínum á Hrafnkelssö»“'i. Hann telur sig hafa fundið höfund hennar, og er það ekki svo lítið atriði að hafa það til sjónar við rann- sóknir á flóknu rannsóknarefni. En gallinn er sá að gjöf Njarð- ar, að rökin eru ekki sterk til þess, að Brandur ábóti Jónsson sé höfundur sögunnar. Vitað er, að hann var með slyngustu rit- höfundum 13. aldar á íslandi. Hann var ákafur boðandi hinnar alþjóðlegu kirkjustefnu og vann henni ótrúlegan sigur þar sem var alþingissambykktin fræga, þar sem guðs lög og landslög greindi á, þar skyldu guðslög ráða. Brandur var örugglega há- menntaður maður á evrópskan mælikvarða í kirkjulegum efn- um. En menntun miðaldaklerka, sérstaklega á 13. öld, var bundin vissum takmörkum, er voru fyrst og fremst bundin viðhorf- um trúarinnar og baráttu til aukins sigurs kirkjuvaldinu til handa. Allt bendir til að Brand- ur ábóti hafi átt þessa eigin- leika í ríkum mæli — og beitt þeim af meiri þekkingu en nokk ur annar kirkjunnar manna á ís- landi á 13. öld. Sagan greinir margt frá Brandi ábóta og afskiptum hans af almennum málum. Allt bend- ir til að hann kynni manna bezt að beita aðferð stéttar- bræðra sinna á miðöldum, að láta ekkert hindra sig, því að baki gjörðanna var fyrirgefn- ingin vís frami fyrir guði. Þjón- usta hans við kirkjuvald Skál- holtsstaðar og árangurinn er hann náði, vísa hreint og hik- laust í þessa átt. En sé litið á kristin viðhorf í siðfræði Hrafn- kelssögu, virðist mér lítt benda til að höfundur hennar hafi haft slík sjónarmið fremst til mið- unar, þótt hann þekki vel skoð- anir miðaldamanna trúaðra og vel menntaðra á sjálfsákörðunar rétti einstakbndsins, er bundin var skoðun kirkjunnar á frjáls- um vilja. En hins vegar dylst engum, er þekkir eitthvað siðferðislögmál kirkjunnar á miðöldum, að I Hrafnkelssögu endurspeglast á óvenjulega skýran hátt mörg kristin viðhorf. Mörkin milli hins torráðna í siðalögmálum heiðninnar af rökum horfins á- trúnaðar eru bundin viðhorfum 13. aldar manns. Fyrirboðar hins ókomna vísa til afleiðinga en ekki miðalda. En þessu er hald- ið svo vel í vari, að erfitt er að átta sig á, hvert höfundurinn er að fara. Hann er mennskur í allri' sköpun listar sinnar og óvenjulega frjór. Á stundum minnir uppbygging söguefnis í Hrafnkelssögu mjög á Njálu, þó að listaverkin séu ólík, þegar öll kurl eru borin að sama sviðs ljósi. í upphafi bókar víkur Her- mann að viðhorfum fræðimanna á íslendingasögum yfirleitt. Nið- urstöður hans eru skýrar en um flest almenns eðlis. En að lok- um kemst hann að þeirri niður- stöðu, að atburðir sögunnar, séu allir háðir kerfisbundnum lög- málum kristninnar siðfræði og ofmetnaður í ýmsum myndum sé eitt helzta atriðið. Af þessu er ekkert nema gott að greina. En hitt er aðalatriðið, tekst Her- manni að færa fyrir þessari skoð un viðblítandi rök? Að því skal nú vikið. Kristnisaga íslands er sérstæð ari en nokkurrar annarrar nor- rænnar þjóðar. Þegar fsland kristnaðist, var Karlungakristin mótuð í tvær meginæðar í ger- mönskum löndum. Annars vegar fyrir vestan haf og blönduð þar eldri þáttum frumstæðari stefna. En hins vegar austnorræna kristnin, er var lausari í reipum og gjarnari til þess að verða fyrir áhrifum breyttra stefna. Kosréttur hins frjálsa vilja kirkjunnar, var mörgum mið- aldamanni mikil freisting. Hann gat í skjóli hans staðið í ströngu, jafnt yfirgangi og góðverkum. Þetta kemur oft fram í mið- aldaritum guðfræðilegum. En höfundur Hrafnkelssögu kann alls ekki að halda fullkomlega á þessu atriði, þó hann sé að færa skoðanir sínar upp á tíma og menn fyrir hugsunarhátt kristninnar, eins og siðferðis- postular samtíðar hans kunnu svo vel. Sögupersónurnar eru bundnar utanaðkomandi áhrif- um, utanaðkomandi gerðum. Að vísu má álykta, að höfundur sé að sýna mismun heiðninnar og kristninnar. En slík ályktun er að öllu án staðreynda. Miðalda guðfræðingar voru ekki slyngir prédikarar, enda byggðist kepni- mennska þeirra á öðrum aðferð- um. Rökrétt hugsun var þeim ekki nærtæk, en að leita á vit tilfinninc,a og bess dulræna var þeim tamt. Meðferð höfundar Hrafnkeh=öou í meðferð laera og réttar b°ndir miög til slíks. Þar eru einmitt skil sem vert væri að athuga. Brandur ábóti Jónsson kom einmitt að málum, er ekki voru ólík vígi í Hrafnkelssögu. Hann tók ekki á beim kristilega. held- ur af b“kkingu hins reynda og baulæfða veraldarmanns. En þar á ég v’ð víg Svínfellinga, er Framhald á bls. 24

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.